Morgunblaðið - 21.06.1991, Side 27

Morgunblaðið - 21.06.1991, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1991 27 Steinunn Hannes dóttir — Minning Fædd 12. júlí 1900 Dáin 14. júní 1991 Mig langar til að segja nokkur orð um Steinu frænku mína núna, þegar hún kveður þennan heim. Steina var alltaf til taks. Alltaf tilbúin að hlusta og telja í mann kjark. Alltaf tilbúin að miðla reynslu sinni og innsæi. Steina var fjölskyldu okkar ákaf- lega mikilvæg og eftir að pabbi dó, þá tók hún að sér að fylla það skarð, sem varð við missi hans. Það var alltaf svo gott að koma til hennar, í eldhúskrókinn heima hjá henni á Hofsvallagötu 16, setj- ast niður, fá kaffi og pönnukökur. Mér fannst eins og að Steina frænka yrði alltaf. Heimurinn er einhvern veginn fátæklegri nú, þegar hún er ekki lengur hér. Steina var manneskja sem hægt var að deila með gleði og sorg. Allt- af tilbúin að taka þátt í skemmtileg- um uppákomum. Hún var alltaf að og hélt sambandi við fólk á víð og dreif. Eftir að bömin mín fæddust, fengu þau að njóta þess sama og ég naut í æsku og þótt árin færðust yfir þá var hún enn hin sama. Að leiðarlokum finnst mér mikil- vægt að þakka fyrir ævi frænku minnar, sem skipti mig svo miklu máli í öllu lífi mínu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Anna Þ. Kristbjörnsdóttir A þessari stundu langar mig til þess að minnast Steinu, eins og hún var kölluð, í fáeinum orðum. Það má segja að hún hafi verið fastur punktur í lífi okkar systkinanna síð- an við misstum föður okkar á svip- legan hátt. Alltaf var hún reiðubúin að taka þátt í öllu sem maður var að gera bæði í stóru og smáu. Dæmi um það er þegar við hlupum saman niður í geymslu nokkrum sinnum til þess að hita og reyna og beygja krossviðarplötu og búa þannig til magasleða. Þegar ég varð eldri og smíðaði mér seglskútu þá hjálpaði hún mér af lífi og sál við seglsaum- inn. Nú þegar ég minnist á sauma- skap þá voru það ófáar flíkurnar sem hún saumaði á okkur, ég minnist sérstaklega úlpnanna og jakkanna. Ekki má gleyma þeim fróðleik sem hún miðlaði okkur af kjörum fólks og basli á fyrri hluta aldarinn- ar. Hún var hluti af gömlu kynslóð- inni sem átti ekki neitt og skóp þær allsnægtir sem okkar kynslóð nýtur. Alltaf var gott að heimsækja hana á Hofsvallagötuna, þar var passað vel upp á það að ég fengi mitt uppá- halds meðlæti með kaffinu. Þá var oft gantast yfir borðum. Nú síðustu ár ævi hennar þegar heilsu hennar hrakaði kom berlega í ljós nægjusemi hennar og góðvild gagnvart þeim sem hún átti sam- neyti við. Alltaf birti yfir henni þeg- ar ég kom með fjölskyldu mína í heimsókn á Elliheimilið Grund þar sem hún dvaldist síðustu árin. Ætíð átti hún gott í pokahorninu handa Ólafi Svavari litla syni mínum sem hún kallaði „litla heldri manninn“. AUtaf mun minningin um Steinu ylja mér og mínum. Fari frænka mín í Guðs friði. Ninni Enn eitt aldamótabarnið, Stein- unn Hannesdóttir, hefur kvatt þenn- an heim södd lífdagá þótt ekki léti hún það í ljós við kunningjana er heimsóttu hana síðustu árin er hún dvaldi á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Hún var alltaf létt í skapi og ánægjulegt að hitta hana þar. Ávallt var hún mannbætandi. Ég reyni hér að minnast hennar með þessum línum og þakka frænku minni góð kynni af henni og fjöl- skyldu hennar í yfir 60 ár. Steinunn fæddist í Króki í Grafn- ingi 12. júlí árið 1900, dóttir Hann- esar Gíslasonar, bóndasonar þar, og Sigríðar Björnsdöttur frá Bakkar- holtsparti í Ölfusi, f. 28. október 1877, dáinn 30. júní 1955. Sigríður fór 22ja ára gömul vinnukona að Króki. Með henni og Hannesi tókust ástir sem báru svo þennan ávöxt. Ekki gat orðið af frekari kynnum þeirra, þótt víst ekki á þeim tíma efnilegt að bindast stúlku er ekkert átti, ekki einu sinni foreldra, því móður sína missti Sigríður tveggja ára gömul og svo föður sinn þremur árum seinna. Hann fórst með róðra- skipi frá Þorlákshöfn 29. mars 1883. Mæðgurnar dvöldust þarna um eins árs bil, en þaðan fór Sigríður með dóttur sína að Auðholtshjáleigu þar sem hún kynntist Kristjáni Hjartar- syni, bóndasyni þar. Þau giftu sig 1906, hófu búskap að Bakkarholti og bjuggu þar eitt ár, en urðu þá að víkja af jörðinni. Þaðan fóru þau tii Reykjavíkur þótt það væri þeim báðum þvert um geð. Jarðnæði lá ekki á lausu í Ölfusinu. Ekki tók betra við í Reykjavík, lítið var um vinnu fyrir húsbóndann og sífellda hrakningar úr einum ómanngengum kjaliaranum í annan eða urðu að sæta því að búa í köldum og þröng- um risíbúðum. Því get ég þessa hér að svona var líf þessa fólks er uppi var á þessum tíma og því niiður var alitof algengt. Unga fólkið í dag á erfitt með að skilja þetta sem von- legt er. Lítt er mér kunnugt um skóla- göngu Steinunnar, en trúi að fremur hafí hún menntast af kynnum henn- ar af baráttunni fyrir daglegu brauði og kynnum af samferðafólki er hún átti gott méð að umgangast, vinnu- félögum er ávallt báru virðingu fyrir mannkostum hennar og vandaðri vinnu er hún skilaði bæði húsbænd- um sínum og þá ekki síður vinum og vandalausum, því margur leitaði til hennar ef sauma þurfti flík. Ég hef orð Unnar Eiríksdóttur, feld- skera, fyn-verandi verkastjóra henn- ar fyrir því, en þær störfuðu saman í Feldinum í 23 ár, að Steinunni hefði verið óhætt að trúa fyrir vönd- uðustu saumum á fatnaði og iðulega fékk hún hana til að segja til nýliðum á saumastofunni og benda á ef hægt væri að gera betur. Unnur sagði að Steinunn hefði átt gott með að lægja öldur ef risið hefðu á fjölmennri saumastofunni og hlotið virðingu stúlknanna fyrir. 1974, á ellefu hundrað ára afmæli landnáms, hafði Unnur verið beðin um að útvega nokkra möttla og bað hún þá Stein- unni að sauma þá fyrir sig, því fáar konur kunnu til þeirra verka. Þessu verki lauk hún með prýði. Steinunn átti nokkur systkini samfeðra er ég kann lítil skil á og tvö systkini sammæðra er hún ólst upp með. Kristbjörn, bróðir hennar, fæddur 28. apríl 1907, dáinn 28. janúar 1956, járnsmiður, kvæntist Sigur- laugu Sigfúsdóttur og áttu þau fjög- ur börn. Hann lést af slysförum og var það þungt högg fyrir heimili hans. Þá var gott að eiga góða frænku er reyndist því vel næstu árin. Þegar hún svo þurfti á hjálp að halda stóð ekki á fjölskyldunni. Hún hefur bókstaflega borið Stein- unni á höndum sér seinni árin og á þakkir fyrir. Anna Þuríður, systir hennar, fædd 3. júlí 1915, lést 11. maí 1945. Hún giftist Gísla Jónssyni, sjómanni frá Þingeyri, og eignuðust þau einn son er drukknaði við fjöruborð fyrir vest- an tveggja ára. Fjölskylda Steinunnar var ákaf- lega samhent frá fyrstu tíð, gestris- in svo af bar og vinamörg alla tíð. Ég kynntist þessu frændfólki mínu barn að aldri, en þá bjó það í risi að Bergstaðastræti 15 í þröngum húsakynnum, en ekki þó þrengri en svo að ávallt var nóg rúm þegar frændfólkið úr Ölfusinu kom til bæjarins og ekki var matur talinn eftir þótt oft væri þröngt í búi. Fjöl- skyldan bjó þar um 10 til 15 ára skeið, en fluttist svo að Hofsvalla- götu 16 árið 1935. Þar bjó Steinunn með móður sinni og stjúpföður með- an ævi þeirra entist. Ekki giftist Steinunn né varð neinum bundin svo vitað sé. Lýk ég svo þessum orðum með ósk um að hún eigi eftir að hitta og njóta sinna nánustu sem áður eru gengnir. Blessuð sé minning Stein- unnar Hannesdóttur. Magnús Þorbjörnsson RÝMINGARSALA llt að 60% afsláttur!! Nýjar og notaöar tölvur, jaðartæki og rekstrarvörur Við rýmum til fyrir nýjum vörum og seljum því takmarkað magn af ýmsum tækjum og rekstrar- vörum með VERULEGUM AFSLÆTTI! Dæmi um verð: Notaðar PCtölvur...............frákr. 15.000 Nýjar PC tölvur................frá kr. 39.000 Nýjar AT tölvur m/hörðum diski.frá kr. 79.900 Ferðtölvur.....................frá kr. 189.000 Tölvuprentarar 15“.............frá kr. 19.900 Tölvumýs.......................frá kr. 1.990 Tölvuborð......................frá kr. 6.900 Pappírstætarar.................frákr. 19.900 Disklingar pr. stk.............frákr. 20 Reikniörgjörvar 08387SX-16.....frá kr. 29.000 Segulbandsstöðvar, frístandandi ...frá kr. 33.000 Faxpappír........................ótrúlegt verð Þar að auki skjákort, harðir diskar og margt, margtfleira. Nú er um að gera að hafa hraðar hendur, því aðeins er um takmarkað magn að ræða. aiÆKNIVAL Skeifunni 17, sími 68 16 65.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.