Morgunblaðið - 02.07.1991, Blaðsíða 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1991
KNATTSPYRNA
SIGURÐUR BJÖRGVINSSON
Leikgleði og ósérhlrfni
eru ávallt í fyrirrúmi
Hefuraðeins misstaf sjö leikjum í 1. deild síðan árið 1976
SIGURÐUR Björgvinsson hefur leikið fleiri leiki í 1. deild f knatt-
spyrnu en nokkur annar leikmaður. Hann hefur varla misst úr
leik siðan 1976 og lék 230. leikinn í gærkvöldi. Hann hefur alla
tíð verið þekktur fyrir leikgleði, gífurlegan baráttu- og keppnis-
vilja og ósérhlffni hans hefur smitað út frá sér. Hann er fastur
fyrir, en fer að settum reglum og til marks um það hefur hann
aðeins einu sinni farið í leikbann vegna fjögurra gulra spjalda.
Sigurður var fyrsti leikmaðurinn, sem náði að leika með öllum
karlalandsliðum íslands. Hann hefur alltaf verið í byrjunarliði,
aldrei verið frá vegna meiðsla og hefði verið kominn með mun
fleiri leiki, ef reglurnar hefðu leyft það á sínum tfma. Þegar hann
byrjaði í meistaraflokki voru reglurnar þannig að leikmaður í 3.
flokki mátti ekki spila með meistaraflokki í mótum á vegum
KSÍ, þannig að árið 1975 lék Sigurður aðeins í Litlu bikarkeppn-
inniog vináttuleiki.
Sigurður, sem er 32 ára, var
kjörinn besti knattspyrnumað-
ur KR eftir síðasta keppnistímabil
og hefiir sennilega aldrei verið betri
en nú. „Það er mesti
Eftir heiður, sem mér hef-
Steinþór ur verið sýndur, en
Guðbjartsson £g fun(Jig mjg
vel hjá KR. Reynsl- >
an hefur mikið að segja, ég er yfir-
vegaðri og geri aðeins það sem ég
kann best. Þetta er orðinn langur
tími, en tilfellið er að síðan ég var
smá polli hef ég aldrei haft eins
gaman af að spila fótbolta eins og
nú — og ef heilsan leyfir á ég mik-
ið eftir. Þegar ég var 17 ára spilaði
ég með Keflvíkingum í Evrópu-
keppni bikarmeistara og þá var Jón
Ólafur Jónsson elsti maðurinn, 36
ára, en hann hætti árið eftir. Þá
sagði ég við hann að ég ætlaði að
spila lengur en hann og ég stend
enn við þaú orð. Við Atli [Eðvalds-
son] segjum gjaman að við höldum
áfram að spila á meðan við höfum
gaman af því og heilsan leyfir."
Jón Ólafur er sammála Sigurði.
„Eins og hann leikur í dag getur
hann haldið lengi áfram. Staðreynd-
in er sú að menn hætta alltof
snemma, en tilfellið er að með árun-
um verða menn yfirvegaðri og halda
sínu.“
Besti varnarmaður
Norðurlanda
Knattspyrnan er númer eitt, tvö
og þijú hjá Sigurði, en eins og svo
algengt er dreifði hann kröftunum
meira á unglingsárunum. Hann lék
körfubolta með Njarðvíkingum og
var íslandsmeistari í 3. og 2. flokki,
en hætti þá í körfunni. Þá var hann
unglingalandsliðsmaður í handbolta
og var í 18 ára liðinu með mönnum
eins og Sigurði Sveinssyni, Atla
Hilmarssyni og Sigurði Gunnars-
syni, sem allir gerðu síðan garðinn
frægan í handbolta heima sem er-
lendis. Liðið varð í 2. sæti á Norður-
landamótinu í Noregi árið 1977,
fékk jafnmörg stig og sænska liðið,
en Svíar sigruðu á innbyrðis viður-
eign þjóðanna. Sigurður var kjörinn
besti vamarmaður mótsins og hafði
alla burði til að ná langt í íþrótt-
inni,_ en tók fótboltann fram yfir.
„Ég og Einar Vilhjálmsson
[spjótkastari] vorum helstu varnar-
menn unglingaliðsins, en við völd-
um aðrar greinar. Handbolti var
ekki mikið stundaður í Keflavík og
því átti ég erfitt um vik, en samt
var mjög gaman að vera í þessu
liði og hópurinn var sérstaklega
skemmtilegur. Ég hélt samt áfram
að spila með Keflavík í handboltan-
um, en hætti fyrir síðasta tímabil.“
Jóhann Ingi Gunnarsson þjálfaði
unglingalandsliðið á þessum tíma.
„Sigurður var mjög sterkur varnar-
maður og hefði orðið mikill varnar-
sérfræðingur. í sókninni gat ég
notað hann í öllum stöðum, en ef
hann hefði valið handboltann hefði
hann orðið góður línumaður og jafn-
vel hornamaður. Hann var ódrep-
andi jaxl og keppnisviljinn var svo
sannarlega til staðar. Hann hlífði
sér aldrei og leikgleðin geislaði út
frá honum. Það fór enginn fram
hjá honum í vörninni og hann spil-
aði fyrir liðið.“
Ekki pláss í vörninni
Sigurður lék í vöm upp alla yngri
flokka ÍBK, en þegar hann fór að
leika með meistaraflokki, byrjaði
hann á miðjunni.
„Einar Gunnarsson og Guðni
Kjartansson voru sem kóngar í
vörninni og því vorum við Gísli
Torfason settir á miðjuna. Fljótlega
var ég síðan í þeirri stöðu, sem
helst var þörf á hverju sinni — allt
eftir því hvernig hlutirnir þróuðust.
Þegar Hólmbert [Friðjónsson] var
með okkur eitt árið töpuðum við
þremur fyrstu leikjunum og þá setti
hann mig í miðherjastöðuna. Við
byrjuðum á því að vinna Fram 1:0
og næstu tvo leiki með sömu marka-
tölu, en þá fannst Hómba komið
nóg og færði mig aftar. Ég hef
verið sæmilega iðinn við að skora
í gegnum tíðina, en klúðraði mörg-
um færum í miðheijastöðunni og
lagði ekki inn á markareikninginn
í þessum leikjum!“
Sigurður lék fyrsta leikinn í
meistaraflokki árið 1975 og var það
afmælisleikur gegn Þór á Akureyri.
Þá var hann of ungur til að mega
leika í mótum á vegum KSÍ, en
árið eftir missti hann af leikjum
vegna þess að hann var að leika
með unglingalandsliðinu á sama
tíma. „Leikjum í 1. deild var ekki
frestað vegna unglingalandsliðs-
leikja fyrr en Reykjavíkurliðin áttu
menn í landsliðinu," sagði Sigurð-
ur, „en í öll þessi ár hef ég aðeins
misst af sjö leikjum; þremur vegna
leiðindamáls, tveimur vegna ungl-
ingalandsliðsins, einum vegna
banns og einum vegna veikinda.
Ég byijaði að leika með meistara-
flokki árið 1975 og 10 árum síðar
sá ég Keflavíkurliðið fyrst spila.“
Horft framhjá honum
Sigurður vakti fljótlega athygli
og lék með öllum landsliðunum, en
á aðeins þijá A-landsleiki að baki.
„Hann var mjög bráðþroska og
snemma hár í loftinu," sagði Hólm-
bert um fyrrum leikmann sinn.
„Fyrsta árið, sem ég var með hann
í Keflavíkurliðinu, er alltaf eftir-
minnilegt og einkum fyrsti leikurinn
í deildinni gegn Þór. Hann lenti
gegn nafna sínum Lárussyni og ég
man ekki eftir eins mikilli baráttu
á milli tveggja manna í einum leik.
Þeir voru báðir að stíga sín fyrstu
spor í deildinni, en yfirtóku leikinn
og krafturinn var geysilegur. Sig-
urður Lárusson var meiri varnar-
maður, Sigurður Björgvinsson betri
tengiliður og báðir áttu framtíðina
fyrir sér. Siggi hefur alltaf verið
vel á sig kominn og hraustur, er
geysilegur baráttumaður og óhemju
duglegur. Hann er mjög hvetjandi
með aðgerðum sínum í leik — hug-
arfarið er svipað og hjá Ólafi Þórð-
arsyni. Yfirleitt skilar hann jafngóð-
um leik og sárasjaldan eða aldrei
er hann slakur. Fáir eða engir hér
á landi kunna að spila eins og hann
á miðjunni, en mér hefur oft fund-
ist að hann hafi gleymst, þegar
landsliðið er annars vegar.“
Endurnærður hjá KR
Árið 1980 lék Sigurður með Ör-
gryte í Svíþjóð. „Þetta var mjög
lærdómsríkt ár, en veran úti átti
ekki við mig og heimþráin var mik-
il. Hins vegar held ég að Norður-
löndin séu mjög góður vettvangur
fyrir íslenska stráka og það er já-
kvætt að reyna eitthvað nýtt.
En ég fór alltof hratt í hlutina.
Það var mikið álag á liðinu og öllu
tjaldað til að ná því upp í úrvals-
deildina. Ég var ekki nema tvítugur
unglingur og þegar ég meiddist —
í eina skiptið á ferlinum — hafði
ég enga þolinmæði. Ég kunni ekki
að meiðast og kunni ekki að bregð-
ast rétt við.
Þegar ég kom heim fór ég að
hugsa um að breyta til, en lét ekki
verða af því fyrr en fyrir rúmum
tveimur árum. Fyrst hafði ég mik-
inn hug á að ganga til liðs við
Skagamenn og þegar Hólmbert tók
við KR-liðinu var ég mikið að hugsa
um að skipta,. En svo kom að því
að valið stóð á milli þess að hætta
að leika í 1. deild og fara í lið í
neðri deildum eða reyna eitthvað
stórt og það varð ofaná. Ég hef
aldrei kynnst öðru eins og hjá KR
og þar er svo sannarlega hugsað
vel um leikmenn og staðið við bak-
ið á þeim enda er þetta í fyrsta
sinn, sem ég get alfarið einbeitt
mér að fótboltanum."
Gunnar Oddsson lék fyrst með
Sigurði árið 1984. „Siggi kenndi
mér mikið og ég hef lært mikið af
honum. Það er mjög gott að spila
með honum og þægilegt að vita af
honum fyrir framan sig á miðj-
unni, því hann veitir manni enda-
lausan stuðning.
Hann kom með ákveðinn bar-
áttuanda í KR og hefur átt sín bestu
tímabil með KR-liðinu. Þess vegna
hefði hann haft gott af því að skipta
fyrr, en mikilvægi hans sést einnig
vel á Keflavíkurliðinu eftir að hann
fór — þar hefur ekkert gengið. Siggi
er einn af þessum leikmönnum, sem
leggur sig alltaf allan fram, en
hann gerir bara það, sem hann
getur og reynir ekkert meira.“
Svartur blettur
Hann fékk fjögur gul spjöld með
ÍBK tímabilið 1988 og tók út bann
í fyrsta leik KR árið eftir, en hefur
leikið alla leiki KR síðan. Hann
missti af einum leik árið 1982 vegna
veikinda og lék ekki þijá leiki árið
1986.
„Þetta mál fyrir fimm árum fór
illa með hann,“ sagði Hólmbert.
„Hann er mjög skapmikill og fyrstu
árin átti hann erfitt með að hemja
skapið, en síðustu ár hefur honum
tekist mjög vel að slípa það. En
hann er ekki grófur leikmaður held-
ur leikur eins og dómarinn leyfir
og er fljótur að draga í land ef
þörf er á.“
„Árið 1986 er svarti bletturinn á
ferlinum," sagði Sigurður. „Ég
sparkaði í dómara í æfingaleik í
mars og málið var kært. Ég spilaði
einn leik meðan á málinu stóð og
við unnum, en stigin voru dæmd
af okkur síðar. En vegna kærunnar
þorði Hólmbert þjálfari ekki að láta'
230 leikir Sigurðar í 1. deild í knattspyrnu
-18eða allir leikirnir
-17
Morgunblaðið/Björn Bl
í dómarahlutverkin
Sigurður Björgvinsson hefur mikinn ál
dómgæslu og dæmdi m.a. úrslitaleikinn
bikarkeppninni í vor. „Það var mjög
leikur, en Sigurður er góður dómari oj
var sanngjam," sagði Hólmbert Friðjón
mig leika. Þetta var leiðindamál,
sem ég vil helst ekki minnast á.
Að öðru leyti hef ég verið mjög
lánsamur. Ég hef ekki meiðst, hef
ekki kynnst því að sitja á vara-
mannabekk og hef leikið allar stöð-
ur nema í marki. Ég spila fast en
ekki gróft og á því er mikill munur
enda hef ég aðeins einu sinni feng-
ið fleiri en tvö spjöld á tímabili. Eg
læt heyra í mér en rétt er rétt og
ég hef einu sinni fengið spjald fyrir
kjaft. í KR reynum við að koma í
veg fyrir að menn fái óþarfa spjöld
og verndum hvern annan ef á móti
blæs. Heiðarleiki borgar sig alltaf