Morgunblaðið - 27.07.1991, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1991
B 3
En sumir hafa einfaldlega tekið
})essa ákvörðun að vera hér heima.
Ég nefni Ólöfu Kolbrúnu sem dæmi.
Hún hefur hafnað ýmsum tilboðum
erlendis frá þar sem hún kaus að
vera hér heima og starfa að upp-
byggingu íslensku óperunnar. Aðrir
hafa tekið þá ákvörðun að snúa
heim og vera hér eins og t.d. Berg-
þór Pálsson. Honum var boðið að
framlengja samning sinn í Kaisers-
lautern en hann vildi fara heim.
Auðvitað er allur gangur á þessu;
sumir hafa farið beint til starfa við
erlendar óperur eftir nám og aðrir
hafa farið héðan og leitað fyrir sér
og koma ekki aftur. En það er langt
í frá að allir bestu söngvararnir séu
erlendis því við eigum mjög góða
söngvara sem starfa hér heima. Ég
get nefnt sem dæmi að þegar allir
óperustjórar Norðurlandanna voru
hér á fundi fyrir tveimur árum og
sáu uppfærslu okkar á Don Gio-
vanni þá höfðu þeir orð á því að
hvaða óperuhús á Norðurlöndunum
væri fullsæmt af slíkum söngvurum
og tiltóku sérstaklega Ólöfu Kol-
brúnu og Viðar Gunnarsson. Diddú
gæti verið farin hvert sem er og
gerir reyndar örugglega. Ég vona
bara að hún verði hér með annan
fótinn svo við getum notið hennar
áfram. Ég gæti sjálfur verið floginn
fyrir löngu en ég vil það ekki.“
Garðar hefur reyndar sungið víða
á Norðurlöndum og í Englandi á
liðnum árum en segist ekki taka
að sér verkefni erlendis nema í
mjög skamman tíma í senn. „Um-
boðsmaðurinn minn veit af þessu
og reynir ekki einu sinni að bjóða
mér verkefni sem taka margar vik-
ur.“ Garðar er einmitt á förum til
Osló þar sem hann syngur i Aidu
eftir Verdi í lok ágúst og hann seg-
ir þetta vera undantekninguna sem
sannar regluna. „Ég þarf að vera
þarna í fjórar vikur við æfingar og
sýningar — og það er alltof langur
tími.“
— Hvernig ætlarðu að halda út
þrjú ár í Gautaborg ef þér finnst
að fjórar vikur séu of langur tími
frá Islandi?
„Ég hlýt að geta komið því inn
í samninginn að ég fari heim til
íslands einu sinni eða tvisvar á
nokkurra mánuða fresti."
— Ber að skilja þetta sem svo
að þú ætlir að halda áfram um
taumana hjá Islensku óperunni? _
„Já, það ætla ég að gera. Ég
þori ekki ennþá að sleppa þeim.
Kannski eru það mistök. Ég ætti
kannski að segja: Veriði sæl, þakka
ykkur fyrir, ég er farinn að byrja
nýtt líf!“
Töfraflautan í september
Þau Ólöf Kolbrún og Viðar munu
einmitt syngja í haust í Töfraflaut-
unni, fýrstu uppfærslu óperunnar á
næsta starfsári. Þetta er önnur
uppfærsla íslensku óperunnar á
þessari sívinsælu
perlu óperubók-
menntanna og
frumsýningar-
dagurinn er þegar
ákveðinn 30.
september, en þá
verða nákvæmlega
200 ár liðin frá
frumsýningu
Töfraflautunnar
Vínarborg.
Auk þeirra Óla-
far og Viðars sem
syngja hlutverk
Pamínu og Sarastr-
ós eru í aðalhlut-
verkum Bergþór
Pálssón (Papag-
enó), Sigrún Hjálm-
týsdóttir (Papag-
ena), Þorgeir J.
Andrésson (Tam-
ínó) og Yelda Kad-
allo frá Tyrklandi
(Næturdrottning-
in). í öðrum hlut-
verkum eru m.a.
Loftur Erlingsson,
Siguijón Jóhannes-
son, Jón Rúnar Arason, Helgi Mar-
onsson og Eiður Gunnarsson. í öðr-
um hlutverkum kvennanna eru þær
Signý Sæmundsdóttir, Elín Ósk
Óskarsdóttir, Alina Dubik frá Póll-
andi en er nú búsett hér á íslandi,
Alda Ingibergsdóttir, Þóra Einars-
dóttir og Hrafnhildur Guðmunds-
dóttir. Og eru þá ótaldir allir þeir
aðrir sem koma fram í þessari
mannmörgu, litríku og vafalaust
einni þekktustu óperu allra tíma.
Stjórnendur koma allir frá Eng-
landi að þessu sinni; hljómsveitar-
stjóri er Robin Stapleton, leikstjóri
„Hverjir eru þessir
„þeir“ sem allir
eru að tala um.
Eg hef aldrei hitt
þá“ segir Garðar
Cortes nýráðinn
óperustjóri í
Gautaborg.
er Christopher Renshaw, leikmynd
hannar Robin Don, búninga gerir
Una Collins og lýsing er í höndum
Davy Cunningham.
Ekki svigrúm fyrir tilraunir
Það vekur óneitanlega athygii
að enginn íslenskur listamaður er
í hópi stjórnendanna og það rifjar
upp gamlar spurningar um hvernig
staðið sé að vali þeirra hjá óperunni.
„Ég veit af þeirri gagnrýni og
tel valið á leikstjórum við íslensku
óperuna ekki vera mistök eða mis-
munun. Valið hefur verið sagt ein-
hæft og að Óperan noti alltaf sömu
leikstjórana. En þetta er akkeri og
lífæð óperu sem setur upp eina í
mesta lagi tvær sýningar á ári. Við
höfum aldrei getað gert tilraunir í
þessu efni og tekið áhættu með leik-
stjóra. En þegar ég fæ góðan leik-
stjóra sem vinnur vel og kemur
sýningunni upp þannig að við fáum
alltaf góða dóma og erlendir gestir
og gagnrýnendur koma og tala um
ferskan anda og nýstárlega sýn-
ingu, þá leitar maður eins og segull
í sömu áttina aftur. Ég bið ekki
afsökunar á því. Hið sama gildir
um hljómsveitar-
stjóra. Það er annað
mál þar sem um er
að ræða óperuhús
þar sem settar eru
upp á annan tug
sýninga á ári. Og
ég mun hiklaust
leita til íslenskra
leikstjóra sem ég
þekki vel og hafa
dugað íslensku ópe-
runni frábærlega
þegar ég fer að ráða
leikstjóra í einstök
verkefni við óperuna
í Gautaborg. Það er
ekkert launungar-
mál.
Það er heldur
ekkert launungar-
mál að hingað kem-
ur enginn til starfa
nema ég þekki hann
eða hana persónu-
lega eða að einhver
sem ég treysti hafi
mælt eindregið með
viðkomandi. Það
kemur ekkert
óþekkt númer hingað inn. Hið sama
gildir um erlenda leikstjóra eða
aðra sem vinna að sýningum hér;
ég ræð fólkið ekki eftir ljósmyndum
eða umsögnum þeirra um sjálft sig.
Þessi fimm manna hópur sem kem-
ur frá Englandi til að setja upp
Töfraflautuna er samsettur af fólki
sem ég veit góð deili á og það er
á vissan hátt kostur að þau eru öll
af sama þjóðerni og búsett í London
því þá verða öll samskipti og undir-
búningsvinna fyrirhafnarlaus. Ég
vil þó taka fram að ég leitaði til
minnst þriggja íslenskra leikstjóra
með þetta verkefni en þeir gáfu
ekki kost á sér á þeim tíma sem
verkið er í æfingu svo ég hafði
þennan háttinn á.“
Kassastykki óperusögunnar
— Verkefnaval Islensku óper-
unnar hefur einkennst af sígildum,
vel þekktum óperum. Tilraunir til
að sviðsetja 20. aldar óperur eða
nýjar óperur hafa nánast engar
verið. Nú setjið þið Töfraflautuna
á svið í annað sinn á innan við 10
árum. Viljið þið einfaldlega ekki
sýna annað eða er ekki svigrúm til
þessj
„Ég komst nú fljótt að því að
það þýðir ekki að setja upp óperur
sem fólk þekkir ekki. Ef við þekkj-
um ekki titilinn er mjög hæpið að
fólk komi. Reyndar er ég aðeins
farinn að breyta þessu en við höfum
þó reynt, t.d. settum við upp Miðil-
inn eftir Menotti og það gekk ekki.
Sýningar urðu aðeins fjórar. Carm-
ena Burana gekk hins vegar mjög
vel og kannski hefur viðhorfið
breyst á þeim árum sem líða þarna
á milli þessara tveggja sýninga. í
janúar á næsta ári höldum við upp
á 10 ára afmæli okkar hér í eigin
húsi og þá ætlum við að sýna óper-
una Peter Grimes eftir Benjamin
Britten. Þetta er svo sannarlega
spennandi verkefni og af mörgum
talin fullkomnasta ópera sem samin
hefur verið. Þetta sýnir kannski
hversu langt við erum komin frá
upphaflnu því fyrsta uppfærsla okk-
ar hér í húsinu var Sígaunabaróninn
og ýmsum „fræðingum" í óperubók-
menntunum þótti við taka heldur
niður fyrir okkur með slíku „kassa-
stykki" en Peter Grimes er 20. ald-
ar ópera, spennandi, sterk og kraft-
mikil og ég bind miklar vonir við
þá uppfærslu,“ segir Garðar Cortes
væntanlegur óperustjóri í Gauta-
borg.
Það er einnig ljóst að Garðar
ætlar sér að sinna starfi sínu sem
stjórnandi íslensku óperunnar með-
fram störfum sínum í Gautaborg.
Hann er greinilega þegar búinn að
skipuleggja starfsárið hér heima og
fýlgist síðan grannt með framvind-
unni frá Gautaborg enda ekki óvan-
ur því að stjórna á fleiri en einum
stað samtímis.
Viðtal: Hávar Sigurjónsson
W&J MBKSS)
Polaroid þrykk á vatnslitapappír.
Tölvuunnin „collage“-mynd.
ur, eða nútímalegt viðhorf sem er
í samræmi við þróun annarsstaðar
í heiminum.“
Börkur er aftur á förum til
Lundúna þar sem hann er með
stúdíó ásamt þremur öðrum ljós-
myndurum. „Eg hef áhuga á ljós-
myndun í miklu víðara samhengi
en sést á þessari sýningu. Þetta
er bara ein hliðin. Ég vinn mikið
með hverskonar „dokúmentasjón",
og hef einnig verið að mynda svo-
lítið tísku og auglýsingar - og
auðvitað stefni ég á að koma mér
fyrir í þannig stöðu að ég geti
fengið verkefni út á það hvernig
ég geri hlutina.“
— Nú hefur verið mjög lítið um
ljósmyndasýningar hér á íslandi.
„Já, og það finnst mér sorg-
legt. Kannski er viðhorfið það að
ljósmyndir séu ágætar í auglýsing-
ar, fréttir og fjölskyldualbúm. Og
kannski eru ákveðnir fordómar
gegn því að ramma inn og setja
upp á vegg í listsýningarsal eitt-
hvað sem varð til þegar takka var
ýtt niður. Og kannski er það
hræðsla. Enda sýna og selja gall-
eríin hér sáralítið sem ekkert af
ljósmyndum.
En mér sýnist samt að áhugi
fólks á því að hafa ljósmyndir
uppi á vegg sé að aukast, hvort
sem það er bara bóla sem spring-