Morgunblaðið - 21.06.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.06.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1991 Hugmyndir Islendinga og Norðmanna í EES-viðræðunum: Svar EB kann Morgunblaðið/Þorkell Sjávarútvegsráðherra, utanríkisráðherra og embættismenn á fundi með fulitrúum í Samstarfs- nefnd atvinnureúenda í sjávarútvegi í sjávarútvegsráðuneytinu í gær. Ræða um gagnkvæmar veiðiheimildir SAMSTARFSNEFND atvinnu- rekenda í sjávarútvegi áttu í gær fund með Þorsteini Páls- syni sjávarútvegsráðherra og Jóni Baldvini Hannibalssyni ut- anríkisráðherra í gær þar sem kynntur var samningsgrun- dvöllur sá sem náðist á ráð- herrafundi EFTA og EB í Lúx- emborg á þriðjudag og hug- myndir um gangkvæmar veiði- heimildir á milli Islands og EB um 2.600 þorskigildi af hálfu beggja aðila. Fulltrúar sjávarútvegsfyrir- tækjanna vildu ekkert segja um samningsdrögin eftir fundinn en munu koma saman og ræða þetta mál á fundi í dag. Rætt er um að EB-ríki fái að veiða vannýttar fisktegundir í íslenskri landhelgi gegn því að íslendingar' fái að veiða loðnu og rækju við Græn- land. að lig-gja fyr- ir í Salzburg Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FASTAFULLTRÚAR aðildarríkja Evrópubandalagsins (EB) í Brussel ræddu á fundi í gær hugmyndir Norðmanna og Islendinga til lausnar deilunum um sjávarútvegshagsmuni í samningaviðræðunum um Evr- ópska efnahagssvæðið (EES). Ákveðið var að vísa hugmyndunum til vinnuhóps sérfræðinga sem á að skila áliti í dag, föstudag, en þá munu fastafulltrúarnir freista þess að komast að niðurstöðu fyrir helg- ina og er því hugsanlegt að hún verði kynnt á ráðherrafundi EFTA í Salzborg í Austurríki á þriðjudag. Það var samdóma álit þeirra emb- ættismanna EB sem rætt var við í gær að enn hefði ekkert samkomulag verið gert við Fríverslunarbandalag Evrópu (EFTA) um leiðir til lausnar deilunum um sjávarútvegshagsmuni. Samstaða hefði á hinn bóginn orðið um það á ráðherrafundinum í Lúx- emborg á þriðjudag að leysa deilu þessa farsællega. Spænskur embætt- ismaður lagði á það áherslu að EB hefði enn ekki fallið frá kröfunum Eyjólfur Konráð Jónsson: Skref í átt til sigurs íslendinga Skrifað undir samninga um efnahagssvæði 28. júlí FORMAÐUR utanríkismálanefndar segir fulla ástæðu til að ætla, að með þeirri niðurstöðu, sem fékkst á fundi ráðherra EFTA og Evrópu- bandalagsins í Luxemborg á þriðjudag, hafi verið stigið skref í áttina að sigri í réttindabaráttu íslendinga. A fundi utanríkismálanefndar i gær, kom fram að áætlað er að skrifa undir samning um evrópskt efnahagssvæði til bráðabirgða í Helsinki þann 28. júlí. „Það verður ekki sami hraði á þessu og áður var búist við. Aðal- samningamenn munu ekki sétja upp- hafsstafi sína á samning í Saltsburg 24. júní, heldur 28. júlí i Helsinki. Það eru því fimm vikur þar til nokk- ur skuldbinding verður gefin og því gefst tími til að undirbúa málið bet- ur,“ sagði Eyjólfur Konráð Jónsson formaður utanríkismálanefndar við Morgunblaðið í gær. Ráðherrar hafa lýst því yfir, aði í Lúxemborg hafí Evrópubandalagið fallið frá kröfum um veiðiheimildir í íslenskri landhelgi í stað tollfrjáls aðgangs fyrir sjvarafurðir á mörkuð- um bandalagsins. Hins vegar sé nú rætt um að semja við bandalagið um gagnkvæmar veiðiheimildir sem nemi 2.600 þorskígildum. Eyjólfur Konráð hefur talað mjög hart gegn hugmyndum um slíka samninga, og þegar hann var spurður um þetta í gær, sagðist hann hafa alla fyrir- vara á samþykki við slíkt. „Það er ekki búið að semja endan- lega um neitt. Og það verður ekki gert nema í samráði við utanríkis- málanefnd. En ég vakti sérstaklega athygli á því á fundinum, að við ættum enn óleyst mál við Noreg og Danmörku á svæðinu frá Grænlandi til Færeyja og á milli Jan Mayen og Noregs. I annan stað, að við færum inn í málaferli milli Dana og Norð- manna um hvort miðlína eigi að vera milli Jan Mayen og Grænlands. Og að lokum að við skoðuðum sér- staklega Jan Mayen samkomulagið frá 1941. Allt snýst þetta meira og minna um að leyfa einhveijar veiði- heimildir á Svalbarðasvæðinu og við getum mjög vel skoðað það hvaða hlutdeild við gætum átt í slíku sam- komulagi. Þetta er einn liður í okkar baráttu fyrir því að friða allt svæðið, frá Noregsströndum til Kanada, með því að færa út fullveldisréttindi sam- kvæmt hafréttarsáttmálanum, ýmist einir eða í samstarfi við aðra. Þar eru hafsbotnsréttindi fyrsta skrefið, og svo kæmu veiðiréttin.din á eftir, og ég teldi allar líkur á að með .því að vinna vel í þessu næstu fimm vikumar, gætum við náð einu skref- inu lengra í okkar baráttu," sagði Eyjólfur Konráð. Fundi utanríkismálanefndar verð- ur haldið áfram í dag en honum var frestað í gær. Utanríkis-, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra munu koma á fund nefndarinnar í dag. um veiðiheimildir fyrir aðgang að mörkuðum bandalagsins og sagði að verið væri að meta hvort hugmyndir EFTA-ríkjanna um mögulegan samningsgrundvöll væru aðgengileg- ar. Hann sagði að Norðmenn hefðu á miðvikudag lagt fram skriflegar tillögur að samningsgrundvelli en íslendingar hefðu ítrekað munnlega hugmyndir sínar frá tvíhliða fundi þeirra með fulltrúum framkvæmda- stjómar EB fyrir hálfum mánuði um lítilvæg, gagnkvæm skipti á veiði- heimildum. Embættismenn innan þeirrar stjórnardeildar sem fer með sjávarút- vegsmál eru sagðir mjög tortryggnir- á að hugmyndir íslendinga og Norð- manna gangi nógu langt fyrir EB. Samkvæmt heimildum innan fram- kvæmdastjórnarinnar telja þeir að eina mögulega lausnin sé pólitísk málamiðlun sem sniðgangi að um- talsverðu leyti þá hagsmuni sem þeir telja sig vera að veija. Bent er á að fullt tollfrelsi á öllum sjávarafurðum geti ekki verið þessari atvinnugrein til framdráttar innan EB. Ekki er búist við að neins konar samkomulag liggi fyrir í þessu efni á fundi EFTA- ráðherra með fulltrúum EB í Salz- borg í Austurríki á þriðjudag. Aðalsamningamenn EFTA áttu í gær fund með starfsbræðrum sínum frá EB um stöðuna í viðræðunum eftir fundinn í Lúxemborg. Mjög erf- iðlega hefur gengið að afla frétta af þessum fundi og í gær voru tveir norskir blaðamenn reknir út úr for- stofu EFTA-byggingarinnar með þeim orðum að þeir ættu þar ekkert erindi þar sem mikilvægur fundur færi fram í húsinu. Starfsfólk Álafoss hf. á Akureyri: Bæjaryfirvöld hafí forgöngn um stofnun rekstrarfélags Morgunblaðið/Rúnar Þór Ármann Helgason, starfsmaður Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri, á tali við nokkra starfsmenn þrotabús Álafoss hf. eftir starfsmannafélagsfundinn í gær. STARFSFOLK Alafoss hf. á Ak- ureyri samþykkti á fundi sem haldinn var í gær, eftir að fyrir- tækið hafði verið úrskurðað gjaldþrota, að beina því til Akur- eyrarbæjar að hann hafi for- göngu um að stofnað verði rekstr- arfélag, sem leiti eftir að taka á leigu vélar og viðskiptasambönd þrotabús Álafoss hf. í þeim til- gangi að tryggja þau störf og hagsmuni sem í húfi eru. Jafn- framt lýsti starfsfólk yfir ákveðn- um vilja um að taka þátt í slíkum rekstri með einhvetjum hætti. Ólafur Ólafsson fyrrverandi for- stjóri Álafoss hf. átti fund með starfsfólki fyrirtækisins eftir að það hafði verið úrskurðað gjaldþrota í gærmorgun. Viðar Már Matthíasson lögfræðingur gerði starfsfólki grein fyrir lagalegri stöðu þess gagnvart þrotabúinu og Olga Loftsdóttir trún- aðarmaður upplýsti m.a. um at- vinnuleysisbætur. Hún hvatti starfs- menn til að taka höndum saman og reyna til þrautar að koma í veg fyr- ir að ullariðnaður í _bænum leggist af. Fleiri starfsmenn fyrirtækisins tóku í sama streng og lýstu jafn- framt áhyggjum yfír hinni alvarlegu stöðu sem upp væri komin, en tæp- lega 200 manns starfa hjá fyrirtæk- inu. „Fólk er ekki bjartsýnt, en þó má segja að heldur hafi birt yfir þegar ljóst varð að rekstrinum verður hald- ið áfram fram til 5. júlí,“ sagði Ár- mann Helgason starfsmaður Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri. Hann sagði að menn vonuðust til að þessi umþóttunartími yrði notað- ur til að tryggja áframhaldandi rekstur fyrirtækisins, því vissulega óttaðist starfsfólkið hvað við tæki. Starfsfólki var sem kunnugt er Ólafur Ólafsson, fyrrv. forstjóri Álafoss hf. kemur út af fundi með starfsfólki Álafoss á Akureyri í gær. Á bak við hann má sjá Viðar Má Matthíasson lögmann Álafoss. sagt upp störfum um síðustu mán- aðamót og taka fyrstu uppsagnir gildi nú um mánaðamót, júní/júlí. Ármann sagði að væntalega yrði því starfsfólki boðlh tímabundin atvinna hjá þrotabúinu þar til lokað yrði 5. júlí. Á starfsmannafundinum í gær voru sjö starfsmenn kosnir í starfs- mannaráð, sem hefur það hlutverk að hefja samstarf við Ákureyrarbæ og aðra þá hagsmunaaðila sem hlut kunna að eiga að væntanlegu rekstrarfélagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.