Morgunblaðið - 21.06.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.06.1991, Blaðsíða 4
4 MORGCNBl-ADltí ÝÖSttóAduk1 W Júdí Í991 Höfn í Hornafirði: Milljónatjón vegna elds- voða í húsgagnaverslun Athafnasvæði olíufélaganna í 30 metra fjarlægð MILLJÓNATJÓN varð í eldi í Húsgagnaverslun JSG á Alaugarey í Höfn í fyrrinótt. Slökkviliði staðarins var tilkynnt um eldsvoðann um kl. 4.30 aðf- Vinnuslys í Skúlatúni VINNUSLYS varð við Vélamið- stöð Reykjavíkurborgar í Skúla- túni í gær þegar vökvaknúin dæla vörubíls lenti ofan á fæti manns sem vann að viðgerð bílsins. Meiðsii mannsins eru ekki talin alvarleg. Maðurinn var að leita að leka í vökvakerfi vörubílsins þegar dælan, lenti á fæti hans. Hann mun hafa brákast á tám. Vinnueftirlit ríkisins kom á staðinn og kannaði aðstæður og orsakir slyssins. aranótt fimmtudags og logaði þá mikill eldur á jarðhæð hússins sem er tvílyft steinhús með kjall- ara. I húsinu var húsgagna- og smávöruverslun á báðum hæðum og lager í kjallara. Allur varning- ur, húsgögn, tæki og birgðir, eyðilögðust í eldinum og af völd- um sóts og vatns. Lögreglan á Hornafirði telur að um milljóna- tjón sé að ræða. Slökkviliðið réð niðurlögum elds- ins á um hálfri klukkustund ogtókst að veija efri hæð hússins og kjall- ara fyrir eldskemmdum, en allt inn- anstokks brann á jarðhæðinni. Efri hæð og kjallari er mikið skemmt af sóti og vatni. Timburgólf er á milli kjallara og jarðhæðar og mátti litlu muna að eldur læsti sig í það, að sögn lögreglu. Húsið er gömul verbúð, byggt á fimmta áratugnum. Alls tóku 13 slökkviliðsmenn þátt í slökkvistarfinu á tveimur bílum. í 50 fermetra útbyggingu sem sambyggð er við verslunina er íbúð og tókst slökkviliðinu að verja það. Einn maður býr í húsinu og var hann ekki heima við þegar eldurinn kom upp. Drengur á reiðhjóli varð fyrstur var við reyk frá húsinu og gerði hann lögreglunni viðvart um hann. Húsið er á Alaugarey og er þar engin byggð, en olíufélögin Skelj- ungur og Olís hafa þar birgðastöðv- ar og skammt undan er athafna- svæði Esso. Aðeins 30 metrar eru á milli hússins og bensíntanks og að sögn lögreglu hefði eldur hæg- lega getað komist í tankinn ef hreyft hefði vind, en logn var þegar eldurinn kom upp. Á athafnasvæð- inu eru samtals fimm tankar með bensíni og olíum og hefði getað orðið stórbruni á svæðinu hefði eld- ur komist í eldsneytið. Ekki er ljóst hvað olli upptökum eldsins. VEÐUR * - — pppiin -—r mxzmmmmm VEÐURHORFUR í DAG, 21. JÚNÍ YFIRLIT: Skammt suðvestur af landinu er 1.010 mb hæð en grunnt Iægðardrag yfir Norðausturlandi hreyfist lítið. SPÁ: Vestlæg eða breytileg átt, gola eða kaldi. Víða hafgola sfðdeg- is. Skýjað með köflum á Vestfjörðum og Norðausturlandi en ann- ars bjart. Hlýjast verður í innsveitum. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Hæg breytileg átt og bjart veður um allt land. Áfram verður hlýtt. Svarsfmi Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600. 10 Hitastig: 10 gráður á Celsíus SJ Skúrir * V El EE Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld TAKN: Q Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað / Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * Alskýjað / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 4 K Mistur Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hlti veöur Akureyri 11 skýjað Reykjavík 12 léttskýjað Bergen 18 skýjað Helsinki 18 skýjað Kaupmannahöfn 11 skúr Narssarssuaq 12 léttskýjað Nuuk 4 þoka Ósló 16 skúr Stokkhólmur 18 léttskýjað Þórshöfn 11 skýjað Algarve 24 heiðskfrt Amsterdam 16 skýjað Barcelona 22 léttskýjað Berlín 17 skýjað Chlcago 20 þokumóða Feneyjar 21 skýjað Frankfurt 12 rigning Glasgow 18 skýjað Hamborg 15 skýjað London 16 skýjað Los Angeles 17 alskýjað Lúxemborg 9 rigning Madríd 27 hálfskýjað Malaga 23 heiðskfrt Mallorca 22 skýjað Montreal 22 mistur NewYork 21 þokumóða Orlando 26 iéttskýjað París 16 rigning Madeira 19 skýjað Róm 21 skýjað Vin 21 léttskýjað Washlngton 23 þokumóða Winnipeg 16 úrkoma ígrennd Atvinnumiðlun iðnnema: Folk vantar í störf í bygg- ingar- og málmiðnaði Rafvirkjunarnemum bjóðast engin störf ATVINNUMIÐLUN iðnnema hefur starfað í fyrsta skipti í sumar. Afar misjafnlega gengur að finna störf handa iðnnemum. Nu vant- ar 20-25 menn í störf í bygging; störf hafa boðist í rafiðnaðinum. Kristinn Einarsson fram- kvæmdastjóri Iðnnemasambands- ins sagði í viðtali við Morgunblað- ið að Atvinnumiðlun iðnnema hafí verið sett á lagginn í vor í fyrsta sinn. Meginmarkmið hennar sé að auka starfsreynslu iðnnema með- an á námi stendur. Iðnnemar í greinum byggingar- iðnaðar, málmiðnaðar og rafiðnað- ar hafa verið á skrá hjá atvinnu- miðluninni. Hins vegar hefur gengið misvel að finna þeim störf. Er nú svo komið að nema vantar í 20-25 störf í byggingar- og málmiðnaðinum. Þessi störf eru bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni og að sögn Krist- ins eru þetta fjölbreytt störf sem geti veitt nemum í greininni mjög góða reynslu. Á hinn bóginn hefur ekkert r- og málmiðnaðinum en engin starf boðist í rafiðnaðinum og nú eru á skrá hjá atvinnumiðluninni um 10-12 rafvirkjanemar. Margir þeirra eru búnir með skólann en vantar tíu mánaða reynslu á vinnumarkaðnum áður en þeir geta tekið sveinspróf. Þessum nemum hafa hins vegar engin störf boðist og ef svo heldur sem horfir eru talsverðar líkur að þeir komist ekki í sveinspróf á réttum tíma. Kristinn kvað það einkar slæmt mál ef iðnnemar ættu á hættu að nám þeirra færi í súginn vegna þess að þeim byðust engin störf. Ekki er enn vitað hvemig á þessu stendur. Hugsanlegt er að Iðnskól- inn taki inn of marga nema í raf- virkjun. Einnig getur verið að raf- verktakar og aðrir sem vinna í uppmælingu vilji ekki nema í vinna, að sögn Kristins. Reykjavík: Sólskinsstundir vel yfir meðaltali SÓLIN hefur skinið 226 stundir í Reykjavík það sem af er júní. Þetta eru 56 sólarstundum fleiri en í meðal júnímánuði. Að sögn Trausta Jónssonar, veðurfræðings hjá Yeðurstofu íslands, er meðal- tal sólskinsstunda í Reykjavík í júní um 170 klukkustundir. Trausti Jónsson veðurfræðingur sagði að sólin skini að meðaltali 6 klukkustundir á dag í Reykjavík í júní en það sem af er þessum mán- uði hefðu mælst að meðaltali 10 sólskinsstundir á dag. Sólarstundir í júní í ár eru þess vegna komnar vel fram úr meðaltali og geta Reyk- víkingar vel við unað. Trausti sagði að til þess að slá sólarmet júnímán- aðar í Reykjavík, sem er 313 sól- skinsstundir, yrði sama veðurblíðan að haldast til mánaðamóta og sól- skin að mælast áfram að meðaltali 10 stundir á dag. Uppblástur á Suður- landi vegna þurrka HÆTTA á miklum uppblæstri hefur aukist verulega á Suður- landi vegna hinna miklu þurrka það sem af er júní. Andrés Arn- alds, gróðurverndarfulltrúi hjá Landgræðslu ríkisins, sagði að moldarbörð væru víða orðin skraufþurr og töluvert tjón hefði þegar orðið vegna uppblásturs. Að sögn Andrésar hefur það ver- ið bót í máli að flesta daga hefur verið fremur lítill vindur en um leið og vindur hefur vaxið myndast moldarmistur. Andrés sagði að síðustu helgi hefðu sjálfboðaliðar úr Ferðafélagi íslands verið að sá í moldarbörð í Þórsmörk og hefðu þeir ekkert getað unnið einn daginn vegna moldroks. Ennfremur sagði Andrés að jörðin væri víða illa út- leikin eftir ofviðrið sem gekk yfir í febrúar í vetur og ástandið magn- aði upp hættuna á uppblæstri. Andrés sagði að lokum að Land- græðsla ríkisins reyndi markvisst að vinna að því að loka þessum sárum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.