Morgunblaðið - 11.08.1991, Side 2

Morgunblaðið - 11.08.1991, Side 2
2 B t«ei T8O0A .ti fluoA(rjKvrj8 HH/1£)I3T3A^ qiqAja/uoflOM MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1991 Framlcvæmdlr hafii- ar á ný vi<> Alviðru BYGGÐAVERKI hf. í Hafnarfirði hefur nú verið falið að ljúka smiði hins fræga mannvirkis, Alviðru í Garðabæ. Gert er ráð fyrir, að íbúðum þar verði skilað tilbúnum undir tréverk eigi síðar en 15. marz á næsta ári. Það er starfandi húsfélag. Sjávargrund 1-15, sem bauð út byggingarframkvæmdirnar að tiibúnu undir tréverk og fullfrágenginni sameign, þar með talinni lóð. Nýverið er búið að semja við lægstbjóðanda, Byggðaverk hf. um að ljúka verkinu fyrir 128,3 millj. kr. Viðerum þegar byrjaðir. Að und- anförnu hefur hópur verka- manna verið þarna að störfum við að hreinsa og síðustu daga hefur verið unnið að því að háþrýstiþvo mannvirkið, sagði Gísli Rafnsson tæknifræðingur og innkaupastjóri hjá Byggðaverki, en hann sér um öll innkaup og verksamninga varð- andi Alviðru. — Innan skamms hefj- ast svo múrviðgerðir, en Steinprýði hf. mun annast það verkefni. Þar á eftir munu iðnaðarmenn frá okk- ur hefjast handa við að setja í glugga og loka þakinu sem fyrst. Gísli kvað húsið vera í ótrúlega góðu ástandi miðað við, hvað það væri búið að standa lengi, en fimm ár eru síðan húsið var steypt upp og nær 7 ár liðin, frá því að byijað var þar á framkvæmdum. — Við gerðum tilboð í allt mannvirkið fyr- ir tveimur árum, en því var hafnað og það varð til þess að húsið stóð bara óhreyft tvö ár í viðbót, sagði Gísli. Yfirborðsskoðun hefði samt sýnt litlar steypuskemmdir, en bú- ast mætti við, að einhveijar slíkar skemmdir kæmu í Ijós, eftir að húsið hefði verið háþrýstiþvegið. — Við gerum okkar samt vonir um, að þær verði tiltölulegar litlar og húsið þarf engar sérmeðferðar með af þeim sökum, sagði Gísli ennfremur. — Við munum skila því tilbúnu undir tréverk og eru áætluð verklok í marz-apríl á næsta ári. Gera má ráð fyrir því, að fljótlega verði 30-40 manns starfandi við Alviðru á okkar vegum. Við vinnum verkið í umboði húsfélagsins sam- kvæmt tilboði, sem við gerðum. Alviðra í Garðabæ. 5 ár eru síðan húsið var steypt upp. Gísli sagði að lokum, að aðeins yrðu gerðar litlar breytingar á hús- inu miðað við upphaflega hönnun þess. Aðalbreytingin væri sú, að yfirbygging úr gleri, sem átti að verða yfir garðinum í miðju, myndi hverfa. Aðrar breytingar væru smá- vægilegar. Þrjátíu og tvær íbúðir Alviðra er töluvert mannvirki eða nær 6.000 fermetrar alls að flatar- máli. íbúðir þar verða þijátíu og tvær og í mismunandi stærðar- flokkum. Á jarðhæð verða fimmtán 3-4ra herb. íbúðir á bilinu 110-140 fermetrar að stærð. Þá verða 15 íbúðir á 2. hæð, en þeim fylgir ris. Þessar íbúðir eru með tvennum svölum. Snúa aðrar inn að miðgarð- inum en hinar út. Inn í neðri íbúð- irnar er gengið í gegnum forgang °g fylgir þeim verönd, sem snýr inn að miðgarðinum, en húsið er byggt í hring utanum hann. Allar eru íbúð- irnar með bílgeymslu í kjallara, en auk þess fylgja íbúðunum sameigin- leg bílastæði á lóð. Það voru arkitektarnir Örn Sig- urðsson og Kristinn Ragnarsson, sem hönnuðu húsið, en þeir voru báðir á meðal stofnenda Alviðru hf. Nú er íslandsbanki eigandi að 1/3 af íbúðunum og ýmsir lífeyrissjóðir eiga einnig 1/3. Nokkrir kröfuhafar í þrotabú Alviðru eiga svo afgang- inn. Hlutafélagið Alviðra hf. var stofnað í júní 1985. — Eiginfjár- staða fyrirtækisins var mjög sterk fram yfir árið 1987, en eftir það tók að halla undan fæti, sagði Ás- mundur Ásmundsson verkfræðing- ur hússins og einn af stofnendum Alviðru hf. — Um það leyti sem byggingaframkvæmdir hófust, myndaðist óvissa um húsnæðis- stjórnarlán, sem olli því, að hús- næðismarkaðurinn dróst saman og kaupendur urðu færri, en ráð var fyrir gert. Það leiddi til þess, að þrátt fyrir góða eiginfjárstöðu 1987 skorti fyrirtækið lausafé. Því tóku hluthafar það til bragðs að selja hluti sína fjársterkari aðilum. Hlut- irnir söfnuðust þá flestir á eina hendi, en sá aðili missti síðan tök á rekstri fyrirtækisins á skömmum tíma 0g það varð gjaldþrota haustið 1989. Að sögn Asmundar námu skuld- irnar þá 20-30 millj. kr. og vógu skuldir vegna efniskaupa þar þyngst að sögn Ásmundar. SMIÐJAN STOLL Skemmtilegt verkefni getur það verið að smíða sér góðan stól og ef vel tekst til með hinn fyrsta, þá má smíða einn — tvo — þijá — eða fleiri til viðbótar. Við reynum við smíði gamaldags stóls í smiðjunni í dag. Hann á að vera einfaldur og góður svo að við þreytumst ekki á að sitja á honum, sígildur eða „klassískur". Efni Hvaða efni vilj- um við nota? eftir Bjarna Ég geng út frá °Msson að notuð verði fura í stólinn, en auðvitað getið þið not- að þann við sem þið viljið sjálf. Helst þarf að velja kvistalausa furu og er hæfilegt að fætur stóls- ins séu 40x35 mm að gildleika. Kjósir þú að smíða stól úr harð- viði, þá verður það erfiðari smíði, en hann kann að endast lengur. Einkum á það við ef samsetningar takast vel svo að límið haldi vel. En pússning og frágangur á yfir- borði viðarins kann að verða erfið- ari. Ég ræð smiðjugestum frá því að nota grenivið í stól. Útlitshönnun Hvernig notum við stól? Gáfuleg spurning þetta! Auðvitað notum við stóla til að sitja á þeim. Já, rétt er það en hef- ur það ekki hent þig er þú hefur gengið til sængur að kvöldi að þig vantaði stól til að hengja fötin á yfir nóttina? Stundum notum við stól tii að stíga upp á er við þurfum að líta í háan skáp. Nú hefi ég nefnt þrenns- konar notkun og er margt ónefnt. Mikilvægast er að stóllinn verði góður til að sitja á. Beinar línur Þessi stóll byggist eingöngu á beinum línum, lóðréttum og lárétt- um. Fæturnir standa beinir upp og niður og enginn halli er heldur á setunni né öðrum þverstykkjum. Mörgum er hætt við bakverkjum ef þeir sitja lengi á stól með hal- landi setu, sem er hærri að framan en að aftan. Seta þessa stóls verður því jafnhá að framan sem að aftan. Bak stólsins er í hærra lagi og kem- ur það sér vel ef föt verða hengd á hann. Að hafa bakið rétt upp er gert í þeim tilgangi að hjálpa þeim er á stólnum situr til að sitja upp- réttur. Það er góður siður, er betra fyrir bakið og fallegt að reyna til að sitja beinn í baki. Efnislisti 2 stk. 40x35 mm fætur 105 cm langir 2 stk. 40x35 mm fætur 45 cm 1. 2 stk. 55x22 mm þv.stk. undirsetu, 1. 37 cm. 3 stk. 55x22 mm þv.stk. undir setu, 1. 28 cm. 30 stk. dýlar 10 mm lengd 5 cm. 6 stk. sívöl sköft 22 mm lengd 31 cm þverslár 2 stk. sívöl sköft 22 mm lengd 40 cm þverslár 5 stk. fjalir 90x30 mm lengd 35 cm í setuna. Samsetningar Ég reikna með að flestir sem grípa í að smíða heima við eigi borvél. Einföld samsetningaraðferð á svona stólgrind er að bora göt fyrir dýlum og nota þá sem tappa. Því er reiknað með að í hvern enda þverstykkjanna séu límdir þrír dýl- ar, sem síðan eiga að ganga 20 til 22 mm inn í lappimar. Það er áríð- andi að vanda sig við að bora beint inn í enda þverstykkjanna, um það bil 30 mm djúpt inn, þrjú göt í hvem enda. Að því loknu má líma dýlana í götin og gæta þess að slá þá ekki lengra inn en svo að þeir standi 20 til 22 mm út úr enda þverstykkisins. Munið að þurrka allt lím af endunum á meðan það er óharðnað. Pússning Þegar lokið er við að festa dýlana í enda þverstykkjanna er rétt að ljúka við að pússa öll þessi stykki sem nota skal í stólinn. Best er að nota vel brýndan pússhefil til að stijúka af öllum flötum og að hefla sárustu brúnirnar svolítið rúnnaðar. Þegar hver hlið stykkjanna hefur verið hefluð skal hún pússuð yfir með sandpappír nr. 90 til 100. Á sama hátt þarf að pússa vel efri enda lappanna og rúnna brún- irnar vel á endunum. OIl keflin sem nota skal í þver- slár í efri hluta bakksins, þ.e.a.s. 4 slár, þarf að hefla eða tálga til svo að þau gefi betri stuðning fyrir .bakið á þeirri hlið sem snúa skal fram. Sjá mynd A á teikningu. Til þess verks er best að ntoa tvískeftan tálguhefil, en sé hann ekki við hendina má nota beittan hníf og sand- pappír. Frekari samsetningar Nú er næst fyrir hendi að festa saman öll stykki sem eiga að koma á milli bakfótanna tveggja. í efsta stykkið getur verið prýði af því að bora stórt gat í miðju stykkisins. Slíkt gat getur einnig komið sér vel til að hengja herðatré í. Fyrir breiðu stykkin tvö, sem hafa 3 dýla í hvorum enda, verður að vanda vel merkingu á dýlagötun- um. Stundum eru negldir litlir naglar í miðju á dýlaendunum og þeim síðan þrýst fast niður á þann stað sem stykkið á að koma í löppina. Naglarnir merkja þá hvar miðja borsins á að vera þegar borað verð- ur. B-N. Borinn sem notaður verður þarf að hafa góðan odd í miðju svo að hann skriki ekki til að við borun. Nota skal 10 mm bor fyrir dýlana og 18 mm bor fyrir slámar. Gert er ráð fyrir að endar kefla-slánna gangi 15 mm inn í götin. Við skul- um gera okkur grein fyrir a,ð stólinn verður við að líma saman eftir ákveðinni röð: Límið bakið saman fyrst, fram- hliðina næst. Helst þarf að spenna líminguna saman með þvingu eða í hefilbekk. Gætið þess vel að þver- stykkin séu í rettum vinkli við fæt- urna, þ.e. 90” horn. Þegar þessu er lokið og límið hefur verið hreinsað af, ef eitthvað hefur pressast út, skal líma hliðarnar saman á þann hátt að endar þverstykkjanna límast fyrst í bakfæturna og síðast í framfæturna, báðar hliðar samtímis. Skreyting Ef ástæða þykir til má skreyta stólinn með því að bora 1 gat ofan í hvorn bakfótinn og líma þar kúlu eða skraut-topp. Setan Fjalir setunnar er gott að líma saman um leið og þær verða límdar ofan á þverstykki stólgrindarinnar. Gæta verður þess að nákvæmt sé skorið úr hornum setunnar fyrir fótunum. Einnig þarf að hefla set- una og pússa vel. Rúnnið vel brún- ir hennar að framan og á hliðunum. Fallegt er að festa sessu, — púða, á setuna og á bakið má einnig hengja púða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.