Morgunblaðið - 21.06.1991, Page 31

Morgunblaðið - 21.06.1991, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1991 31 Hjörtur Þorsteinsson, Eyri íKjós - Minning Fæddur 28. október 1902 Dáinn 9. júní 1991 í dalnum ljúfa í austurátt, þar átti hún mamma hans heima. Hann Hjörtur var fæddur að Eyvindartungu í Laugardal 28. október, 1902. Þau voru þijú börn- in, sem fæddust að Eyvindartungu, Hjörtur; móðir mín Sesselja, sem var fædd 28. desember 1904 og Georg, fæddur 12. desember 1907. Börnin voru alls níu sem lifðu, og voru eldri börnin fædd að Úthlíð í Biskupstungum, þar sem foreldr- arnir bjuggu, þar til þeir fluttu að Eyvindartungu um aldamótin. Móð- ir Hjartar, Arnheiður, var systir hins þekkta bændahöfðingja Böð- vars á Laugarvatni. Laugarvatn er næsti bær við Eyvindartungu. Hjörtur ólst upp í Laugardalnum, fyrst að Eyvindartungu og síðan hjá systur sinni, Jónínu, sem bjó að Efra-Apavatni. Ungur að árum fluttist hann suður til Reykjavíkur til að leita sér atvinnu, eins og margir aðrir ungir menn í þá daga. Hann var svo heppinn að ráða sig til Thors Jensen og hefja störf við bú hans að Korpúlfsstöðum. Kynni hans af Thor Jensen hafa líklega haft varanleg áhrif á Hjört, því hann varð sjálfstæðismaður til ævi- loka, og engan mann dáði hann meira en Ólaf Thors. Á Korpúlfsstöðum kynntist hann fyrri konu sinni, Sigrúnu. Þau flutt- ust að Stíflisdal og bjuggu þar nokkur ár. Þau eignuðust tvo börn, Arnheiði og Þorstein. Hjörtur og Sigrún voru nýflutt að Eyri í Kjós þegar Sigrún lést kornung langt um aldur fram. Þetta var mikill missir fyrir Hjört. En Hjörtur var ekki öllum heillum horfinn. Hann var svo heppinn að til hans réðst ung ráðskona, Kristín, sem síðar varð seinni kona hans og lifír hún mann sinn. Þau Kristín eignuðust þijú börn. Það má segja um Hjört, að hann hafí verið heppinn með lífsföru- nauta og að eignast fimm yndisleg börn. Kristín reyndist öllum bömun- um besta móðir og börn Hjartar af fyrra hjónabandi elska hana eins og eigin móður. Við bræðurnir kynntumst Hirti ungir að árum, því hann kom alltaf í heimsókn á heimili okkar þegar hann kom til Reykjavíkur. Hann var sérstaklega léttur í lund og allt- af hrókur alls fagnaðar hvar sem hann var. Örn bróðir minn var svo heppinn að fá að dvelja sumarlangt hjá Hirti og Kristínu þegar hann var 13 ára. Á meðan var ég kúa- smali í Flóanum. Ég öfundaði Örn alltaf af að fá að dvelja hjá Hirti. Á seinni árum komum við öðru hvoru í heimsókn að Eyri. Þar var alltaf gaman að koma og ræða landsmálin við Hjört. Hann var alltaf sami hörku sjálf- stæðismaðurinn og mátti ekki heyra minnst á framsókn, og hélt því fram, að stefna framsóknar í land- búnaðarmálum hefði verið röng frá byijun. Hann virtist hafa haft rétt fýrir sér allan tímann. Hann stundaði búskap langt fram á síðasta ár þegar heilsan tók að bila. Síðan hefur hann öðru hvoru orðið að dvelja á spítala. Hann fékk heimfararleyfi þennan sunnudag 9. júní og dvaldi að Eyri þennan dag. Þar fékk hann hægt andlát. Svona hefði Hjörtur óskað sér að fá að fara, því hann vildi aldrei flytja frá Eyri. Eftir er minn- ingin um góðan dreng og elskuleg- an frænda. Ég kveð Hjört með söknuði. Haukur Ciausen Nágranni og góður samstarfs- maður er fallinn í valinn, eftir lang- an og gifturíkan starfsdag. Hann var aldamótamaður, hörkuduglegur og lét hvergi deigan siga. Hjörtur var búhöldur góður, sem marka má af því, að hann var einn af þeim er fengu það ábyrgð- armikla verk að velja líflömb fyrir bændur árið 1951 á Vestfjörðum vegna fjárskiptanna eftir mæðiveik- iniðurskurðinn í Kjósarsýslu. Hjörtur var ættaður frá Eyvind- artungu í Laugardal. í Kjósina flutti hann á manndómsárum sínum með konu sína Sigrúnu Einarsdóttur frá Flatey á Breiðafirði. Hún varð ekki langlíf og stóð hann einn uppi með- tvö ung börn þeirra. Síðari kona hans var Kristín Jónsdóttir frá Þúfu í Kjós, lifir hún mann sinn ásamt þremur bömum þeirra. Allt líf Hjartar hefur einkennst af sterkri skaphöfn og lífsgleði. Hann var mikill hestamaður og söngmaður góður, enda einn af stofnendum Karlakórs Kjósveija, sem að margir munu minnast með aðdáun. Þá var hann einn af stofn- endum Kirkjukórs Saurbæjarkirkju á Kjalamesi. Þar vann hann mikið og gott starf. Þegar söngæfingar vom á heimili þeirra hjóna, var það ekki átroðningur eða ónæði, þvert á móti heiður og var hann hrókur alls fagnaðar. Frú Kristín bar svo fram íjúk- andi kaffi og meðlæti, þau voru vissulega góð heim að sækja þessi heiðurshjón á Eyri. Heyrt hefi ég því fleygt að þegar hús þeirra hjóna var í byggingu, hafi Hjörtur bent á eina vistarver- una og sagt: „Þetta verður nú söng- stofan.“ Honum var ekki fisjað saman honum Hirti. í rúma tvo áratugi var hann í sóknarnefnd Saurbæjar- kirkju og fáir hafa skipað þann sess betur. Þá Var hann einnig meðhjálpari rúma tvo áratugi, á eftir Ólafi Eyjólfssyni kirkjubónda, en hann andaðist árið 1959. í hjarta og huga þessara manna var það mikill heiður að hljóta þann sess að skrýða prestinn sinn og lesa bænarorð. Þá vom kirkjur vel sótt- ar og hver jörð setin. Kærar þakkir fyrir það óeigin- gjarna starf sem Hjörtur vann kirkju sinni í fj'ölda ára. Eiginkonu, börnum og öðrum ástvinum votta ég innilega samúð. Blessuð sé minning hans. Fyrir hönd sóknarnefndar Saur- bæjarkirkju, Kjalarnesi, Hulda Pétursdóttir, Útkoti. Ég stóð í pokabuxum og hand- pijónaðri lopapeysu, sem mamma hafði saumað og pijónað, með sveitaklippingu og í gúmmískóm, tilbúinn til þess að fara í sveit í fyrsta sinn á ævinni. Þetta var á stríðsárunum. Pabbi og mamma óku mér í sveitina á Fordbíl árgerð 1934. Ferðinni var heitið að Eyri í Kjós tii Kristínar Jónsdóttur, hús- inu en ég á Karlagötunni, og hefur okkar vinskapur staðið síðan. Alla okkar barnaskólagöngu sát- um við saman og þá var nú margt brallað. Ég man sérstaklega eftir skíða- ferðalagi sem að við áttum kost á að fara í með skólanum. Þá voru ekki til skíði á hveiju heimili. Við Helga fengum lánuð hjá skólanum ein skíði til afnota og þótti okkur þetta góður kostur, því þá gátum við rennt okkar saman niður brekk- ur, og þannig fór að þegar upp í brekku kom, settum við skíðin sam- an, Helga settist fyrir framan og ég fyrir aftan og þannig renndum við okkur niður, hveija bununa eft- ir aðra. Ég held ég megi segja að þetta hafl verið ein af fáum skíða- ferðum okkar Helgu, ef ekki sú ein- asta. Já, þetta voru unglingsár okkar, mín og vinkonu minnar, og þa'var nú margt sér til gamans gert. Svo vildi til að ég og fjölskylda mín fluttum í Drápuhlíð 7 árið 1947. Á svo til saman tíma flutti Helga með sinni fjölskyldu í Drápuhlíð 48. Okkur stöllum þótti þessi Drápuhlíð afar langt úr bænum, og þótti okk- ur þá gott að vera ekki langt frá hvor annarri. í Drápuhlíð kynntumst við Helga okkar góðu vinkonum og stendur sá vinskapur enn þann dag í dag. Hún vinkona mín var sérstök manngerð að mínum dómi. Hun var ljúf, sérstaklega góð, og með ólík- indum þolinmóð, vildi allt fyrir alla gera og hefur sjálfsagt ekki sagt oft „nei“ um ævina. Helga giftist eftirlifandi manni sínum Erlingi Bjarna Magnússyni, þann 8. júní 1957, og hófu þau búskap á Bæ í Reykhólasveit. Fyrstu búskaparárin sín bjuggu þau á bæ, sem Erlingur er ættaður frá, en reistu sér síðan nýbýli á þeirri jörð, sem nefnd var Melbær. Þangað var gott að koma, enda oft gestkvæmt. Þar naut ég og mín fjölskylda gestrisni þeirra hjóna í ríkum mæli. Helga og Erlingur eignuðust sjö börn. Þau urðu fyrir þeirri miklu sorg að missa son sinn Hinrik af slysförum í nóvember 1989. Elst þeirra barna er: Johanna fædd 7. janúar 1957. Þá er Ragnar Sævar fæddur 4. apríl 1958. Næst- ur er Höskuldur Geir fæddur 7. október 1960, Hinrik fæddur 23. september 1962, látinn 23. nóvem- ber 1989. Svo Guðbjörg Erna, fædd 14. nóvember 1964. Síðan Ellen fædd 4. ágúst 1970, og yngst er María Erla fædd 8. janúar 1972. Guðbjörg mín, þér og börnum þínum votta ég mína inniiegustu samúð. Megi Guð geyma minninguna um kæra dóttur og systur. Erlingur minn, ég og Páll biðjum Guð að blessa þig og börnin þín. Minningin um góða eiginkona og móður mun eftir lifa. Ég kveð mína æskuvinkonu með þessari bæn: Nú legg ég augun aftur, ó, guð þinn náðar kraftur, mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfír láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt.“ (Sv. E.) Hrafnhildur Magnúsdóttir freyju og Hjartar Þorsteinssonar, bónda. Pabbi og Hjörtur höfðu kynnst á Korpúlfsstöðum er þeir unnu þar báðir við sveitastörf hjá Thor Jensen stórbónda með meiru og urðu góðir vinir uppfrá því. Síð- ar treystust vináttuböndin þegar faðir minn hóf akstur á mjólk um Kjalames og Kjós. Á Eyri var ég í nokkur sumur og hafa þau orðið mér ógleyman- leg. Það er óhætt að segja að lengi býr að fyrstu gerð. Þar lærði ég, óharðnaður unglingur í faðmi fag- urrar sveitar að umgangast náttúr- una og skepnurnar af þeirri virð- ingu og alúð sem þessi sæmdarhjón innprentuðu í barnssálina. Áhugi minn fyrir gróðri, fuglum og öðrum dýrum má hiklaust rekja til dvalar minnar á Eyri. Hjörtur Þorsteinsson var Bóndi, með stórum staf, af lífí og sál. Hann var ekki menntaður maður úr skólum menntakerfisins, en hann var lærður maður á sínu sviði, menntaður úr skóla lífsins, besta skóla sem til er. Eftir að ég hætti að vera sumar- langt á Eyri liðu árin og ég kom við hjá þeim hjónum af og til. En að mörgum árum liðnum var þráð- urinn tekinn upp á ný. Við hjónin komum að Eyri 17. júní 1972 og ræddum við þau hjón um möguleika á því að fá skika til þess að reisa okkur sumarhús og gróðursetja tré. Okkur var tekið opnum örmum, ég gleymi aldrei þeim móttökum. Hjörtur sagðist fagna því að fá okkur til sín því hann hefði í raun ávallt litið á mig sem hálfgildings son sinn eftir sumardvölina hjá honum forðum. Við gengum um landið og hann benti mér á ýmsa staði og alveg sérstaklega á einn sem honum sjálfum fannst fallegur. Það var skjólgóður staður við bæ- jarleikinn fyrir neðan veg. En ég hafði svo sterkar tilfinn- ingar til hólmans Búðarhöfuðs, trú- lega vegna þess að hann tengist bernskuminningu úr sveitinni um fyrstu ábyrgðina sem mér var falin í lífinu — að gæta þess að kýrnar flæddi ekki úti í hólmanum. Þar valdi ég mér stað og hef verið þar síðan með bústað og tijárækt. En á skikanum skjólgóða við bæjarlæk- inn hefur Sigrún, dóttir Hjartar og Kristínar nú reist sér bústað og einnig Adda og Steini þar í grennd- inni og fer vel á því. Þegar við Hjörtur gerðum samn- ing um skikann ítrekaði hann að í raun þyrfti engan samning því að hann liti á mig eins og eitt af börn- um sínum, en ef ég endilega vildi gætum við gert skriflegan samning. Hann vildi helst af öllu láta hand- sal nægja að góðum og drengilegum sið, sem nú er kallað heiðursmanna- samkomulag og það varð úr. Orð skulu standa. Því miður fer þeim fækkandi sem þetta hafa í heiðri. En orð Hjartar Þorsteinsson- ar stóðu, hann var heiðursmaður. Ég átti því láni að fagna að hitta Hjört að máli 9. júní, þegar hann var að koma heim að Éyri í heim- sókn en hann hafði dvalið á Reykja- lundi eftir stutta sjúkrahúsdvöl í Reykjavík. Við áttum saman stund tveir einir í herbergi hans og rædd- um um margvísleg efni en þó aðal- lega um gróðurinn, veðrið og bú- skaparhorfur en það stóð honum ávallt svo nærri. Hann var svo án- ægður og glaður að vera kominn heim að Eyri og í sveitina sína kæru, Kjósina. Síðar sama dag var ég kallaður upp að Eyri og þá var hann allur. Hann hvíldi í herberginu sínu og það var mikil friðsæld yfir honum. Að leiðarlokum vil ég þakka hon- um allt sem hann veitti mér af gæðum þessa mannlífs og þá miklu vinsemd og föðurlegu umhyggju sem hann sýndi mér alla tíð. Ég bið guð að blessa hann og við hjónin sendum Kristínu, börnun- um öllum og öðrum vinum og ætt- ingjum, samúðarkveðjur. Minningin lifír um drengskapannanninn Hjört Þorsteinsson. Olafur Jensson k ; '--a ” Gistiheimilið Ósk á Akranesi. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Akranes: Gistiheimilið Osk hefur starfrækslu Akranes. GISTIHEIMILIÐ Ósk á Akranesi hefur nú hafið sumarstarfsemi sína og verður það opið sumarmánuðina út ágústmánuð. Gistiheimil- ið er á vetrum notað seni heimavist Fjölbrauteskóla Vesturlands og er nokkuð miðsvæðis í bænum við hlið skólans á Vogabraut 4. í gistiheimilinu er 31 tveggja manna herbergi sem eru vel búinn í alla staði. í hveiju herbergi er eldunaraðstaða, ísskápur og bað. Þá er setustofa með sjónvarpi og eins er aðstaða til að þvo og þurrka flíkur. Undanfarin ár hefur gisti- heimilið notið vinsælda bæði hjá innlendum sem erlendum ferða- mönnum. Nokkuð er um að hópar dveljist þar, enda er góð aðstaða til fundarhalda og fyrir ráðstefnur svo og aðrar samkomur. Hægt er að fá bæði morgunverð og aðrar máltíðir en það þarf að panta sér- staklega. Það eru tveir kennarar við skól- ann, þeir Gunnar Magnússon og Kári Haraldsson sem annst rekstur heimilisins í sumar. Að sögn Kára eru bókanir fyrir sumarið þegar orðnar góðar og er hann bjartsýnn á framhaldið. Kári segir að verði á herbergjum sé stillt í hóf. Þann- ig sé verð á eins manns herbergi kr. 3.000 og tveggja manna her- bergi kr. 4.400. - J.G. Útiskákmót á Lækjartorgi HIÐ árlega Útiskákmót á Lækjartorgi verður haldið á vegum Skáksambands íslands, föstudaginn 21. júní 1991. Þetta er í 10. sinn sem Lækjar- torgsmótið er haldið og búist er við þátttöku u.þ.b. 40 fyrirtækja og tefla margir okkar bestu skák- menn fyrir þeirra hönd. Mótið hefst klukkan 15.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.