Morgunblaðið - 21.06.1991, Page 30

Morgunblaðið - 21.06.1991, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1991 Minning: Dagný E. Auðuns Fædd 8. júlí 1908 Dáin 13. júní 1991 í dag fer fram frá Dómkirkj- unni í Reykjavík útför móðursyst- ur minnar, Dagnýjar E. Auðuns. Hún lézt hinn 13. júní sl. eftir skamma sjúkdómslegu. Dagný var fædd 8. júlí 1908, yngst af 9 bömum þeirra Einars Þorgilssonar, útgerðarmanns og alþingismanns í Hafnarfirði og konu hans, Geirlaugar Sigurðar- dóttur, sem bjuggu fyrst í Garða- hverfi, svo að Oseyri við Hafnar- fjörð og síðan að Strandgötu 25 þar í bæ. Er saga þeirra beggja mjög samofin sögu Hafnarfjarðar á fyrri hluta þessarar aldar, en Einar rak þar stórt og fjölþætt fyrirtæki, sem bar nafn hans og er enn við lýði. Dagný var því alin upp á stóru og fjölmennu heimili, þar sem gestrisni var höfð í hávegum enda gestkvæmt mjög. Gestrisni var líka ríkur þáttur í skapgerð Dagnýjar alla tíð. Er ekki að efa, að hún hefur þar sem í öðru notið þess veganestis, sem hún hlaut í foreldragarði, enda myndarskapur henni í blóð borin en um leið hóf- semi og reglusemi. Þó að Dagný byggi alltaf í Reykjavík, eftir að hún fluttist frá Hafnarfirði, var hún ávallt mjög tengd fæðingarbæ sínum. Það voru bönd, sem aldrei slitnuðu. Af systkinum hennar er nú bara eitt á lífí, en það er frú Svava E. Mathiesen í Hafnarfirði. Þau sem látin eru, vom þau Dag- björt, Sigurlaug, Ragnheiður, Helga, Þorgils Guðmundur, Ólafur Tryggvi og Valgerður. Dagný gekk í Flensborgarskóla og lauk þaðan prófí, en fór síðan utan um skeið til náms í Bret- landi, Þýzkalandi og Austurríki. Hinn 21. febr. 1937 giftist Dagný séra Jóni Auðuns. Hann var fædd- ur á ísafirði 5. febr. 1905, sonur hjónanna Jóns Auðuns, fram- kvæmdastjóra og alþingismanns, frá Garðstöðum í Ögurþingum og Margrétar Guðrúnar Jónsdóttur, prests á Stað á Reykjanesi Jóns- sonar. Séra Jón vígðist 17. ágúst 1930 til Fríkirkjusafnaðarins í Hafnarfirði og þar bjuggu hann og Dagný sín fyrstu búskaparár, en fluttust síðan tii Reykjavíkur árið 1941, er séra Jón tók að sér prestþjónustu við Fijálslynda söfn- uðinn í Reykjavík, sem þá var nýstofnaður. Séra Jón var svo skipaður dómkirkjuprestur 1. des. 1945 og síðan dómprófastur 1. júlí 1951 og gegndi þessum emb- ættum, unz hann fékk lausn frá störfum 17. jan. 1973 vegna heilsubrests. Hann lézt 10. júlí 1981. Séra Jóns Auðuns mun jafnan verðá minnzt sem eins af höfuð- prestum Dómkirkjunnar og eins af fremstu kennimönnum íslenzku kirkjunnar um margra áratuga skeið. í annasömu starfi sínu naut hann ávallt aðstoðar Dagnýjar, konu sinnar, sem studdi hann með ráðum og dáð. Prestverk þeirra tíma fóru oft fram á heimili prest- anna t. d. hjónavígslur og skírnir og tók Dagný mjög virkan þátt í þessum störfum manns síns. Auk þess tók hún æfmlega mikinn þátt í starfsemi kvenfélags Dómkirkj- unnar og var um langt skeið for- maður þess. Eftir lát séra Jóns lét Dagný sér líka mjög annt um kirkju sína og tók virkan þátt í störfum hennar. Yfir heimili þeirra, sem lengst af var að Garðastræti 42 en síð- ustu árin að Ægisíðu 60, hvíldi ávallt mikil reisn. Fagrir listmunir og málverk einkenndu heimilið að ógleymdu miklu og veglegu bóka- safni. Garður þeirra hjóna að Garðastræti 42 var líka orðlagður og vafalaust einn sá fegursti í allri Reykjavík. Eftir að séra Jón lézt, bjó Dagný áfram að Ægisíðu 60. A heimili hennar ríkti ávallt sú snyrti- mennska ásamt fáguðum lists- mekk, sem jafnan hafði einkennt heimili hennar og séra Jóns, á meðan hann lifði. Þeim hjónum varð ekki bama auðið. Heimili þeirra stóð þó jafn- an opið fjölmennum hópi systkina- barna og við vorum í rauninni þeirra bamahópur. Ein af elztu bernskuminningum mínum er bamaboð á jólum hjá þeim hjónum að Garðastræti 42. Eftir að Dagný var orðin ekkja, var það eitt helzta áhugamál hennar að huga að vel- ferð bamanna hjá ættingjum og vinum. Þar var þó aldrei um neina afskiptasemi að ræða heldur ein- ungis vinarþel reyndrar mann- eskju með stórt hjarta. Enda þótt Dagný hafi átt við nokkra vanheilsu að stríðaundanf- arin ár, er fráfall hennar sviplegt. Vart eru nema fáeinar vikur síðan sá, sem þetta ritar, heimsótti hana á heimili hennar að Ægisíðu 60. Þá var ekki að merkja, að hún væri á förum. Yfir minningu þessar mætu konu hvílir heiðríkja. Allir sem til þekktu, vissu að hún bjó yfir mik- illi mildi en um leið sterkum per- sónuleika, þar sem saman fóru glaðværð en um leið mikil alvara, þegar því var að skipta. Hún var mjög tilfinningarík manneskja. Hún gleymdi því aldrei, að gæf- unni er misskipt og þeir voru margir, sem nutu hjálpsemi henn- ar um dagana. Það var þó ekki aðferð Dagnýjar að bera slíkt á torg, heldur fengu það aðeins að vita þeir, sem hjálpsemi hennar nutu hverju sinni. Eg vil að lokum fyrir mína hönd og systkina minna þakka elsku- legri frænku okkar alla hina miklu velvild hennar í okkar garð fyrr og síðar. Guð blessi minningu hennar. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Magnús Sigurðsson Við fráfall Dagnýjar, hennar frænku okkar, koma fyrst í hug- ann orðin mildi og væntumþykja, sem við systkinin nutum í ríkum mæli, þegar við allt frá barnæsku vorum heimalningar í Garðastræti og á Ægisíðunni. Lungann úr starfsævinni var Jón frændi störfum hlaðinn, og naut dyggs stuðnings Dagnýjar á allan hátt; gestakomur voru tíðar á heimilið og erilsamt á stundum og mæddi þá verulega á Dagnýju en milt lundarfar hennar og um- burðarlyndi fyrir ærslafullum krökkum átti sinn þátt í að draga okkur að heimili hennar og frænda. Árvissir atburðir svo sem rausnarleg heimboð á gamlárs- kvöld, sem Dagný bar hitann og þungann af, voru tilhlökkunarefni og áttu sinn þátt í að efla tengslin innan fjölskyldu okkar og eftir að frændi var fallinn frá hélt Dagný sið þessum við meðan kraftar og heijsa leyfðu. I veikindum frænda á 8. ára- tugnum kom berlega i ljós, hversu mjög hún unni honum og svo mjög var henni í mun að ekkert raskaði ró hans, að hennar eigið heilsufar var ekki til umræðu. Andlát hans var henni mikið áfall, svo samrýnd höfðu þau ætíð verið, en meðfætt gott skap Dagnýjar og þrautseigja yfírunnu alla erfiðleika. Aðdáunar- vert var að sjá hana þá leysa vandamál hins daglega lífs upp á eigin spýtur, enda tóku eiginleikar hennar ekki breytingum og kvarts- ár kona var Dagný okkar ekki. Að leiðarlokum skulu henni færðar þakkir frá okkur systkinum fyrir sína fölskvalausu umhyggju og vinsemd í okkar garð í hvívetna og til ættingjanna í Firðinum fylgja hugheilar samúðarkveðjur. Arni, Einar, Jón og Magga. Móðursystir mín, Dagný E. Auð- uns, verður til moldar borin í dag en hún lést 13. júní sl. nær 83 ára að aldri. Upp rifjast minningar frá æsku- dögunum er ferðinni var heitið í „ömmuhús“ á Strandgötu 25, Hafnarfírði, eins og það var kallað af okkur barnabörnum Einars Þor- gilssonar og Geirlaugar Sigurðar- dóttur. Ér fyrstu ferðirnar voru farnar var Dagný í foreldrahúsum, yngst barnanna þar og því ævinlega tilbúin að veita ungu frændfólki sem komið var til sögunnar um- hyggju og aðstoð. Eftir að Dagný giftist 1937, séra Jóni Auðuns fríkirkjupresti í Hafnarfirði, og þau stofnað heim- ili lá mjög oft leið ærslafenginna ungmenna á heimili þeirra hjóna upp með læk á Tjarnarbraut 7 og þá gjaman einhver hressing þegin. Þegar þau hjónin fluttust svo til Reykjavíkur og séra Jón gerðist prestur Ftjálslynda safnaðarins og síðar Dómkirkjunnar var heimili þeirra ævinlega opið frændsystkin- um þeirra sem kom sér vel fyrir þá sem nám stunduðu í Reykjavík og þurftu á skjólshúsi að halda. Hvort tveggja var að þau Dagný og séra Jón báru mikla umhyggju fyrir frændsystkinum sínum svo og var heimili þeirra með þeim hætti að þangað var ævinlega gott að koma. Sjálf voru þau barnlaus en barngóð og því þeirra ósk að frændsystkinin kæmu í heimsókn sem oftast. Sem eiginkona sérstæðs for- ystumanns í kirkjunnar málum í Hafnarfirði og Reykjavík stóð Dagný frænka mín sig með sérs- takri prýði. Hún naut mikillar virð- ingar og vinsælda og var til for- ystu fallin í hópi safnaðarfólksins og var mjög ötul í starfi og lét sitt ekki eftir liggja. Síðustu árin eftir lát séra Jóns 1981 átti frændfólk þeirra og kirkj- an hug hennar allan eins og áður eftir því sem heilsan leyfði. Ég kveð frænku mína Dagnýju með þakklæti og við biðjum henni blessunar á landi lifenda. Þar mun hún njóta þess sem Kristur sagði: „Sá sem trúir hefur eilíft líf.“ Matthías Á. Mathiesen Fædd 18. júlí 1937 Dáin 13. júní 1991 Mín góða æskuvinkona hún Helga er látin, svo langt fyrir ald- ur fram. Ásdís Helga eins og hún hét fullu nafni var fædd í Reykja- vík 18. júlí 1937 og var því aðeins 53 ára er hún lést. Foreldrar henn- ar voru Guðbjörg Þórðardóttir sem. lifir dóttur sína, og Höskuldur Jó- hannesson sem lést fyrir allmörg- um árum. Eignuðust þau hjón 5 börn. Helga eins og hún var alltaf kölluð giftist eftirlifandi manni sín- um. Erlingi Magnússyni 8. júní 1957 og eignuðust þau sjö börn; Jóhönnu, Ragnar, Höskuld, Hinrik dáinn 23. nóvember 1989. Guð- björg, Ellen og Maríu. Helga og Erlingur bjuggu fyrstu 17 árin á Melbæ í Reykhólasveit, og á ég margar góðar minningar frá öllum þeim stundum er ég dvaldi hjá Helgu með börnin mín. Því þau voru fá sumrin sem ekki var farið vestur á Melbæ, og þar var gott að vera. Síðan fluttu þau til Reykjavíkur og fjölgaði þá sam- verustundum. Var oft glatt á hjalla Við andlát frú Dagnýjar Auðuns er margs að minnast og margt að þakka. Hún stóð við hlið eigin- manns síns, sr. Jóns Auðuns dóm- prófasts, traust og virðuleg og bjó honum fagurt og hlýlegt heimili. Þau voru ákaflega samhent hjónin í öllum hlutum og stóðu fast sam- an. Það var köllun frú Dagnýjar í lífinu að styðja eiginmann sinn í erilsömu embætti hans og vaka yfír heill hans og hamingju. Sr. Jón mat eiginkonu sína líka mikils og unni henni mjög. Hann þekkti vel orðin úr Orðskviðunum: „Væna konu, hver hlýtur hana?“ Hann hafði sannarlega hlotið væna konu, sem var honum ómetanlegur lífs- förunautur og vinur. Það var hon- um alla tíð mikill styrkur að eiga frú Dagnýju sér við hlið. Frú Dagný var prestskonan, sem alltaf mátti treysta á. Hún opnaði dyr heimilisins fyrir sóknar- börnum og vinum sr. Jóns, og hans vinir voru líka hennar vinir. Það fundu allir, sem komu á fund sr. Jóns. Frú Dagný tók öllum af mik- illi alúð og hlýju og það var auð- fundið að þar fýlgdi hugur máli. Frú Dagný Áuðuns gaf Dóm- kirkjunni stóran hluta af starfsævi sinni. Á helgum stundum átti hún sinn sess í Dómkirkjunni við hlið eiginmanns síns. Hún studdi sr. Jón af alhug í starfí 'hans fyrir Dómkirkjuna og tók sjálf þátt í safnaðarstarfinu af heilum hug. Frú Dagný gegndi formennsku í Kirkjunefnd kvenna Dómkirkj- unnar um árabil og Iét þar mjög til sín taka í starfi nefndarinnar fyrir Dómkirkjuna. Hún lagði sitt af mörkum til að gera samveru- því þó Helga væri með rólegri kon- um sem ég hef kynnst þá kunni hún að skemmta sér og alltaf var stutt í hlátur, glens og grín. Skemmst er að minnast Búlgaríu- ferðar sem við fórum fjögur sam- an, við hjónin og Helga og Erling- ur, sumarið 1989, og var þá aug- sýnilegt hve þau hjónin nutu sam- vistanna. Hin síðustu ár hafa þau svo búið í Garðabær. Mikil áföll hafa dunið á þessari fjölskyldu á stuttum tíma því í nóvember 1987 misstu Helga og Erlingur son sinn í hörmulegu slysi. Hann var ekki bara sonur heldur svo góður vinur mömmu sinnar eins og hún sagði mér sjálf, enda náði hún sér aldrei eftir það áfall að missa hann. Tveimur mánuðum eftir lát hans veiktist Helga af þeim sjúkdómi sem lagði hana að velli. Fékk hún að eigin ósk að vera sem mest heima fyrir, og var aðeins stuttan tíma í einu á sjúkrahúsi. Heima fyrir var það fjölskyldan og vanda- menn sem hjúkruðu henni og ekki síst yngsta systir Helgu sem bú- sett er í Bandaríkjunum en hefur dvalið hér mánuðum saman til að stundirnar í félaginu ánægjulegar og góðar, því að frá henni streymdi hlýja og góðvild. Það var alltaf hátíð, þegar frú Dagný Auðuns var viðstödd. Hún bar alltaf með sér gleði og bjartsýni á lífið og fegurð þess o g var alltaf þakklát fyrir þær gjafir, sem lífið hafði fært henni. Yfír henni var mikil reisn allt til hinstu stundar. Dómkirkjusöfnuðurinn á frú Dagnýju Auðuns margt að þakka frá liðnum árum. Hún lagði sig alla fram í starfínu fýrir þann söfn- uð, sem sr. Jón Auðuns þjónaði lengst. Dómkirkjan þakkar öll árin og hið fórnfúsa starf frú Dagnýj- ar. I Dómkirkjunni mun minning frú Dagnýjar og sr. Jóns Auðuns lifa um ókomin ár. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkj- unnar þakkar fyrir samverustund- irnar með frú Dagnýju, fyrir for- ystu hennar og hið mikla starf, sem hún vann fyrir félagið. Kirkju- nefndarkonur minnast sinnar góðu vinkonu og þakka henni fyrir allar glaðar og góðar stundir á liðnum árum og áratugum. Blessunaróskir eru fluttar frá Dómkirkjunni og einlæg þökk til frú Dagnýjar Auðuns, þegar hún er kvödd. Við minnumst þeirra hjónanna beggja með mikilli virð- ingu og biðjum Guð að blessa ætt- ingja þeirra og vini. Salóme Ósk Eggertsdóttir, Hjalti Guðmundsson. Kveðja til ömmusystur Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér siðar fylgja’ í friðarskaut. (Sb. 1886 - V. Briem) Vala styðja systur sína í erfiðleikum hennar. Helga vann í mörg ár við að- hlynningu aldraðra á sjúkradeild- um Hrafnistu og Droplaugarstaða, átti það starf vel við hana, þar hefur hennar einstaka þolinmæði og rólyndi komið sér vel. Ég og Ijölskylda mín þökkum elskulegri vinkonu minni Helgu, hennar góðu vináttu gegnum öll árin og kveðjum hana með sökn- uði. Elsku Erlingur, JÓhanna, Ragnar, Hössi, Gugga, Ellen, Mæja, barnabörn og aðrir ættingj- ar, megi góður Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Bergljót Baldvinsdóttir Á fallegum sumardegi þann 13. júní sl. kvaddi þennan heim, æsku- vinkona mín, Ásdís Helga Höskuldsdóttir. Mig langar til að minnast hennar með nokkrum orðum. Helga (eins og hún var ætíð kölluð) var fædd þann 18. júlí 1937. Hún var dóttir þeirra sæmdarhjóna, Guðbjargar Þórðardóttir og Höskuldar Johann- essonar, en Höskuldur er látinn fyrir all mörgum árum. Hún ólst upp hér í Reykjavík, ásamt systkinum sínum, þeim Erlu, Hilmari, Agnari og Sísí. Okkar kynni hófust er við vorum 6 ára gamlar. Þá bjó hún í Stórholt- Ásdís H. Höskulds- dóttir - Minning

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.