Morgunblaðið - 21.06.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.06.1991, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1991 Istess verði tekið til gjaldþrotaskipta: Fjórir eigenda tílbúnir að stofna annað fyrirtæki STJÓRN ístess hf. hefur óskað eftir því við skiptaráðanda bæjarfógetans á Akureyri að félagið verði tekið til gjaldþrota- skipta. Eignaraðilarnir fjórir, Akureyrarbær, Byggðastofnun, Kaupfélag Eyfirðinga og Hraðfrystistöð Þórshdfnar hafa ákveðið að taka þátt í stofnun nýs fyrirtækis um fóðurfram- leiðslu. Eyþór Þorbergsson skiptaráð- andi sagði í gær að hann myndi taka sér umhugsunarfrest áður en hann kvæði upp úrskurð um hvort fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrota- skipta, en það myndi hann væntan- lega gera í dag, föstudag. Einar Sveinn Ólafsson verk- smiðjustjóri ístess sagði að fyrir- tækið hefði reynt að eiga þriggja til fjögurra daga birgðir af fóðri á lager og því hefði verið unnt að útvega viðskiptavinum félagins fóður. Að T. Skretting undanskildum hafa hinir eignaraðilar ístess hf, Akureyrarbær, Byggðastofnun, KEA og Hraðfrystistöð Þórshafnar ákveðið að taka þátt í stofnun nýs fyrirtækis um fóðurframleiðslu, að sögn Einars Sveins, en hann sagði að áður en nokkuð yrði fastákveð- ið varðandi nýtt fyrirtæki þyfti að bíða eftir ákvörðun væntanlegs bústjóra um á hvern hátt honum þætti hag búsins best borgið. „Það er brýnt að hlutirnir gerist hratt, nýtt fyrirtækið þyrfti að vera tilbúið til framleiðslu upp úr helginni, því við þurfum að afla okkur hráefnis og viðskiptavina," sagði Einar Sveinn. Reiknað er með að 8-10 manns starfi við nýtt fyrirtæki í upphafi og sagði Einar Sveinn að stefnt væri að því að efla starfsemina með útflutningi síðar meir. Píanókennarar á Suzuki-námskeiði UM HELGINA stendur yfir námskeið Suzuki-píanókennara í Tónlistarskólanum á Akureyri á vegum islenska Suzuki-sam- bandsins. Suzuki-kennsluaðferðin byggist m.a. á mikilli hlustun nemenda á námsefnið, virkari þátttöku for- eldra og sífelldri upprifjun, auk þess að börnin byrji ung að læra, gjarnan þriggja til fjögurra ára. Þátttakendur á kennaranám- skeiðinu hafa flestir lokið 1. stigi kennaranámsins og stefna nú að rétindaprófi á 2. og 3. stigi, en stigin eru alls 5. Til að ljúka hveiju stigi þurfa þátttakendur að hafa lokið 5 námskeiðshelgum. Leið- beinandi á námskeiðinu er Peter Hagn-Meincke frá Danmörku. Helga Ingólfs- dóttir - Minning Fædd 9. júlí 1928 Dáin 14. júní 1991 í dag verður til moldar borin frá Fossvogskirkju tengdamóðir mín Helga Ingólfsdóttir, Hringbraut 63, Reykjavík, er lést á Landspítalanum 14. júní sl. eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Helga fæddist á Vopnafirði 9. júlí 1928. Foreldrar hennar voru Þórunn Elísabet Magnúsdóttir frá Böðvarsdal í Vopnafirði og Ingólfur Erlendsson, skósmiður, Vopnafirði. Ingólfur og Þórunn bjuggu á Hóli ásamt Erlendi og Ásbjörgu foreldr- um Ingólfs, en þeir feðgar ráku þar skósmíðaverkstæði og útgerð en einnig smá búskap til heimilis eins og þá var venja í sjávarþorpum. Þau Þórunn og Ingólfur eignuð- ust tvær dætur, Helgu og Ásbjörgu Hönnu. Ásbjörg er skrifstofumaður á Selfossi, gift Magnúsi Gíslasyni, bankaútibússtjóra. Á Vopnafirði ólst Helga upp til níu ára aldurs en þá veiktist móðir hennar af berklum. Fjölskyldan fluttist þá til Akureyrar en móðir hennar dó á Kristneshæli 1938. Ingólfur kvæntist aftur, Önnu Valgerði Jónsdóttur frá Vopnafirði. Þau stofnuðu heimili á Akureyri og eignuðust eina dóttur, Erlu Þór- unni, sölustjóra, Kópavogi. Erla er i t SréÁtm i m íá lii gift Sveini Gústavssyni, viðskipta- fræðingi. Helga gekk í skóla á Akureyri og lauk gagnfræðaprófi frá Mennt- askólanum á Akureyri 1944. Ung gekk hún að eiga fyrri mann sinn, Halldór Guðmundsson frá Görðum á Álftanesi. Þau eignuðust tvö börn: Ingu Þórunni, yfirkennara Húnavallaskóla, en maki hennar er Þorsteinn H. Gunnarsson, bóndi, Reykjum, og Halldór, stærðfræðing í Reykjavík, en maki hans er Ragn- heiður Héðinsdóttir, matvælafræð- ingur. Helga og Halldór slitu samvistum. Helga bjó lengstum með börn sín í foreldrahúsum og naut þar stuðn- ings stjúpmóður sinnar og föður, allt þar til hún giftist seinni manni sínum, Snæbirni Jóhannssyni cand. mag. frá Litlu-Fellsöx, Skilmanna- hreppi. Þau eignuðust tvær dætur: Ónnu, húsmóður, Húsavík, gift Ragnari L. Þorgrímssyni, tónlistar- kennara, og Þórkötlu, háskóla- nema, Hafnarfírði. Helga og Snæbjörg settu saman bú í Hafnarfirði þar sem Snæbjöm var kennari við Flensborgarskóla. Seinna fluttu þau til Akraness og þjuggu þar í 11 ár. Helga var fremur hávaxin, grönn, liðlega vaxin og bauð af sér kvenlegan þokka. Göngulag og 'I.iííí í:: a, Morgunblaðið/Rúnar Þór Fjölmenni var á Háskólahátíð sl. laugardag, frá hægri á myndinni eru Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra, Haraldur Bessason, há- skólarektor, Margrét Björgvinsdóttir, Sigrún Stella Haraldsdóttir, Stefán G. Jónssson, for- stöðumaður rekstrardeildar, og Sigríður Jóns- dóttir. Á innfelldu myndinni er Sonja Sveins- dóttir hjúkrunarframkvæmdastjóri FSA að af- henda Elísabetu Hreiðarsdóttur nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingi viðurkenningu frá sjúkra- húsinu. Fyrstu hjúknmarfræðingam- ir útskrifaðir á háskólahátíð HÁSKÓLAHÁTÍÐ var haldin í Akureyrarkirkju á laugardag að viðstöddu fjölmenni. Fyrstu hjúkrunarfræðingarnir voru braut- skráðir frá skólanum, alls 11, en einnig voru 6 brautskráðir úr rekstrardeild. Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra var viðstaddur Há- skólahátíð og flutti ávarp, en einn- ig voru þeir Sighvatur Björgvins- son heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, Halldór Blöndal, landbúnaðar- og samgönguráð- herra og Sverrir Hermannsson bankastjóri Landsbankans og fyrrverandi menntamálaráðherra viðstaddir er fyrstu hjúkrunar- fræðingarnir voru brautskráðir frá skólanum. Við heilbrigðisdeiid voru 65 stúdentar við nám síðasta vetur og hafa um 30 nýnemar sótt um nám við deildina fyrir næsta vet- ur. Margrét Tómasdóttir hefur veitt deildinni forstöðu frá upp- hafí, en hún sóttist ekki eftir áframhaldandi starfi við deildina. Margrét mun starfa við Háskól- ann á Akureyri fram í ágúst, en síðan fara í rannsóknarleyfi. Sex rekstrarfræðingar voru einnig útskrifaðir á laugardag og hafa þar með 27 lokið námi á rekstrar- eða iðnrekstrarbraut, en þetta er í þriðja sinn sem útskrif- að er úr rekstrardeild. Aldrei hafa jafnmargir innritað sig í deildina og nú, en 40 umsóknir nýnema hafa borist og um 20 nemar eru á öðru ári, þá hafa 10 sótt um framhaldsnám á gæðastjórnunar- braut, en þar er um að ræða tveggja ára viðbótarnám við deild- ina er lýkur með BS-prófi. For- stöðumaður rekstrardeildar er Stefán G. Jónsson. limaburður var fjaðurmagnaður og léttleiki hvíldi yfir hreyfingum hennar. Hárið var svart og liðað. Hún var fríð sýnum og þetta sá meistari Kjarval er hann dró upp af henni mynd 1954. Eg var svo lánsamuur að eignast dóttur Helgu fyrir konu. Þá bjó Helga ásamt manni sínum á Akra- nesi, en hann var þá bókavörður. Mér var vel tekið á heimili Helgu og þar áttum við Inga griðland í okkar fríum. Þar sem bókasafnið var vinnustaður og bækur áhuga- mál þeirra hjóna voru eðlinu sam- kvæmt bækur ofarlega á umræðu- lista fólks á heimilinu. Helga hafði alist upp við bókahefð, faðir henn- ar, Ingólfur, var mikill bókasafnari og áhugamaður um bóklestur. í þessu umhverfi fékk ég að dvelja og umgekkst því Helgu all- nokkuð og áttum við ágætlega skap saman. Þarna var gott að ganga til' stofu og taka orðaglímu við hús- bóndann um stjórnmál, lífið og til- veruna. Helga fylgdist vel með umræðum og lagði sitt til málanna og alltaf gat maður verið viss um að manni væri borið kaffi inn í stofu eftir kvöldmat. Heimilið var í föstum skorðum og húsbændur mátulega íhaldssam- ir hvað varðar skipan húsbúnaðar. Mér fannst Helga skemmtilega sér- vitur hvað þetta varðaði, sérstak- lega man ég eftir tveimur bókum, sem alltaf lásu frammi hvor á sínum sama stað, en það voru Passíusálm- arnir og íslensk nútímalýrikk. Á heimilinu voru að alast upp tvær dætur Snæbjörns og Helgu, Anna og Þórkatla, og lífguðu þær upp á heimilið með ærslum sínum og stelpuskap. Frá Akranesi flyst Helga með fjölskyldu sinni að Móabarði 12, Hafnarfirði, en Snæbjörn hafði þá hafið kennslu aftur við Flensborg- arskóla. Þar átti Hélga sitt heimili og garð sem hún vann mikið í og hafði yndi af. Þau ár starfaði hún hjá Félagsmálastofnun Hafnar- fjarðarbæjar við heimilishjálp. Hafði hún yndi af samvistum við eldra fólk og átti auðvelt með að deila lífsreynslu með því. Hún átti frá unglingsárum við veikindi að stríða og eftir því sem árin liðu urðu þau veikindi henni erfiðari. Hún hætti því að starfa utan heimilis og helgaði krafta sína heimili og barnabörnum, sem voru orðin 10 er hún lést. Þau Snæbjörn slitu samvistum og Helga bjó eftir 11, '' r ii ii i u*. ( i s það ein. Héldu þau samt góðum tengslum í gegnum fjölskyldur barna sinna. Síðustu veikindi hennar bar skjótt að og hún varð að heyja harða en stutta orustu sem allir tapa, en fullviss þess að hún vinni stríðið kveð ég hana með þessum ljóðlínum Þorgeirs Sveinbjarnarson- ar: Feijan sem bar bros þitt yfir hafíð hvarf ! djúpið En tárinu er borgið sem tók sér með henni far. (Þ.S.) Þorsteinn H. Gunnarsson Kveða frá dóttur og dóttursyni Fæðast og deyja í forlögum frekast lögboð eg veit, elskast og skilja ástvinum aðalsorg mestu leit, verða og hverfa er veröldum vissasta fyrirheit, öðlast og missa er manninum meðfætt á jarðar reit. Kærleikur hreinn þá knýtir bönd kringum tvö blómguð strá, dregur fyrst saman önd að önd, einingu myndar þá, samverkar munni sál og hönd, sínum tilgangi ná, verkið er stórt, en völt sú rönd, sem verður að byggjast á. (Bólu-Hj álmar) Þórkatla og Jóhann Ingi ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.