Morgunblaðið - 29.09.1991, Blaðsíða 7
" "MORGUNBLAÐIÐ
GLER OG GLUGGAR
aiííAJa/i-y^aoK
SUNNUDSGUR" 297 "SEPTEMBER "T99T"
inni mundi leiðin lokast á stöku
stað í Kópavogi, eins og nú hagar
til og líklega lokast alveg þar sem
Sunnubraut þrýtur.
Býli og sjósókn
Um miðja síðustu öld var öðru-
vísi um að litast á þessari strönd
sem ég hefi verið að tala um að
gera ætti göngufæra.
T.d. var ég á gangi í sumar neð-
anvið Ægissíðuna. Þar er enn
stunduð svolítil smábáta útgerð og
voru „trillukarlar“ rétt í þann mund
að koma í land með aflann úr
Skeijafirði.
Þar sat gamall maður á kassa
og beið þess að sjá hvað „strákarn-
ir“ kæmu með að landi þennan
dag. Þóttist ég þekkja að þar sæti
Jón Sigurðsson. Hafði ég nýlega
séð þess getið í Morgunblaðinu að
hann átti áttræðisafmæli. Gekk ég
því til hans og spurði hvort rétt
væri tilgetið. Hann kvað svo vera.
Þarna sat þessi trausti maður,
Jón Sigurðsson skipstjóri frá Görð-
um. Faðir hans, Sigurður í Görðum,
var einnig skipstjóri. Hann flutti
bústað sinn ekki miklu lengra en
Jón hefur gert á sinni ævi. Sigurður
óx upp sem drengur á bænum Skild-
inganesi. Þar var tvíbýli á síðustu
öld og ólst Sigurður upp í torfbæ
sem horfinn er, en hinn bærinn, sem
stóð fast við torfbæinn, stendur enn
við götuna Skildinganes.
Sigurður varð mikill athafna- og
dugnaðarmaður. Hann byggði sér
steinhús sem nú stendur eitt sér
sjávarmegin við Ægissíðuna og
heitir Garðar. Húsið er hvítt að lit.
Þarna í Görðum ólust börn Sig-
urðar upp og meðal þeirra Jón Sig-
urðsson skipstjóri frá Görðum. Jón
byggði sér bústað hinumegin við
Ægissíðuna.
Varasöm siglingaleið
Á bændum sem bjuggu við
Skerjafjörðinn hvíldi sú kvöð að
Víða á Seltjarnarnesi er mjög erfitt að klöngrast með ströndinni.
þeir voru skyldugir til að feija vör-
ur og fólk fyrir konunginn, yfir
fjörðinn til Bessastaða.
Skerjafjörður er varasamur skip-
um og báum, þar eru mörg sker
og sum þeirra flæðir yfír á flóði svo
að erfitt gat verið að átta sig á
hvar þau voru.
Faðir Sigurðar í Görðum drukkn-
aði í Skeijafirði.
Við Nauthólsvík
Innan flugvallarsvæðis sunnan
við rætur Öskjuhlíðar er ailstór
hóll sem heitir Nauthóll. Þar stóð
eitt sinn bær með sama nafni, en
á einn veg hólsins er sléttur klettur
sýnilegur. Sagt er að litli bærinn
sem þarna stóð hafi verið byggður
þannig að kletturinn var notaður
sem veggur í bæjarhúsið.
Fyrir síðari heimsstyijöldina var
baðstaður Reykvíkinga í sjónum í
vík þarna rétt við sem nefnist Naut-
hólsvík. Þar á bakkanum var þá
dálítilLskúr sem var nefndur bað-
skýli og gátu baðstrandargestir
geymt föt sín þar og klæðst þar inni.
Þá stunduðu ljölmargir sjóinn í
Skeijafirði, enda var talið heilsu-
samlegt að baðast í köldu vatni.
Menn hertust og vöndust þessum
köldu sundiðkunum. Hreint útiloft
og köld böð voru talin gagnleg til
þess að veijast berklaveiki sem var
tíð dánarorsök fyrst á þessari öld.
Undanfarin ár hafa ijölmargir
sótt í baðstað þarna skammt frá í
heita læknum í Öskjuhlíð.
Margir fleiri bæir
Það voru margir bæir á Seltjarn-
arnesinu og út með allri ströndinni
voru lendingarstaðir bátanna sem
reru frá þessum bæjum. Það verður
að bíða síðari tíma að rekja þá sögu,
en ég vona að göngugata verði lögð
með allri strandlengjunni. Þar
mætti þá koma fyrir sögulegum og
fróðlegum upplýsingum fyrir
göngufólk.
■ STIMPILSEKTIR — Stim-
pilskyld skjöl, sem ekki eru
stimpluð innan 2ja mánaða frá
útgáfudegi, fá á sig stimpilsekt.
Hún er 10% af stimpilgjaldi fyr-
ir hveija byijaða viku. Sektin
fer þó aldrei yfir 50%.
LÁNTAKENDUR
■ NÝBYGGING — Há-
markslán Byggingarsjóðs ríkis-
ins vegna nýrra íbúða nema nú
—júlí - september — kr.
4.998.000.- fyrir fyrstu íbúð en
kr. 3.499.000.- fyrir seinni íbúð.
Skilyrði er að umsækjandi hafi
verið virkur félagi í lifeyrissjóði
í amk. 20 af síðustu 24 mánuð-
um og að hlutaðeigandi lífeyris-
sjóðir hafi keypt skuldabréf af
byggingarsjóði ríkisins fyrir
amk. 55% af ráðstöfurnarfé sínu
til að fullt lán fáist. Þremur
mánuðum fyrir lánveitingu
þurfa eftirtalin gögn að liggja
fyrir:
— Samþykki byggingarnefndar
— Fokheldisvottorð byggingar-
fulltrúa. Aðeins þarf að skila
einu vottorði fyrir húsið eða-
stigaganginn.
— Kaupsamningur.
— Brunabótamat eða smíða-
trygging, ef húsið er í smíðum.
■ ELDRA HÚSNÆÐI — Lán
til kaupa á notaðri íbúð nemur
nú kr. 3.499.000.-, ef um er að
ræða fyrstu íbúð en 2.449.000.-
fyrir seinni íbúð. Umsækjandi
þarf að uppfylla sömu skilyrði
varðandi lánshæfni og gilda um
nýbyggingarlán, sem rakin eru
hér á undan.
Þremur mánuðum fyrir lánveit-
ingu þurfa eftirtalin gögn að
liggja fyrir:
— Kaupsamningur vegna íbúð-
arinnar.
— Samþykki byggingarnefndar,
ef um kjallara eða ris er að
ræða, þ.e. samþykktar teikning-
ar.
— Brunabótamat. •
■ ÖNfíURLÁN-Húsnæðis-
stofnun veitir einnig ýmiss sérl-
án, svo sem lán til byggingar
leiguíbúða eða heimila fyrir
aldraða, lán til meiriháttar end-
urnýjunar og endurbóta eða við-
byggingar við eldra íbúðarhús-
næði, svo og lán til útrýmingar
á heilsuspillandi húsnæði. Innar
Húsnæðisstofnunar er einnig
Byggingarsjóður verkamanna,
sem veitir lán til eignaríbúða í
verkamannabústöðum, lán til
leiguíbúða sveitarfélaga, stofn-
ana á vegum ríkisins og félaga-
samtaka. Margir lífeyrissjóðir
veita einnig lán til félaga sinna
vegna húsnæðiskaupa, svo að
rétt er fyrir hvern og einn að
kanna rétt sinn þar.
■ LÁNSKJÖR — Lánstími
húsnæðislána er 40 ár og árs-
vextir af nýjum lánum 4,5%.
Gjalddagar eru 1. febrúar, 1.
maí, 1. ágústog 1. nóvember
ár hvert. Lán eru afborgunar-
laus fyrstu tvö árin og greiðast
þá einungis vextir og verðbætur
áþá.
Framleiðum eftirþínum óskum
hverskyns einangrunargler: spegla o.fl. o.fl.
Hafðu samband!
GLERVERKSMIÐJAN
Samverk hf.
SÍMI (98) 75888 - PÓSTHÓLF 18 - 850 HELLA
TELEX 2374 is-rangis - FAX (98) 75907