Morgunblaðið - 14.07.1991, Síða 18
Times á geisladiski
DAGBLAÐIÐ New York Times
hefur í huga að gefa út geisla-
diska með efni gamalla blaða.
Efni þetta verður á tölvutæku
formi en inniheldur einungis text-
ann, í það minnsta fyrst um sinn.
Nú þegar selur Boston Globe blað
sitt á geisladiski á um 60.000 krón-
ur fyrir árið.
Hin svokallaða CD-ROM-tækni
hefur orðið þess valdandi að
nú er unnt að geyma nægilegt magn
upplýsinga hvar sem er til að gera
svona útgáfu fýsilega. Á hvern disk
má koma efni heils árs á stóru blaði
eins og New York Times, og munu
áskrifendur fá diskana senda mánað-
arlega með öllu efni sem út er kom-
ið það sem af er árinu.
Notandi með venjulega einkatölvu
og sérstakan CD-ROM-spilara getur
nýtt sér efnið milliliðalaust frá eigin
skrifborði. Unnt er að leita að nöfn-
um eða efni á fljótlegan og einfaldan
hátt, og aðferðin getur orðið geysi-
legur tímasparnaður þeim sem reglu-
lega þurfa á slíkum upplýsingum að
halda. Ætlunin er að gefa út diska
með efni Times allt frá árinu 1981.
Ástæðan til þess að þetta hefur
ekki verið gert fyrr þó tæknin hafi
verið fyrir hendi í nokkur ár er fyrst
og fremst lítil útbreiðsla CD-ROM-
spilaranna meðal almennings. Vegna
minnkandi auglýsingatekna dagblað-
anna verður að finna nýjar tekjulind-
ir til að halda í horfinu, og á tölvu-
öld gæti elektrónísk útgáfa verið
rétta svarið.
MORGUNBLAÐIÐ
FJÖLMIÐLAR
SUNNUDAGUR 14. JÚLÍ 1991
LYGINER SJALDNAST
TILGANGSLAUS
/-
ERFITT ER að kalla gróusögur menningarlega arfleifð. Þó virðast
sum blöð hér á landi sjá ástæðu til þess að viðhalda þessum sið
með því að birta sífellt smáfréttaslúður. Sem betur fer eru það
ekki mörg blöð sem telja rógburð vera innan sins verkahrings.
Einnig getum við fagnað því að hér á landi tíðkast það ekki að
rógur, slúður og lygar séu bornar út, einkum til fjölmiðla, á skipu-
lagðan hátt. En hvort sem blekkingum og ósannindum er dreift á
skipulagðan eða óskipulagðan hátt þá stendur það eftir sem áður
að lygin er sjaldnast tilgangslaus og fjölmiðlar láta misnota sig.
Víða erlendis er rógburður skip-
ulögð starfsemi. Þá er sann-
indum og rógi dreift eftir ákveðnum
leiðum þannig það lítur út fyrir að
upplýsingar séu áreiðanlegar. Það
eru til mörg dæmi þess að aðilar
sem óttast um hagsmuni sína eða
völd, falsi yfirlýsingar, komi af stað
viilandi sögusögnum eða geri annað
þessu líkt til þess að hagræða sann-
leikanum sér í vil.
Skipulegt telst
þetta athæfi þeg-
ar þessum rang-
indum er dreift
markvisst á aðila
sem standa ná-
lægt fjölmiðlamönnum eða svökll-
uðum áreiðanlegum heimildar-
mönnum. Jafnframt er uppruni
rangindanna vandlega hulinn.
Nýlegt dæmi af þessu tagi var
efni í forsíðufrétt á bandarísku
dagblaðinu The Wall Street Jour-
nal. Þar er frá því greint að Nor-
man Sehwarzkopf, herforingi, hafi
sagt í viðtali við ísraelska herút-
varpsstöð að Persaflóastríðið hafi í
raun verið háð í þágu ísraelsmanna
þar eð markmiðið hefði verið að
leggja heri óvina ísraels í rúst. í
sama viðtali er hann sagður lýsa
yfir að her Sýrlands hafi verið
slappur í stríðinu og herir Kuwait
og Saudi Arabíu hafi verið enn
verri. í viðtalinu sem fór víða um
fjölmiðlaheiminn er haft orðrétt
eftir honum að herir araba „hafí
þurft að fara aftast svo þeir þvæld-
ust ekki fyrir hermönnum Banda-
ríkjahers".
Þessar yfírlýsingar breyddust út
um Mið-Austurlönd eins og eldur í
olíuflekk og hefði valdið Bandaríkj-
astjórn miklum diplómatískum erf-
iðleikum ef ekki hefði verið enn
hængur á. Schwarzkopf sagði
aldrei neitt þessu líkt og það sem
meira er þá fór þetta viðtal aldrei
fram. Það var hreinlega búið til, —
sett saman á faglegan hátt þannig
að það sýndist áreiðanlegt. Sér-
fræðingar telja það lygilega vel
falsað því svör, orðanotkun og ann-
að þess háttar var svo til eins og
ef Schwarzkopf hefði svarað þeim
sjálfur. Fullbúnu var því síðan
laumað inn á upplýsinganet fjölm-
iðla. í fyrstu var það á arabísku
og var því dreift á símföxum. Þann-
ig barst það frá manni til manns
og þaðan til annars manns þangað
til allir höfðu séð það og þ.a.l. hlaut
það að vera staðreynd.
Bandaríska leyniþjónustan er
helst þeirrar skoðunar að írakar
standi að baki þessum fölsunum.
Fyrir þeim vakti að sverta Banda-
ríkjaher í augum araba. Þó svo
þessum yfírlýsingum hafí marg-
sinnis verið neitað
í Bandaríkjunum
þá er ekki víst að
þær neitanir be-
rist eins hratt um
Mið-Austurlönd
og yfírlýsingin
sjálf. Eins er allsendis óvíst hvort
fólk á þeim slóðum hafi nokkurn
vilja til þess að taka mark á leiðrétt-
ingunum og vilji frekar trúa uppr-
unalegu sögunni. Sé það raunin þá
hefur uppspuninn náð tilgangi.
Það sem þessi saga kennir okkur
er að vilji fjölmiðill vera ábyrgur
og ekki láta misnota sig af öflum
sem hika ekki við að bijóta allar
leikreglur til að ná árangri, þá verð-
■Sé orðrómi
komið af stað fær
hann fyrst vængi
þegar óvandaðir
fjölmiðlar kanna
ekki heimildir
sínar og birta
hann
ur hann að gæta mjög ítarlega að
sínum heimildarmönnum.
Sama gildir um lygasögu um
smákóng í Reykjavík þess efnis að
hann sé á leið í gjaldþrot. Illviljaður
sér hag sinn í því að koma sögunni
af stað og þar með grafa undan
trausti smákóngsins. Um leið og
biað birtir þessar lygar þá er til-
gangnum náð því fátt grefur betur
undan mönnum í viðskiptum hér á
landi en óstaðfestar sögusagnir sem
birtast í fjölmiðlum um að allt sé
leið til helv. .. Eftir situr fórnar-
lambið. Skaðinn er skeður og eng-
inn er ábyrgur.
Þó svo Schwarzkopf sé enginn
smákóngur í Reykjavík þá má
spyrða þessi tvö tilfelli saman þar
sem fjölmiðlar hafa í þeim báðum
samskonar hlutverki að gegna. Án
þeirra fengju rangindin ekki vængi.
Þó svo Schwarzkopf hafi verið mál- og yfirlýsingaglaður frá lok-
um Persaflóastríðsins þá þótti einhverjum ástæða til að bæta um
betur og skálduðu upp viðtal við hann. Tilgangur þess var að
sverta Bandaríkjaher í augum araba.
BAKSVIÐ
eftir Ásgeir Friðgeirsson
21 bindi
SAMKEPPNI í stafrænni bóka-
útgáfu er óðum að aukast. Sam-
fara aukinni útbreiðslu CD-ROM-
tækninnar sjá útgefepdur nú fyrir
sér alveg nýjan markað fyrir sömu
gömlu bækurnar - rétt eins og
hjjómplötuútgefendur þessa dag-
ana.
Slagurinn stendur um hinn elektr-
óníska útgáfurétt á bókum og
uppsláttarritum, en áætlað er að
markaðurinn í dag sé um 30 milljarð-
ar króna á ársgrundvelli, og eigi eft-
ir að margfaldast áður en áratugur
er liðinn.
Hin gamalgrónu fyrirtæki sem
hingað til hafa setið ein að bókaút-
gáfu standa nú frammi fyrir harðn-
andi sarr.keppni úr alveg nýrri átt.
Tölvufyrirtækin reyna eftir fremsta
megni að sölsa undir sig hinn elektr-
óníska bókamarkað, enda njóta þau
fagkunnáttu sem hinir hafa í minna
mæli.
Stórfyrirtækin Microsoft og Sony
Electronic Publishing Company, sem
Ólafur Jóhann Ólafsson veitir for-
stöðu, eru áberandi í toppbaráttunni.
Microsoft, sem er stærsti hugbúnað-
arframleiðandi í heimi, hefur gefíð
út CD-ROM-diska síðan 1987 og
i vasann
vinnur nú að því að setja staðla fyr-
ir slíka útgáfu. Slíkt gæti gefíð fyrir-
tækinu ákveðið frumkvæði, en ekki
ber heldur að vanmeta styrk Sony,
sem er brautryðjandi í tækni þeirri
sem nauðsynleg er til að ná upplýs-
ingunum af diski inn í tölvu. Sony
hefur jafnvel framleitt svokallaðan
„Data Discman“, sem er í raun staf-
rænn ferðaspilari eða elektrónísk
bók, og vinnur nú að því að gefa út
efni fyrir hann.
Hingað til hefur þó mest verið
gefíð út af alls kyns uppsláttarritum,
enda kemst heil alfræðiorðabók, 21
bindi með myndum og texta, fyrir á
einum einasta geisladiski, sem
„spila“ mætti í Data Discman og
hafa í vasanum. Símaskrá fyrir
Bandaríkin öll rúmast á tveimur disk-
um, en þar er að finna 90 milljón
nöfn, síma og heimilisföng, og svo
mætti lengi telja.
Sennilega mun bókaútgáfa halda
velli í núverandi fonni um fyrirsjáan-
lega framtíð. Það er hrein sóun á
plássi að gefa út eina og eina bók á
diski þar sem tugir bóka rúmast, og
gera má ráð fyrir að fyrst um sinn
verði mest um endurútgáfu í safna-
formi að ræða.
Hyldýpi, hengiflug og „aksjón “
Formaður Alþýðuflokks-
ins sagði eitthvað á
þá leið í sjónvarpsvið-
tali skömmu eftir myndun
núverandi ríkisstjórnar í vor,
að nú yrðu teknir upp nýir
siðir. Nú yrðu ráðherramir
ekki eins og fréttaþulir í fjöl-
miðlum dag eftir dag. Margir
fögnuðu þessu og vissulega
er enn von, þótt sá grunur
læðist að manni að sumarfrí
valdi fremur en ásetningur
að eitthvað virðist minna um
ráðherraviðtöl þessa dagana
áður.
Ráðherrar skera kjöt
Sannleikurinn er auðvitað
sá, að ráðherrafárið í fjölmiðl-
um í tíð nýgenginnar ríkis-
stjórnar var komið út í þær
öfgar að jaðraði við martröð.
Hámarki náði skrípaleikurinn
þegar þrír ráðherrar boðuðu
til blaðamannafundar og
héldu námskeið í sögun
kindakjöts. Þá hélt fjármála-
ráðherrann stöðugum dampi
með nýjum uppákomum í
hvert skipti sem honum varð
mál að komast í fréttirnar
og alltaf komu miðlarnir
hlaupandi með öndina í háls-
inum.
Dregnir á asnaeyrunum
Sumir stjórnmálamenn eru
þeirrar skoðunar að stöðug
viðvera í fjölmiðlum tiyggi
þeim vinsældir og fylgi. Þeim
er auðvitað frjálst að hafa
þá skoðun. Það alvarlega er
hins vegar að fjölmiðlar láta
endalaust draga sig á asna-
eyrunum og beita ekki nægi-
lega faglegum vinnubrögðum
við að vega og að meta á
eigin spýtur það sem stjórn-
málamennirnir, í flestum til-
vikum ráðherrar, egna fyrir
miðlana. Það er síður en svo
lögmál að það sé stórfrétt
þegar ráðherra opnar á sér
munninn.
Stjórnmálamenn hafa á
vissan hátt tekið völdin á ís-
lenskum ijölmiðlum og kom-
ast þar oft og tíðum upp með
nánast hvað sem er. Þeir
komast upp með hálfsannleik
og skreytni og þeir komast
upp með að hagræða stað-
reyndum sjálfum sér í hag,
án þess að rekið sé ofan í þá
aftur. Þeir slyngustu þekkja
gjörla veiku hliðarnar á ís-
lenskum fjölmiðlum og hag-
nýta sér þá þekkingu út í
ystu æsar.
Fortíðin blífur
íslenskum stjórnmála-
mönnum virðist mörgum
hverjum þykja þægilegra að
halda sig við fortíðina, í stað
þess að ræða af ábyrgð um
framtíðina, fyrirætlanir og
markmið, ásamt áföngum að
þeim. Fjölmiðlar dansa með,
ef til vill af löngun í meiri
hanaslag. Þess vegna ein-
kennist stjórnmálaumræða í
ijölmiðlum hér á landi um of
af skítkasti og metingi um
það sem menn gerðu eða létu
ógert í fortíðinni. Margir
stjórnmálamenn vilja „ak-
sjón“ og það vilja fjölmiðlar
líka. Því snýst umræðan um
hengiflug og hyldýpi og
hveijum sé um að kenna.
„Það skýrist á morgun eða
hinn hvort þetta bjargast. Ef
við verðum ekki búnir að
komast að niðurstöðu fyrir
helgi, föllum við fram af
hengifluginu.“ Þetta sagði
þáverandi forsætisráðherra í
fyrra og átti við þjóðarbúið
og væntanlega þjóðina sjálfa.
Hímt undir
stj órnarráðsvegg
Fréttamenn sjónvarps-
stöðva, útvarpsstöðva og
dagblaða híma undir veggn-
um á stjórnarráðshúsinu í
hvaða veðri sem er, árið um
kring, og bíða þess að ráð-
herrar komi út af ríkisstjórn-
arfundum. Síðan eru gefnar
hyldýpis- og heimsendayfir-
lýsingar og best er auðvitað
að einhveijir ráðherranna séu
ósammála um leiðina ofan í
foraðið. Það gefur betra fóður
í feita fyrfrsögn eða krass-
andi inngang með stjómar-
ráðshúsið í baksýn.
Svart eða hvítt
Sem betur fer komast
menn ekki hjá því endrum
og sinnum að rýna fram á
veginn. Þá vill hins vegar
ekki betur til en svo að kost-
irnir virðast yfirleitt nær ein-
vörðungu svartir eða hvítir.
Ástæðan er meðal annars sú
að menn eru farnir að tala í
fyrirsögnum og eru í „aks-
jón“. Þess vegna er til dæmis
Evrópuumræðan jafn ámát-
leg og hún er. Nú er hópur
manna búinn að stofna sam-
tök sem sér bara svart þegar
Evrópusamvinnu ber á góma.
Þess verður væntanlega ekki
langt að bíða að stofnuð verði
samtök sem sjá bara hvítt.
Það mætti segja mér að þeir
sem sjá bæði svart og hvítt,
og vilja vega og meta út frá
rökum og heilbrigðri skyn-
semi, geti átt á hættu að
verða útundan í umræðunni.
Það er nefnilega „aksjónin“
sem gildir.
Lestrarkunnáttu
ábótavant
Og eitt í lokin: Svo virðist
sem fréttastofa útvarpsins sé
hætt að setja það skilyrði að
fréttamenn séu vel læsir og
geti komið fréttum skamm-
laust frá sér. Þykir nú fokið
í flest skjól.
eftir Vilhelm G.
Kristinsson