Morgunblaðið - 02.07.1991, Blaðsíða 12
foám
FRJALSIÞROTTIR / EVROPUBIKARKEPPNIN
Boðhlaup-
inréðu
úrslitunn
SOVÉTRÍKIIM sigruðu bæði í
karla og kvenna flokki í Evrópu-
bikarkeppninni ífrjálsíþróttum
í Frankfurt í Þýskalandi á
sunnudaginn. Keppnin íkarla-
flokki var mjög spennandi og
réðust úrslit ekki fyrr en í
síðustu grein. Reyndar voru
Bretar sagðir sigurvegarar í
fyrstu þar sem Sovétmenn,
sem komu númer tvö í mark í
4x400 m hlaupinu voru dæmdir
úr leik, en klukkustundu síðar
var úrskurðinum breytt og það
dugði Sovétmönnum til sigurs
samalagt. Bretar voru hins
vegar dæmdir úr leik í 4x100 m
boðhlaupi á laugardag og það
var þeim dýrkeypt. Sovétmenn
hlutu 114 stig, Bretar 110,5
stig og Þýskaland 108 stig.
Sovésku stúlkurnar hlutu 113
stig. Þýsku stúlkurnar í öðru
með 109 og þær bresku í þriðja
með 81 stig.
inford Christie, fyrirliði breska
landsliðsins, var að vonum von-
svikinn yfir því að breska sveitin
hafði verið dæmd úr leik í 4x100 m
boðhlaupinu, sem fram fór á laugar-
dag. „En svona er Iífið. Við tókum
áhættu þar sem við ætluðum okkur
að að vinna Frakka, sem eiga Evr-
ópumetið,“ sagði Christie sem hljóp
síðasta sprettinn og tók við keflinu
af Marcus Adam, en skiptingin var
ólögleg og því var sveitin dæmd
úr leik.
Frank Dick, landsliðsþjálfari
Breta, var mjög ósáttur við að Sov-
étmenn hafi ekki verið dæmdir úr
leik í 4x400 m hlaupinu eftir að
hann hafði skoðað hlaupið á mynd-
bandi. „Dómarinn sagði mér að
Golovastov hafi hlaupið á línunni,
en hann hefði ekki haft neinn hag
af því,“ sagði Dick. „Filman segir
allt. Hlauparinn fór oft yfir á innri
brautarlínuna. Sigurinn var okkar.
Þeir ættu að skoða myndbandið því
til staðfestingar. Þetta er ótrúleg
niðurstaða.“
Þetta var í fjórða skipti sém Sov-
étríkin sigra bæði í karla og kvenna-
flokki í 26 ára sögu Evrópubikar-
keppninnar.
Bretar unnu Evrópubikarinn í
l'yrsta sinn er keppnin fór fram í
Gateshead í Bretlandi fyrir tveimur
árum.
■ Úrslit / B11
Linford Christie, fyrirliði breska landsliðsins, sigrði nokkuð örugglega í 100
m hlaupi á 10,18 sek. Bretar urðu að láta sér lynda aiinað sætið á eftir Sovét-
mönnum í Evróubikarkeppninni.
KORFUKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA
Þrennan fullkomnuð
Júgóslavareru núverandi Evrópu- og heimsmeistararíkörfuknattleik
Reuter
Júgóslavar hampa hér Evrópubikarnum eftir sigurinn á ítölum í úrslita-
leiknum í Róm á laugardag.
JUGOSLAVAR urðu á laugardaginn Evrópumeistarar í körfu-
knattleik eftir að hafa unnið ítali 88:73 í úrslitaleik mótsins
sem fram fór í Róm á Ítalíu. Þetta var þriðji titill Júgóslava á
þremur árum. Þeir urðu heimsmeistarar í Argentínu á síðasta
ári og unnu Evrópumeistarartitilinn einnig fyrir tveimur árum.
Júgóslavar voru ávallt með yfír-
höndina í fyrri hálfleik og voru
yfir 48:41 í hálfleik. En síðan kom
slæmur 6 mínútna kafli í síðari
hálfleik þar sem ítalir gerðu 16
stig á móti 2. En síðan tóku
heimsmeistararnir við sér og
breyttu leiknum sér í hag og unnu
verðskuldað, 88:73.
Dino Eadja var stigahæstur
Júgóslava með 23 stig. En Kukoc
var besti leikmaður þeirra, gerði
mikilvæg stig í lokin og var sam-
tals með 20 stig.
Dusan Ivkovie, þjálfari Júgó-
slava, sagði að ástandið heimafyr-
ir hefði þjappað leikniönnum sam-
an í úrslitaleiknum og gert sigur-
inn mögulegan. „Ég veit að marg-
ir Júgóslavar hafa séð úrslitaleik-
inn í sjónvarpi og það hefur verið
stór stund fyrir þá að sjá okkur
sigra. En ég get ekki sagt að það
komi til með að hafa áhrif á
pólitíska ástandið heima," sagði
Ivkovic.
Jurij Zdovc, eini leikmaðurinn
frá Slóvaníu í landsliðinu, dró sig
út úr liðinu á föstudag, að ósk
íþróttasambands Slóvaníu, tveim-
ur klukkustundum fyrir undanúr-
slitaleikinn gegn Frökkum vegna
ástandsins í heimalandinu. Ivkovic
sagðist hafa reynt allt til að fá
Zdovc til að leika úrslitaleikinn,
en án árangurs. „Þetta var erfiður
úrslitaleikur, en líklega einn sá
besti sem Júgóslavía hefur leikið,"
sagði Zdovic.
„Við vissum það fyrir leikinn
að við yrðum að ná upp toppleik
til að eiga möguleika á sigri,“
sagði Alessandro Gamba, þjálfari
Itala. „Við náðum ekki toppleik
þar sem Júgóslavar léku frábær-
lega, sérstaklega í vörn og gerðu
engin mistök."
■ Úrslit / B11
Whiteside Saunders
ÍÞRÚMR
FOLK
■ NORMAN Whiteside, sem var
yngsti leikmaður sem lék á HM
1982 - 17 ára, hefur lagt knatt-
spyrnuskóna á ■ hilluna vegna
meiðsla. Whiteside, sem er 26 ára
og lék 38 landsleiki fyrir Norður-
íra, lék í vetur með Everton en
áður 206 deildarleiki með Man-
chester United. Hann skoraði 13
mörk fyrir Everton í vetur. Hann
fór í uppskurð í síðustu viku og þá
kom í ljós að hann myndi aldrei ná
_sér að fullu og yrði því að hætta
knattspyrnuiðkpn.
■ DERBY hefur hafnað tilboðum
frá Everton og Liverpool í þá
Dean Saunders og Mark Wright.
Everton bauð 2,2 miiljónir punda
eða 233 milljónir ÍSK í Saunders
og Liverpool bauð 1,5 milljónir
punda í Wright. Arthur Cox, fram-
kvæmdastjóri Derby, sagði að til-
boðunum væri hafnað vegna þess
að þau væru of lág.
■ THEO ten Caat, leikmaður FC
Groningen, skrifaði undir þriggja
ára samning við skoska félagið
Aberdeen í stðustu viku. Kaupverð-
ið var 300 þúsund pund eða um
31 milljónir ÍSK. Hann er fímmti
Hollendingurinn sem gengur til
liðs við skoska liðið. Hinir eru:
Theo Snelders, markvörður, Peter
van der Ven, Hans Gillhaus og
Willem van der Ark.
■ LIAM Brady, sem nú er fram-
kvæmdastjóri hjá Celtic í Skot-
landi, hefur ráðið Tommy Craig
sem aðstoðarmann sinn. Craig var
einnig aðstoðarmaður hjá Billy
McNeill, sem var áður hjá Celtic.
■ RAY Stewart, sem lék 10 ár
með West Ham, hefur verið ráðinn
framkvæmdastjóri og leikmaður St
Johnstone í Skotlandi. Stewart er
31 árs og hefur leikið 10 landsleiki
fyrir Skota.
■ MICHAEL Thomas er eini
leikmaður Arsenal sem ekki hefur
endurnýjað samning sinn við félag-
ið. Hann segir að George Graham,
framkvæmdastjóri, ætli sér að
kaupa sterkan miðvallarleikmann
fyrir næsta tímabil og því ekki ör-
uggt að hann komist í liðið. Hann
hefur því meiri áhuga á að fara
eitthvað annað þar sem hann fær
örugglega að spila.
■ ROMA á Ítalíu var úrskurðað
í heimaleikjabann í næstu Evrópu-
keppni af aganefnd UEFA í síðustu
viku vegna óprúðmannlegrar fram-
komu áhangenda liðsins í síðari leik
liðsins í Evróukeppni bikarhafa
gegn Inter. Bæði félögin verða að
greiða 19.300 dollara í sekt vegna
óspekta áhorfenda í fyrri leiknum.
■ GIUSEPPE Bergomi, lands-
liðsmaður ítala, fékk sex leikja
bann í Evrópukeppni landsliða
vegna óíþróttamannslegrar fram-
komu í landsleik Norðmanna og
Itala í Evrópukeppninni í Osló 5.
júní.
H THOMAS Berthold, landsliðs-
maður Þjóðveija var úrskurðaður
í fimm leikja bann af aganefnd
UEFA vegna svipaðrar framkomu
og Bergomi í leik Þýskalands og
Wales sama dag.
■ FERNANDO Munoz, varnar-
maður Barceolna, var úrskuraður
í tveggja leikja bann í Evrópu-
keppni félagsliða fyrir að bijóta
gróflega á Mark Hughes í úrslita-
leik Evrópukeppni bikarhafa í
síðasta mánuði.
LOTTO: 3 9 15 34 35 + 37