Morgunblaðið - 14.07.1991, Síða 16

Morgunblaðið - 14.07.1991, Síða 16
HVÍTA HÍISIÐ /SfA 16 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1991 Lautin... Utilega um hverja helgi í þrjátíu ár Grímur og Sigríður: „Yndisleat að hafa tíma til þess að vera til.“ ÞAU eru búin að vera saman síðan þau voru sextán, í þrettán ár hafa þau unnið á sama vinnustað, þau fóru í fyrstu útileguna saman árið 1958 og allar götur síðan hefur varla komið sú helgi að sumar- lagi sem þau hafa ekki farið eitthvað út úr bænum. Þetta er útilegu- fólkið Sigríður Ágústsdóttir og Grímur Brandsson. Þau hjón eiga þrjú börn; öll fædd að vorlagi og þegar þau höfðu náð tveggja mánaða aldri voru þau drifin með í útileguna. Um leið og sól tók að hækka á lofti spurðu þau „er útilegan í dag?“ Nú eru bömin flogin úr hreiðrinu og Sigríður og Grímur fara aftur ein í útilegur og þau vilja vera ein. Bömin em auðvitað velkomin með en þau hjón gista ailtaf utan alfaravega og íjarri öllum mann- aferðum og tjaldstæði eru eitur í þeirra beinum. „Við viljum vera ein með sjálfum okkur og njóta þess að vera úti í náttúr- unni, ef þú ert innan um fullt af fólki á tjaldstæði ferðu á mis við hana. Þar getur verið svo mikill hávaði að maður heyrir ekki einu sinni í fuglunum," segir Grímur. Þau hjónin segja að það verði alltaf erfið- ara og erfiðara að finna staði þar sem þau geti verið ein. Fólki sé öllu stefnt á skipu- lögð svæði, vegir séu orðnir svo mikið upp- hækkaðir að erfítt sé að komast út af þeim og eins séu flest svæði orðin girt. Grímur og Sigríður láta þó ekki deigan síga og hvern einasta föstu- dag, frá því í maí og fram í miðjan ágúst, tygja þau sig til ferðar. Það er veðurspáin sem ræður ferðinni. Á fimmtudögum horfa þau á veður- spána í sjónvarpinu og leita þá uppi þann stað sem lítur út fyrir að verði gott veður á. íslensk veðr- átta er síbreytileg og þau hjónin hafa verið í útilegu í ýmsum veðrum og ekkert látið á sig fá, þau sitja ekki heima nema alls staðar sé spáð aftakaveðri. Það er ekkert sem heftir þau í höfuðborginni, ef þau eru boðin í einhveijar veislur eða því um líkt þá fara þau í sína úti- legu og koma sér fyrir, skreppa síðan í bæinn í veisluna en eftir hana er það náttúran á ný. Grímur og Sigríður viðurkenna að fólki finnist þessi ferðaárátta feikilega skiýtin og þau séu oft spurð hvernig þau nenni þessu. Þau skilja ekki svona spumingu þvi þetta er svo einfalt og yfirmáta þægilegt að þeirra mati. „Við erum of löt til að eiga bústað,“ segir Sig- ríður og Grímur bætir því við að hann nenni alls ekki að eyða tíman- um í alls kyns viðgerðir og annað sem fylgi sumarbústað. Þau hafa aldrei fest sig við einn stað öðrum fremur og segja það vera ómögu- legt að nefna einhvem einn uppá- haldsstað. Margir staðir eru þeim þó ákaflega kærir en suma vilja þau ekki einu sinni nefna því þá er hætta á að þau verði þar ekki lengur í friði. Grímur segir það sér- staka tilfinningu að koma á þessa staði fyrst á vorin, þeim finnist þá að þau séu komin heim, enda kaili þau staðina oft landið sitt. Þau lesa sér vel til um alla staði sem þau dvelja á og bókaflokkurinn Landið þitt er alltaf ómissandi í ferðalagið. Þau Grímur og Sigríður eru býsna nákunnug landinu því auk þessara styttri ferða hafa þau þrívegis farið hringinn í kringum landið. Þau hjónin hafa þó aldrei í Þórsmörk komið og er það einkum vegna vinsælda hennar; þau em svo lítið fyrir mannmergð. Fyrstu hjú- skaparárin gisti fjölskyldan í fimm manna tjaldi en þegar bömin stækkuðu tók að þrengja að þeim og þá var brugðið á það ráð að láta eitthvert þeirra sofa í skutbíl sem þau áttu. Árið 1977 smíðaði Grímur og hannaði sjálfur tjaldvagn sem þau hafa notað síðan. Þegar komið er á áfangastað á föstudagskvöldi koma þau sér fyrir og grilla. Ef að fjall er í grenndinni fá þau sér göngu og njóta útsýnis og sólarlags ef þannig viðrar. Á laugardeginum taka þau því rólega fram eftir degi, lesa einhveija góða bók og hlusta jafnvel á tónlist. Þau hjónin era mikið tónlistarfólk og eftir að geisladiskarnir komu til sögunnar er auðvelt að njóta góðrar tónlistar á ferðalaginu. Þó þau taki ferðagræjurnar með þá er útilokað að sjónvarp og sími fái líka að fljóta með, það myndi eyðileggja allan frið að þeirra mati. Síðdegis á laug- ardeginum keyra þau um viðkom- andi sveit eða hérað og finna sér sundstað og þá er mátulegt að huga að grillinu aftur. Öll helgin einkenn- ist af afslöppun og tímaleysi „við erum aldrei að flýta okkur,“ segja þau og eru nánast dreymandi á svipinn þegar þau lýsa þessari ferðatilhögun „þetta er yndislegt, bara það að vera ein með sjálfum okkur og hafa tíma til þess að vera til“. Skyrið er fitusnauð mjólkurafurð og ein allra kalkríkasta fæða sem við neytum að jafnaði. Hún er einnig auðug af próteini, fosfóri,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.