Morgunblaðið - 14.07.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.07.1991, Blaðsíða 24
24 jC : MQRgUNBIiAPIP IWINNINGARéPní&cue ÍM.-JÚLÍ T991 Auðunn Amason — Sigríður Guðmunds- dóttir - Hjónaminning Bróðir minn, Auðunn Guðmundur Árnason, fæddist á Tjaldtanga á Folafæti við Djúp 14..október 1901. Fyrsta árið var hann hjá móður sinni í Súðavík. Var þá tekinn í fóstur af ágætum hjónum í Tröð, frændkonu sinni Sigríði Bjarnadóttur hrepp- stjóra í Tröð Jónssonar og manni hennar Hjalta Páli Hjaltasyni Sveinssonar. Foreldrar Auðuns voru Anna laundóttir Þórðar í Hattardal Magnússonar og Árni Híerónýmus- sen, bæði ógift hjú í Ögursveit. Árni var ættaður úr Sigluvíkursókn í Landeyjum,_ fæddur í Skógtjörn á Álftanesi. Árni var síðar bóndi á Hymingsstöðum í Reykhólasveit, kvæntur þar og átti mörg börn. 10 ára að aldri missti Auðunn fóstra sinn, Hjalta, en ekkjan lét hann ekki frá sér fara fyrr en hann gat séð um sig sjálfur. Ungur hóf hann róðra með Bjarna Hjaltasyni í Tröð, fósturbróður sfnum, en mun hafa farið þaðan um 1920, ári síðar er hann kominn norður að Byrgisvík í Strandasýslu með þrem bræðrum Sigríðar er síðar varð kona hans, hún er þá 14 ára. Bræðrunum hafði Auðunn kynnst er þeir voru við sjó í Hnífsdal og á ísafirðk Hann fór stundum með þá heimVtil móður okkar á ísafirði. Bræðurnir voru Guðmundur, Sveinn og Ingimundur. Með Guðmundi reri Auðunn í Hnífsdal 1927 þegar þeir fóru ró- andi á árabát úr Hnífsdal og norður í Steingrímsfjörð. 23. mars 1928 kvæntist Auðunn Sigríði Guðmundsdóttur fra'Byrg- isvík, í Strandasýslu. Veturinn eftir var hann háseti á Valbirninum, ein- um af Samvinnufélagsbátunum á ísafirði. Skipstjóri var Jón Krist- jánsson af Snæfjallaströnd, mikill aflamaður og traustur stjórnandi. Hjá Jóni átti Auðunn ávallt víst pláss enda afbragðs verkmaður að hveiju sem hann gekk. Vorið 1929 réðst ég til Auðuns bróður míns en hann var þá að fara til Byrgisvíkar að hefja búskap móti foreldrum Sigríðar og sagði sig vanta mann til að róa með sér á árabát. Eg fór svo vestur um haust- ið. 1931 fluttu hjónin inn í Hamars- bæli á Gautshamri á Selströnd. Þar hafði þá skapast til að verka fisk og gera út litla báta. Vinnu fékk Auðunn hjá Árna Andréssyni er verkaði fisk fyrir kaupfélagið á Hólmavík. Þau fengu eitt herbergi í sjóbúð á staðnum. Hugur Auðuns mun hafa stefnt til búskapar en á þessum árum var hvergi jörð að fá og hvert kot var setið, eyðijörð var ekki til á þessum slóðum. 1932 fékk Auðunn landskika í landi Hafnar- hólms þar sem heitir Helganes og er nafnið þekkt úr Sturlungu. Þar reisti hann snoturt timburhús og keypti trilluna Sæbjörgu sem hann gerði út þaðan meðan hann átti þar heima. Stundaði jafnframt fískvinnu hjá Árna í Bælini. Römmm er sú taug er rekka dreg- ur föðurtúna til, segir skáldið. Bæði munu þau hjón hafa saknað æsku- stöðvanna á nesinu við ysta haf. Það varð því úr að 1942 fluttu þau aftur til Byrgisvíkur og bjuggu þar tvö ár með foreldrum Sigríðar en jafn- framt var leitað eftir betra jarð- næði. Svo fór að þau festu kaup á jörðinni Dvergasteini vestur í Álfta- fírði skammt frá þeim stað þar sem Auðunn var uppalinn. Með þeim hjónum stóðu að þessum kaupum Steinunn systir Sigríðar og maður hennar Júlíus Árnason frá Kol- beinsvík, næsta bæ við Byrgisvík. 1944 var svo lagt af stað vestur með eina kú, var hún leidd norður á Djúpavík þar sem varðskipið Þór tók búslóð þeirra og flutti vestur að Langeyri í Álftafírði. Varð sjóliðun- um á varðskipinu starsýnt á bál- óletta konu sitja við að mjólka kú á dekkinu norður af Horni en hafíð var spegilslétt svo langt sem augað eygði. Skömmu eftir að þau komu að Dvergasteini varð Sigríður léttari og fæddi son daginn sem lýðveldi var stofnað á íslandi, 17. júní 1944. Tveim árum síðar keypti Áuðunn af Júlíusi sem flutti til Skagastrandar og gerðist þar skipstjóri og útgerðar- maður. Auðunn bjó svo einn á Dvergasteini til haustsins 1979 er þau hjón keyptu sér hús á Suður- eyri, en voru þó á Dvergasteini á sumrum. Kona hans lést 24. ágúst 1983, árið eftir veiktist Auðunn og fór á Hrafnistu í Hafnafirði. Hann andaðist eftir fárra daga !egu á St Jósepsspítala í Hafnafírði 30. júní 1991. Þegar þau hjón komu að Dverga- steini var bærinn að falli kominn en 1950 fluttu þau í nýtt timburhús er þau höfðu byggt. Ennfremur var túnið í órækt og engar jarðabætur höfðu þar verið gerðar. Auðunn gekk strax í búnaðarfélagið og var lengi ritari þess sem sjá má á gerðabók félagsins og starfaði í nefndum þess. Gekkst hann fyrir því ásamt fleirum að keyptur var traktor og ræktun hófst á flestum bæjum þar. Auðunn fékkst nokkuð við örnefnasöfnun í landi sínu. Nú er allt túnið á Dverga- steini ein slétt hallandi grængresis- breiða. Ekki hefur verið búið á Dvergasteini síðan þau hjón fluttu þaðan en börn þeirra-fjögur dvelja þar á hvetju sumri enda var þeim afhent jörðin. Sigríður kona Auðuns Árnasonar var fædd í Byrgisvík 10. desember / 1907. Foreldrar þennar voru Guð- mundur Jónsson lengi bóndi þar og Sigríður Ingimundardóttir frá Veiði- leysu af Tröllatunguætt. Bæði voru þau hjón ættuð út Strandasýslu. Sigríður var 14 ára þegar Auðunn kom fyrst til Byrgisvíkur með bræð- rum hennar, sjö árum síðar, 23 mars 1928, gengu þau í hjónaband sem entist í 55 ár eða meðan bæði iifðu. Hún var mikil myndar og mannkosta kona. Hún stóð jafnan við hlið manns síns í blíðu og stríðu. Vann með honum í fiskverkun, fór með honum á sjóinn á litla bátnum þeirra í Helganesi, fór suður til Reykjavíkur til að læra saumaskap og eitt sumar var hún á Siglufirði í síld. Á Langeyri í Álftafirði unnu þau bæði mörg ár og þá var nú ekki verið að spytja um heyskapinn hvort sem var heima á túni eða uppi á fjöllum á Hafnarhólmi. Þar sem sofið var í tjaldi og unnið fram á nótt. Hún var frábærlega þrifin og drífandi að hvetju sem hún gekk. Sigríður var hjálpsöm og mikil ágæt- is kona. Ég, sem þessar línur rita, var vel kunnur þessum ágætu hjón- um og átti heima hjá þeim lengi þegar ég var ungur og heimilislaus. Auðunn og Sigríður eignuðust 5 börn, ein stúlka dó á fyrsta ári, hin eru: Hjalti skipasmiður í Hafnar- firði, Erling skipstjóri og útgerðar- maður á Suðureyri í Súgandafirði, nú búsettur í Kópavogi, Sigríður hjúkrunarfræðingur í Reykjavík og Svanur lærður skipstjórnarmaður í Reykjavík. Eins og ég hef sagt var búskapur í sveit aðalstarf Auðuns og Sigríðar konu hans. Svo kvað Jónas Hall- grímsson, vort ástkæra skáld: Bóndi er bústólpi bú er landsstólpi þvi skal hann virður vel. Guðmundur Guðni Guðmundsson BLÓM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070. 108 Reykjavík. S(mi 31099 Opið öil kvöid til kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. + Eiginkona mín og móðir okkar, GUÐRÚN M. KRISTJÁNSDÓTTIR, verður jarðsungin mánudaginn 15. júlí kl. 13.30 frá Kópavogs- kirkju. Þeir sem vilja minnast hennar, eru beðnir að láta hjúkrunarheimi- lið Sunnuhlíð njóta þess. Erlendur Jónsson, Kristján Erlendsson, Valdís J. Erlendsdóttir, Ævar Þ. Erlendsson, Þorbjörg Erlendsdóttir. Útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ÞORGRÍMS KRISTINSSONAR fyrrverandi bifreiðastjóra, Sörlaskjóli 17, Reykjavik, sem lést 8. júli, verður gerð frá Neskirkju þriðjudaginn 16. júlí kl. 15.00. Kristin Sigurðardóttir, Sigurður Þorgrímsson, Þorbjörg Skarphéðinsdóttir, Amalía Þorgrímsdóttir, Halldór Tjörvi Einarsson og barnabörn. + Sambýlismaður minn, EINAR EÐVALDSSON, Gyðufelli 10, verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 15. júlí kl. 13.30. Antonía Björnsdóttir og aðrir aðstandendur. + Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, ÁSDI'S ÞÓRÐARDÓTTIR, Hegranesi 24, Garðabæ, sem andaðist í Landspítalanum 7. júlí, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 16. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á líknarstofnanir. Jón Guðmundsson, Arnar Þór Jónsson, Guðmundur Theodór Jónsson, Sigríður Ásdís Jónsdóttir. + Eiginkona mín, móðirokkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍNBORG DAGMAR SIGURÐARDÓTTIR, Hamraborg 38, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 16. júlí kl. 10.30. Friðgeir Guðmundsson, Svava Friðgeirsdóttir, Kjartan Friðgeirsson, Sigríður Friðgeirsdóttir, Sigrún Friðgeirsdóttir, Elínborg Friðgeirsdóttir, Sólveig Friðgeirsdóttir, Hrefna Friðgeirsdóttir, Sævald Pálsson, Þorgerður Þorgeirsdóttir, Lárus Lárusson, PéturÓlafsson, Kristján Valgeirsson, Böðvar I. Benjamínsson, Jónas H. Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Legstelnar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf _______um gerð og val legsteina._ || S.HELGASON HF ISTEINSMKMA mr"-.... I SKEMMUVEGI 48 SlMI 76677

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.