Morgunblaðið - 21.06.1991, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 21.06.1991, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1991 15 Kvennahlaup 22. júní eftir Lovísu Einarsdóttur Þá er að renna upp dagurinn sem fjöldi kvenna um land allt hefur beðið eftir. Margar hafa æft sig af kappi og stefnt markvisst á þátt- töku í hlaupinu, göngunni eða skokkinu. Sl. laugardag mættu 130 konur til æfinga í Garðabænum. Þar vaknaði sú hugmynd að halda áfram að hittast á laugardögum kl. 11.00 og æfa saman. Þetta er gott til eftirbreytni og sannar þá vellíðan og þann árangur sem skilar sér í reglubundinni þjálfun, samveru og útiveru. Vonandi verða fleiri hópar sem koma á eftir. Höldum allar af stað! Fáir kunna sig í fögru veðri heim- an að búast segir gamalt máltak. Þetta er vert að hafa í huga í kvennahlaupinu. Gott er að hafa með skjólgóðan og léttan fatnað sem auðvelt er að binda um sig ef KVENNAHLAUP GARÐABÆR 1991 vel viðrar. íslenskt veðurfar er þess eðlis að það er vissara að vera við öllu búin. Betra er að koma snemma á svæðið, helst ekki seinna en kl. 13.00. Skráning og afhending bola hefst kl. 11.00. Það flýtir allri af- greiðslu ef konur mæta tímanlega. Áfram stelpur! Ég vona að allar konur eigi ánægjuríkan dag og hafi fundið sér lífsstíl í formi góðrar hreyfingar. Það er einn tilgangur hlaupsins að vekja til vitundar ástundun í íþróttum og líkamsrækt, sem skilar sér í betri líðan í dagsins önn. Betri líðan — bætt þjóðfélag. Konur, höldum af stað! Willem Brons í Is- lensku óperunni TÓNLEIKAR Willem Brons pían- óleikara frá Hollandi verða í Is- lensku óperunni Iaugardaginn 22. júní. Brons leikur þijár síð- ustu píanósónötur Franz Schu- berts. Tónleikarnir hefjast kl. 14:30. Willem Brons fæddist í Arnhem í Hollandi. Hann lærði m.a. hjá Vlado Perlemuter í París og Louis Hiltbrand í Genf. Árið 1968 vann hann tvenn verðlaun í alþjóðlegu píanókeppninni í Genf: „Prix avec distinction á l’unanimité" og „Prix Philippinetti á la memoire de Pad- erwsky." Brons leikur gjarnan tónlist Beet- hovens, Schuberts og Schumanns. Fyrir túlkun sína á verkum þessara tónskálda hefur hann hlotið sérs- takt lof gagnrýnenda. Brons hefur alltaf haft mikið dálæti á tónlist Schuberts og hefur um árabil sér- hæft sig í túlkun verka hans. Þrjár síðustu sónöturnar samdi Schubert haustið 1828, tæpum tveimur árum fyrir andlát sitt og er þetta í fyrsta sinn sem þær eru fluttar hérlendis á sömu tónleikun- um. Willem Brons mun einnig fjalla Willem Brons píanóleikari um sónöturnar á tónleikunum. Mánudagskvöldið 24. júní kl. 20:30 mun píanónleikarinn halda tónleika á ísafirði í tengslum við alþjóðlegt tónlistarnámskeið, sem þar verður haldið dagana 24. til 30. júní. Fréttatilkynning. Sunna Sigurðardóttir. Doktorsritgerð um vefjaflokka í nautgripum SUNNA Sigurðardóttir varði doktorsritgerð sína við Sveriges Lantbruksuniversitet í Uppsölum 6. júní. Nefnist ritgerðin Studies of the class 11 genes of the major histocompatibility complex in cattle og fjallar um fjölbreytileika vefjaflokka í nautgripum. Andmælandi við vörnina var pró- fessor Öysten Lie frá Norges Veteri- nærhögskole í Osló. Sunna lauk B. Sc. námi frá Líffræðideild Háskóla íslands 1973. Hún er dóttir Oddrún- ar Pálsdóttur og Sigurðar Ágústs- sonar, gift Ólafí Pétri Jakobssyni lækni og eiga þau þtjú börn. I sem slá í gegn! ÁRMÚLA 11 - REYKJAVÍK - SÍMI 681500 Hefur þú kynnt þér hið ótrulega lága verð á sumarvörum IKEA. Nokkur dæmi: Sandmilla og bíll Servíettur (50 stk. í pakka) Diskamottur (4 í pakka) 290,- Garðkanna (hvít) \ \ Pappadiskasett með hnífapörum (fyrir 25 manns) LONOborð í sumarskapi TOPI leiktjald KRINGLUNNI 7 • SÍMI91-686650

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.