Morgunblaðið - 02.11.1991, Side 3
MORGtJNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 19ðl
B 3
Hulduheimar, 1991. Olía á striga, 210x180 sm.
að hamra á því að það sé ekki nauð-
synlegt að hafa nein þjóðareinkenni
á neinu, en ég er því algjörlega
ósammála. Ég held það hafi sjaldan
verið meiri þörf fyrir slíkt en ein-
mitt nú. Það er mikilvægt fyrir litl-
ar þjóðir að efla ýmislegt sérstakt
sem þær eiga, og styrkja sín þjóðar-
einkenni. Eg er ekki að tala um að
hjakka í gömlum gildum, heldur að
finna ný og byggð á þeirri hefð sem
við eigum.”
Gunnar segist hafa verið mikið
úti að mála í sumar, gjarnan í
móbergsgljúfrum á Suðurlandi, og
hann vatnslitar líka og teiknar og
vinnur síðan úr því á veturna. Þótt
misvel gangi þegar hann er úti að
vinna, þá segist hann aldrei gefast
upp. „Það er ekkert jafnaðarmerki
milli tíma og árangurs í myndlist,
það er misskilningur. Stundum er
ég mörg ár að mála sömu myndina,
alltaf að taka hana fram annað
slagið, en aðrar fæðast bara á hluta
úr degi. Mynd sem fæðist á einum
degi, og fangar augnablik upplifun-
ar, stemmningu og hefur ákveðið
flæði, er oftar en ekki betri en
mynd sem maður hjakkar í og fer
á endanum að mála af einhverskon-
ar skynsemi.”
— Er þá best að hafa bara hreina
tilfinningu en enga skynsemi í
myndunum?
„Ég er nú svo skrýtinn að ég
kalla tilfinningu líka skynsemi. Ég
dýrka tilfinninguna i málverkinu,
það byggist svo mikið á tilfínninga-
gosum. Þannig hef ég unnið meira
og minna; verið vitaskuld mishæfur
við að skila af mér, og átt mismikl-
ar tilfínningar að gefa, en allt bygg-
ist þetta á tilfinningunni. Og þeirri
athöfn að mála.”
Bý í mótífinu
— Þúþarftaðsetjaþigístelling-
ar til að geta byrjað?
„Já, ákveðin innstilling þarf að
vera til staðar. Náttúran hjálpar
manni utandyra, en tónlistin kemur
til hjálpar í vinnustofunni. Þar nota
ég tónlistina sem orkugjafa. Oft á
ég erfitt með að mála snemma á
morgnana en þá er sterkasta ráðið
að setja Wagner á,” og Gunnar
setur disk undir geislann, hækkar
í magnaranum og tónarnir flæða
um vinnustofuna; „þá er maður
kominn í ævintýri og fljótur að
vakna; kominn á eitthvað alheims-
svið. Wagner er sérstakt uppáhald.
Það er einhver náttúrukraftur sem
virkar á mann. Maður hlustar og
er bara farinn; svífur yfir öll
gluggaumslög og öll vandræði. Og
ég vel tónlist eftir því hvað hæfír
mér hveiju sinni, er hér í sveitinni
með tvílæst að mér, einn á bænum,
Wagner á fullu, og gef tilfinningun-
um bara lausan tauminn.”
— Skiptir búseta þín í sveitinni
ekki miklu máli í því hvernig náttúr-
an færist alltaf nær í verkunum?
„Jú, ég er orðinn svona innstilltur
gagnvart náttúrunni, einmitt vegna
þess að ég bý í sveit. Ég bý í mótíf-
inu. Og ég geri í rauninni ekkert
annað en að lifa mínu daglega lífi
og ferðast um landið, þannig koma
hugmyndirnar af sjálfu sér.”
— En þú ert ekkert að verða
nein mannafæla um leið?
„Nei,” segir Gunnar og brosir.
„Það þarf vissan tíma í mannleg
samskipti, og vissan tíma í að mála.
Málverkið þarf þó mikinn tíma og
maður þarf að vera svolítið eigin-
gjarn og leiðinlegur stundum. Mað-
ur verður að halda vissri virðingu
fyrir þeirri athöfn að mála. Það er
ákveðin varðveisla sem á sér stað
við sköpunina.”
Verð að ögra sjálfum mér
Við ræðum um sölu á myndum
og Gunnar Örn segir að hann hafi
aldrei selt mikið, fjöldi málverkanna
á vinnustofunni er til vitnis um
það, en hinsvegar njóti hann aðstoð-
ar eiginkonunnar sem alla tíð hefur
unnið úti. Hann segist aldrei hafa
gert myndir í því augnamiði að
selja. „Ég held ég hafi algjörlega
haldið mínu sjálfstæði. í byijun á
mínum ferli þegar ég bjó í Sand-
gerði, var á sjó og málaði í landleg-
um bauðst mér einu sinni að borga
háan matarreikning í verslun stað-
arins með því að mála ættarbýli
kaupmannsins, en ég neitaði því og
hef ejginlega haldið mínu striki síð-
an. Ég er fullur af prinsippum en
hef lent í því að láta myndir í hend-
urnar á mönnum sem hafa ekki
sömu prinsipp og það getur verið
erfítt að takast á við það. Það er
kannski skiljanlegt að milliliðurinn
sé ekki með sömu prinsipp og mað-
ur sjálfur, og álítur þau jafnvel
vera óréttmæt og ekki gera manni
neitt gott. En það er nú einu sinni
þannig að hver og einn þarf að búa
til sína lífsspeki í þessu, þann
ramma sem heldur best utan um
mann. Annaðhvort er kona ófrísk
eða ekki, og eins verður maður að
vera heill eða ekki.
Það er einmitt þetta sem ég dá-
ist svo að í verkum sumra naívista;
þessi bjarta einlægni og gleði við
að tjá sig. Það er mikið farið ef
menn missa þá gleði. Hér á landi
er gjarnan sagt að menn séu stabíl-
ir ef þeir hafa hjakkað í sama far-
inu áratugum saman með sitt mál-
verk, og sagt að þeir standi á föst-
um grunni. En ég er þannig gerður
að ég verð alltaf að ögra sjálfum
mér í hverri mynd. Ég held það sé
mér nauðsynlegt að breytast hægt
og rólega. Ég er ekki að segja að
ég verði betri, heldur reyni ég að
breyta þeim markmiðunum, því það
er enginn annar sem setur mér tak-
mörk en ég sjálfur. Um leið og ég
er búinn að ná einhverri tegund af
málverki of auðveldlega er ég líka
byijaður að bijóta það upp. Þannig
hefur velviljað fólk stundum orðið
sárt út í mig þegar ég hef tekið
stór stökk, ég hef heyrt upphrópan-
ir eins og glapræði og skortur á
ábyrgðartilfínningu. En ég get bara
aldrei hugsað mér að mála í sömu
gömlu sveiflunni það sem eftir er.”
Viðtal: Einar Falur Ingólfsson
Ég hugsa að ég hafí byijað að
nota vatnslitina því það er að mörgu
leyti handhægara að nota þá.
Vatnslitamyndir eru ekki eins pláss-
frekar og maður getur unnið með
litina á borðinu hjá sér.
Ég hef handavinnukennara-
menntun og sú þekking mín varð
til þess að ég fór út í textíl- og
kjólaframleiðslu á tímabili. Þegar
ég byijaði á textílinu þá fannst mér
það vera minn staður.
Á því tímabili voru fínnskir kjólar
úr bómull mjög í tísku. Mér datt í
hug að athuga hvort kjólar unnir á
íslandi myndu seljast á sama verði
og þeir. Sú tilraun gekk upp og við
hjónin tókum að framleiða flíkur,
m.a. bómullarmussur sem nutu
mikilla vinsælda. Þetta var rétti
tíminn fyrir þessa gerð fatnaðar
sem var einfaldur en samt dálítið
skreyttur. Það var engin flík eins
en með tímanum vorum við orðin
uppiskroppa með hugmyndir að
munstri þannig að við ákváðum að
hætta þessu. Þetta var líka orðið
þreytandi og leiðinlegt. Það veitti á
engan hátt útrás fyrir sköpunar-
þörfina enda hafði þessi fatagerð
tekið á sig mynd verksmiðjufram-
leiðslu.
Ég fór að kenna og kenni nú við
Kvennaskólann í Reykjavík. Eftir
að ég byijaði í kennslunni hef ég
getað einbeitt mér frekar að fijálsri
sköpun og ekki þurft að hugsa eins
um afkomuna, þ.e.a.s. markaðinn.
Við hjónin höfum haldið áfram
að gera batikverk, þjóðlífsmyndir
sem höfða mjög til erlendra ferða-
manna, en því sinnum við aðeins
yfír sumartímann.
Ég ákvað að prófq. mig áfram í
vatnslitum en í framhaldi af því
langaði mig að takast á við stærri
verkefni og því valdi ég að sýna
olíuverk eingöngu á þessari sýn-
ingu. Ég hef alltaf verið fyrir að
prófa eitthvað þannig að næsta
sýning gæti þess vegna verið á
grafíkverkum.
Ég held að með aldrinum öðlist
maður meiri kjark. Maður hættir
að hugsa um hvað öðrum fínnst og
gagnrýni virkar ekki eins sterkt á
mann. Ég hef lítið verið fyrir að
framkvæma gjörninga eða upp-
ákomur þó að ég hafí gaman að
sjá slíkt hjá öðrum. Mér finnst til
dæmis gaman að fylgjast með því
þegar nemendur mínir láta hugann
virkilega springa út í einhveiju sér-
stöku.
íslensk náttúra býður upp á mik-
ið litaspil og birtan er æði misjöfn.
Við höfum úr miklu að moða hér-
lendis. Nú er mikill áhugi á útivist
og ég heid að fólk sé farið að taka
meira eftir litunum í náttúrunni.
Hér áður fyrr settist fólk upp í bíla
og brunaði á milli staða. Þá var
bara horft út um gluggana á fleygi-
ferð. Mér fínnst eins og það hafí
átt sér stað hugarfarsbreyting í þá
veru að fólkið hafi meiri áhuga á
að ganga um landið og skoða. Það
að mála landslag er hluti af því að
skoða landið að mínu mati.
Mér fínnst mikilvægt að fólk
reyni að sjá fegurðina í umhverfí
sínu.
Viðtal: Einar Örn Gunnarsson