Morgunblaðið - 11.08.1991, Síða 18

Morgunblaðið - 11.08.1991, Síða 18
18 B MORGUNBLAÐIÐ V. fLAUFASl FASTEIGNASALA SÍÐUMÚLA 17 «812744 ' • Fax: 8144191 ..... ' VERSLUNAR- HÚSNÆÐI - ARÐSEMI Til sölu er tæplega 700 fm verslunarhúsnæði á besta stað í austurbæ Reykjavíkur. Húsnæðið er í leigu til gamalgróins fyrirtækis og skilar góðum tekjum. Hér er einstakt tækifæri á ferðinni fyrir þann sem vill fjárfesta í atvinnuhúsnæði. Upplýsingar á skrifstofu. V FJARFESTING FASTEIGNASALA P Borgartúni 31. Lögfr.: Pétur Þ. Sigurðsson hdl. /\ &P CA Hilmar Óskarsson, Uai'am'Vv Steinþór Ólafsson. MIKIL SALA VANTAR EIGNIR Á SÖLIJSKRÁ Opið í dag frá kl. 13-15 Sumarbústaðir Laugarvatn. Góður fallegur nán- ast nýr ca 51 fm sumarbústaður ná- lægt Laugarvatni. Fallegt útsýni. Vatn og rafmagn. Silungsveiöi. 2ja herb Sólvallagata. Einstaklega björt og falleg einstakl. ib. á efstu hæð. Par- ket. Stórar suðursv. Háaleitisbraut. Ágæt horníb. á 1. hæð. Stór svefnherb. Suðursvalir. Verð 5,9 millj. Laugarnesvegur. Mjög vel staösett ca 65 fm endaíb. á 1. hæð. Gott svefnherb. Svalir. Verð 5,2 millj. Næfurás. Stórog falleg íb. á jarðh. ca 80 fm. Parket. Stórt baðherb. Sér- þvottah. Góð sameign. Fallegt útsýni. Áhv. 2,2 millj. byggsj. 3ja herb Álftamýri. Mjög góð og vel stað- sett 3ja herb. ib. á 1. hæð. 2 svefn- herb. Endurn. bað. Nýl. gler. V. 6,2 m. Austurbrún. Góð jarðhæð ca. 90 fm. Mikið endurn. 2 svefnherb. Stutf í þjónustumiðst. aldraðra. Verð 6,2 millj. Hraunbær. Stór 3ja herb. ca 90 fm íb. á jarðhæð með svölum í suður. Ahv. ca 3 millj. byggsj. Verð 6,1 millj. Langafit — Gbæ. Góð ca 90 fm kjíb. í tvíbh. Sérinng. Nýir gluggar, gler og parket. Laus nú þegar. Verð 5,5 millj. Maríubakki. Rúmg. íb. á 3. hæð. Þvottah. i íb. Stór geymsla í kj. Nýstand- sett að utan. Verð 5,9 millj. Laus nú þegar. Frostafold. Falleg rúmg. 3ja herb. íb. á 2. hæð. 2 svefnh. Sérþvhús. Stæði í bilgeymslu. Áhv. byggsj. 2 millj. 4ra herb. Inn við Sund. Sérl. falleg og mikið endurn. íb. á 1. hæð. 2 svefn- herb. Stór stofa. Parket. Nýstandsett bað. Eldhús með Alno innr. Pvohús í íb. Stórt herb. með stúdíóeldhúsi. Engihjalli. Rúmg. ca 98 fm íb. á 1. hæð. 3 svefnherb. Gott eldhús. Verð 6,5 millj. Efstaland. Mjög vönduð og góð íb. á eftirsóttum stað á 2. hæð. 3 svefn- herb. Allar innr. sérsmiöaöar úr gull- álmi. Stórar suðursv. Húsið nýviðgert að utan. Skipti mögul. á 2-3 herb. íb. Kleppsvegur 130. Mjög góð íb. á 2. hæð ca 101 fm. 2-3 svefnherb. 2 stofur. Laus fljótl. Háaleitisbraut. Vel-staðseit og góð 105 fm íb. á 3. hæð. 3. svefnherb. Húsið nýstandsett að utan. Verð 7,9 millj. Vesturgata. Stórglæsil. ca. 120 fm íb. á 2. hæð í nýju húsi. Mjög vandaör innr. Álímt parket, flísar. Stórar suöursv. Stæði í bílageymslu. Neðstaleiti. Stórglæsileg og vönduð ca 120 fm íb. Ásamt ca 40 fm herb. í kj. Stæði í bílageymslu. Allt mjög vandað. Stórar suöursv. Laus fljótl. Týsgata. Vorum að fá í sölu 4ra herb. sórhæð. 2 svefnherb. Nýir gluggar og gler. V. 5,8 m. 5 herb. og sérhæðir Lindarbraut — sérhæð — Seltjnesi. Vorum að fá í sölu mjög fallega og vel staðsetta neðri sérhæð ca 140 fm auk bilsk. 2 fallegar stofur, 3 svefnherb. Gott útsýni. Holtagerði. Sérlega góð neðri sérhæð. ca 124 fm. 3-4 svefnherb., stór stofa. Nýtt eldhús. Parket. ásamt 25 fm bílsk. Lindarhvammur — Hf. Ein- stakl. falleg nýstands. neðri sérh. 3 góð svefnherb. Stofa, sjónvarpshol og sér þvottah. Parket og flísar á gólfum. Áhv. 2,1 millj. Verð 8,1 millj. Hjarðarhagi. Einstakl. björt og falleg ca 110 fm ib. á 1. hæð. 3 svefn- herb., 2 stofur.'Mikið endurn. Áhv. ca 1,0 millj. Einbýlis- og raðhús Bauganes. Sérstakl. fallegt ný- endurbyggt hús tvær hæðir og ris. Nýtt rafm., hiti, gler, gluggar, bað, eldh. o.fl. Nýr stór bilsk. Falleg lóði Laus. Hátún — Álftanesi. Sérstakl. skemmtil. 145 fm hús á einni hæð. 3 mjög stór svefnherb. Húsið býður uppá mikla mögul., t.d. tvær ib. 50 fm bílsk. Haukshólar — einb./tvíb. Óvenju glæsil. einb./tvib. á hornlóð. Húsið skiptist í ca 160 fm ib. með 4-5 stórum svefnherb., 2 stofum, arni, sjón- vstofu, laufskála. Parket. Árfellsskilrúm. Ný innr. í eldhúsi og þvhúsi. Aðstaða fyrir sauna. Stór bílsk. Einnig er í húsinu vel staðsett og góð 2ja herb. ib. ca 57 fm. Allt sér. Kaplaskjólsvegur. Mjög gott sænskt einb./tvíb. nál. KR-vellinum ca 140 fm. 3 svefn- herb., parket. Sér 2ja herb. ib. í kj. Bilsk. ca 30 fm. Ræktuð lóð. Réttarholtsvegur. Mikið end- urn. og fallegt raðhús á tveimur hæðum m/hálfum |<j. Nýl. eldhúsinnr., hurðir, gler, gólfefni og fl. Áhv. 4,0 millj. Verð 8,5 millj. I smíðum Hrísrimi 11 Fallegar íb. - frábær stadsetn. íb. afh. tilb. u. tréverk eða fullbúnar. Öll sameign afh. fullbúin að utan sem innan, þar með talin frág. á lóð og bíla- stæði. Mjög góð staðsetn. og nýtur garöur mjög vel morgun- og kvöldsólar. Gott útsýni. Verðdæmi: Afh. tilb. u. tréverk. 2ja hb. 69 fm, v. frá 5.102 þús. 3ja hb. 73 fm v. frá kr. 5.618 þús. 3ja hb. 89 fm v. frá 6.618 þús. Til afh. í haust. Byggaðili Trésm. Snorra Hjaltasonar. Aflagrandi — raðhús. Aöeins eitt stórglæsil. endarað- hús ca 210 fm á tveimur hæðum m/innb. bílsk. Afh. nú þegar tilb. u. trév. m. öllum milliveggjum. Sandsparslað. Fullfrág. að utan, gras á lóð. Hellulögð gangstétt og bílastæði m/hitalögn. Bygg- ingaraöili: Atli Eiriksson. Teikn. og allar nánari uppl. á skrifst. FASTEIGIMIR sunnudagur i i. ágúst 1991 Bandaríkjamaðurinn Peter Eisenmann teiknaði þetta sérstæða skrifstofuhús fyrir Koizumi Sangyo í Tókíó. Byggmgarfst: hmrás banda- rískra arldtekta KYRRÐ hefur færst yfir bandarískar borgir eftir tveggja áratuga framkvæmdagný. Efnahagsstöðnun liefur komið harðar niður á húsagerð en flestum öðrum atvinnugreinum. Engu að síður hafa margir af fremstu arkitektum Bandaríkjanna meira en nóg að gera. Áður fóru þeir utan til þess að afla sér aukinnar þekkingar en nú taka þeir þekkinguna með sér. Að sögn tímaritsins Architecture hafa útflutningstekjur bandariskra arkitektastofa tvöfaldast frá ár- inu 1988. Skýjakljúfar eru upprunnir í Bandaríkjunum og þangað leita erlend fyrirtæki vanti þau yfir- gnæfandi höfuðstöðvar. I Frankfurt er verið að reisa skýjakljúfinn MesseTurm sem hefði sómt sér vel í heimaborg hönnuðarins, Chicago. MesseTurm er 70 hæða og mun vera hæsta bygging í Evrópu. Hönnuðurinn heitir Helmut Jahn og er reyndar fæddur í Þýskalandi. Ekki eru allir Evrópubúar jafn- ánægðir með bandarísku skýja- kljúfana. Karl Bretaprins er til dæmis lítið hrifinn af 50 hæða skýjakljúfi bandaríska arkitektsins Cesars Pellis, í skrifstofusamstæð- unni Canary Wharf á bökkum Temsár. Prinsinn hefur kallað bygginguna grafhýsi nútímahúsa- gerðar og segir að hún muni varpa skugga sínum á kynslóðir Lund- únabúa. Skýjakljúfar eru þó ekki megin- viðfangsefni bandarískra arkitekta- stofa á erlendri grund heldur stór- verkefni ofviða innlendum aðilum. Ríkisstjórnir írlands og Portúgals og ítalska stórfyrirtækið Fiat eru meðal stórra viðskiptavina banda- rískra arkitektastofa. Bandaríkja- menn hafa mikla reynslu af því að skipuleggja og hanna samstæður á borð við áðurnefnda Canary Wharf, þar sem saman fara skrifstofur, verslanir og svæði fyrir almenning. Bandarísku fyrirtækin hafa líka stjórnskipulag og starfshætti sem duga þegar tugir eða jafnvel hundr- uð hönnuða þurfa að vinna hratt og örugglega saman. í harðri samkeppni um verkefni skiptir miklu máli hvernig komið er fram við verkkaupendur. Banda- rískir arkitektar hafa orð á sér fyr- Ir' sanngirni og sveigjanleika. Sé hins vegar evrópskum arkitektum falið að hanna byggingu er algengt að þeir skili bara inn lokateikning- um og' séu ekki til viðtals um breyt- ingar. Þegar viðskiptavinurinn er hafður með í ráðum eru jafnframt meiri líkur á að hann sætti sig við og geti svarað gagnrýni almennings og annarra arkitekta. Þetta á sér- staklega við um viðkvæm og um- deild verkefni svo sem glerpýramíd- ann við Louvre-safnið í París og nýja álmu National Gallery-safnsins í Lundúnum. Þar voru í báðum til- vikum bandarískir arkitektar að verki. í Japan þykir fínt og jafnvel nauðsynlegt að láta fræga banda- ríska arkitekta hanna skrifstofur stórfyrirtækja. Svo mikil virðing er borin fyrir bandarísku hönnuðunum að þeim hefur leyfst að innleiða húsfriðun .í Japan. Landrými er af skornum skammti og því hefur ver- ið til siðs að rífa hús til þess að rýma fyrir nýjum. Kevin Roche fékk að halda framhlið fyrrum höfuð- stöðva setuliðs Bandaríkjamanna mitt inni í háhýsi sem rísa mun gegnt keisarahöllinni í Tókíó. Sumir segja að það sem virðist í fljótu bragði vera bandarísk út- þensla sé hugsanlega upphaf al- þjóðlegs byggingarstíls. Bandaríkin hafa alltaf verið opið menningar- svæði og þangað hafa alls konar straumar legið í 200 ár. Aukin og opnari samvinna Evrópuríkja og sterkari menningartengsl Japana við umheiminn geta breytt þessum straumum í hringiðu. MUIItatiid tiuitiititff !><!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.