Morgunblaðið - 14.07.1991, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 14.07.1991, Qupperneq 14
eftir Guðrúnu Þóru Gunnarsdóttur FLEST eigum viö okkur druum um paradís á jörðu. Ein- hvern stað sem kippir okkur burt úr amstri hversdagsins og er laus við alla reikninga og kvabb. Oftast sjáum við fyrir okkur friðsælan blett, þar sem laufiö á trjánum bærist í hlýrri golu og sólin gengur helst aldrei til viðar. Sumir láta sér drauminn nægja en aðrir láta hann ræt- ast og eiga sér sælureit þar sem þeir dvelja löngum stund- um. Sumarbústaðaeign hefur farið vaxandi hér á landi og þeir eru ófáir sem eiga aðgang að bústað, ef þeir eiga hann ekki sjálfir þá í gegnum vini, ættingja eða jafn- vel stéttarfélag. Hjónin Jóhann Líndal Jóhannsson og Elsa Dóra Gestsdóttir eiga bústað suður meö sjó og Guðlaug Konráðsdóttir á bústað við Þingvallavatn. Nálægöin við sjóinn og möguleikinn á sjósókn gerir bústað þeirra hjóna að sælureit en fegurðin og kyrrðin er sú sæla sem Guð- laug sækist eftir. Aðrir vilja ekki fyrir nokkurn mun festa sig á einum stað og hjónin Grímur Brandsson og Sigríður Ágústsdóttir eiga sína sælureiti í lautum og móum víðsvegar um landið. Þau sækjast eftir friði frá öðru fólki og vilja njóta þess að vera ein í návígi við náttúruna. Flestir staðsetja sinn sælureit fyrir utan skarkala höfuð- borgarinnar og leitast við að eiga athvarf í dreifbýlinu en það er líka hægt að gera sér paradís mitt í þéttbýlinu og það hafa þau Ólafur Björn Guömundsson og Elín Maríus- dóttir sannarlega gert. Upp af holtagrjóti hafa þau ræktaö gróðurvin þar sem þau eiga góðar stundir. í raun getum við átt okkur sælureit hvar sem er og oft þarf engu til að kosta. Ánægjan er fyrir öllu eins og kemur fram í spjalli við þetta fólk. Guðlaug og tíkin Tara fyrir utan Golu: „helgarnar ómögulegar ef ég kemst ekki í bústaóinn." Morgunblaðið/Sverrir „VIÐ höfum átt landið í meira en tuttugu ár en það var ekki fyrr en 1978 að við byggðum bústaðinn. Fram að því vorum við alltaf í hjólhýsi og núna hef ég ofnæmi fyrir hjólhýsum!" segir Guðlaug Konráðsdóttir en hún á bústað í Heiðarbæjarlandi við Þingvallavatn. Bústaðinn reistu Guðlaug og Ásgeir maður hennar, sem nú er látinn, á einungis ellefu dögum. „Við vorum búin að sanka að okkur húsgögnum smám saman, síðan stilltum við alla iðnaðarmennina á þessa daga og á ellefta degi flutt- um við inn i hann fullbúinn. Þetta var töff en skemmtileg- ur tími.“ Sjó rinn. Elding # i bústaðinn Jóhann og Elsa: „Það er ekki óloft- ió hérna.“ TAUGAVEIKLAÐAR kríur taka á móti gestum og gangandi á leið- inni í Staðarhól, sumarbústað þeirra Jóhanns Líndals Jóhannssonar og Elsu Dóru Gestsdóttur. En menn verða líka að gæta þess að horfa niður fyrir sig, öðrum kosti geta þeir hreinlega átt það á hættu að stíga hreinlega ofan á kollugrey sem liggur á hreiðri sínu ótrúlega samlit umhverfinu. Fuglalífið er fjölbreytt þarna suður með sjó en bústaðurinn stendur upp á hól steinsnar frá golfvellinum í Grindavík og grýtt fjaran er í beinu framhaldi af veröndinni. Við erum tæpast búin í vinnunni þegar við erum komin hing- að,“ segir Elsa, en þau hjónin eru búsett í Njarðvík svo þau hafa ekki langt að fara. Það er sjórinn sem heillar, einkum Jóhann sem er upp- alinn á Bolungarvík og draumurinn var alltaf að búa við sjó. „Ég er dekurbarn úr Reykjavík," segir Elsa hlæjandi, „og þeir segja fyrir vestan að ég hafi tælt hann suð- ur.“ Jóhann sækir sjóinn á tveggja og hálfs tonns bát sem heitir í höf- uðið á eiginkonunni og þau hjónin eiga alltaf nóg í soðið en- Jóhann fletur fiskinn einnig og sólþurrkar. Bústaðurinn þeirra, sem er svo kallaður „trailer“, er þijátíu fer- Brúin sem brann. metrar en þó ágætlega rúmur og öllu er haganlega fyrirkomið. Elsa og Jóhann tóku dekkin undan hjól- hýsinu og lyftu þakinu eftir að þak- ið sem var fyrir fór illa í hvass- viðri. Það getur gustað dálítið um bústaðinn og þau hjón hafa beislað vindorkuna í lítilli vindmyliu sem er við hliðina á bústaðnum, hún sér þeim fyrir rafmagni á ljósin en þau nota gaskút við eldamennskuna. Vatninu safna þau af þakinu í tunn- Morgu nblaðið/Bj arni ur sem eru undir bústaðnum og þaðan dæla þau því upp í vask á salerninu. Ef þurrkar eru langvinn- ir verða þau að koma með vatn á brúsum heiman að frá sér. Það er fleira nýtanlegt en vindurinn og sjórinn; í landinu verpa tíu kollur og Jóhann segist vera kominn lang- leiðina með dún í einn kodda „og með tímanum næ ég svo í sæng líka!“ „Það er ekki óloftið hérna,“ seg- ir Jóhann um leið og við göngum út og hressandi sjávariyktin tekur á móti manni. Þessa stundina snýst vindmyllan rólega og Elsa segir að það lygni yfirleitt á kvöldin og þau séu oft mjög fögur, einkum á haust- in þegar ljósin úr Grindavík speg- list í gluggunum. Það er afslapp- andi að heyra gutlið í flæðarmálinu og þau hjón fara mikið í gönguferð- ir í fjörunni og hreinsa þá í leiðinni allt ruslið sem rekur á land. Bæði tala þau um hvað það sé gott að komast úr skarkalanum og þótt Elsa sæki ekki sjóinn finnst henni róandi að sitja við stofugluggann og horfa út á endalaust hafið. Staðarhóll er ekki fyrsti bústaður þeirra Jóhanns og Elsu, áður áttu þau allsérstæðan bústað sem stóð á sama stað og þessi. Bústaðurinn var gömul skipsbrú sem Jóhann fékk úr Njarðvík. Það má nærri geta að fólki hafi þótt þetta nýstár- legur íverustaður og einu sinni sem oftar var nokkuð gestkvæmt hjá þeim Jóhanni og Elsu, ættingjar og vinir í heimsókn á sunnudegi. Allt í einu koma ofan úr brúnni hjón sem Elsa þekkti ekki og þau vinda sér að henni og panta kaffi fyrir tvo en mjólk og brauð fyrir börnin. Elsa sagðist nú ekki selja kaffi en bauð þeim sæti inni í stofu og kaffibolla. Þá loksins áttuðu við- komandi hjón sig á því að þau voru ekki á veitingastað og urðu víst heldur hvumsa. Saga skipsbrúarinnar varð ekki löng því þegar þau Jóhann og Elsa höfðu átt hana í tvö sumur laust eldingu niður í eldavélina og allt brann til kaldra kola. Það eina sem varðveittist var íslenski fáninn og kíkir, þetta var hvort tveggja geymt í svokallaðri skipstjóraskúffu. Það var einskær tilviljun að þau hjón voru ekki stödd í brúnni þegar hún brann en þau voru þá nýfarin heim. Jóhanni fannst endilega að hann þyrfti að fara í bæinn en upphaf- lega höfðu þau ætlað að dvelja leng- ur og þar skall því hurð nærri hælum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.