Morgunblaðið - 14.07.1991, Blaðsíða 30
30 C
moróúnblXðíð' SAMSAFNIÐ;áúMuDAGUR 14. JÚLÍ 1991
ÆSKUMYNDIN...
ERAF THOR FILHLJÁLMSSYNIRITHÖFUNDI
Háttprúöur
lestrarhestur
HANN þótti fyrirmynd drengja í háttprýði,
fæddur og uppalinn á höfðingjasetri, fyrst í
Edinborg, síðar á Sólvallagötu og Bergstaða-
stræti. Var enda mæltur á enska tungu og þótti
mikið undur meðal félaganna á Bergstaðastræt-
inu, í þann tíma er útlönd voru í Kaupmanna-
höfn og helst að menn slettu dönsku.
Thor Vilhjálmsson er fæddur þann 12. ágúst
1925 kl. 11 árdegis í Edinborg, sonur hjónanna
Guðmundar Vilhjálmssonar, forstöðumanns skrif-
stofu SÍS þar og síðar framkvæmdastjóra Eimskipa-
félags íslands og Kristínar Thors. Thor er elstur
fimm systkina, yngri eru Helga, Guðmundur og
Margrét en yngsti bróðirinn Hallgrímur lést þrettán
ára að aldri. Vegna veru sinnar í Skotlandi notaði
fjölskyldan eftirnafn föðurins og hélst það eftir að
heim var komið. Thor segir eina af sínum fyrstu
æskuminningum tengjast verunni í Skotlandi, það
var þegar móðir hans fór með hann í barnaafmæli
þar sem sýnd var afar frumstæð teiknimynd um
Mikka mús. Var Mikki lítið annað e'n strikaðar
myndir á hreyfingu.
Fjölskyldan flutti heim þegar Thor var fimm ára
og bjó fyrst við Sólvallagötu. Helga systir Thors er
ári yngri og töluðu þau saman á ensku fyrstu mánuð-
ina eftir heimkomu og slettu málinu fyrst eftir það.
Á neðri hæð hússins við Sólvallagötu var þýski kons-
úllinn til húsa. Talaði hann þýsku við börnin og
ráðskona hans pólsk, móðurmál sitt. Hafði hún nokk-
uð samneyti við Thor og Helgu, fór meðal annars
með þau upp á Landakotstún sem þá var mun
stærra en nú er, og kenndi þeim að tína sveppi.
Segir Helga þau hafa náð furðanlega mikilli kunn-
áttu í þessum tveimur málum.
Um tveimur árum síðar flutti fjölskyldan á Berg-
staðastræti og þótti börnunum við götuna hin
tvítyngdu systkin ákaflega merkileg. „Thor var mik-
ið fyrirmyndarbarn, kurteis, bráðvel gefinn og hafði
mikinn áhuga á sögu, rétt eins og ég,“ segir Páll
Líndal, sem bjó i húsinu gegnt Thor á Bergstaða-
strætinu.
Thor og Helga systir hans voru í tímakennslu hjá
fröken Ragnheiði Jönsdóttur í Tjarnargötu þegar
þau voru fimm og sex ára. „Við vorum svo prúð
og miklir fyrirmyndarnemendur. Það voru yngri
systkini okkar, Guðmundur og Margrét sem héldu
uppi fjörinu,“ segir Thor. í tímunum hjá fröken
Ragnheiði átti að lesa síðu úr „Karlinum í tunglinu"
fyrir hvern tíma en þegar Thor las alla bókina í
einum sprett, varð frökenin svo hissa að hún náði
í Heimskringlu upp á háaloft og lét hann lesa. Minn-
ast systkini Thors hans enda vart öðru vísi en les-
andi, hann las íslendingasögurnar snemma og var
farinn að lesa Tolstoj og Dostojevskíj íjórtán ára.
Mannblendinn þótti Thor ekki, en hafði ríka rétt-
lætiskennd. Þegar hann eltist varð hann mikill háð-
fugl og hermdi gjarnan eftir fólki. Hann stundaði
íþróttir töluvert og þótti efnilegur í hlaupum og
þrístökki. Segir Guðmundur bróðir hans hann hafa
verið kappsaman íþróttamann, svo og duglegan við
alla erfiðisvinnu.
ÚR MYNDASAFNINV
ÓLAFUR K. MAGNÚSSON
ÞegarLaxfoss
lagðistað...
Að kvöldi 18. janúar 1952 gerði
aftakaveður á suðvestanverðu
landinu svo að tæplega var stætt
úti. í því veðri strandaði
farþegaskipið Laxfoss,
skammt súnnan Braut-
arholtsborgar, vestan
við Nesvík á Kjalarnesi,
en skipið var í flutning-
um milli Borgarness,
Akraness og Reykjavík-
ur. Björgunarleiðangur
var gerður út um nóttina en varð
að snúa frá vegna veðurs, en í birt-
ingu um morguninn, 19. janúar,
björguðu bændur og búalið á Kjal-
arnesi þeim 14 farþegum og 9 skip-
veijum sem um borð voru. Var fólk-
ið flutt heim að Brautarholti, og
þar beið þess góð hressing og að-
hlynning heimilisfólksins. Síðar
náðist Laxfoss út en ekki þótti svara
kostnaði að gera við hann og annað-
ist vélskipið Eldborg frá Borgamesi
þær ferðir sem Laxfoss hafði haldið
uppi fyrst um sinn, en síðar tók
gamla Akraborgin við
árið 1956, og annaðist
þessa flutninga um
margra ára skeið, þar
til ný tók við af henni.
Þótti sjónarsviptir að
Laxfossi, enda var hann
mörgum hugleikinn
samanber slagarinn
góðkunni: Þegar Laxfoss lagðist
að/ lítil huggun varð mér það/ því
að kærustuna hvergi þar ég sá ...,
og svo framvegis. Tvær myndanna
voru teknár á strandstað, þriðja er
af bænum Brautarholti, þar sem
hlúð var að skipbrotsmönnum, og
sú fjórða var tekin nokkrum árum
síðar, þegar Akraborg hafði hafið
flutninga á þeirri leið sem Laxfoss
þjónaði áður.
SVEITIN MlN ER . . .
HRÓARSTUNGA
Tyjóðsagan segir frá konu sem
bjó á bænum og hét Gunnhild-
ur. Synir hennar Nefbjörn, Geir og
Galti bjuggu á næstu bæjum. Einu
sinni sló í brýni milli þeirra bræðra
og féllu allir. Er Gunnhildur kom
að dó hún úr harmi og enn má sjá
haugana fjóra þar sem þau voru
heygð.
Gunnhildargerði er talsverð
hlunnindajörð, þar má meðal annars
veiða silung og gæs. Óvænt hlunn-
indi fengust eitt sinn vegna skip-
skaða sem Ólafi er afar minnisstæð-
ur: „Þegar ég yar á Tíunda ári
strandaði timburskip við Héraðsflóa
og það varð uppi fótur og fit í sveit-
inni og fóru allir sem vettlingi gátu
valdið að bjarga úr skipinu. Bænd-
urnir fengu svo timbur í björgunar-
laun og faðir minn byggði þá hlöðu,
fjárhús og hesthús."
Ólafur fór í bændaskóla „en for-
lögin urðu til þess að ég varð ekki
bóndi," segir hann og bætir því við
að hann beri alltaf sterkar taugar
til átthaganna og Beingeitafjöll og
Dyrfjöll, sem blasa við þegar keyrt
er út Jökuldalinn, séu honum ætíð
hugstæð.
ÞANNIG
SMÍÐAR
Andrés H. Volberg
sér valnastakk
Hellismannasaga segir frá 18 skólapiltum er lögð-
ust út og bjuggu um sig í Surtshelli. Einn þeirra
hafði búið sér stakk úr sauðavölum „sem engin
járn bíta.“ Var hann talinn langhraustastur allra
Hellismanna. I heiftarlegum lokabardaga við
byggðamenn, sviftur vopnum með svikum, stóð
hann uppi þegar félagi hans kallar: „Varaðu þig
Valnastakkur, fallinn er hann Fjögramaki.“ Síðan
liðu aldir þangað til Andrés H. Valberg forstjóri,
tók sig til fyrir rúmum þrjátíu árum og smíðaði
sér valnastakk.
Síðan ég heyrði Hellismannasögu 7 ára gamall, hef-
ur söfnunin gengið út á að smíða stakk. Ég hef
safnað völum í ein 50 ár, tók upphaflega við safni
móður minnar sem safnaði í 25 ár. Ég sleppti aldrei
tækifæri til að hirða völu, skar þær úr hagahræum,
fann þær sem skinin bein og í ösku landnámsbæja.
Ég boraði þær með handbor, trillubor o.fl. en aldrei
fann ég aðferðina. Eitt sumar fékk ég vinnu í síld og
sá þá hvernig tunnunum var stúað; ofan á fyrstu röð
kom önnur er sneri öndvert við hina. Ég fékk mér
rafmagnsbor og boraði völurnar þversum, aftan og
framan og þræddi saman hálft í hálft, framenda og
afturenda. En þá sögðu þyngslin til sín og hvorki
þrísnúinn trolltvinni né margþættur rafmagnsvír héldu
völunum saman. Loks fann ég silfurbensla stálvír sem
dugar enn.“
Stakkurinn vegur um 20 kíló og er mislitur af elli.
Andrés kveðst ekki vita um aðra stakka hérlendis og
þeirra er lítt getið í þjóðsögum. Hann hefur þó ekki
smíðað annan. „Ég var búinn að safna um 400 völum
í viðbót en gaf þær frá mér og hef ekki sinnt þessu
sem skyldi, nýr stakkur væri líka verksmiðjufram-
leiðsla, ég þyrfti að fá beinin í sláturhúsi. Af mínum
, Morgunblaðið/G.Löve
Andrés virðist geta varist flestum atlögum í valnastakkn-
um.
völum var hins vegar étið.“ En hefur stakkurinn ekki
vakið óskipta athygli? „Svo sannarlega, og þá einkum
útlendinga. Ég hef jafnvel sýnt hann á skemmtistöð-
um, kom þá fram í skinnskóm með tófuskinnshúfu á
höfðinu og broddstaf í hendi. Oftast kvað ég rímur
með. Brynjan er þó býsna óþjál, bæði erfitt að komast
í hana og hreyfa sig.“
Auk þessa sérstaka áhugamáls hefur Andrés „safn-
að öllu sem til er á íslandi." Hann gaf Sauðárkróksbæ
600 forngripi er liggja enn í kössum þar, honum til
nokkurrar skapraunar. En hefur hann hug á að bæta
við stakkinn? „Ég þyrfti að safna í kragann, sem á
að vera talsvert hár, svo ég fái síður högg á hálsinn
þegar ég hey dauðastríðið. Ég held varla að ég lendi
í öðrum stríðum héðan af.“