Morgunblaðið - 14.07.1991, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JULI 1991
C 5
laus gegn tveggja milljóna dollara
tryggingu (sem hann borgaði sam-
dægurs), en hann var ekki lengur
ómissandi fyrir það sem eftir -var
af Mafíunni.
í desember sama ár var Castell-
ano skotinn til bana ásamt bílstjóra
sínum þar sem hann kom út af
veitingahúsi á miðri Manhattan.
Það kom engin fréttatilkynning frá
Gambino-fjölskyldunni um að John
Gotti hefði tekið við formennsku í
„fyrirtækinu" en fáir fóru í grafgöt-
ur með að sú var raunin og að
hann hafði sjálfur staðið á bak við
morðið á Castellano.
Það var haft eftir Gotti (á leyni-
legum upptökum lögreglunnar) að
hann
þyrfti eitt
ár „til að
koma
hlutunum
aftur í
lag.“ Yfir-
völd hafa
hins vegar
gefið hon-
um lítinn
frið til að
stjórna
Gambino-
fjölskyld-
unni.
Hann hef-
ur þrisvar
verið
handtek-
inn eftir
að hann
varð guð-
faðir, en í öll skiptin hefur kviðdóm-
ur sýknað hann af ákærum. Réttar-
höldin hafa að sjálfsögðu vakið
mikla athygli í Bandaríkjunum og
Gotti hefur birst á forsíðum tima-
rita eins og Time og People. Hann
er orðinn hálfgerð goðsagnapersóna
í lifandi lífi, svipað og forveri hans
í Chicago, A1 Capone, þar sem
glæpaferill hans er á allra vitorði
(og tíundaður í tveimur ævisögum),
en samt sem áður virðist hann allt-
af getað smogið úr höndum rétt-
vísinnar.
Atvinnureksturinn gengur hins
vegar brösulega. Gambino-fjöl-
skyldan er líklega ennþá umfangs-
mestu glæpasamtök Bandaríkj-
anna, en veldi hennar er samt ekki
nema svipur hjá sjón frá því sem
það var á valdatíma Carlos Cambin-
os og Pauls Castellanos. Gotti var
handtekinn enn einu sinni í desem-
ber síðastliðinn og að þessu sinni
telja yfirvöld sig hafa traustari
sannanir en áður.
„Svikarinn frá Fíladelfíu"
Víkjum nú sögunni suður til
Fíladelfíu, þar sem Bruno-Scarfo-
fjölskyldan réð lögum og lofum í
undirheimum fjórðu stærstu borgar
Bandaríkjanna. Philip Leonetti
komst ungur í kynni við Mafíuna í
gegnum „litla Nick“ Scarfo, móður-
bróður sinn. Sá þótti ofsafenginn
og dómgreindarlítill og var í litum
metum hjá guðföðurnum, Angelo
Bruno, sem sendi hann í eins konar
útlegð til Atlantic City í New Jers-
ey, sem þá var strandbær í niðurníð-
slu.
Leonetti hætti skólagöngu um
tvítugt þegar frændi hans kallaði
hann til liðs við sig. Hann framdi
fyrsta morðið árið 1976 og þremur
árum síðar skaut hann Vincent
nokkurn Falcone til bana, en sá var
Mafíufélagi sem hafði unnið það
eitt til saka að kalla Nick Scarfo
„bijálaðan“. Scarfo og Leonetti
voru handteknir vegna morðsins en
sýknaðir vegna ónógra sannana.
Með tvö manndráp á afrekaskránni
þótti óhætt að innvígja Leonetti í
Mafíuna, þar sem hann sór við
verndardýrling fjölskyldunnar að
segja engum utanaðkomandi frá
starfsemi hennar.
Á áttunda áratugnum var fjár-
hættuspil leyft í Atlantic City og
Mafían hugsaði sér gott til glóðar-
innar. Angelo Bruno var varkár
guðfaðir og ákvað að leyfa hinum
valdamiklu fjölskyldum í New York
að hasla sér völl í spilavítaheiminum
við hlið Fíladelfíu-Mafíunnar. Sumir
undirmenn hans kunnu honum litlar
þakkir fyrir að deila gullnámunni
með öðrum og hann var skotinn til
bana árið 1980. Þá upphófst hörð
valdabarátta í undirheimum Fíla-
delfíu, sem kostaði 20-30 manns
lífið. Eftirmaður Brunos var
sprengdur upp á svölunum heima
hjá sér og Scarfo tók við forystu í
fjölskyldunni, ekki vegna leiðtoga-
hæfileika sinna, heldur vegna þess
að það var orðið fátt um fína drætti
eftir bræðravígin.
Scarfo græddi á tá og fingri í
Atlantic City, en óöldinni linnti ekki
við valdatöku hans. Hann hikaði
ekki við að gefa út dauðadóma yfir
félögum sínum fyrir minnsta aga-
brot eða grun um sviksemi. Harry
nokkur Riccobene hafði vanrækt
að gefa Scarfo sanngjaman hlut
af glæpa-
gróða sín-
um, hann
lifði af tvö
morðtil-
ræði, en
þá gerði
Scarfo út
sveitir til
að drepa
nánustu
ættingja
hans. Sal-
vatore
Testa var
upprenn-
andi for-
ingjaefni
og hugs-
anlegur
keppina-
utur, sem
Scarfo lét
drepa fyrir þá „vanvirðingu“ að
segja upp unnustu sinni, sem var
af traustum Mafíuættum.
Loks kom að því að undirsátum
Scarfos ofbauð blóðbaðið og þeir
óttuðust að vera næstir í röðinni á
aftökulistanum. Einn af öðrum gáfu
innvígðir félagar sig fram við lög-
regluna og buðust til að rjúfa þagn-
areiðinn. Scarfo, Leonetti og 15
aðrir voru handteknir árið 1988 í
lögregluaðgerð sem gerði nánast
út af við Mafíuna í Fíladelfíu. Scarfo
var síðan dæmdur í ævilangt fang-
elsi og Leonetti í 45 ára fangelsi.
Hann bauðst þá til að rjúfa þagnar-
eiðinn og vitna gegn Mafíunni og
í staðinn fær hann von um að fá
að eyða einhveijum hluta ævinnar
utan rimlanna, en hann er nú 38
ára gamall. Leonetti er einhver
hæst setti Mafíu-félagi sem nokk-
urntíma hefur gengið til liðs við
yfirvöld og hann hefur reynst ómet-
anlegt vitni í íjölda réttarhalda í
norðausturríkjunum. Næsta „verk-
efni“ hans er að vitna gegn John
Gotti.
Leonetti hitti Gotti fyrst í árs-
bytjun 1986 í fylgd með Nick
Scarfo. Gotti var þá nýorðinn for-
ingi Gambino-fjölskyldunnar og
vildi kynnast kollegum sínum í öðr-
um málsmetandi fjölskyldum, eins
og siður er í Mafíunni. Það fyrsta
sem Gotti sagði var: „Ég fékk
grænt ljós frá æðstaráðinu til að
drepa Paul Castellano." Scarfo.
gekk síðar úr skugga um að þetta
var rétt. Hann var mjög hrifinn af
Gotti og taldi sig eiga margt sam-
eiginlegt með honum: báðir voru
harðjaxlar sem höfðu tekið við af
varfærnum „bisnissmönnum“. Gotti
líkaði vel við Leonetti, sem var orð-
inn undirforingi kornungur á Mafíu-
mælikvarða og fræddi hann um við-
skiptin og skipulag Gambino-fjöl-
skyldunnar. Þeir ræddu saman um
vandann af ellibelgjaveldinu í Maf-
íunni og Leonetti benti á að A1
Capone hafí náð að verða foringi
aðeins 29 ára gamall.
Réttvísinni gekk illa að klófesta
A1 Capone á sínum tíma en hann
var þó að lokum dæmdur fyrir
skattsvik og sat inni í átta ár. Flest
bendir til að yfirvöld reyni nú af
fullum þunga að binda enda á glæp-
aferil Johns Gottis á sama hátt.
Sakirnar sem bornar eru á hann
eru víðfeðmari en í fyrri ákærum:
yfirstjórn á ólöglegri glæpastarf-
semi, veðmang , okurlán, skattsvik
og að hafa fyrirskipað fjögur morð,
þar á meðal á Paul Casteliano.
Hugsanlega kemst John Gotti á
spjöld sögunnar sem síðasti guðfað-
ir Mafíunnar í Bandaríkjunum sem
nokkuð kvað að.
Molar Or sögu Mafíunnar
MAF|AN Á Sikiley á rætur sínar að rekja aftur á þrettándu öld,
þegar eyjai-skeggjar stofnuðu leynifélög til að sjá um sín mál í
trássi við boð og bönn franskra drottnara. ítalskir og erlendir
stjórnendur hafa æ síðan reynt að uppræta hana og Mussolini
tókst það nærri því á þriðja áratug þessarar aldar.
Italir sem fluttust til Bandaríkj-
anna og Suður-Ameríku settu
upp Mafíuhópa þar að sikil-
eyskri fyrinnynd. Sá fyrsti
sem vitað er um starfaði í
New Orleans um 1890. Á þriðja
og fjórða áratugnum var mörgum
af eldri leiðtogum Mafíunnar rutt
úr vegi og við tóku yngri menn
sem aðlöguðu starfsemi hennar
að bandarískum aðstæðum og við-
skiptaháttum.
Þó að Mafían á Sikiley stundi
glæpi baki brotnu hefur hún haft
á sér eins konar „Hróa hattar-
ímynd“ sem verndari smælingj-
anna og þyrnir í síðu ósann-
gjarnra yfirvalda. Bandaríska
Mafían hefur reynt að koma sér
upp svipaðri ímynd: að hún stundi
ekki glæpi sem bitni á „saklaus-
um“ fórnarlömdum, heldur sjái
um þá þjónustu sem er röngu
megin við lögin. Á bannárunum
stóð Mafían í stórfelldri bruggun
og rak leynikrár. Á stríðsárunum
var svartamarkaðsbrask ein
helsta tekjulindin. Yfirvöld sömdu
við Mafíuna um að sjá í gegnum
fíngur við hana gegn því að hún
Ijóstraði upp urti ítalska og þýska
svikara í hafnarvinnu, sem voru
fáir til nema í hugskoti stjórnmál-
amanna. Síðar tók Mafían fyrstu
ólöglegu hommaklúbbana undir
sinn verndarvæng og hún hefur
verið umfangsmikil í eiturlyfja-
smygli, einkum á heróíni.
Enginn fær inngöngu í Mafíuna
nema karlmenn. af ítölsku bergi
brotnir og eru þeir formlega innv-
ígðir í samtökin með athöfn þar
sem þeir sveija við vemdardýrling
fjölskyldunnar að segja engum
utanaðkomandi frá „La Cosa
Nostra“ (sem þýðir „okkar mál“)
að viðlagðri dauðarefsingu. Hverri
fjölskyldu er stjómað af foringja
(sem stundum er kallaður „don“
eða „guðfaðir"), sem kýs síðan
varaforingja sér við hlið. Þeir sem
ekki era innvígðir, en era á mála
hjá Mafíunni, eru kallaðir „sam-
starfsmenn" og þurfa ekki endi-
lega að vera með ítalskt blóð í
æðum. xMafíufjölskyldur reyna að
hafa samband sín á milli til að
skipta með sér verkum og stilla
bræðravígum í hóf. Æðsti dóm-
stóllinn í deilumálum er hið svo-
Mafían á hvíta tjaldinu. A1 Pac-
ino og Marlon Brando í „Guð-
föðumum“.
nefnda „æðstaráð": óformlegur
fundur helstu foringja, þar sem
fjölskyldumar fimm í New York
ráða mestu.
Mafíunni hefur mjög hnignað á
síðari árum, bæði vegna herferðar
lögreglu og breyttra þjóðfélagsað-
stæðna. Italir hafa flestir átt
fremur auðvelt að blandast inn í
bandaríska „bræðslupottinn" og
samkenndin innan Mafíunnar hef-
ur minnkað. Hin nýja kynslóð for-
ingja gefur lítið fyrir gamlar hefð-
ir og lítur á fjölskylduna sem fyrir-
tæki í samkeppni við önnur.
Nærri tveir af hveijum þremur
Mafíufélögum eru nú i New York
og nágrannabæjum. Eina borgin
þar fyrir utan, þar sem Mafían
lætur verulega að sér kveða, er
Chicago. Áður öflugar fjölskyldur
í borgum eins og Ffladelfíu, Detro-
it, Kansas City og New Orleans
heyra nú nánast sögunni til. Los
Angeles-lögreglan kallar samtök-
in þar „Mikka músar-Mafíuna"
og fullyrðir að meira að segja
ólöglegir veðmangarar neiti að
borga henní vemdargjald. I Bos-
ton og Nýja Englandi bíða um 20
mafíósar réttarhalda, sem gætu
riðið Patriarca-flölskyldunni þar
að fullu.
Bandaríkjamenn geta hins veg-
ar varla leyft sér að anda léttar.
Skipulögðum glæpasamtökum
blökkumanna, Kolombiumanna
og Asíubúa hefur vaxið fiskur um
hrygg á síðari áram og stunda
nú umfangsmikla eiturlyfjadreif-
ingu. Um hélmingur af öllu hér-
óíni kemur nú inn í landið eftir
„kínversku leiðinni", sem er
stjómað af leynifélögum í Kína-
hverfinu á Manhattan. „Sikil-
eyska leiðin“ er enn til, en er nú
að stóram hluta rekin af Mafíunni
á Sikiley, sem er óháð bandarísku
Mafíunni.
FEGRIÐ GARDINN OG BÆTIÐ
MEÐ SANDI OG GRJÓTI
SANDUR
SIGURSTEINAR VÖLUSTEINAR HNULLUNGAR
Pú færð sand og allskonar grjót hjá okkur.
Viö mokum þessum efnum á bíla eöa
í kerrur og afgreiöum líka í smærri
einingum, traustum plastpokum sem
þú setur í skottiö á bílnum þínum.
BJÖRGUN HF.
SÆVARHÖFÐA 33
SÍMI: 68 18 33
Afareiðslan við Elliðaár er opin:
manud. - föstud. 7:30 -18:30
laugardaga 7:30 -17:00
Opið í hádeginu nema á laugardögum.
Philip Leonetti (í miðju) og Nick Scarfo hrósa
happi yfir sýknudómi í morðinu á Vincent
Falcone.