Morgunblaðið - 02.11.1991, Page 1
Þokan liggur á fjallinu, 1990. Olía ó striga, 110x150 sm.
flforgtmfytaMto
MENNING
LISTIR
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1991 BLAÐ U
Gunnar Orn opnar sýningu á málverkum á Kjarvalsstnium og segist sitja klofvega á íslenskri befi
Gunnar Örn listmálari hefur síðustu fimm árin verið búsettur
austur í Rangárvallasýsiu; þar hefur hann, ásamt eiginkonu
og dóttur, búið vel um sig á jörðinni Kambi, innréttað sér
rúmgóða vinnustofu, og unir þar sæll í náttúrunni. Og síðustu
árin hefur málverk Gunnars Arnar tekið miklum breytingum;
maðurinn hefur verið að færast inn í landið, landið hefur
orðið æ meira áberandi, ákveðin kennileiti í landslaginu
kveikja myndir, og Gunnar Örn er farinn að mála úti.
DYRKA
TILFINNINGUNA
í MÁLVERKINU