Morgunblaðið - 21.06.1991, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 21.06.1991, Qupperneq 10
reet jwOi .rs auo^auTgö’í aia/uaiíUóaoM MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR "2T. JUNI 1991 Flaututónleikar Guðrún S. Birgisdóttir Martial Nardeau _________Tónlist______________ Jón Ásgeirsson Guðrún S. Birgisdóttir og Mart- ial Nardeau flautuleikarar héldu tónleika í Listasafni Sigutjóns Ólafssonar sl. þriðjudag og fluttu tónverk eftir Telemann, Kuhlau, Migot og Atla Heimi Sveinsson. Tónleikarnir hófust á tveimur þáttum úr sónötu fyrir tvær flaut- ur, eftir Telemann og léku hjónin þessa þætti á barokkflautur. Tónn tréflautunnar er veikari en málm- flautunnar og óstyrkari en býr yfir einhveijum náttúrulegum þokka, sem kom mjög vel fram í frábærlega samstilltum leik þeirra. í tveggja þátta úrtaki úr Grand duo cencertante í e-moll, eftir Kuhlau var blásið á málmflautur og var leikur hjónanna ekki síður vel útfærður en í fyrra verkinu. Sex litlar prelúdíur heitir verk eftir Georges Migot en þar leikur hann sér að því að herma eftir ýmsum tegundum lævirkja og annarra smáfugla. Ekki eru um að ræða beinar náttúrulíkingar heldur tónlist, þar sem reynt er að framkalla stemningar, en minna á atferli fugla og söng þeirra. Þetta eru mjög fallega unnin verk og voru sérdeilislega vel leikin. Lokaverkefni tónleikanna var verk fyrir tvær flautur og segul- band, eftir Atla Heimi Sveinsson, er hann nefnir Handanheimar. Verkið er í ijórum þáttum og eru fyrsti og síðasti þátturinn fyrir flaututvíleik en í miðþáttunum eru hljóð og tónar af tónbandi eins konar mótvægi við flautuleikinn. Þtjár söngkonur iögðu til raddir sínar, Inga Bachmann, Margrét Pálmadóttir og Johanna Þórhalls- dóttir, svo og börn úr leikskólan- um Gullborg. í heild er verkið vel samið, sérílagi þó jaðarþættirnir en einnig var innsetning hljóðanna oft skemmtileg áheyrnar, sérstak- lega þátttaka barnanna í Gull- borg. Leikur Guðrúnar S. Birgisdótt- ur og Martial Nardeau var tækni- lega vel útfærður, gæddur sterkri tilfinningu fyrir formgerð og stíl, hvort sem viðfangsefnin voru bar- okk, rómantík, franskar náttúru- stemmningar eða nútímatónlist. Jóhannes í Bónus: Engar kvartamr frá neytendum JOHANNES Jónsson í Bónus sagði í samtali við Morgunblaðið að engar kvartanir hefðu borist frá neytendum út af verðmerk- ingu grænmetis hjá Bónus. Hins vegar virtist samkeppnisaðilum Bónusverslananna ekki falla að grænmeti væri selt í stykkjatali. Jóhannes sagði að núgildandi reglugerð um vigtarstuðul hefði ekki verið í gildi þegar Bónus hóf starfsemi sína. Hins vegar hefði hún verið sett nokkrum mánuðum síðar. Jóhannes sagði að Bónus hefði hunsað þessa reglugerð. „Kúnnam- ir eru okkar húsbóndi og þeir eru harður húsbóndi. Engar kvartanir hafa borist frá viðskiptavinum okk- ar út af verðmerkingu á grænmeti. Við höfum enda verið að reyna að gera eitthvað fyrir fólkið og það hefur kunnað að meta það. Þess vegna höfum við reynt að þybbast við að breyta þessu fyrirkomulagi. Okkur kemur ekki til hugar að svindla á viðskiptavinum okkar enda er fólk of vel upplýst til að það sé hægt.“ Jóhannesi þykir einkennilegt að reglugerð um vigtarstuðul skuli hafa verið sett nokkrum mánuðum eftir að Bónus tók til starfa. „Það er engu líkara en þetta sé gert okkur til höfuðs. Þó eru margar vörutegundir seldar í stykkjatali hér á landi. En Bónus má ekki selja grænmeti í stykkjatali enda þótt það sé greinilega það sem fólkið vill.“ Aðspurður kvaðst Jóhannes myndu hafa samband við verðlags- stjóra þegar hann kemur frá útlönd- um og ræða málin við hann. Evrópumótið í brids: Island í þriðja sæti eft- ir sigur á Þýskalandi Alslemma dæmd af íslenska liðinu en vannst aftur með áfrýjun __________Brids_____________ GuðmundurSv. Hermannsson ÍSLAND átti góðan dag í gær á Evrópumótinu í brids. I 9. um- ferð vann íslenska liðið það þýska, 21-9 og einnig vannst áfrýjun dóms í tapleiknum við Pólland frá kvöldinu áður, sem gaf Islandi 2 stig til viðbótar. Island var í 3. sæti eftir 9 umferð- ir en toppbaráttan er mjög hörð. Staðan að loknum 9 umferðum var þessi: Svíþjóð 185, Pólland_173, ísland 169, Bretland 164,5, Ítalía 161, Sovétríkin 156, Frakkland 155, Noregur 154, Austurríki 146. ísland spilaði við Austurríki í 10. umferð í gærkvöldi og spilar við Svisslendinga og Svía í dag. Viðureign íslendinga við Evrópu- meistara Pólvetja var nokkuð sögu- leg. Guðmundur Páll Arnarson, Þorlákur Jónsson, Aðalsteinn Jörg- ensen og Jón Baldursson spiluðu allan leikinn og staðan í halfleik var 18-47, Pólvetjum í vil. í fyrri hálfleiknum gerðist það að keppni- stjóri dæmdi alslemmu af íslending- um. Málið var þannig vaxið, að einn íslenski spilarinn hækkaði í al- slemmu eftir að félagi hans hafði hugsað lengi áður en hann sló af í hálfslemmu. Spilað er með skerm- um þannig að meðspilararnir sjá ekki hvorn annan, og því eiga svona stöður síður að koma upp, en keppn- isstjóri taldi að sá sem hækkaði í alslemmuna hefði vitað að félagi hans var að hugsa, og það hafi getað haft áhrif á að sögnina. Þess- um dómi var áfrýjað til dómnefnd- ar, og hún breytti úrskurði keppnis- stjóra í gær og taldi að hækkunin í alslemmu hefði verið réttlætanleg þrátt fyrir umhugsunina. Seinni hálfleikurinn fór 14-42 fyrir Pólvetja. Eftir úrskurð dóm- nefndar bættust svo 13 stig við inneign íslands úr fyrri hálfleikn- um, þannig að leikurinn fór 45-89 eða 8-22. Fyrr á miðvikudaginum spiluðu íslendingar við Tyrki í 7. umferð, og unnu hann 21-9. Jón Baldursson og Aðalsteinn Jörgensen spiluðu allan leikinn en Guðmundur Páll Arnarson og Þorlákur Jónsson, og Örn Arnþórsson og Guðlaugur R. Jóhannsson spiluðu sinn hálfleikinn hvort._ Staðan í hálfleik var 43-26 fyrir ísland og seinni hálfleikur fór 48-30_. Leikurinn endaði því 91-56 fyrir ísland. Alslemmur voru oftar sögulegar hjá íslenska liðinu en í leiknum við Pólveija. Önnur slík kom fyrir í leik íslenska liðsins gegn Búlgurum í 4. umferð. A/NS Vestur ♦ G4 ♦10862 ♦ KG4 ♦ 9863 Norður ♦ ÁD9753 ♦ DG74 ♦ - ♦ KD2 Austur ♦ 6 ♦ 953 ♦ ÁD98762 ♦ 75 Suður ♦ K1082 ♦ ÁK ♦ 1053 ♦ ÁG104 í lokaða salnum var þetta síðasta spilið í fyrri hálfleiknum og spila- mennskan hafði gengið frekar hægt. Aðeins tvær mínútur voru eftir af leiktímanum en mjög strangt er tekið á timabruðli á mótinu og vinningsstigasektum beitt miskunnarlaust. Þetta hefur ef til vill haft áhrif á sagnir: Vestur Norður Örn 4 grönd 5 tíglar pass 5 spaðar Austur Suður Guðl. 3 tíglar pass dobl pass pass 7 spaðar! Sagnirnar tóku aðeins eina og hálfa mínútu þótt Búlgarinn í vest- ur reyndi að rugla andstæðingana í ríminu með því að spyija um ása. En fyrst Örn treysti sér til að spila á 5. sagnstigi taldi Guðlaugur sig eiga fyrir hækkun í að minnsta kosti alslemmu. Þegar útspilið kom á borðið voru 18 sekúndur eftir. En Örn gat lagt upp um leið og hann sá blindan og þeir Guðlaugur forðuðu íslenska liðinu ekki aðeins frá tímabruðlssektum heldur græddu 13 stig á að ná þessari al- slemmu. Skýrsla OECD um íslensk efnahagsmál: Mikilvægt að vinna að frekari hjöðnun verðbólgu MIKILVÆGT er að festa í sessi þann árangur sem náðst hefur í viðureigninni við verðbólgu og vinna að frekari hjöðnun hennar, segir í ársskýrslu OECD, Efna- hags- og framfarastofnunarinn- ar í París, um islensk efnahags- mál sem birt var í gær. Þar seg- ir jafnframt að stjórnvöld verði að halda áfram þeim efnahags- umbótum sem þegar hafi verið byrjað á og mikilvægt sé að af- nema þær takmarkanir sem enn gildi á fjármálasviðinu. I skýrslunni segir að meginvið- fangsefni stjórnvalda á næstu árum verði að mestu leyti hin sömu og á síðustu árum en þróunin að undan- förnu hafi engu að síður gert íslenskt efnahagslíf betur í stakk búið til að takast á við verkefni tíunda áratugarins en það var í upphafi þess níunda. I skýrslunni er talað um að þrátt fyrir að íslenskur sjávarútvegur, sérstaklega fiskveiðar, séu vel rekn- ar á alþjóðlegan mælikvarða, sé engu að síður hægt að auka veru- lega tekjur í greininni með hagræð- ingu. Þá er bent á að mikilvægt sé, til lengri tíma litið, að auka fjöl- breytni í útflutningi, jafnvel þótt væntanlegt álver sé tekið með í reikninginn. Smæð landsins er þó talin fela í sér að tiltölulega mikil sérhæfing sé nánast óhjákvæmileg en tæknilegar nýjungar, einkum á sviði fjarskipta, geti komið til með að opna nýja möguleika í þjónustu- greinum. Til að nýta þessa mögu- leika er talað um að mikilvægt sé að færa sér í nyt sveigjanlegan vinnumarkað og aðgang að alþjóða- mörkuðum á sviði vöru- og fjár- magnsviðskipta. b r\ Vr/ DÆLUR, VATNSHELDIR DUKAR, STUTAR OG FLEIRA SEM ÞARF TIL AÐ GERA FALLEGA TJÖRN MEÐ GOSBRUNNI REYNSLA - RÁÐGJÖF - ÞJÓNUSTA SÖLUFÉLAG GARDYRKJUMANNA SMtÐJUVEGI 5. 2DOKÓPAVOGUR. SÍMI 43211

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.