Morgunblaðið - 29.09.1991, Blaðsíða 6
6 C
MORGUNBLAÐIÐ GLER OG GLUGGAR SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 1991
á Reykjavíkursvæðinu. Þá nefndi
ég alla suðurströnd Seltjarnarness
og Ægissíðu. Sama er hvoru megin
nessins er gengið með sjónum, í
fögru veðri er þar hið fegursta út-
sýni og víðsýnt mjög.
En það er ekki alls staðar jafn-
greiðfært gangandi fólki, sums
staðar þarf að laga sjávarbakkann.
í íslenskum lögum er kveðið á um
að ekki megi hefta umferð gang-
andi fólks með vötnum og ám, né
heldur með sjávarströndum.
Frá Fossvogi
Almenningur lætur ekki nóg til
sín heyra um jafn sjálfsögð mann-
réttindi eins og þessi að mega
ganga með Ströndum lands síns eða
öðrum vatns bökkum.
Ef við viljum t.d. ganga frá botni
Fossvogs og út með Skeijafirði eft-
ir suðursjávarbakka Seltjamarness-
ins, þá líkast leiðin strax við Naut-
hólsvíkina af flugvallarsvæðinu.
Þannig hefur þetta verið síðan á
stríðsárunum eða a.m.k. frá 1940.
Auðvitað hefði flugvallarstjórn
átt að veita fé til þess að gera göng
undir þær flugbrautir sem hefta för
gangandi fólks með ströndinni fyrir
llöngu síðan. Á sama hátt lokar
olíustöð Skeljungs ströndinni fyrir
gangandi vegfarendum. Þaðan er
heldur greið leið vestur með Ægis-
síðu að bæjarmörkum Seltjarnar-
ness kaupstaðar.
Víða er mjög erfitt að klöngrast
þar eftir sjávarbakkanum, þar virð-
ist sem húseigendur telji sig eiga
lóðir niður í íjöru.
Hér þarf að vinda bráðan bug
að því að leggja gangfæra götu
með allri ströndinni, neða við Foss-
vogskirkjugarð og út undir Gróttu.
Með því móti væri komin gönguleið
úr Kópavogi út undir Gróttu. Það
væri hægt að lengja þá leið enn
frekar með því að ganga Kársnesið.
Ef sú leið væri gengin með strönd-
Smiðjan
llniliverfl oldcar
DAG nokkurn á þessu sumri
þurfti ég að bíða um stund eftir
strætisvagni við Nesveginn nokk-
uð vestan við bæjarmörkin.
Klukkan var rúmlega 17.00.
Umferð var mikil og akstur hrað-
ur, bílar og mótorhjól þutu fram-
hjá mér á miklum hraða, þó
nokkrir hjólreiðamenn áttu leið
þar um, fáir gangandi vegfar-
endur en furðu margir hlaupandi
skokkarar. Þessar mínútur sem
ég stóð þarna var næstum stöð-
ugur straumur eftir gangstétt-
inni af skokkurum.
Mér er kunnugt um að margir
sækja fremur sundlaugina á
Seltjarnarnesi heldur en Vesturbæj-
arsundlaugina og flaug mér í hug
að fólk þetta ljúki e.t.v. skokkferð-
hmmbbbb inni við sundlaug-
ina og baði sig
þar. Þessi dugnað-
ur var mér að
skapi og gladdist
ég yfir því hve
margir stunduðu
þessa líkamsrækt.
Mér leið hins-
vegar ekki rétt vel
á meðan ég beið strætisvagnsins
af því hve mikil mengun var frá
aliri bflaumferðinni þama. Mér kom
því til hugar að allir þessir hlaupar-
ar hljóti að anda að sér miklu ryki
og reyk. Þeir voru margir renn-
sveittir og móðir.
eftir Bjarno
Ólafsson
Hér horfum við út Seltjarnarnesströndina við Sörlaskjól.
Gangbraut vantar
Hvað vantar í fólkið sem hefur
teiknað götur og íbúðarhverfi á
þessu svæði? Vafalaust er sumt af
því fólki meðal skokkaranna eða
hjólreiðafólksins og trúlega börn
þeirra einnig.
Tvær höfuðakleiðir liggja á milli
Seltjarnarness og Reykjavíkur, með
suðurströnd og norðurströnd ness-
ins. Þær heita Nesvegur - Suður-
strönd að sunnan en Eiðsgrandi -
Norðurströnd á norðanverðu nes-
inu.
Umferðin hefur þrengt mjög illa
að fólkinu sem býr t.d. við Nesveg-
inn og er knýjandi þörf á úrbótum
þar.
Þarna þarf að leggja góðar braut-
ir, bæði fyrir gangandi fólk og aðra
fyrir hjólandi vegfarendur.
Gangbraut með ströndinni
I síðustu smiðju drap ég lítillega
á nokkrar útsýnis- og gönguleiðir
MMSBLAD
SIIJIMMR
■ söLUYFiRLiT-Áður en heimilt
er að bjóða eign til sölu, verður
að útbúa söluyfírlit yfir hana. í
þeim tilgangi þarf eftirtalin
skjöl:
■ VEÐBÓKARVOTTORÐ
— Þau kostar nú kr. 500 og
fást hjá borgarfógetaembætt-
inu, ef eignin er í Reykjavík,
en annars á skrifstofu viðkom-
andi bæjarfógeta- eða sýslu-
mannsembættis. Opnunartím-
inn er yfírleitt milli kl. 10.00
og 15.00 Á veðbókarvottorði
sést hvaða skuldir (veðbönd)
hvíla á eigninni og hvaða þing-
lýstar kvaðir eru á henni.
■ GREIÐSLUR — Hér er átt
við kvittanir allra áhvílandi
lána, jafnt þeirra sem eiga að
fylgja eigninni og þeirra, sem á
að aflýsa.
■ FASTEIGNAMAT — Hér
er um að ræða matsseðil, sem
Fasteignamat ríkisins sendir öll-
um fasteignaeigendum í upp-
hafi árs og menn nota m. a. við
gerð skattframtals. Fasteigna-
mat ríkisins er til húsa að Borg-
artúni 21, Reykjavík sími
84211.
■ FASTEIGNAGJÖLD —
Sveitarfélög eða gjaldheimtur
senda seðil með álagningu fast-
eignagjalda í upphafí árs og er
hann yfirleitt jafnframt
greiðsluseðill fyrir fyrsta gjald-
daga fasteignagjalda ár hvert.
Kvittanir þarf vegna greiðslu
fasteignagj aldanna.
■ BRUNABÓTAMATS-
VOTTORÐ — í Reykjavík fást
vottorðin hjá Húsatryggingum
Reykjavíkur, Skúlatúni 2, II.
hæð, en annars staðar á skrif-
stofu þess tryggingarfélags,
sem annast brunatryggingar í
viðkomandi sveitarfélagi. Vott-
orðin eru ókeypis, Einnig þarf
kvittanir umgreiðslu bruna-
tryggingar. í Reykjavík eru ið-
gjöld vegna brunatrygginga
innheimt með fasteignagjöldum
o g þar duga því kvittanir vegna
þeirra. Annars staðar er um að
ræða kvittanir viðkomandi
tryggingafélags.
■ HÚSSJÓÐUR — Hér eru
um að ræða yfirlit yfír stöðu
hússjóðs og yfirlýsingu húsfé-
lags um væntanlegar eða yfir-
standandi framkvæmdir. For-
maður eða gjaldkeri húsfélags-
ins þarf að útfylla sérstakt
eyðublað Félags fasteignasala í
þessu skyni.
■ AFSAL —Afsalfyrireign
þarf að liggja fyrir. Ef afsalið
er glatað, er hægt að fá ljósrit
af því hjá viðkomandi fógeta-
embætti og kostar það nú kr.
130. Afsalið er nauðsynlegt, því
að það er eignarheimildin fyrir
fasteigninni og þar kemur fram
lýsing á henni.
■ EIGNASKIPTASAMN-
INGUR — Eignaskiptasamn-
ingur er nauðsynlegur, því að í
honum eiga að koma fram eign-
arhlutdeild í húsi og lóð og
hvernig afnotum af sameign og
lóð er háttað.
■ KAUPSAMNINGUR — Ef
lagt er fram ljósrit afsals, er
ekki nauðsynlegt að leggja fram
ljósrit kaupsamnings. Það er því
aðeins nauðsynlegt í þeim tilvik-
um, að ekki hafí fengist afsal
frá fyrri eiganda eða því ekki
enn verið þinglýst.
H UMBOÐ — Ef eigandi ann-
ast ekki sjálfur sölu eignarinn-
ar, þarf umboðsmaður að leggja
fram umboð, þar sem eigandi
veitir honum umboð til þess
fyrir sina hönd að undirrita öll
skjöl vegna sölu eignarinnar.
■ YFIRLÝSINGAR — Ef sér-
stakar kvaðir eru á eigninni s.
s. forkaupsréttur, umferðarrétt-
ur, viðbyggingarréttur o. fl.
þarf að leggja fram skjöl þar
að lútandi. Ljósrit af slíkum
skjölum fást yfírleitt hjá við-
komandi fógetaembætti.
■ TEIKNINGAR — Leggja
þarf fram samþykktar teikning-
ar af eigninni. Hér er um að
ræða svokallaðar byggingar-
nefndarteikningar. Vanti þær
má fá ljósrit af þeim hjá bygg-
ingarfulltrúa.
■ FASTEIGNASALAR — í
mörgum tilvikum mun fast-
eignasalinn geta veitt aðstoð við
útvegun þeirra skjala, sem að
framan greinir. Fyrir þá þjón-
ustu þarf þá að greiða sam-
kvæmt Viðmiðunargjaldskrá
Félags fasteignasala auk beins
útlagðs kostnaðar fasteignasal-
ans við útvegun skjalanna.
It4UPEl\DUR
■ ÞINGLÝSING — Nauðsyn-
legt er að þinglýsa kaupsamn-
ingi strax hjá viðkomandi fóg-
etaembætti. Það er mikilvægt
öryggisatriði.
■ GREIÐSLUR — Inna skal
allar greiðslur af hendi á gjald-
daga. Seljanda er heimilt að
reikna dráttarvexti strax frá
gjalddaga. Hér gildir ekki 15
daga greiðslufrestur.
■ LÁNAYFIRTAKA — Til-
kynna ber lánveitendum um
yfirtöku lána. Ef Byggingar-
sjóðslán er yfirtekið, skal greiða
fyrstu afborgun hjá Veðdeild
Landsbanka Islands, Suður-
landsbraut 24, Reykjavík og til-
kynna skuldaraskipti um leið.
■ LÁNTÖKUR — Skynsam-
legt er að gefa sér góðan tima
fyrir lántökur. Það getur verið
tímafrekt að afla tilskilinna
gagna s. s. veðbókarvottorðs,
brunabótsmats og veðleyfa.
■ AFSAL — Tilkynning um
eigendaskipti frá Fasteignamati
ríkisins verður að fylgja afsali,
sem fer í þinglýsingu. Ef skjöl,
sem þinglýsa á, hafa verið und-
irrituð samkvæmt umboði, verð-
ur umboðið einnig að fylgja með
til þinglýsingar. Ef eign er háð
ákvæðum laga um byggingars-
amvinnufélög, þarf áritun bygg-
ingarsamvinnufélagsins á afsal
fyrir þinglýsingu þess.
■ SAMÞYKKIMAKA —
Samþykki maka þinglýsts eig-
anda þarf fyrir sölu og veðsetn-
ingu fasteignar, ef fjölskyldan
býr í eigninni.
■ GALLAR — Ef leyndir gall-
ar á eigninni koma í ljós eftir
afhendingu, ber að tilkynna selj-
anda slíkt strax. Að öðrum kosti
getur kaupandi fyrirgert hugs-
anlegum bótarétti sakir tómlæt-
is.
GJALDTAKA
■ ÞINGLÝSING — Þinglýs-
ingargjald hvers þinglýst skjals
er nú 600 kr.
■ STIMPILGJALD — Það
greiðir kaupandi af kaupsamn-
ingum og afsölum um leið og
þau eru lögð inn til þinglýsing-
ar. Ef kaupsamningi er þing-
lýst, þarf ekki að greiða stimpil-
gjald af afsalinu. Stimpilgjald
kaupsamnings eða afsals er
0,4% af fasteignamati húss og
lóðar, þ. e. 4.000 kr. af hverri
milljón.
■ SKULDABRÉF — Stimpil-
gjald skuldabréfa er 1,5% af
höfuðstóli (heildarupphæð)
bréfanna eða 1.500 kr. af hverj-
um 100.000 kr. Kaupandi greið-
ir þinglýsingar- og stimpilgjald
útgefinna skuldabréfa vegna
kaupanna, en seljandi lætur
þinglýsa bréfunum.