Morgunblaðið - 02.07.1991, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.07.1991, Blaðsíða 3
MOKGUNBLAÐIÐÍ IÞRÓt 'I/RþRIÐJUDAGUíR i2. JÚLÍ 1991 :B 3 HANDKNATTLEIKUR Tap gegn Dönum: Mark- varslan brást DANMÖRK vann ísland 20:19 í vináttulandsleik í Árósum í Danmörku í gærkvöldi. Danir voru 12:9 yf ir í hálfleik, en íslensku markverðirnirvörðu samtals fimm skot í leiknum og sagði Þorbergur Aðalsteins- son, landsliðsþjálfari, að mark- varslan hefði gert gæfumun- inn. Danir voru yfirleitt tveimur til þremur mörkum yfir í fyrri hálfleik, en leikurinn jafnaðist fljót- iega eftir hlé. Síðan tóku Danir kipp á ný og komust í 18:15 og íslend- ingar náðu ekki að brúa bilið. „Danir voru með sitt sterkasta lið og því er ég tiltölulega ánægður — með eðlilegri markvörsLu hefðum við sigrað," sagði Þorbergur. „Þetta lítur ágætlega út og það er mikill vilji fyrir því að sigra í seinni leikn- um, sem verður á miðvikudags- kvöld.“_ Lið íslands: Guðmundur Hrafn- kelsson (varði 4 skot), Bergsveinn Bergsveinsson (varði 1 skot); Birgir Sigurðsson 6, Konráð Olavson 6, Júlíus Jónasson 4, Valdimar Grímsson, Sigurður Bjarnason 1, Óskar Ármannsson 1, Jakob Sig- urðsson, Jón Kristjánsson, Patrekur Jóhannesson og Einar Sigurðsson. Birgir Sigurðsson átti góðan leik og gerði sex mörk eins og Konráð Olav- son, en lét vetja mörg skot frá sér. Kvennalandsliðið: Gústaf hættur Hefurtekiðvið þjálfun kvennaliðs Víkings GÚSTAF Björnsson hefur verið ráðinn þjáifari 1. deildar liðs Víkinga íkvennahandknattleik. Síðastliðinn vetur þjálfaði Gú- staf kvennalandsliðið í hand- knattleik, sem þá vann sér rétt til þátttöku í næstu B-heims- meistarakeppni. Gústaf hætti þjálfun kvenna: landsliðsins eftir ársþing HSÍ í vor. „Ég tók að mér það tíma- bundna verkefni að búa landsliðið undir C-keppnina í mars sl. og ætl- aði síðan að sjá til með framhaldið. Ef ákveðið verður að senda liðið áfram í B-keppnina er ljóst að stíf æfingaáætlun er framundan. Vinnu minnar vegna sé ég hreinlega ekki fram á að hafa tíma til að undirbúa liðið eins og ég tel best. Því ákvað ég að draga mig í hlé á þessum vettvangi," sagði Gústaf. Víkingsliðið hafnaði í þriðja sæti í 1. deild síðasta vetur. Liðið mæt- irw óbreytt til leiks á næsta keppn- Óskar til Osweil mr Oskar Armannsson, landsliðsmaður í FH, hefur að sögn gert munn- legan samning við þýska handknattleiksfélagið Osweil, sem leik- ur í 2. deild. FH og þýska félagið eiga eftir að semja, en fastlega má gera ráð fyrir að Óskar leiki með þýska liðinu næsta keppnistímabil. Ásgeir Sigurvinsson hafði milligöngu í þessu máli, en Osweil er rétt hjá Stuttgart.. Gústaf Björnsson þjálfar kvenna- lið Víkings í handknattleik. istímabili og þar að auki hefur Svava Baldvinsdóttir, fyrrum lands- liðsfyrirliði, hafið æfingar að nýju. Svava var frá keppni síðasta vetur eftir uppskurð á öxl í kjölfar FRJALSIÞROTTIR / NM OLDUNGA Sex meistaratrtlar ÍSLENDINGAR sigruðu Í6 greinum á Norðurlandamóti öldunga í frjálsum íþróttum sem fram fór í Danmörku um helgina. Keppendur héðan voru 16 en alls kepptu 600 öld- ungará mótinu. Jóhann Jónsson úr Garðinum varð Norðurlandameistari í tveimur greinum í flokki 70-74 ára. Jóhann sigraði óvænt í spjótkastinu, kastaði 32,30 m og í langstökkinu tryggði hann sér sigur með 4,23 m stökki. í þristökki varð hann þriðji og komst að auki í úrslit í þrístökki, 80 m grindahlaupi, 100 m hlaupi, kúluvarpi og kringlukasti. Trausti Sveinbjörnsson varð Norðurlandameistari í 400 m grindahlaupi í flokki 45-49 ára á 62 sekúndum. Kristján Gissurason varð NM-meistari í stangarstökki í flokki 35-39 ára, stökk 4,40 m. Friðþór Óskarsson varð meistari í þrístökki í flokki 35-39 ára, stökk 13,77 metra og Árný Heiðarsdóttir sigraði í sama flokki í þrístökki, stökk 9,26. Hún varð önnur í lang- stökki, stökk 5,05 m og er það Is- landsmet í hennar flokki. Að sögn Ólafs Unnsteinssonar, fararstjóra, var vitlaust veður á föstudaginn. „Það kom hvirfílvindur inn á leikvanginn og það fór allt á fleygi ferð. Knattspyrnumark fauk auk þess sem áhorfendabekkir fuku um koll og áhorfendur flúðu. Kepp- endur í 5000 metra hlaupi héldu þó áfram og luku keppni í n.k. hindrunahlaupi," sagði Ólafur. ■ Úrslit / B11 Jóhann Jónsson TENNIS / WIMBLEDON-MOTIÐ Reuter Tékkinn Ivan Lendl féll óvænt úr keppni og gat ekki leynt vonbrigðum sínum. Lendl úr leik TÉKKINN Ivan Lendl féll óvænt úr keppni í 3. umferð Wimble- don-mótsins í tennis í gær. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1981 að Lendl kemst ekki í 16 manna úrslit á stórmóti i tenn- is, en þá féll hann út í 1. um- ferð. endl tapaði fyrir Bandaríkja- manninum David Wheaton 6-3, 3-6, 7-6 (8-6) og 6-3. „Ég sætti mig aldrei við að tapa, en þetta voru sanngjörn úrslit," sagði Lendl, sem hefur aldrei sigrað á Wimble- don. Gabriela Sabatini vár fyrst' kvenna til að tryggja sér sæti í átta manna úrslitum og Martina Navratilova, sem á titil að veija, setti enn eitt metið, leik 112. ein- liðaleik sinn á Wimbledon, en Cris Evert náði 111 leikjum. Navratilova mætir Jennifer Capriati í átta manna úrslitum. FRJALSIÞROTTIR Einar hvflir fram að Bislett leikunum Einar Vilhjálmsson, spjótkastari, var ekki meðal keppenda á Grand Prix mótinu í Frakklandi í gærkvöldi eins og fyrirhugað var. Einar er nýkominn úr meðferð vegna hnémeiðsla og treysti’ sér ekki strax út í keppni. Hann mun því heldur ekki keppa á Grand Prix móti í Stokkhólmi á morgun, en stefnir hins vegar að því að verða meðal keppenda á Bislett leikunum í Noregi 6. júlí. KNATTSPYRNA Stúlknalandsliðið: Tapí fyrsta leik ÍSLENSKA stúlknalandsliðið tapaði í gærkvöldi fyrsta leik sínum á Norðurlandamóti stúlkna 16 ára og yngri sem f ram fer í Finnlandi. jr Igærkvöldi léku íslensku stúlk- urnar við stöllur sínar frá Noregi ogtöpuðu 1:4. Elísabet Sveinsdóttir gerði eina mark íslands beint úr aukaspyrnu. Á morgun leikur íslenska liðið við Holland. Daginn eftir leika ís- land og Danmörk, á föstudag mæta íslensku stúlkurnar Svíum og síðasti leikur mótsins verður gegn Finnum á laugardag. KNATTSPYRNA Demullari dæmdurí fjögurra leikja bann - lyriraðhrækja á Gunnar Gíslason Suljeman Demullari, fyrirliði landsliðs Albaníu í knatt- spyrnu, var úrskurðaður í fjögurra leikja keppnisbann í Evrópukeppn- inni af aganefnd UEFA sem kom saman í Genf á föstudag. Ástæðan er sú að Demullari hrækti á Gunnar Gíslason í leik íslands og Albaníu í Evrópukeppni landsliða í Tírana 26. maí með þeim afleiðingum að hann var rekinn af leikvelli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.