Morgunblaðið - 27.07.1991, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.07.1991, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. ,JÚLÍ 1991 Saga ljóðanna 6 George Washington Bridge eftir Kristján Karlsson Þriðja kvæðabók Kristjáns Karlssonar, New York Kvæði, er eina kvæðabók hans sem heitir annað en Kvæði og- viðkom- andi ártal. New York Kvæði er samstæður kvæðaflokkur byggður á dvöl skáldsins í New York, fyrst átti Krisiján heima þar á árunum 1945-47 þegar hann var við nám í Kólumbíuhá- skóla. Síðan var hann þar mikið 1949-53 meðan hann var bókavörður í íþöku, þar af eitt heilt ár. Kvæðin má vissulega lesa án strangs samhengis, þau njóta sín ekki síður ein sér. Nokkur kvæðanna í New York Kvæði hafði Kristján birt í Kvæði 81, meðal þeirra George Washington Bridge sem hef- ur mikið seiðmagn, er í senn ljóst og órætt. Kvæði Kristjáns hafa verið kölluð torskilin, en um þau má segja að þau opn- ist sjaldan algjörlega við fyrsta lestur og eru reyndar ekkert á því að láta uppi alla leyndardóma síria. Eg spurði Kristján fyrst um tildrög George Washington Bridge. Kristján Karlsson. Myndin er tekin í New York um 1950. Kristján Karlsson sagði að tildrögin hefðu verið sjálfsmorð og setning höfð eftir arkitektinum Le Cor- busier á þá leið að með þessari brú sem er öll úr stáli hefði í fyrsta sinn „tekist að láta arkitektúr stálsins hlæja“. „Ég lýsi henni í öðru skapi,“ sagði Kristján. Að sögn Kristjáns hét Lou kvæðisins fullu nafni Lou Hendricks, ungur maður, sjómað- ur, bóhem og skáld, öðru hverju við nám í Kólumbíuháskóla, en mjög stutt í einu. Foster rak veit- ingahús í Greenwich Village og Lou hélt þar mikið til. Kristján komst þannig að orði um merkingu kvæðisins: „Kvæðið er einfaldlega saga um sjálfsmorð og lýsing á því hvernig voveiflegur atburður breytir um- hverfi sínu. Sú breyting er „kjarni málsins“ í næstsíðustu línunni. Brúin kemur fyrir sem tortíming- arleið. En brenglunin sem Foster talar um í lokin er ekki eins mikil og hann vill vera láta, brú er hvort eð er ætluð til þess að menn kom- ist leiðar sinnar.“ Kristján bætti því við að allt fólkið í New York Kvæði sé annað- hvort fólk sem hann þekkti eða þekkti til að undanskilinni einni persónu, en ekki séu allir með rétt- um nöfnum. „Aðeins einn frægur maður er i bókinni, það er expre:siónistinn gamli Albert Ehrenstein," sagði Kristján. „Kynntist þú honum? „Já. Ég nota í kvæðinu orð og atburði í hans eigin kvæðum. Hann bjó þá í New York, en flutt- ist síðan aftur til Þýskalands. Kristján kvaðst ekki eiga upp- kast kvæðisins, en sagði að lítið sem ekkert hefði breyst í því frá fyrstu gerð. Hann hefði ort það hér heima 1976 eða 77. „Öll kvæð- in í New York Kvæði gerast löngu áður en ég orti þau, þau eru flest ort á áttunda áratugnum. Sum þeirra voru alveg til í huga mínum, held ég að ég megi segja“. Er það einkennandi fyrir vinnu- brögð þín? „Lang mest í sambandi við þessa bók, minna í hinum bókun- um.“ Er til einhver skýring? „Þessi ár voru mér afskaplega hugstæð." Hvernig stendur á því að New York Kvæði er eina kvæðabók þín sem heitir ekki bara Kvæði? „Ég var ekki orðinn ákveðinn í því að hafa þetta svona. Það er fyrirhafnarminnst að kalla þær Kvæði.“ Þú persónugerir vindinn strax í upphafi kvæðisins. Hvaða merk- ingu hefur hann? „Vindurinn er annar höfundur kvæðisins, fulltrúi höfundarins eða höfundurinn sjálfur fulltrúi hans ef þér sýnist svo. Höfundur sem lýsir voðaverki fremur það á ný. Þess vegna biður kvæðið þess að vindurinn segi ekki fleiri sögur, vinni ekki meiri skaða. Við getum sagt að vindurinn samsvari hlutverki Marðar í Njálu, án frekari samanburðar. Mörður er annar höfundur Njálu eða höf- undurinn sjálfur. Það er reyndar von að menn kvarti undan því að Mörð skorti ástæður verka sinna ef menn sjá hann ekki í þessu ljósi. Hann er til að láta söguna gerast, en ekki til að útskýra sjálfan sig.“ Haldið var áfram við að fá „skýringar" skáldsins á kvæðinu. „Fyrri hluti kvæðisins er tilraun til að ímynda sér hugarástand Lous. Seinni hlutinn sem byijar á „dekstraðu vindinn" er lýsing á hugarástandi höfundarins þegar hann yrkir kvæðið löngu seinna í öðru landi.“ Sólin sem í upphafi var hörð er þá orðin blíðari, en kólfur hjartans kvikari. Það kemur á óvart. „Þannig er það með aldrinum, hvað sem hver segir. Skáld hafa talað um að hjartslátturinn hægð- ist með aldrinum, en það er ekki alltaf rétt.“ Upphaf annars erindis er ákaf- lega minnisstætt og fallegt. Þessi innhverfa rós, hvað um hana? „Knappur rósarinnar er þéttof- inn þangað til hún springur út. Annað er það að líklega detta manni rósir í hug í sambandi við dauðann, kannski hefur það eitt- hvað að segja. Vindurinn er eins og dökkrauð rós, sveipóttur.“ Margir hafa eflaust velt fyrir sér sólinni sem kjarna vindsins. „Sólin er kjarni vindsins vegna þess að hún vekur vindinn. Man- hattan er eyja umlokin vatni, fyrr eða síðar vekur hitinn upp vindinn frá ánum og hafinu. Þetta er laus- lega hugsað þannig.“ En ágreiningur turns og ár? „Turninn og árnar sem eru höf- uðeinkenni landslagsins þarna eru stöðugar andstæður, en samband þeirra breytist eftir veðri.“ Kristján kom aftur að brúnni sem var reist 1931 og er ofarlega á Manhattan, milli 178. strætis og Fort Lee í New Jersey, brúar- smiðurinn var Othman Amman verkfræðingur. Hann sagðist ekki hafa haft brúna fyrir augum dag- lega, en gengið hana að minnsta kosti einu sinni og samþykkti að Lou og Le Corbusier hefðu gefíð henni lit í sínum huga: „Til þess að sýna áhrif hins voveiflega á brúna þarf kvæðið að vinna á móti rambyggileik hennar, koma að henni eins og vindurinn, láta hana verða fyrir óróleik náttú- runnar“, sagði Kristján. Við fikruðum okkur nær bygg- ingu kvæðis og Kristján hafði eft- irfarandi að segja: „Það þurfa að vera einhveijar fijálslegar athugasemdir í kvæði, lausir endar jafnvel, svo það lifi Gömul tónlist hefur gert hana ríkari „Við þurfum að skoða gamlar myndir af englum til að vita hvernig haldið var á miðaldafiðlu," sagði Svava kankvís. Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir SVAVA Bernharðsdóttir, sem er með doktorsgráðu í músík frá Juillard-tónlistarháskólanum í New York, hefur lagt stund á gamla tónlist í Schola Cantorum Basiliensis í Sviss undanfarin þrjú ár. Hún lék lokatónleika í skólan- um hinn 20. júní síðastliðinn og tónlistarunnendum á íslandi gefst kostur á að heyra hana spila á gömul hljóðfæri í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar hinn 30. júlí næst komandi. „Ég mun spila þar til að sýna hvað ég cr búin að læra,“ sagðiSvava,„en ég tel mig engan veginn vera orðinn sérfræðing." Hún ætlar að vera við skólann í Basel í eitt ár enn „til að hafa meiri tíma til að spila og lesa mér betur til“, en hann þykir með betri skólum sinnar tegundar í heimin- um og er í sérflokki á sviði miðald- atónlistar. Svava fékk áhuga á eldri tónl- ist þegar hún var í vlólunámi í Hollandi fyrir níu árum. „Það var barokk-deild við tónlistarháskólann þar og mér fannst viðfangsefnið heillandi. En ég ákvað að Ijúka mínu námi á víóluna og er mjög fegin að ég gerði það. Ég sótti tónleika með gamalli músík í New York og það var alltaf eins og að koma inn í annan heim að hlýða á hana. Það má líkja því við að fara inn í kaþólska kirkju í háværri stór- borg. Þar ríkir þögn og kyrrð og heilagleiki en úti fyrir er hið verald- lega með tilheyrandi hraða og skark- ala. Gömlu hljóðfærin eru ekki eins hávær og þau sem notuð eru í dag. Það hafa orðið framfarir á því sviði sem öðrum, nú þarf að smíða hljóð- færi sem geta fyllt stóra sali en í gamla daga þurftu tónarnir ekki að ná eins langt því salir greifa og greif- ynja voru miklu minni en tónlistarsal- ir nútímans. Það ríkir viss kyrrð yfir þessari tónlist. Það var auðvitað allt til í tónlistinni þá eins og nú, tregi, gleði, fjör og grín. En hún hljómar öðru vísi.“ Svava ætlar að leika á barokk- fiðlu, miðaldafiðlu og gömbu í safni Siguijóns. „Ég hef miðaldafíðluna með til að gefa fólki tækifæri til að hlýða á hana en ég mun ekki hafa samstarfsfólk til að leika sömu dag- skrá og við lokatónleikana." Þar lék hún tónlist allt frá miðöldum fram yfir tíma Mozarts. „Einn helsti kost- urinn við skólann í Basel er að allar tegundir gamalla hljóðfæra eru til staðar og við höfum tækifæri til að nota þau. Þjóðveijinn Peter Zimpel mun leika undir hjá mér á sembal í safni Siguijóns og við fáum kana- díska selló- og gömbuleikarann Cla- ire Pollingh að láni hjá Helgu Ingólfs- dóttur en hún mun koma fram á sumartónleikum í Skálholti um sama leyti.“ Gömlu hljóðfærin, meðferð þeirra og tónlistarstíll eru svo ólfk nútíma hljóðfærum og spilamennsku að Svava líkti því við að fara að læra kínversku eftir margra ára nám í frönsku að snúa sér að þeim. Til dæmis eru strengirnir öðru vísi og liggja á flatari stól, bogarnir eru byggðir öðru vísi og þeim er beitt á annan hátt og tónlistarstíllinn er allt annar. „Við þurfum að skoða gamlar myndir af englum til að vita hvemig haldið var á miðaldafiðlu," sagði Svava kankvís. Hún komst nýlega yfir barokk-fiðlu úr búi safnara í Luzern. „Hálsinn á þeim vartil dæm- is styttri. Það eru ekki margar eftir,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.