Morgunblaðið - 14.07.1991, Síða 9

Morgunblaðið - 14.07.1991, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR 'SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1991 C 9 VÍN/ Hvab einkennir Móselvínin f Ekkifyrir ábúðar- milda og alvörugefita VIÐ landamæri Þýskalands og Lúxemborgar, landsvæðis sem Islendingum ætti að vera að góðu kunnugt, hefst eitt elsta vínhér- að Þýskalands, sem kennt er við árnar Mósel, Saar og Ruwer. Fyrstu vínekrurnar í Móselhéraði er að finna mjög sunnarlega, við þorpið Perl þar sem landamæri Þýskalands, Lúxemborgar og Frakklands mætast. Við gömlu Rómverjaborgina Trier rennur Mósel alfarið inn í Þýskaland og þar tengjast henni einnig Saar og Ruwer. Vínhéraðið teygir sig síðan allt norður til borgarinnar Koblenz en þar rennur Mósel í Rín. Landsvæðið ineðfrain Mósel er meðal allra fallegustu hluta Þýskalands og ekki spillir að þar eru framleidd ágætis vín. Móselvínin ættu menn ekki að nálgast ábúðarmiklir og alvörugefnir. Þetta eru létt einföld vín og ber að njóta sem slíkra. Þau henta vel sem frískandi svala- diykkur á heit- um sumardegi eða sem létt glas af víni í góðra vina hóp. Þau henta hins vegar ekki mjög vel með mat nema ef vera skyldi með máltíðum af allra léttasta taginu. Áfengis- magn Móselvínanna er töluvert lægra en flestra annarra þýskra vína og er algengt áfengismagn þeirra einungis um 8-9%. Þetta gefur þeim þeirra einkennandi léttleika en gerir einnig að verkum að þau skortir fyllingu til að eiga vel við með góðum mat. Sérstaklega ánægjulegt er auð- vitað að neyta Móselvína í þeirra upprunalega umhverfi: Móseld- alnum. Það ætti enginn sem staddur er á þessum slóðum að láta ógert að ferðast meðfram ánni og heimsækja hinar undur- fögru borgir og bæi sem þar er að finna, s.s. Bernkastel-KueSj Zell, Saarburg, Ernst og Trier. I kringum Bernkastel er t.d. flöldi vínbænda sem framleiða mjög góð Móselvín og þar er einnig að finna frægustu vínekrur héraðsins. Þær eru staðsettar á hinu svokallaða „Doktorberg“. Eru Bernkastler Doktor-vín meðal þeirra dýrustu sem framleidd eru við Mósel. Þó að Móselvínin séu framleidd á mjög stóru svæði sem er nokkuð breytilegt innbyrðis eiga þau samt sem áður það mörg sameiginleg einkenni að þau eni auðþekkjan- leg. Þau eru mjög sýrumikil, létt og frískandi. Best njóta þau sín þurr eða Trocken. Líkt og önnur þýsk vín eru þau nefnd eftir upp- runastað og getur þar verið um að ræða jafnt ákveðna vínekru, þorp eða mun stærra svæði, sk. Bereich. Er meginreglan sú að því þrengri sem skilgreiningin er þeim mun betra. Móselhéraðið skiptist í fjögur Bereich, þ.e. Zell- Mosel, Bernkastel, Saar-Ruwer og Obermosel. Hið sígilda Móselvínber er Ri- esling-þrúgan (um 70% fram- leiðslunnar) en hún nær hvergi betur að njóta sín en í Móseldaln- um og (þó á allt annan hátt sé) í Rheingau við Rín og í Elsass-hér- aði í Frakklandi. Þar sem Riesl- ing-þrúgurnar eru mjög viðkvæm- ar, þær þroskast seint, jafnvel ekki fyrr en í nóvember, og því næmar fyrir hitastigsbreytingum á haustin, hafa menn löngum reynt að finna nýja þrúgu sem hefur bragðeiginleika Rieslingsins eftir Steingrím Sigurgeirsson Vínekrur í Móseldalnum. Morgunblaðið/Steingrímur Sigurgeirsson en þroskast fyrr og í meira magni. Fyrir um öld tókst Svisslendingn- um H. Múller frá Thurgau að þróa blending úr Riesling og Sil- vaner-þrúgum. Útkoman gengur undir nafninu Múller-Thurgau og er nú ein algengasta vínþrúguteg- und Þýskalands. Þroskast berin oft þegar í september en gæði þeirra eru ekki sambærileg við Riesling. Þriðja algenga vínþrúgu- tegundin i Mósel er Elbling. Vin úr þeirri tegund eru fremur súr og hlutlaus á bragðið. Úrvalið af Móselvínum hjá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins er því miður fremur fátæklegt. Reyndar eru alls á boðstólum sjö tegundir en fæstar þeirra standa undir nafni. Til dæmis er þarna að finna vín sem ganga undir nöfnum á borð við „Blue nun“ og „Green Gold“. Sá sem slíkra vína leitar í Þýskalandi gæti þurft að leita lengi enda er í tilvikum sem þessum um að ræða ódýr sæt vin án nokkurra sérstakra einkenna sem blandað hefur verið saman úr vínum úr hinni og þessari átt- inni og flutt eru út undir „fant- asíunöfnum“ aðallega til Banda- ríkjanna. í næröllum tilvikum eru þetta ekki Riesling-vín heldur Múller-Thurgau-vín. Einungis ein „Spátlese“ (sem er gæðaflokkurinn fyrir ofan „Kabinett“ en fyrir neðan „Aus- lese“) er í boði hjá ÁTVR. Þáð er Graacher Himmelreich Riesling Spátlese 1988, en Graach er næsti bær við Bernkastel. Það kostar 880 krónur og er frá framleiðand- andum Weingut Schlosskellerei Freiherr von Landenberg sem er í fjölskyldueigu og hefur aðsetur í bænum Ediger-Eller. Frá sama framleiðanda er einnig boðið upp á Ellerer Engelsströpfchen 1989 (590 krónur) og Senheimer Ros- enhang Kabinett 1988 (640 krón- ur). Af öðrum vínum má nefna Greeen Label Bereich Bernkastel 1989 (710 krónur) frá Deinhard og Bernkasteler Schlossberg Ri- vaner 1990 (880 krónur) frá Jos. Philipps-Kochan. LÆIiNISFRÆÐl/Er sjónvarp ad verba meiriháttar lcekningatœkif _ Skurður á skjánum Gallsteinar eru þó nokkuð algeng- ur kvilli en lætur mismikið til sín taka. Sumir gallsteinasjúklingar verða þeirra lítið sem ekkert var- ir og kann að virðast óþarft að tala um veikindi meðan enginn finnur til og lífið gengur sinn vanagang. En svo kemur allt í einu þruma úr heiðskíru lofti og gallsteina- konan (miklu færri karlar en konur fá gallsteina) hefur ekki viðþol fyrir verkjum hálfan eða heilan 'dag. Og þeir sem eitt sinn hafa fengið gall- steinakast mega búast við að fá annað seinna og jafnvel æ ofan í æ. Þegar svo er komið þykir bæði sjúklingi og lækni gjarnan ráðlegast að grípa til hnífsins, koma í veg fyrir síendurtekin þrautaköst og nema gallblöðruna með steinum sínum á brott. Að taka úr henni steinana og láta þar við sitja nægir ekki; hún heldur uppteknum hætti og býr til meira gqot. Gallsteinaskurður en engin smá- aðgerð og jafnvel þótt allt gangi snurðulaust þarf varla að gera ráð fyrir skemmri sjúkrahúsvist en nokkrum dögum og vöðvar magáls- ins þurfa dijúgan tíma til að ná sér eftir hnjaskið. Frá því blöðrusjáin var fundin upp laust fyrir 1880 og farið var að kíkja inn í þvagfærin (rafljósið var þá nýkomið til sögunnar) hefur hver sjónaukinn á fætur öðrum verið hannaður, svo að jafnvel leyndustu afkimar mannslíkamans blasa við hveijum þeim er hefur lag á að kíkja og löngun til. Sem dæmi má nefna barkasjá, bijóstholsspegil, magasjá, ristilspegil, kviðarholsspegil og er þá fátt eitt talið. Flest eða öll þess háttar verkfæri hafa dyggilega fetað í fótspor blöðrusjárinnar, sem í fyrstu var einvörðungu ætluð til skoðunar og greiningar en hefur með aldri og þroska, ef svo mætti að orði komast um dauða hluti, orð- ið meðferðar- og lækningatæki og einkar mikilvægur þáttur í vopna- búri þeirra sem daglega heyja stríð við sjúkdóma og slys. Kviðarholsspegill er mjór kíkir sem stungið er inn í holið gegnum hnappagatsstóran skurð í naflanum eða námunda við hann. Mest hafa kyennalæknar notast við þennan kíki og þannig svipast um eftir sjúkleg- um breytingum í grindarholi en ann- ars er ekkert því til fyrirstöðu að skoða hvert líffæri þar innra sem aðgengilegt er við speglun. Sam- vextir milli kviðarholslíffæra og magáls eftir bólgur eða skurðað- gerðir takmarka stundum gagnsemi slíkra rannsókna. Það hlaut að fara eins fyrir kviðar- holskíkinum og öðrum frændum hans að menn létu sér ekki nægja að skoða en vildu líka skera það sem skera þurfti, smeygja inn þartilgerð- um hníf eða skærum og varð þá fyrst fyrir að fremja smáaðgerðir á innri kynfærum kvenna, aðgerðir sem ella hefði þurft að gera með gamaldags holskurði. Er ekki að orðlengja það að nú eru sumir skurð- læknar farnir að óperera gallsteina- fólk gegnum kviðarholskíki. Að vísu þarf þá fleiri en eina pípu og um leið fleiri „hnappagöt", jafnvel þijú eða fjögur. Gegnum eitt þeirra fer kíkirinn sem nú er reyndar með litla sjónvarpsmyndavél á endanum en inn um hin skurðarhnífur, skæri og tengur; með öðrum orðum allt sem þarf til að halda í gallblöðruna, strekkja á henni, taka sundur gall- gang og slagæð og klemma fyrir hvorttveggja svo að blóð og gall nái ekki að renna út í holið. Þá er blaðr- an losuð frá lifrinni og dregin út um eitt gatið og tólin öll tekin burt og litlu húðsárunum lokað með fáeinum saumum. Sjúklingarnir vakna upp af svefninum, jafna sig fljótt og út- skrifast flestir daginn eftir til síns heima. Við þessar sérkennilegu aðstæður má segja að skurðlæknirinn og hjálp- armenn hans vinni verk sitt óbeint. Þeir horfa stöðugt á sjónvarps- skerminn en ekki sjálf líffærin sem þeir eru að glíma við. Eru skurð- lækningar að taka stakkaskiptum? eftir Þórarin Guðnason Tilkynning Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins hefur fengið nýtt símanúmer; 91-6 20240 Hægt er að ná sambandi við rannsóknadeildir eftir lok- un skiptiborðs sem hér segir: Snefilefnadeild 621283 Efnadeild 621253 Vinnslu-vöruþróunardeild 621274 Örverudeild 621176 Tæknideild 621183 Símanúmer Hafrannsóknastofnunar verður áfram 91-20240. Ennfremur hefur Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins fengið nýtt faxnúmer: 91-620740 og nýtt pósthólf: 1405,121 Reykjavík. Myndir sem birtast í Morgunblaðinu, teknar af Ijósmyndurum biaösins fóst keyptar, hvort sem er til einkanota eða birtingar. UÓSMYNDADEILD „SALA MYNDA" Aðalstrceti 6, sími 691150 101 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.