Morgunblaðið - 29.09.1991, Side 12
12 C
MORGUNBLAÐIÐ GLER OG GLUGGAR SUNNUÐAGUR 29. SEPTEMBER 1991
Gluggi sprautaður hjá SB glugga- og hurðasmiðjunni. Morgunbiaðið/Bjami
SB-glugga- og
hurðasmiðjan:
Nauð-
synleg
breytíng
VIÐ ERUM almennt ekki farnir
að afhenda tilbúna glerjaða
glugga en það hefur þó komið
fyrir og það hefur aukist mjög
að menn vilji fá gluggana full-
málaða áður en þeir eru settir
í. Þá á vatnið ekki eins greiðan
aðgang iiin í viðinn og þess
vegna teljum við þetta betra,
segir Jónas Sigurðsson hjá SB-
glugga- og hurðasmiðjunni í
Hafnarfirði en fyrirtæki hans
er eitt þeirra er taka þátt í gler-
og gluggasamstarfinu. Starfs-
menn eru að jafnaði 14 og eru
jöfnum höndum framleiddir
gluggar og hurðir. En hvernig
líst Jónasi á þessar fyrirhuguðu
breytingar?
Okkur hér líst tiltölulega vel
á þær. Hér þarf að fara
fram ákveðin aðlögun
sem þegar er byijuð og hún hefur
kallað á heilmikið fjármagn, til
dæmis málningarklefa og aðstöðu
fyrir gleijun þótt hún sé ekki
hafin að ráði ennþá.
Þessi breyting er nauðsynlég,
ekki síst til að fyrirtækin séu sam-
keppnisfær og þegar reglur um
gæði og vinnubrögð eru mótaðar
sameiginlega munu menn fljót-
lega sjá að gluggar smíðaðir og
settir í með þessari aðferð eru
betri vara heldur en það sem er
keypt úr bílskúrum eða smíðað á
byggingarstað við misjafnar að-
stæður.
Sameiginleg ábyrgð
Áttu von á að vel gangi að ná
þessum breytingum fram?
-Ég held að menn átti sig fijótt
á kostum þessarar aðferðar og
þá á ég bæði við verktaka og ein-
staklinga sem standa í bygging-
um. íbúðabyggingar eru að þróast
meira út í það að menn fái þær
tilbúnar og þeir einstaklingar sem
byggja sjálfir láta bjóða í fleiri
og fleiri verkþætti fremur en að
annast hlutina sjálfir eins og var
algengt.
Eflaust verður misjafnt hvernig
menn taka þessu. Sumir sem ég
hef rætt við telja þetta það eina
rétta en aðrir eru því andvígir.
Við hyggjumst með þessu sameig-
inlega átaki sýna fram á að þetta
sé framkvæmanlegt og hagstætt
og ég held að mikilvægt atriði í
þessu sambandi sé sú sameigin-
lega ábyrgð sem við tökum á öllu
verkinu. Það er erfitt fyrir hús-
byggjanda að kalla marga aðila
til ábyrgðar út af einum glugga
og hlýtur að vera kostur fyrir
hann ef einn aðili ber ábyrgð á
öllu verkinu.
Jónas segir að jafnframt þess-
um breytingum væri æskilegt að
ná fram hagræðingu á fleiri-svið-
um:
-Það væri strax til bóta ef hönn-
uðir húsa færu eftir þeim ákvæð-
um byggingareglugerða að stærð-
ir á gluggum og hurðum hlypu
að jafnaði á tugum sentimetra. í
dag er hins vegar mjög algengt
að menn hanni upp á brot úr senti-
metra og að engar glugga- eða
hurðastærðir séu eins í heilu húsi.
Það væri hrein bylting ef við
gætum smíðað glugga eftir stöðl-
uðum stærðum, þó ekki væri öðru-
vísi en í lengdunum 110, 120 og
130 cm svo dæmis sé tekið í stað
112,5 og 131,4 og svo framvegis.
Þessi stöðlun er að verða nokkuð
almenn í hurðunum en hún þyrfti
að verða miklu útbreiddari í
gluggum.
NýRb-
blöðum
glugga og
glerjim
Rannsóknastofnun bygginga-
iðnaðarins gefur út svokölluð
Rb-blöð þar sem lýst er ýmsum
tæknilegum atriðum og birtir
listar um viðurkennd efni sem
notuð eru við mannvirkjagerð.
Þannig fjalla Rb-blöðin einnig
um glugga og gler og eru að
koma út ný blöð um þessi efni.
Tvö Rb-blöð um gleijun eru
komin út. Annað fjallar um
ísetningu einangrunarglers í tré-
glugga með glerfalslistum úti. í
blaðinu er lýst ýmsum aðferðum
og frágangi við gleijun með loft-
ræstum fölsum. Hitt blaðið fjallar
um viðurkennd gleijunarefni til
gleijunar í timburglugga. í blaðinu
er fjallað um fúguþéttingar, þ.e.
fúguþéttilista og fúgukítti fyrir
timburglugga. Fúguþéttingarnar
hafa verið prófaðar og samþykkt-
ar.
Þá hefur Rb gefið út Rb-blað
þar sem fjallað er um ísetningu á
gluggum í útvegg. Fjallað er um
hvernig glugganum er komið fyrir
í gatinu, þ.e. hvar eigi að staðsetja
stuðningsklossa (fleyga) bg hvern-
ig hægt er að ganga frá festingum
og þétta fúgur milli karms og
veggjar. Þá fjallar eitt Rb-blaðið
um galla í einangrunargleri.
Pegar þú
skiptir um glugga
Gluggakarmar og fög
Þrýstifúavarðir og málaðir
Útihurðir - Svalahurðir
RenníhurðÍr úr tbnbri eða áli
skiptir
Hú
máii
Ef þú þarft að láta endurnýja glugg-
ana þína skaltu hafa samband við
Húsasmiðjuna. Þar getur þú fengið
allt sem til þarf s.s efni í glugga og
opnanleg fög, gluggajárn, lamir, gler-
lista-, þéttikanta, festifrauð, þéttiefni,
kítti, skrúfur, áfellur, geretti, sólbekki,'
viðarvörn og málningu, - og jafnvel
rimlagardínur.
En það er ekki nauðsynlegt að hugsa
um allt þetta. Þér nægir að hafa sam-
band við okkur í síma 687700. Við
útvegum þér góða fagmenn sem
koma á staðinn, meta verkið, hefjast
handa - og Ijúka því fljótt og vel.
HÚSASMIÐJAN
Súðarvogi 3-5 ■ Sími 68 77 00
Gluggasmiðjan hf.
VIÐARHOFÐA 3 - REYKJAVIK - SIMI 681077 - TELEFAX 689363
L____ _____ J
—