Morgunblaðið - 21.06.1991, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 21.06.1991, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JUNI 1991 19 Perlan opnuð í dag NÚ ER verið að leggja síðustu hönd á Perluna, útsýnishús Hita- veitu Reykjavíkur, sem verður opnuð í dag. Þá verður þar sam- kvæmi á vegum Bjarna Ingvars Arnasonar veitingamanns sem sér um allan rekstur í húsinu en í framhaldi af því hefst kvöldverður fyrir boðsgesti Borgarstjórnar Reykjavíkur. í tilefni af opnun Perlunnar efn- ir Hitaveita Reyjavíkur til tveggja daga ijölskylduhátíðar sem hefst með því að húsið er formlega opn- að almenningi kl. 14 á laugardag- inn en síðan hefjast fjölbreytt skemmtiatriði sem standa fram undir kvöid. Má þar m.a. nefna leik Lúðrasveitar Reykjavíkur, Brúðubílinn, götuleikhús og Tóta trúð, píanóleik, kórsöng og atriði frá Listahátíð æskunnar, en hátíð- in á að fara fram jafnt úti sem inni eftir því sem veður leyfir. Báða dagana verða barnaleiktæki fyrir utan Perluna á meðan hátíð- arhald stendur. Myndlistarsýning verður í tengslum við Vetrargarðinn sem er á fystu hæð Perlunnar en þar- er fyrirhuguð margvísleg starf- semi, ss. sýningar, tónleikar og markaður. í kjallara hússins er fundasalur. Engin starfsemi er á annarri og þriðju hæð en á milli fyrstu og fjórðu hæðar er lofthæð yfir tíu metrar. A fjórðu hæð er veitinga- búð þar sem framreiddir verða fjöl- breyttir réttir á verði sem er við allra hæfi, að sögn Bjarna Ingvars Árnasonar. Á sömu hæð er einnig „ísævintýrið", nýstárleg ísgerð sem öll fer fram á staðnum úr fersku hráefni. Af þriðju hæðinni er gengið út á útsýnispalla Perl- unnar en þar hefur verið komið fyrir útsýnisskífum með öllum ijaljahringnum. Á fimmtu hæð Perlunnar er veitingasalur sem getur rúmað á þrðja hundrað manns í sæti og snýst í heilan hring á klukku- stund þannig að gestirnir sjá yfir alla Reykjavík og nágranna- byggðirnar úr sætum sínum. Á sjöttu hæð er vínstúka staðarins. Síðdegis á laugardag verður þar viðhafnarveisla með skemmtidagskrá þar sem fram koma ýmsir af helstu skemmti- kröftum landsins en fyrir all- löngu var hvert sæti skipað í þessari fyrstu opinberu veislu í Perlunni. ■ NÚ um helgina munu Móeið- ur Júníusdóttir ogKarl Olgeirs- son, spila fyrir gesti á Hótel Borg í nýuppgerðum skuggasal. Þau Móeiður og Karl munu leika jazz með blús ívafi. Móeiður hefur áður sungið með jazzbandi Reykjavíkur og lenti í öðru sæti í söngvara- keppni framhaldsskólanna fyrir ári. Karl hefur áður leikið með hljóm- sveitinni Possibillies ásamt ýmsum öðrum sveitum. &HAMBORGARAR VíLgosi og franski' 999-- HAMBORCARI iqq^ nV frönskum og sósu 325i nVosti, frönskum og sósu 34S- m/bacon, frönskum og sósu 37S- 2.faldur HVfrönskum og sósu 425* GrtUkfuklíngitr 599%. 2 GrittkfúUBttgur ADEINS 299& BONVS BORGARI Leifur Breiðfjörð Gallerí Kot; Sýning Leifs Breiðfjörð SÝNING Léifs Breiðfjörð opnar í Gallerí Koti í Borgarkringlunni n.k. laugardag og stendur til 13. júlí. Leifur sýnir þar steinda glugga, olíumálverk og pastel- myndir. Sýningin er opin á al- mennum verslunartíma Borgar- kringlunnar. Leifur Breiðfjörð er fæddur 24. júní 1945. Þetta er áttunda einka- sýning hans hérlendis en einnig hefur hann sýnt í Dresdner Bank í Freuenstadt og Mainz í Þýskalandi. Auk þess hefur hann tekið þátt í samsýningum í Reykjavík, Stokk- hólmi, Malmö, Hasselby, Edinborg, Rostock, Taunusstein, Toronto, New York, Tokyo og Kyoto. Verk eftir Leif eru í mörgum opinberum byggingum og kirkjum heima og erlendis þ.á.m. í St. Giles dómkirkjunni í Edinborg, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Reykjalundi, Landsspítalanum, Fossvogskapellu, Bústáðakirkju og kirkjum víða í Þyskalandi. Leifur hlaut Bjartsýnis- verðlaun Bröste 1990. Leifur er annar listamaðurinn sem sýnir í Gallerí Kot í Borgar- kringlunni. Sá sem fyrstur sýndi í hinu nýja galleríi var Hringur Jó- hannesson. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Vigdís Finnbogadóttir forseti og Jaques Mer sendiherra Frakka gróðurselja eina birkiplöntuna í Vinarskógi. Gjöf Mitterrands gróð- ursett í Vinarskógi Búðardalur: Dagskrá um Jó- hannes úr Kötlum ÞEGAR sumarið gengur 'í garð breytist starfsemi Frístunda- hópsins Hana-nú í Kópavogi, á þá lund að nánast öll starfsemi felst í útiveru og gönguferðum. Laugardaginn 22. júní munu fé- lagar í bókmenntaklúbbi heimsækja bernskuslóðir Jóhannesar úr Kötl- um og flytja í því tilefni samfellda dagskrá i tali og tónum úr verkum skáldsins í Grunnskólanum í Búð- ardal á laugardagskvöldið. Ragnar Þorsteinsson, Hana-nú félagi og fyrrverandi kennari, kynn- ir. Dagskránni lýkur með því að Sveinbjörn Beinteinsson kveður rímur eftir Jóhannes úr Kötlum. Soffía Jakobsdóttir leikari und- irbjó og æfði dagskrána. Selfossi. FORSETI íslands, Jacques Mer sendiherra Frakklands og starfsfólk franska sendiráðsins gróðursettu 74 birkiplöntur í svonefndum Vinarskógi í landi Kárastaða í nágrenni Þingvalla s.l. þriðjudag. Plönturnar eru gjöf Mitterrands Frakklandsforseta til forseta ís- lands og er ein planta fyrir hvert ár sem Frakklandsforseti hefur lif- að. í Kárastaðalandi eru 16 hektarar af nýtanlegu landi undir skóg. Land þetta er nýtt af Land- græðsluskógaátaki sem hófst í fyrra og er fram haldið 1991. 16. júni gróðursetti starfsfólk sendi- ráða á íslandi 1000 plöntur á þess- um stað. Sig. Jóns. ilmandi w Þeir rækta kaffijurtina af aldagamalli hefð við bestu aðstæður í frjósömum fjallahlíðum Colombiu. Við veljum bestu baunimar þeirra. Þú færð ilmandi nýbrennt Colombiakaffi í stjörnuflokki nánast beint úr kvörninni - njóttu þess. m KAFFIBRENNSLA AKUREYRAR HF Höföar til . fólks í öllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.