Morgunblaðið - 02.07.1991, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 2. JULI 1991
B 5
KNATTSPYRNA / 1. DEILD
Eyjamenn
fyrstir til að
sigra Blika
Enn gerðu Vestmannaeyingar út um
leik á síðustu mínútunum
EYJAMENN eru enn við sama heygarðshornið og náðu að snúa
leik sér í vil á lokamínútunum, voru undir 1 -2 þegar áttatíu mínút-
ur voru liðnar af leiknum en unnu samt 3-2. „Þetta sýnir bara
karakterinn í liðinu að ná að vinna þetta upp og sigra, þetta
færir okkur nær því sem við viljum vera, toppi deildarinnar. Leik-
ir okkar eru samt allt of kaflaskiptir. Ef við náum að laga það
getum við gert góða hluti," sagði Lúðvík Bergvinsson eftir leik-
inn, en þetta var fyrsti leikur hans með ÍBV si'ðan 1987.
Sigfús Gunnar
Guðmundsson
skrifarfrá
Eyjum
Leikurinn fór fram í nokkrum
vindi og léku heimamenn undan
honum í fyrri hálfleik. Þeir höfðu
frumkvæðið framan af og Bergur
Ágústsson átti tvö
góð færi. Skallaði
framhjá úr fyrra
færinu og skaut yfir
úr því seinna. Eyja-
menn komust yfir á 15. mínútu
þegar Arnljótur Davíðsson gerði
þriðja mark sitt á tímabilinu.
Blikar komust hægt og sígandi
inn í leikinn og Rögnvaldur Rögn-
valdsson átti skot rétt framhjá og
hættulegasta færi þeirra í hálfleikn-
um átti síðan Grétar Steindórsson,
en Þorsteinn markvörður varði koll-
spymu hans vel.
Eyjamenn notuðu of mikið af
löngum útspörkum frá marki sínu
undan vindinum og gafst það illa
enda er það ekki þeirra leikstíll.
Blikar virtust ætla að apa eftir þeim
þegar þeir léku undan vindinum í
síðari hálfleik en hættu því þó fljót-
lega. Bæði lið reyndu frekar að leika
boltanum með jörðinni og þá fóru
hlutirnir að gerast.
Markakóngurinn Steindór Elíson
jafnaði metin á 59. mínútu og ann-
1B Hlynur Stefánsson
■ w sendi knöttinn fyrir
markið, Leifur Geir Hafsteins-
son skallaði aftur fyrir sig á
Arnljót Davíðsson, sem klippti
boltann skemmtilega í mark-
homið ijær á 15. mín.
■fl B Hilmar Sighvatsson
I ■ I tók aukaspyrnu
hægra megin við vítateiginn.
Hann sendi yfir teiginn á Grétar
Steindórsson sem lagði boltann
fyrir markið á Steindór Eiíson
og markahæsti maður 1. deild-
arinnar afgreiddi hann í markið
af stuttu færi á 59. mín.
1 ■ 2 langa sendingu inná
vítateig ÍBV. Þorsteinn mark-
vörður Gunnarsson hljóp út úr
markinu en Sigurjón Kristj-
ánsson náði að skalla aftur fyr-
ir sig, yfir Þorstein og í markið.
Þetta gerðist á 71. mín.
2b 0% Lúðvík Bergvinsson
■ mm og Martin Eyjólfsson
léku skemmtilega saman inn í
vítateig á 80. mín. og það end-
aði samleikurinn með því að
Martin lagði boltann snyrtilega
fyrir fætur Lúðvíks, sem þrum-
aði knettinum í bláhornið.
3b ^ Lúðvík Bergvinsson
■ mm sendi á Hlyn Stefáns-
son, sem braust upp að enda-
mörkunum hægi-a megin þaðan
sem hann sendi boltann laglega
fyrir á Leif Geir Hafsteinsson
sem skallaði í netið af stuttu
færi. Þetta var á 86. mín.
ar markahrókur Blika, Sigutjón
Kristjánsson, kom þeim yfir á 71.
mínútu. Siguijón var nýkominn
inná sem varamaður.
Eyjamenn vöknuðu aftur til
lífsins og á áttugustu mínútu náði
Lúðvík að jafna og sex mínútum
síðar skoraði Leifur Geir Hafsteins-
son sigurmarkið með skalla, en
hann skoraði einnig sigurmarkið
gegn Blikum síðast þegar liðin átt-
ust við, þá í 2. deild. Það mark kom
seint í leiknum og fleytti Eyjamönn-
um upp í 1. deild.
Eftir þetta reyndu Blikar örvænt-
ingarfullt að jafna og minnstu mun-
aði þegar sex mínútur voru komnar
fram yfir venjulegan leiktíma að
það tækist. Grétar fékk boltan utan
teigs og skaut þrumuskoti í þverslá
og yfir.
„Það hlaut að koma að því að
við töpuðum. Eg bjóst aldrei við að
við færum taplausir í gegnum mót-
ið og fyrst við þurftum að tapa vildi
ég helst tapa í leik sem er svona
jafn og fjörugur og mikið um tæki-
færi á báða bóga,“ sagði Hörður
Hilmarsson þjálfari UBK eftir leik-
Morgunblaðið/KGA
Sigurður Guðmundsson, markvörður Stjörnunnar, sem leysti Jón Otta Jónsson af hólmi í gær, horfir á eftir boltanum
í netið eftir skot Heimis Guðjónssonar. Sigurður átti alla möguleika á að veija, en hélt ekki knettinum.
Heppnin gengin í
lið með KR-ingum
MEISTARAHEPPNIN gekk til liðs við KR-inga í gærkvöldi er þeir
fengu Stjörnuna í heimsókn. Liðin skildu jöfn, 1:1, og geta KR-ing-
ar þakkað markvörðunum — Ólafi Gottskálkssyni, sem varði
hvað eftir annað meistaralega, og Sigurði Guðmundssyni, sem
fékk á sig hroðalegt klaufamark — að þeir fengu annað stigið.
„Mínir menn voru einfaldlega slakir, en ég kann enga skýringu
á því. Við vorum heppnir að fá annað stigið. Það vantaði ein-
hvern neista í liðið — þetta var engin spilamennska," sagði
Guðni Kjartansson, þjálfari KR, eftir leikinn og er óhætt að taka
heilshugar undir þau orð.
Skapti
Hallgrímsson
skrifar
Þijá burðarása vantaði í
Stjörnuliðið; markvörðinn Jón
Otta Jónsson og varnarmennina
Birgi Sigfússon og Zoran Coguije.
Þeir voru allir í leik-
banni og sá grunur
læddist að manni í
byrjun leiks að Vest-
urbæingar ættu
ekki von á að Stjörnumenn yrðu
þeim erfið hindrun, en það fór held-
ur betur á annan veg. Leikurinn
var óyggjandi sönnun þess að ekk-
ert er öruggt í knattspyrnunni.
Frumkvæðið var Stjörnunnar í fyrri
hálfleik, liðið skapaði sér góð færi,
en klaufaskapur leikmanna liðsins ’
og frábær frammistaða Ólafs í
KR-markinu kom I veg fyrir að
heimamenn væru undir er blásið
var til leikhlés. Hinum megin átti
Heimir að vísu gott skot sem sleikti
þverslána og Sigurður varði einu
sinni vel frá Ragnari, en hættulegu
færin voru Stjörnumanna. Þór
Ómar, Valdimar, Lárus, Ingólfur
ógnuðu allir. Besta færið fékk Lár-
us — stóð á markteig eftir að Ólaf-
ur varði fast skot Valdimars — en
hitti ekki markið.
Ódýrt mark
KR-ingar hófu seinni hálfleikinn
af miklum krafti, sóttu nánast lát-
laust en færin létu á sér standa.
En svo kom markið, upp úr engu.
Heimir skoraði með föstu skoti utan
teigs. Sigurður markvörður missti
knöttinn í netið.
Þrátt fyrir griðarlegt áfall neit-
uðu Garðbæingar að gefast upp og
jöfnuðu aðeins tíu mín. síðár, er
Sveinbjörn Hákonarson átti sann-
kallaðan þi-umufleyg upp í þaknetið
1m Heimir Guðjónsson
■ W átti þrumuskot að
marki utan vítateigs á 68. mín.
Engin hætta virtist þó á ferðum,
Sigurður markvörður henti sér
fyrir boltann — en það var engu
líkara en hendur hans gaJfu eft-
ir, og boltinn lak í netið.
■| H aj| Ingólfur
Ingólfsson
vann boltann af harð-
fylgi af Gunnari Skúlasyni
skammt utan vítateigs á 79.
mín., renndi inn í teig hægra
megin á Rúnar Sigmundsson,
sem var nýlega kominn inn á
sem varamaður. Rúnar renndi
laglega til baka út í teiginn þar
sem Sveinbjörn Hákonarson
kom aðvífandi og hamraði
knöttinn með hægra fæti upp í
þaknetið. Glæsilega gert.
hjá Ólafi. Gjörsamlega óverjandi.
Strax í næstu sókn munaði
minnstu að Stjarnan skoraði aftur.
Kristinn átti glæsilega fyrirgjöf frá
vinstri, Valdimar kastaði sér fram
og skallaði knöttinn en hann fór
hárfínt framhjá.
KR-ingar voru meira með bolt-
ann í seinni hálfleik en sköpuðu sér
ekki hættuleg færi. Liðið var langt
frá sínu besta; boltinn gekk þokka-
lega úti á velli en þegar nær dró
vítateig andstæðinganna rann flest
út í sandinn. Stjörnumenn vissu
greinilega að þeir ættu erfitt verk-
efni fyrir höndum án þriggja mikil-
vægra manna, en þeir börðust vel,
léku skynsamlega og geta — þegar
upp er staðið — nagað sig í handar-
börkin að hafa ekki farið á brott
með öll þrjú stigin úr Frostaskjól-
inu.
„Ég held að þetta hafi verið sann-
gjarnt þegar á heildina er litið. Við
vorum mun sterkari í fyrri hálfleik
en þeir bytjuðu af miklum krafti
eftir hlé. Ég hef trú á þessu hjá
okkur og hef alltáf haft. Þetta var
gott til að fá sjálfstraustið aftur —
við hefðum auðvitað viljað fá öll
stigin þrjú en ég er sáttur við
þetta,“ sagði Sveinbjörn Hákonar-
son, Stjörnunni, og bað um að fá
að hrósa dómaranum — „Þetta er
í fyrsta skipti í langan tíma sem
ég heyri leikmenn ekki nöldra í
dómafanum. Mér finnst Eyjólfur
eiga hrós skilið. Hann stóð sig frá-
bærlega.“