Morgunblaðið - 14.07.1991, Blaðsíða 2
~2 'C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JULI 1991
Er nokkuð karlmannlegra
en bílaverkstæði og bíla-
vöruverslun, púströr og
hljóðkútar? Og hvernig í
ósköpunum fara þrír kven-
menn að þvi að stjóma
gamalgrónu karlafyrir-
tæki? Hafa konur eitthvert
vit á púströrum?
Systurnar Sigríður, Pálína og
Bára Sigurbergsdætur keyptu fyrir-
tækið Fjöðrina af föður sínum fyrir
þremur áram og hafa verið að færa
út kvíarnar að undanfömu. Hjá fyr-
irtækinu starfa um 25 manns og eru
þær einu konurnar, auk skrifstofu-
stúlkunnar og sumarstúlku.
Framleiðsla og sala á pústkerfum,
og innfiutningur og sala annarra
bifreiðavarahluta eins og „bodd-
íhluta“, dempara, tjakka og fleira
er aðalstarfsemi Fjaðrarinnar. Fyrir-
tækið er í eigin húsnæði og er bíla-
vöruverslunin, skrifstofur, lager,
hljóðkútasmíði og fleira í Skeifunni,
en rörasmíði á Grensásvegi.
Sendlar
Systurnar þtjár búa allar í Sævið-
arsundi, í húsum hlið við hlið, og
við hittumst hjá miðsysturinni, Pál-
ínu. Ég hafði alveg eins búist við
því að hitta harðar bisnesskonur sem
brostu dauft, en annað var nú uppi
á teningnum. Alúð, hressileiki og
þétt handtak einkennir þær systur,
eða í stuttu máli það sem maður
álítur að sé íslenskur alþýðleiki.
Ekki em þær líkar í fljótu bragði,
elsta systirin Sigríður er dökkhærð
og brosir mikið, miðsystirin Pálína
rauðhærð og sposk á svip, og Bára,
sú yngsta, er ljóshærð og ekkert
nema rólyndið. En það er sami káti
svipurinn á þeim öllum þegar vel er
að gáð. Og þær hlæja eins, ogþegja
eins.
— Hafið þið sjálfar skipt um púst-
rör? spyr ég.
Þær líta hver á aðra með spurnar-
svip, Ojg neita því svo afar dömu-
lega. Eg spyr hvernig á því standi
að þær fóru að vinna í fyrirtækinu
og hvenær það hafí verið, og þá
upphefst hinn venjulegi útreikningur
kvenna þar sem atburðir allir eru
miðaðir við fæðingu barnanna: „Var
það árið sem Sóley fæddist, eða eft-
ir að ég átti hann Ingiberg?"
„Við voram aldar upp í fyrirtæk-
inu, fórum í sendiferðir og unnum
skrifstofustörf," segir Bára, eftir
nokkrar umræður.
„Foreldrar okkar áttu bara þrjár
stelpur og það era þtjú ár á milli
okkar allra,“ útskýrir Sigríður, „Ég
held að pabbi hafi verið dálítið skúff-
aður að eignast engan strák, því
þegar Bára fæddist svaraði hann
snöggt þegar menn spurðu um kyn-
ið á nýfædda barninu: Jú auðvitað
var það strákur, það vantaði bara
typpið!"
Systurnar hlæja þessum klingj-
andi hlátri sem byijar jafn snögglega
og hann hættir, og svo segir Bára
að hún hafi farið að vinna hjá föður
sínum þrettán ára gömul sem sendill
og skrifa reikninga. Þannig hafl það
verið með hana og Sigríði sem kom
seinna inn í fyrirtækið, þær hafi
byrjað í almennum skrifstofustörf-
um.
„Maður vissi aldrei hvort maður
var sendill eða skrifstofustjóri, með-
an pabbi stjómaði,“ segir Sigríður,
„en nú hef ég loksins fengið titilinn!“
Hún er nú framkvæmdastjóri,
Bára er bókari og Pálína er inn-
heimtustjóri og sú sem sér um fjöl-
miðlatengsl. Pálína kom síðust inn
í fyrirtækið eða fyrir taépu ári, en
hafði þá rekið hárgreiðslustofuna
Valhöll í 30 ár.
Þegar systurnar keyptu fyrirtæk-
ið af föður sinum, SigurberglPáls-
syni, fluttist hann til Danmerkur þar
sem hann hafði lengi verið með ann-
an fótinn vegna fyrirtækisins, og býr
þar nú áttræður að aldri. Hann tók
ekki annað í mál en að þær systur
keyptu fyrirtækið, „því þeir sem erfa
eignir eftir foreldra sína verða að
aumingjum, setja allt á hausinn,“
sagði hann.
Faðirinn
„Pabbi var nú dálítið magnaður,“
segir Pálína. „Hann fæddist í sár-
ustu örbirgð, fór fótgangandi til
Reykjavíkur 16 áragamall, ogsíðar
fór hann utan og náði sér í umboð
Fundur. Framkvæmdastjórinn, innheimtustjórinn og bókarinn bera saman bækur sínar.
saman?
„Nei, elskan mín, við rifumst eins
og hundur og köttur hér áður fyrr,“
segir Sigríður.
Pálína: „Nei Sigga mín, af hverju
segirðu það?“
Sigríður: „Víst rifumst við, urðum
ekki vinkonur fyrr en eftir að við
eltumst."
Bára segist halda að þær hafi
ekki orðið samrýndar fyrr en eftir
að þær fluttu allar í Sæviðarsundið
fyrir 20 árum. „Pálína byrjaði að
byggja hérna tvíbýlishús ásamt öðr-
um og þegar lóð losnaði við hliðina
á henni keyptum við Sigríður hana.“
„Þegar við fórum að eignast börn-
in, styrktust böndin," segir Pálína.
„Ef eitthvað er í deiglunni eða bját-
ar á þá eru systur mínar þær sem
ég treysti best, og eftir að við flutt-
um hingað hafa þær verið skammt
undan.“
Sigríður: „Við erum samt aldrei
inn á gafli hver hjá annarri."
Pálína: „Nei, þú hefur nú ekki
komið hingað í mánuð!“
„Þótt við séum mikið saman þá á
þó hver sinn vinahóp," segir Bára
Fjölskyldukonur í sumarbústað í Grímsnesi: Við urðum vinkonur
þegar við eltumst."
þótt hann kynni ekki orð í erlendum
málum.“
Undir þetta taka systurnar og
segja að hann hafl gert miklar kröf-
ur bæði til sjálfs sín og annarra.
Sigurbergur fæddist á Rauðabergi á
Mýrum í Hornafirði árið 1910, og
sagt er að þegar foreldrar hans voru
að missa jörðina hafi hann 13 ára
guttinn samið við hlutaðeigendur um
að borga hana. Fór síðan sem kúsk-
ur í vegavinnu. Til Reykjavíkur gekk
hann 16 ára gamall, vann fyrst í
verbúðum í Keflavík en fór síðan í
vegavinnu þar sem hann var verk-
stjóri í mörg ár. Þegar hann var
með vegavinnuflokk á Holtavörðu-
heiði felldi hann hug til ráðskonunn-
ar sem eldaði ofan í mannskapinn,
Ingunnar Kristrúnar Grímsdóttur
frá Kirkjubóli í Steingrímsfirði, og
kvæntist henni.
Sigurbergur var síðan sérleyfis-
hafí í Mosfellssveit í mörg ár ásamt
Sigurði Snæland Grímssyni, og bjó
fjölskyldan yfir sumarmánuðina og
stundum lengur í sumarbústað þar
uppfrá. í Mosfellssveit var hann með
bílaverkstæði fyrir rúturnar í stórri
hlöðu sem Thor Jensen hafði byggt
á sínum tíma við Lágafell og var
það undanfari fyrirtækisins Fjaðrar-
innar í Reykjavík.
Sigurbergur var ekkert að hlífa
dætrunum og fengu þær fljótlega
að bjarga sér.
„Eg veit ekki hvort maður á að
segja fráþessu," segir Sigríður
hugsi, „ætli löggan taki migekki?
En ég var nú ekki nema 13 ára
gömul þegar hann lét mig keyra
rútur frá miðbænum og upp í Mos-
fellssveit. Þá vora bílarnir skildir
eftir niðri á BSÍ og við þurftum að
færa þá uppeftir í „yfirhollingu"
fyrir næstu ferð.
Á bíl hafði ég lært tólf ára. Pabbi
setti mig einfaldlega undir stýrið og
sagði: Nú keyrir þú!“
► Ég var ekki nema 13
áia begar hann lét mig
keyra rntnr frá miðbæ ag
upp í Mosfellssveit.
Þ- Þetta ei bara rekið
eins og iieimili.
Þ- Þeir gengn allir inn í
fundarsalinn, karlainir, og
ég ætlaði auðvitað inn
líka, en bá segir Ingimund-
m í Heklu, sem stóð barna
í dyrunum: Konurnar ern
þaina hinnm megin.
Pálína: „Já hann ætlaði að nota
sömu aðferðina á mig. Setti mig
sautján ára gamla undir stýrið og
sagði: Keyrðu. Ég harðneitaði og
sagðist bara ekkert geta það. Þá
sagði hann ergiiega:Hvað hefurðu
eiginlega verið að glápa og hugsa
meðan við vorum í bíltúrunum!?
Bára: „Hann setti mig fljótlega
undir stýrið, lét mig akaþennan
venjulega hring kringum hlöðurnar
á Lágafelli. Stundum sagði hann
stuttlega: Taktu bílinn í klukkutíma
ogæfðu þig.“_
Sigríður: „Ég man hann sagði að
það væri engin kúnst að aka hratt,
en hins vegar mikil kúnst að aka
hægt. Já, hann var nokkuð strang-
ur, en mamma mildaði allt.“
Pálína: „Jú, ætli hann hafi ekki
verið það. Sumarið sem ég var 10 e
ára gömul sendi liann mig í vist, og
lét mig fara daglega klukkan átta
með rútunni úr Mosfellssveit til
Reykjavíkur og koma með sex-
rútunni til baka. Honum fannst það
nefnilega tómt rugl að hafa mig
þarna atvinnulausa."
Systrabönd
Systurnar ólust upp í verka-
mannabústað á Háteigsveginum og
var þeim innprentuð nýtni og spar-
semi frá upphafi. „Foreldrar okkar
héldu vel um aurana og okkur var
kennt ýmislegt eins og að nýta alla
hluti og henda aldrei mat.“
Ekki höfðu þær systur sérherbergi
eins og nú tíðkast, Sigríður og Pá-
lína sváfu saman á dívan og Báru
var fyrst í stað búið rúm í neðstu
kommóðuskúffunni. Þær gengu í
Austurbæjarskóla á veturna og á
sumrin voru þær oftast sendar í sveit
til móðurfólksins fyrir vestan sem
annálað var fyrir létta lund.
Þær systur eru svo einlægar og
ljúfar hver við aðra að ég spyr hvort
þeim hafi alltaf komið svona vel
með hægð.
„Ég finn hvað samband okkar er
heilt,“ segir Pálína.
Sigríður: „Við erum oft nefndar
í sömu andránni, Sigga, Palla og
Bára.“
Strákarnir
Systurnar hafa verið skráðar hlut-
hafar frá upphafi, en þegar faðir
þeirra vildi selja fyrirtækið urðu
langar umræður og fundasetur í fjöl-
.skyldunni áður en ákvörðun um kaup
var tekin. Nú má segja að öll fjöl-
skyldan sé í stjórn.
Eiginmenn þeirra systra eru allir
„stjórar" eins og þær. Sigríðar mað-
ur, Björn Pálsson, er lögregluvarð-
stjóri á Keflavíkurflugvelli, Stefán
Kjartansson, eiginmaður Pálínu, er
sundhallarstjóri í Reykjavík og mað-
ur Báru, Ragnar Leví Jónsson, er
yfirverkstjóri í Fjöðrinni. Reyndar
er hann einnig í stjórn fyrirtækisins
ásamt eiginmanni Pálínu og elsta
syni þeirra Sigríðar og Björns.
Börnin eru samtals átta, öll upp-
komin og vel menntuð. Ég spyr þær
svona í gamni hvort þetta séu tómir
„fræðingar“ hjá þeim, ogþær verða
ekkert nema hógværðin en geta
samt ekki með nokkru móti leynt
því hvað þær eru montnar af börnum
sínum. Sum þeirra hafa unnið við
fyrirtækið, en Sigríður segir að það
sé þó ekki endilega stefna þeirra að
vera með starfsmenn úr fjölskyld-
unni. „Sjálf hefði éggjarnan viljað
hafa reynslu frá öðru fyrirtæki, sjá
hvernig aðrir bera sig að.“
— Hvernig voru þið undir það
búnar að taka við fyrirtækinu?
„Við Bára höfum að sjálfsögðu
áralanga starfsreynslu hér í Fjöðr-
inni og eftir að við lukum stúdents-
prófi úr öldungadeild vorum við í
eitt ár í viðskiptafræði í Háskólan-
um. Vildum vita hvað bækurnar
segðu. Sökum anna við fyrirtækið