Morgunblaðið - 14.07.1991, Blaðsíða 15
Sumarbústaðurinn...
Paradísin
Gola;
fullbúin á
ellefu
dögum
„Þetta var töff en skemmtilegur tími." Iðnaðarmennirnir mættir
og byggingin rauk upp.
Isumarbústaðnum er albúm sem geym-
ir byggingarsöguna í máli og mynd-
um. Til marks um hvað bústaðurinn var
vel frágenginn er sú staðreynd að nán-
ast engu hefur verið breytt, einstaka
smáhlutir hafa bæst við innbúið en það
er líka allt og sumt. Þetta er vel búinn
bústaður með rafmagni og heitu vatni
og fleiri þægindum. „Ég er ekki spennt
fyrir frumstæðu sumarbústaðalífí," seg-
ir Guðlaug um leið og hún gefur tíkinni
Töru að borða. „Ég vil helst hafa huggu-
legt og fallegt í kringum mig og ég
held að fólk gefist fljótt upp á því að
lifa einhveiju frumstæðu lífi og verði
latara að fara í bústaðina en ella. En
auðvitað er þetta smekksatriði hvers og
eins,“ bætir hún við. Guðlaug nefndi
bústaðinn Golu vegna þess að henni
finnst aldrei vera alveg logn á Þingvöll-
um. Síðar komst hún svo að því að hin-
um megin við vatnið er kennileiti sem
kallað er Gola.
„Það er alveg ómetanlegt að eiga
svona athvarf fyrir utan bæinn,“ segir
Guðlaug þegar hún er spurð um það
hvað hún fái út úr því að eiga sumarbú-
stað. Það tekur ekki nema hálftíma að
keyra austur þannig að hægt er skreppa
í skottúr hvenær sem er. Það er ótvíræð-
ur kostur að mati Guðlaugar því þá
getur hún farið hvenær sem henni dett-
ur í hug. Hún segir þau hjónin einmitt
oft hafa farið einungis til þess að eiga
þar kvöldin sem væru yndisleg þama
við vatnið og ekki væru morgnamir síðri,
„það voru bara við og nokkrar kindur
á stjái þegar við fórum í bæinn eld-
snemma á morgnana." Guðrún Valgerð-
ur, dóttir Guðlaugar, og kærasti hennar
hafa einmitt oft farið í bústaðinn í sum-
ar eftir vinnu. Þeim finnst það tilbreyt-
ing sem bætir þeim að nokkru leyti upp
að þau komast ekki í sumarfrí.
„Við erum ekkert hraðbátafólk en við
eigum árabát sem við notum, ég er svo
mikið fyrir kyrrðina og ég vil bara njóta
hennar og fegurðarinnar," segir Guð-
laug. Það verða sennilega fáir til þess
að mótmæla því að fjailasýnin á Þing-
völlum er nánast ómótstæðileg í björtu
veðri. Auðvelt er að gleyma borgars-
tressinu dólandi úti á vatni og ekki sak-
ar að egna fyrir eina og eina murtu í
leiðinni. Guðlaug segist þó ekki vera
neitt fyrir veiðiskapinn en maður hennar
og dóttirin Guðrún Valgerður hafi átt
góðar stundir með stöngina. Tíkin Tara
tekur öll við sér þegar minnst er sveit-
ina og hún skemmtir sér ekki síður þar
en aðrir fjölskyldumeðlimir, enda fyrir-
tak að fara í rannsóknarleiðangra vítt
og breitt um móana. Reyndar fær Tara
góða hreyfingu með því að fylgja hús-
móðurinni eftir á gönguferðum því Guð-
laug gengur mikið dag hvern og vega-
lengdir vaxa henni lítt í augum.
Gola stendur á nokkurs konar íjöl-
skylduþúfu og þykir Guðlaugu mikil-
vægt að hafa fjölskylduna í kringum
sig. Bústaðimir eru þó fáir og ekki er
fyrirsjáanlegt að þeim muni fjölga í
framtíðinni. Mikill ttjágróður er í kring-
um flesta bústaðina en Guðlaug segir
að hún vilji fyrir alla muni láta villta
gróðurinn halda sér svo fremi sem það
er hægt. Bygging Golu raskaði gróður-
jafnvæginu svolítið’ þannig að síðustu
ár hefur alltaf eitthvað verið gróðursett
en lyng og villt birki nýtur sín ágætlega
í skjólinu af Golu. Guðlaug var að hugsa
um að selja bústaðinn fyrst eftir að hún
varð ekkja, „en svo ákvað ég að minnka
frekar við mig í bænum og eiga paradís-
ina mína áfram. Það er mikið á sig leggj-
andi til þess að geta haldið svona stað.
Ég hef aldeilis ekki séð eftir því, það
er ótrúlega afslappandi að dvelja í bú-
staðnum og helgamar eru ómögulegar
ef ég kemst ekki þangað.“
Garðurinn...
Blóm
frá
öllum
heims-
hornum
Ánægö „gróöurhján": „Þaó þarf
fyrst og fremst aó hafa áhuga."
ÞEGAR ekið er eftir Langagerðinu í blíðskaparveðri og gróðurang-
an fyllir loftið er erfitt að ímynda sér að fyrir nokkrum áratugum
var hér einungis berangurslegt holt. Umhverfis nýtt hús þeirra Ól-
afs Björns Guðmundssonar og Elínar Maríusdóttur gaf þá að líta
holtagrjót og aftur holtagrjót og hvergi sást í jarðveg utan örlítið
leirflag í einu horni þessa steingarðs. í dag er grjótið horfið og
grænir fingur Ólafs hafa galdrað í garðinn óteljandi tegundir jurta
og blóma sem sumar hverjar eiga heimkynni sín í fjarlægum og
framandi löndum.
Ljúfur og eilítið sætur gróðurilmur, sem minnir
| kannski á útlönd, tekur á móti manni þegar kom-
ið er inn í garðinn. A lítilli verönd sitja svo þau hjón
og lesa dagblöðin í síðdegissólinni. í þessum garði er
þó ekki gert ráð fyrir því að fólk sé að flatmaga
mikið, allt rými er haganlega nýtt undir piöntur. Elín
segir sposk frá því að sóipaliar hafi aldrei fengið að
vera í friði í þessum garði, þeir hafi alltaf fyllst af
blómum. „En það er kannski þess vegna sem ég er
engin ýstrukona," segir hún og pikkar í manninn sinn
sem segist lítið vera fyrir það að flatmaga, helst vilji
hann alltaf vera eitthvað að dunda. Þau hjdnin eru
full af fjöri og engin leið að sjá að þau séu um sjö-
tugt, útiveran í garðinum.gerir þeim greinilega gott.
Ilmandi gullsópur og neðst til hægri á myndinni glittir í lewisíur.
Það þarf ekki glögga manneskju
til að átta sig á þvi að þeim Ólafi
og Elínu þykir ákaflega vænt um
garðinn sinn enda hafa þau eytt
lunganum úr sínum tómstundum í
það að byggja hann upp. „Þetta
er nú aðallega hans hobbý,“ segir
Elín og kímnin er aldrei langt und-
an, „en það væri nú druslulegra
ef mín nyti ekki, ég er svona fagur-
fræðilegur ráðunautur." Blóma-
ræktin er meira en áhugamál hjá
Ólafí, hún er ástríða. Arið um kring
snýst hugur hans um ræktina. Þeim
fáu vetrarmánuðum sem ekkert er
hægt að gera í garðinum eyðir
hann í félagsstarf með garðyrkjufé-
laginu þar sem hann er ritari. Auk
þess hefur hann ritstýrt Garðyrkju-
ritinu í rúma tvo áratugi.
Það eru eingöngu fjölærar jurtir
í þessum ótrúlega gróskumikla
garði og allar ræktaðar upp af fræj-
um eða græðlingum. Olafur fær
fræ frá erlendum klúbbum, auk
þess sem hann hefur aðgang að
fjölmörgum grasagörðum. Raunar
má segja að garður hans og Elínar
sé nokkurs konar grasagarður. Þar
er að finna jurtir frá Japan, Kletta-
fjöllum, Kína og eyjum suður í höf-
um svo eitthvað sé nefnt. Við hús-
vegginn er til dæmis heljar mikill
gullsópur ættaður úr Pyreneafjöll-
um. Ólafur segir hann vera fyrstu
tegundina af gullsóp sem þrifist
hafi hér á landi en almennt sé ákaf-
lega lítið vitað um hvaða tegundir
geti vaxið hérlendis. Það komi
mörgum útlendingum mikið á óvart
að sjá það sem hann hefur ræktað
í garðinum sínum. Aðstæður eru
þó alls ekki eins og þær geta best-
ar verið. Garðurinn snýr í norður
og nærliggjandi hús og tré gera
það að verkum að hann er ekki
mjög sólríkur. „Það þarf fyrst og
fremst að hafa áhuga, öðruvísi
þrífast plönturnar ekki,“ segir Ól-
afur og á þessum bæ er hann brenn-
andi enda eru alls staðar blóm í
ræktun, komin mislangt, og bíða
þess að verða plantað í garðinn.
Umhverfísmál eru á allra vörum
og flokkun sorps hefur verið í
brennidepli síðustu mánuðina. Fólk
hefur til dæmis verið hvatt til þess
að útbúa safnhauga í görðum sín-
um og nýta þannig allan úrgang
er fellur tii í garðinum. Þetta er
ekki ný speki fyrir Ólafí því fyrir
tveimur áratugum skrifaði hann
grein í Garðyrkjuritið um safn-
hauga og auðvitað hafa þau hjónin
slíkan haug í sínum garði og hafa
því alitaf næga gi'óðurmold. Það
er þriggja ára ferli að búa til gróð-
urmold og hún er svo fín að hún
jafnast á við besta neftóbak. Þau
hjón neita því alfarið að þau hafi
mikið fyrir garðinum, „það er mesta
vinnan við að setja stuðning og
bönd við plöntur sem eru að stækka
og af því að garðurinn er frekar
dimmur þarf alls ekki að vökva
oft,“ segir Ólafur.
„Ég elska lewisiur,“ segir Elín,
„sjáðu, finnst þér þær ekki falleg-
ar? Mér finnst þær alveg dýrlegar.
Ég er svo hrifin af litlum blómum
en það er nú kannski af því að ég
er svo lítil sjálf,“ segir hún hlátur-
mild. Þessi blóm eru upprunnin í
Klettafjöllum en Bandaríkjamenn
sem heimsóttu þau hjónin sáu jew-
isiur í fyrsta skiptið hjá þeim. Ólaf-
ur á erfítt með að benda á ein-
hvert eitt uppáhaldsblóm, þau eru
öll í uppáhaldi og hvert blóm á sinn
tíma. „í raun eru þetta þrír garð-
ar, vor-, sumar- og haustgarður og
hver garður hefur sinn sjarma,“
segir ðlafur að lokum.