Morgunblaðið - 02.11.1991, Qupperneq 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 1991
Sjðnvarpsmynd um Sverri Haraldsson:
TÆKIFÆRI TIL AÐ META VERK
SVERRIS OG STÖÐU HANS
Viötal við Þorstein Helgason og Hjálmtý Heiddal
Sunnudaginn 29. desember
næstkomandi verður á dag-
skrá Sjónvarpsins 55 mín-
útna löng heimildarmynd
þar sem fjallað er um Sverri Har-
aldsson, manninn og málarann.
Sverrir var fæddur í Vestmanna-
eyjum árið 1930 og var í hópi
hæfileikaríkustu myndlistar-
manna þjóðarinnar. Hann lést um
aldur fram, eða aðeins 55 ára
gamall, árið 1985.
í myndinni er gerð grein fyrir
lífi Sverris og þróun myndlistar
hans. Meðal annars greina mynd-
listarmennirnir Eiríkur Smith og
Sigurður Guðmundsson frá kynn-
um sínum af Sverri og viðhorfum
til verka hans. Þóra Kristjánsdótt-
ir listfræðingur lýsir viðhorfum til
Sverris og þeim áhrifum sem
ákveðið málverk hafði á hana á
unga aldri. Kunnugt fólk segir frá
uppvexti hans í eyjum. Verksmiðj-
an h/f stendur að gerð myndarinn-
ar. Af þessu tilefni mælti blaða-
maður Morgunblaðsins sér mót við
aðstandendur myndarinnar.
- Hver voru tildrög þess að þið
réðust í þessa heimildarmynda-
gerð?
Þorsteinn verður fyrir svörum.
„Við höfðum reifað hugmyndina
okkar á milli í nokkur ár en tókum
þó ekki að vinna að henni fyrr en
síðastliðið vor. Ég viðaði að mér
heimildum úr ýmsum áttum og
vann að frumhandriti á Listasafni
íslands þar sem er ágætt úrklippu-
safn. Þetta er spennandi verkefni
því að það hefur ekki verið gerð
nein úttekt á Sverri Haraldssyni
þó að til sé ágæt viðtalsbók. Mynd-
in er ekki upphaf að þáttaröð held-
ur er hún unnin eingöngu af áhuga
okkar á Sverri og verkum hans.
Sjónvarpið hentar að mörgu leyti
mjög vel til að kynna myndlist.
Verk Sverris eru mjög dreifð, þau
eru lítið á listasöfnum og koma
því ekki mikið fyrir almennings-
sjónir. Það er að mínu mati æski-
legt að safna þeim saman eins og
við gerum í þessari mynd. Með
því móti skapast gott tækifæri til
að kynna verkin. Sverrir þaulvann
myndir sínar þannig að einstakir
hlutar eru jafn athyglisverðir og
heildin. Sjónvarpið er góður miðill
til að draga fram eingangraða
hluti, hlaupa eftir mótívum og at-
huga myndefnið.
Eg þekkti Sverri vel og um-
gekkst hann verulega mikið á
tímabili þannig að þetta er mjög
persónulegt áhugamál líka. Þó að
ég hafi þekkt hann þá er margt í
fari hans sem kemur mér
skemmtilega á óvart þegar ég
kanna ýmis tímabil í lífi hans.”
- Hvernig er uppbyggingu
myndarinnar háttað?
„Við tókum þá ákvörðun í upp-
hafi að fylla ekki myndina af við-
tölum við kunnugt fólk sem sæti
í stólum og talaði,” svarar Hjálm-
týr. „Það vill oft brenna við að
heimildarmyndir verði undirlagðar
af viðtölum. Við vissum nokkurn
veginn hvað við vildum fá fram í
viðtölum og takmörkuðum okkur
við tiltekið efni hveiju sinni. Viðt-
ölin falla stundum inn í umfjöllun-
ina og koma í staðinn fyrir saminn
texta sem annars væri lesinn af
þuli. Viðtölin eru öll fremur stutt
og hnitmiðuð. Það hefur verið
fiskað eftir ákveðnum þáttum t.d.
Iýsir Elías Mar rithöfundur að-
Sverrir Haraldsson myndlistarmaður.
draganda þess að Sverrir teiknaði
af honum mynd auk þess sem
hann segir frá gerð myndarinnar.
Við fórum á staði til að mynda
svo sem til Vestmannaeyja, að
Selsundi, og víðar. Við erum einn-
ig búnir að mynda á þriðja hundr-
að verka Sverris og mörg þeirra
koma fram í kvikmyndini. Éinnig
erum við búnir að viða að okkur
fjölda ljósmynda, tveimur sjón-
varpsviðtölum auk auglýsinga-
myndar frá Radíóbúðinni sem
Sverrir kom fram í.”
„Eftir að tökum lauk höfum við
leitast við að finna mótívin sem
Sverrir notaðist við í náttúrunni,”
segir Þorsteinn. „En það getur
reynst erfitt því að hann Ijósmynd-
aði oft staði og síðan vann hann
mjög fijálslega með mótívin. Hann
færði hluti til á myndfletinum auk
þess sem landið hefur breyst svo
Sem í Vestmannaeyjum. Margt
myndefnið er komið undir hraun
og þó að hann hafi málað dálítið
af nýja hrauninu þá hefur það
einnig tekið breytingum.
Þó að Sverrir færi oft frjálslega
með myndefni þá bjó hann yfir-
leitt ekki til landslag upp úr þurru.
Hann var stundum mjög nákvæm-
ur með myndefni.”
„Þorsteinn”, blýantsportret eftir Sverri
Haraldsson.
Úr upptökusal Verksmiðjunnar h/f. Þor-
steinn Helgason stjórnandi, Hjálmtýr
Heiðdal og Guðmundur Bjartmarsson
kvikmyndatökumaður.
- Hvernig er að fást við heim-
ildamyndagerð á íslandi?
„Það hefur verið erfitt að stunda
vandaða heimildarmyndagerð hér-
lendis vegna þess hversu lítill
markaðurinn er,” svarar Hjálmtýr.
„íslenski markaðurinn er að mestu
leyti bundinn við Sjónvarpið og
Námsgagnastofnun sem kaupir
sum verk. Námsgagnastofnun
hefur yfirleitt keypt verk um ís-
lenska listamenn sem hafa staðið
undir gæðakröfum stofnunarinn-
ar.
Við gerðum kostnaðaráætlun
með vandað verk í huga og þó að
Sjónvarpið hafi keypt sýningarétt
í desembermánuði þá vantar nokk-
uð upp á að endar nái saman.
Stór hluti af starfi okkar hefur
verið að reyna að fá styrktaraðila.
Það var í fyrstu mjög erfitt að fá
einhveija til að styrkja okkur og
það fór í reynd ekki að ganga að
neinu marki fyrr en menn gátu
séð að Sjónvarpið hafði tekið
myndina til sýningar. Við höfum
fundið að það er talsverður hljóm-
grunnur fyrir þessari mynd í Vest-
mannaeyjum,” segir Þorsteinn
„enda líta menn á Sverri sem
Vestmannaeyjalistamann. Við
höfum fengið stuðning nokkurra
einstaklinga og samtaka. En það
er dýrt að gera mynd á borð við
þessa og er það von okkar að
menn leggi okkur frekara lið þann-
ig að myndin geti orðið sem vönd-
uðust.
Myndin verður sýnd á einstak-
lega góðum tíma það er að segja
á milli jóla og nýárs.”
„Það stóð einhvem tíma til að
gera heimildarmynd um Sverri,”
segir Þorsteinn „en úr því varð
aldrei sökum heilsuleysis hans.
Hann hafði áhuga á að taka þátt
í þeirri heimildamyndagerð og þá
vakti fyrir honum að sýna þau
vinnubrögð sem hann hafði tileink-
að sér. Hann var mjög iðinn við
að gera tilraunir af ýmsum toga.
Þessi mynd ætti að vera tæki-
færi til að meta svolítið verk Sverr-
is og stöðu hans í íslenskri mynd-
list. Staða hans hefur i raun verið
mjög á huldu og menn hafa ekki
vitað hvernig eigi að taka á hon-
um. Hann var vinsæll, seldi mikið
og mikil aðsókn var á sýningar
hans. En það hefur verið allur
gangur á því hvernig safnafólk,
kollegar og fræðingar hafa metið
hann. Sigurður Guðmundsson
myndlistarmaður kemur mjög
skemmtilega að því í viðtali hvað
myndir hans hafa verið vanmetnar
af þessum hópi og finnst að það
þyrfti að skoða þær aftur og finnst
þær í reynd geta talist nýtískuleg-
ar. Það er ekki fráleit hugsun eins
og listastefnurnar hafa verið núna.
Listasafn íslands á þijár ab-
straktmyndir, eina sprautumynd
og eina landslagsmynd. Lands-
lagsmyndatímabilið stóð reyndar
yfir í tuttugu ár. Hann gerði gey-
simikið af myndum á þvi tímabili
og það eru myndir sem hann vildi
sjálfur helst kannast við. Safnið
hefur náttúrulega takmörkuð flár-
ráð og kemst ekki yfir að kaupa
alla hluti en þetta endurspeglar
samt að mínu mati viðhorfið hveiju
sinni gagnvart listastefnum og
hreyfingum, og hvernig þær ná inn
í söfnin. Fulltrúar safna geta verið
blindaðir eins og aðrir.”
Viðtal: Einar Orn Gunnarsson