Morgunblaðið - 27.09.1991, Page 7

Morgunblaðið - 27.09.1991, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 1991 B 7 Robert Guerlain l Að f æðast ætta. - snyrtivörufyrirtækið sem hann stjórnar var stofnað af langa- langa-langafa hans fyrir 1 63árum. Grásprengt örstutt hárið er greitt í spíss fram á enni herra Guerlains, sem er viðmælandi Daglegs lífs. Jakkafötin eru óað- finnanleg, grá úr fínlegu ullar- efni, skyrtan rauðröndótt og bindið rautt með Ijósum doppum. Sokkarnir rauðir og svörtu leður- skórnir vel burstaðir. Svipur þessa manns er svolítið hörku- legur þó glettni bregði fyrir á andlitinu öðru hvoru. Rolex-úrið sómir sér vel á úlnlið hans. Hann er heimsborgari fram í fingur- góma. Hann fæddist í Parfs fyrir rúmlega 50 árum inní efnaða fjöl- skyldu, sem hafði átt og stjórnað einu þekktasta snyrtivörufyrir- tæki heims. Robert Guerlain segir að starfs- menn fyrirtækis hans séu nú um 2.500. Það eru hins vegar ekki nema þrír fjölskyldumeðlimir í ábyrgðarstöðum innan fyrirtækis- ins, segir hann og útskýrir að ef fyrirtæki af þessari stærðargráðu einblíndi á að koma fjölskyldumeð- limum í ábyrgðarstöður, væri það dauðadómur yfir fyrirtækinu. „Nefið" hefur síðasta orðið Við veljum hæfasta starfsfólkið í hvert starf, en ég viðurkenni að við viljum þó ekki að stjórn fyrir- tækisins sé einvörðungu í höndum utanaðkomandi aðila. Hann segir að „nefið“ svokallaða, sá aðili sem sker endanlega úr um hvort ilm- vatn verður markaðsett eða ekki, beri Guerlain-ættarnafnið og þannig hafi það verið frá upphafi. Það þýðir hins vegar ekki að þann- ig verði það alltaf. Stöðnun er dauðadómur og finnist ekki nýtt „nef" í hverjum ættlið, verður sá aðili einfaldlega að koma annars staðar frá. Guerlain er ákveðinn á svip þegar hann mælir þetta, svo við vendum okkar kvæði í kross og spjöllum um snyrtivörur og ilm- vötn, „sem er stórkostlega gaman að tala um, en erfitt að vinna við,“ eins og hann segir sjálfur. — Eitt af elstu ilmvatnstegund- umykkar, Shailimar, erennþá upp- istaðan í ilmvatnssölu ykkar. Er upprunalegu formúlunni ennþá fylgt, eða hefur henni verið breytt með tímanum? Upprunalegu formúlunni er enn- þá fylgt, því þegar fólk kaupir ilm- vatn með ákveðnu nafni, það rétt á sömu vöru og það keypti mánuði eða áratug áður. Ilmvatn á alltaf að vera eins. Það er erfitt að halda ilmvatni nákvæmlega eins áratug- um saman, enda freistast margir til að breyta ilmvötnum sínum lítil- lega með árunum. Ilmgjafarnir geta verið misjafnir frá ári til árs og það getur stundum verið erfitt að fá hinn hárfína og nákvæma tón í ilmvatnið, en hann verður að vera til staðar. Þá reynir á „nefið" sem Robert Guerla- in: „llmvötnum er fyrst og fremst ætlað að vekja dulúð og munúð.“ fúslega að þegar ég geng fram hjá konu, sem ilmar vel, langar mig ósjálfrátt að koma nær henni. Það gleður eiginmann, kærasta, ást- mann eða hver sem það nú er, þegar kona hans ilmar vel. —Hvert er uppáhalds-ilmvatnið þitt? Liu, alla vega þegar konan mín ber það á sig. Það er eingöngu selt í Guerlain-húsum, en Island er undantekning, þvi hér er þetta ilmvatn selt í snyrtivörubúðum. —Hvers vegna er sama itmvatnið misjafnt, eftir þvi hver ber það á sig? Ein helsta ástæðan er misjöfn útgufun frá líkömum mannanna. —Hvernig á kona að velja sér ilm- vatn? Þegar hún fer í snyrtivörubúð til að kanna ilmvötn, á hún alls ekki að hafa ilmvatn á sér. Síðan prófar konan einn ilm, ekki fleiri, því ann- ars brenglast lyktarskynið. Líki henni ilmurinn, kaupir hún minnstu fáanlegu pakkningu, eða fær prufu, og notar ilmvatnið í nokkra daga eða mánuð. Á þeim tíma reynir hún að veita því athygli hvernig henni líður með þennan ilm við ólíkar kringumstæður. Kannski kann hún vel við sig i vinn- unni, en ekki heima með mannin- um sínum, eða öfugt. Mismunandi ilmvötn geta oft hentað við ólík tækifæri, og þá ætti alltaf að taka tillit til þess. Ef konan kann jafnvel við ilminn, eða jafnvel betur, eftir prufutímann, hefur hún hitt nagl- ann á höfuðið. Annars fer hún aft- ur í leiðangur og prófar nýtt ilm- vatn þar til hún finnur það sem hentar henni. Víða í Evrópu eru seldar eftirlíking- sker endanlega úr um hvort ilmur- inn er hárréttur eða ekki.“ Þefað í tíu ár —Segðu mér svolítið um „nef- ið Hvernig verða menn „nef“ hjá ilmvatnsframleiðendum? Með þjálfun, segir hann og aftur er pínulítil harka komin í röddina og andlitið. Það tekur um það bil tíu ár að þjálfa nefið og lyktarskyn- ið aður en fólk fer að sýna þann árangur sem þarf. í þessi ár þarf að þefa af óteljandi ilmgjöfum, leggja ilminn og keiminn á minnið, og geta greint hinn rétta tón frá 10-20 mismunandi tónum. Þetta er nákvæmnisvinna sem krefst feykilegrar ögunar og þolinmæði. Við leyfum engin mistök og gerum miklar kröfur til þeirra sem starfa hjá okkur Þegar Guerlain er spurður hvort í næstu kynslóð séu efnileg „nef“, svarar hann því til að nú séu tveir ungir drengir innan fjölskyldunnar sem hugsanlega gætu verið efni- legir. Tíminn á eftir að leiða í Ijós hvort þeir verða tilbúnir að starfa innan fyrirtækisins. Hann segir að minnið skipti mestu máli hjá „nefj- unum“, rétt eins og hjá þeim sem smakka víntegundir og leggja öll smáatriði vínsins á minnið. Engin þrýstingur frá foreldrum —Hvernig var uppeldi þitt? Miðað- ist það að einhverju leiti við að þú tækir við stjórn fyrirtækisins? í rauninni ekki. Ég ólst upp á stríðsárunum, miklum krepputím- um og var þeirrar gæfu aðnjótandi að eiga vel efnaða fjöjskyldu sem gat klætt sig og fætt. Ég lærði við- skiptafræði í Bretlandi og hóf svo störf hjá Guerlain þegar ég var 25 ára. Fyrst var ég í starfsþjálfun og síðan tók ég við sölustjórn í Bret- landi og Austurríki. Sem barn velti ég því aldrei fyrir mér hvers vegna ég fæddist inní þessa fjölskyldu frekar en einhverja aðra og ég varð ekki fyrir miklum þrýstingi af hálfu foreldra minna að vinna fyrir fyrirtækið. Það er.í rauninni tæki- færi sem meðlimir Guerlain-fjöl- skyldunnar hafa, en ekki skylda, og því síður réttur. Þeir sem vinna hjá fyrirtækinu verða að vera færir í sínu fagi, hvort sem þeir heita Guerlain eða eitthvað annað. — Hvers vegna eru ilmvötn jafn auðseljanlegur varningur og raun ber vitni? Vegna þess að þau eru tiltölulega ódýr gleðigjafi. Eitt ilmvatnsglas, sem endist í mánuð, kostar jafn mikið og ein kampavínsflaska sem drukkin er á tveimur klukkutímum, og jafnmikið og einn vöndull af blómum sem skrælna á þremur dögum. Þannig er þetta núna þó áður fyrr hafi ilmvötn verið lúxus- varningur, þegar heldri borgarar pöntuðu snyrtilínu með nýjum ilmi, sem var þá hönnuð sérstaktega fyrir viðkomandi. Það var ekki óal- gengt á upphafsárum Guerlain, að fyrirtækið væri beðið um að hanna sérstakan ilm fyrir stórveislur ríka fólksins. Við viljum vera seiðandi —Hefur þú hugmynd um hvers vegna bæði karlar og konur sækj- ast eftir því að lykta öðruvisi en náttúran býður? Já, vegna þess að við viljum höfða á kynferðislegan hátt til gagnstæðs kyns. Konur vilja laða að sér karlmenn og öfugt, með seiðandi ilmi. Ég viðurkenni það ar af þekktum ilmvötnum og snyrti- vörum, að ekki sé talað um fatnað frægra hönnuða. Það eru gjarnan götusalar sem bjóða þennan varn- ing til sölu. Hafa ilmvatnsframleið- endur reynt að stemma stigu við þessari þróun? Já, það hefur svo sannarlega verið reynt. Margir hafa verið dregnir fyrir rétt, og stórir lagerar hafa verið gerðir upptækir. Eftirlíking af þessu tagi er ekkert annað en þjófnaður á hugmyndum og vinnu annars fólks. Dulúð og munúð —Öðru hvoru koma á markaðinn ilmvötn með sérkennilegum ilmi, sem sumir kalla karakter. Hins vegar virðist megnið af ilmvötnum á markaðnum dæmigerð fyrirmeð- almennsku. Það eru ilmvötn sem hafa þokkalegan ilm og eru áreið- anlega auðseljanleg. Afhverju rey- nið þið framleiðendur ekki meira að skapa sérstöðu, gera sérkenni- legri ilma, sem yrðu persónulegri? Það er rétt að mikið af ilmvötn- um sem standa til boða eru í þess- ari meðalkúrfu. Hins vegar eru ekki nema 30 tegundir sem eru 70% af markaðnum. Ég held að meðalmennskan í ilmvatnsfram- leiðslu sé að hverfa, enda veit hún aldrei á gott. —Hvaða ilmgjafar eru vinsælastir i ilmvötnum núna? Blómailmur ýmiskonar er sígildur og alltaf vinsæll. Hins vegar njóta mildir austurlenskir ilmgjafar, sem eru seiðandi, síaukinna vinsælda, enda er ilmvötnum fyrst og fremst ætlað að vekja dulúð og munúð. Brynja Tomer 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.