Morgunblaðið - 02.11.1991, Page 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1991
Gunnar Örn hef-
ur verið á
þeytingi síð-
ustu dagana.
Þegar ég hitti
hann fyrir
austan fyrr í
vikunni var hann að koma frá Finn-
landi þar sem verið var að opna
samsýningu tveggja listamanna frá
hveiju Norðurlandanna, sýningu
sem Norrænu bændasamtökin
standa að og nefnist Hvað gefur
náttúran? Gunnar hafði rétt tíma
til að koma heim, ganga frá verkum
sínum og flytja þau til Reykjavíkur,
þar sem hann opnar í dag á Kjarv-
alsstöðum sýningu á málverkum frá
síðiistu þremur árum.
í vinnustofu Gunnars Arnar er
margt að sjá. Málverk í rekkum,
myndir á veggjum, skúlptúrar á
stöplum. Gunnar kveikir upp í
kamínunni og gefur kettinum
Brandi að éta; sýnir mér síðan
málverkin sem hann hyggst hengja
upp á Kjarvalsstöðum. „Þessar
myndir eru nánast allar tengdar
einhveijum stöðum,” segir hann.
„Sumar breytast þó geysimikið í
vinnslunni, einhveiju er vitaskuld
fórnað og annað kemur í staðinn,
en upphafið er alltaf tengt upplifun-
um á ákveðnum stöðum. Stundum
skyssa ég fyrst úti og mála síðan
út frá því, en ég er einnig farinn
að mála á staðnum. Ég nota stóran
bíl, sem ég á, sem stúdíó, og strekki
striga á fleka af ýmsum stærðum.
Þetta er alveg nýr flötur á tilver-
unni.”
— Og er það skemmtilegt?
„Það er alveg ólýsanleg tilfinn-
ing. Þessi mynd,” segir hann og
dregur fram stórt málverk, „er til
dæmis alveg máluð úti. Hún heitir
Þokan liggur á fjallinu, ég er stadd-
ur ofan í gljúfri og horfi yfír. Þokan
liggur þarna í eigin persónu, og
þarna eru einnig lækjarsprænur.
Úti þarf að vinna hratt, til að höndla
augnablikið.
Eg er í nokkra daga í þessum
ferðum, gisti í bændagistingu, og
er bara nýhættur þessu í haust.
Það er mikil dásemd að vera í
þeirri aðstöðu að geta farið út um
landið í leit að upplifunum, og haft
það sem atvinnu. Það er alveg ólýs-
anlegt. Ég sit vissulega klofvega á
íslenskri hefð í þessu, og leitast við
að ná fram krafti, kynjaverum og
slíku. En í þessa átt hef ég bara
þróast og í augnablikinu er enginn
meiri sannleikur til fyrir mér, en
að fara svona að.”
Er hluti af umhverfinu
— Þetta eru þá ekki hreinar
landslagsmyndir?
„Nei, en kannski ekki í hefð-
bundnum skilningi því ég er fyrst
og fremst trúr eigin hugmyndaafli,
frekar en kennileitunum sem ég
vinn þó út frá. Ég fóma öllu fyrir
myndflötinn. Mála með lit og í form-
um. En ég verð vitaskuld aldrei
fyrir jafn sterkum náttúruáhrifum
hér á vinnustofunni, það er eitthvað
svo magnað og sterkt að vera með
sjálfum sér úti í náttúrunni og vinna
þar.
Fígúran, sem var í forgrunninum
fyrir nokkrum árum, hefur færst
inn í landslagið og þetta er um leið
orðið einhvernveginn dýpra. Varla
er hægt að greina lengur hvar
manninum sleppir og hvar náttúran
tekur við. Samhliða því upplifi ég
mig orðið meira sem hluta af um-
hverfinu, sem einn hlekk í keðj-
unni. Það verður einhver samruni
og það hefur auðvitað tekið mörg
ár að ná honum.”
— Hvað með litanotkunina, hef-
ur hún ekki breyst?
„Ég hef alltaf haft þá trú að litur-
inn sé að hluta meðfæddur. Þó
breytist maður með breyttum upp-
lifunum, það er að koma meira af
brúnum jarðtónum inn, en það ger-
ist bara ósjálfrátt við að hafa þá
fýrir augunum.”
— Þegar þú varst að byija að
sýna fyfir einum tuttugu árum voru
ýmiskonar líkamsform í myndun-
um, einhverskonar sundurtættir lík-
amir. Ég þykist sjá nokkurn skyld-
leika við þær myndir í því sem þú
ert að gera í dag.
„Já, það er augljóst að í dag er
ég að nýta mér allt sem ég kann
og hef verið að fást við á ferlinum.
Það er orðinn viss samruni.”
Mikill gljúfragaur
— Þessi litatónn í himninum
minnir mig eitthvað á Kjarval.
„Það kann að vera, og það er
ekkert undarlegt við það. Hver sá
sem er að fást við íslenskt landslag
í dag er fæddur inn í vissa mynd-
hugsun sem Kjarval skóp. Sérðu
hvernig ég fókusera upp landið, læt
það fylla upp í flötinn? Þetta er
kjarvölsk myndhugsun sem maður
hefur hlotið í uppeldinu. Það er
staðreynd að það er svona sem við
horfum á landið. En það má líka
segja að við að fást svona mikið
við að mála landslag sé það varla
umflúið að Kjarval komi einhvers
staðar inn sem viðmiðun. Hann er
svo stór, en samt þarf maður ekki
að vera neitt hræddur við hann. I
dag er komin viss íjarlægð á það
sem frumheijarnir í málverkinu hér
voru að gera, í dag eru menn ann-
arra tíma, sem nálgast hlutina með
allt öðrum formerkjum.”
— Það eru fossar í mörgun
myndanna.
„Já, ég er mikill gljúfragaur. Þar
er móbergsliturinn oft allsráðandi
og mikið af hausum. Mótívið er allt-
af missterkt og maður er miseftir-
gefanlegur fyrir hönd þess. Stund-
um er það jafnvel verra ef mótívið
er of sterkt, þá vill maður halda
sig of mikið við það. Annars lendir
maður frekar í fantasíuveröld.”
— Er fígúran enn nauðsynleg
hjá þér, þrátt fyrir aukið vægi
náttúrunnar?
„Já, það virðist vera, þó svo að
hún sé varla finnanleg í sumum
myndanna. Já, hún er til staðar.
Það er einhver mannlegur þáttur
sem mér finnst að mynd þurfi að
hafa, eða tilvísun til manneskjunn-
ar. í þessum upplifunum í dag er
eins og náttúran sé lifandi sem
persóna. Sem móðir Jörð. Og það
eru persónugervingar um allt í
náttúrunni, ég tala ekki um þegar
maður er búinn að þjálfa sig í að
sjá þá. Þá eru þeir nánast alls stað-
ar.”
— Ertu aldrei myrkfælinn ofan
í þessum gljúfrum með hausana
allt í kring?
„Stundum er náttúran það sterk
og yfirgnæfandi að maður getur
fengið hræðslutilfinningu, en það
er bara til að takst á við, rétt eins
og annað. Það gerir vinnuna ekki
síður spennandi,” segir Gunnar Örn
og brosir.
Nauðsynlegt að styrkja
þj óðar einkennin
„Það er blessunarlega enn til
töluvert af stöðum á Islandi sem
eru svo ómengaðir og hreinir að
hvergi eru ummerki um mannaferð-
ir, maðurinn hefur ekki skemmt þá.
Engir sígarettustubbar, engin fót-
spor. Þetta eru stundum gífurlegar
náttúruperlur, og mikil sæla að fá
að upplifa þær. Og ef menn ætla
að fara að leggja hraðbraut yfír
hálendið, upplýsta hraðbraut til að
spara tíma; því nú virðast allir
hugsa eins og Ameríkanar, að tími
sé peningar, frekar en að meta það
sem við nú höfum, þá veit maður
að það verður ekki langt í kóla-
skilti og hamborgarastaði, og þá
er ágætt að vera bara kominn und-
ir torfuna. Og ef maður er ekki
hæfur til að skapa eitthvað út frá
þessum perlum okkar ætti maður
að fá sér aðra vinnu. Svo er verið
Morgunblaðið/Einar Falur
Katrín H. Ágústsdóttir sýnir í Hafnarbnrg
MIKILVÆGT AÐ
SJÁ FEGURÐINA
í UMHVERFINU
I dag verður opnuð sýning á olíumálverkum Katrínar H.
Ágústsdóttur í Hafnarborg í Hafnarfirði. Katrín er f-edd
11. ágúst árið 1939 og hefur m.a. numið við Myndlistar- og
handíðaskóla Islands, handavinnudeild Kennaraháskóla Is-
lands og Myndlistarskólann í Reykjavík. Katrín hefur haldið
nokkrar einkasýningar auk þess sem hún hefur verið þátttak-
andi I samsýningum og má í því sambandi nefna Kirkjulista-
sýningu á Kjarvalsstöðum árið 1983 svo og Listahátíð í
Reykjavík. Hún hefur haldið nokkrar kjólasýningar og tek-
ið þátt í fatasýningum.
Katrin H. Ágústsdóttir myndlistarmaður.
f
hugi minn á myndlist vakn-
aði mjög snemma, ég
teiknaði mikið sem barn
og er enn að. Ég hef alltaf
haft gaman af myndlist og þá eink-
um frásögninni í myndlistinni.
Viðfangsefni þessarar sýningar
eru áhrif landsins, lita og forma.
Ég reyni að draga fram fegurðina
en þó ekki með því móti að elta
hvern stein heldur meira með því
að gefa dálítið í skyn. Mótívin hef
ég sótt í nágrenni Reykjavíkur að
mestu leyti en nokkrar myndir eru
þó frá Þingvöllum, Heklusvæðinu
og Skaftafellssvæðinu. Yfirleitt hef
ég eitthvert mótív í huga en inn á
milli mála ég landslagsfantasíur. Á
þessari sýningu eru ijörutíu myndir
og má segja að endanleg gerð þeirra
sé unnin á síðustu tveimur árum.
Ég mála oft vatnslitamyndir eftir
rissi en vinn síðan olíumyndir upp
úr vatnslitamyndum og stækka þá
formin töluvert.
Þetta er fýrsta olíumyndasýning
mín en ég hef áður sýnt vatnslita-
myndir. Vatnslitirnir eru afskap-
lega skemmtilegur miðill en það er
tími til kominn að breyta til. Það
hefur oft verið sagt að það sé erfíð-
ast að vinna með vatnsliti en ég
geri ráð fyrir því að mér hafi tekist
að komast í gott samband við þá
vegna reynslu minnar í batikinni.
Vinna með batik er ekki ósvipuð
meðhöndlun vatnslita þar sem byij-
að er á ljósasta litnum og unnið
upp í dekkri liti. Tæknin er þó mjög
ólík.