Morgunblaðið - 02.11.1991, Qupperneq 6
6 B
MORG.UNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 2. MOVEMBER 'IBM
OLAF BAR OG
GEOFFREY PARSONS
í ÍSLENZKU ÓPERUNNI
Olaf Bar og Geoffrey Parsons
munu halda ljóðatónleika í Is-
lensku óperunni á vegum Tónlist-
arfélagsins þriðjudaginn 12. nóv-
ember kl. 20.30.
Olaf Bar hefur stundum verið
kallaður prins ljóðasöngsins og
víst er, að hann á sér talsverða
sérstöðu meðal ljóðasöngvara nútím-
ans. Meðal yngri Ijóðasöngvara
Þýzkalands á hann sér tæplega
raunverulegan keppinaut nema
Andreas Schmidt. Og þó eru þeir svo
ólikir, að vart getur verið um saman-
burð að ræða. Annar er sem klettur
staðfestunnar, hinn líkari land-
könnuði á sviði ljóðatónbókmennt-
anna.
* Utan meðfæddra guðsgefínna
hæfíleika, er það, sem væntanlega
hefur mest stuðlað að sérstöðu Olafs
Bár, sú staðreynd, að hann er fædd-
ur og uppalinn í Austur-Þýzkalandi
utan við menningarstrauma vesturs-
ins, þótt hann hafi drukkið í sig alla
þá tónlistararfleifð, sem völ var á í
hans nánasta umhverfi, allt frá
blautu barnsbeini. Hann gerðist til
dæmis meðlimur í hinum fræga Kre-
uzkór í Dresden 10 árá gamall og
innritaðist í Weber-tónlistarakadem-
íuna þar í borg árið 1978. Pjórum
árum síðar vann hann fyrstu verð-
laun í Dvorak-söngkeppninni í
Tékkóslóvakíu og í beinu framhaldi
af velgengninni þar, var honum
veittur Mendelssohn-styrkur mennt-
amálaráðuneytis Austur-Þýzkalands
til frekara náms.
Ströngu tónlistamámi var því í
engu ábótavant og árið 1981 vann
hann fyrstu verðlaun í samkeppni
ungra söngvara í Austur-Þýzka-
landi. Arið 1983 vann hann svo
Walter Gruner-ljóðakeppnina í Lon-
don og lagði tónlistarheiminn þar í
borg að fótum sér, þegar hann kom
fram á ljóðatóleikum í Wigmore
Hall skömmu seinna, en þeir tónleik-
ar voru einmitt hluti af verðlaunun-
* um.
Það þótti nánast undur, að svo
ungur maður hefði náð að skyggn-
ast svo djúpt inn í heim hins þýzka
Ijóðs og túlka það á svo frumlegan
en engu að síður frjálslegan og
náttúrulegan hátt. Menn spurðu,
hvaðan svo ungum manni kæmi slík-
ur sköpunarmáttur og glögg-
skyggni?
En sé litið á uppvaxtarskilyrði
Olafs Bár verður margt skiljanlegra.
Heimaborg hans, Dresden, á sér
langa menningarsögu að baki og
tónlist hefur ávallt verið þar í háveg-
um höfð. Menntunarmöguleikar á
sviði tónlistar voru því hinu ákjósan-
legustu og naut Olaf Bár sannarlega
góðs af öllu, sem völ var á á því sviði
í heimabyggð sinni. Hins vegar var
Austur-Þýzkaland afar einangrað á
uppvaxtar- og námsárum hans. Að-
gangur að því, sem var að gerast í
tónlist og annarri menningu á
Vesturlöndum, var í hæsta máta
takmarkaður. Fáir alheimslistamenn
komu í heimsókn og aðgangur að
hljóðritunum og öðru, sem hefði
getað veitt innsýn í það sem var að
gerast á sviði tónlistarinnar í hjnum
stóra heimi, var nánast enginn og
hið sama átti við um hljóðritanir frá
fyrri tíð, sem hefðu getað veitt inn-
sýn í tónlistarhefðir fortíðarinnar.
Og ekki má gleyma, að Dresden var
svo til jöfnuð við jörðu í seinni heims-
styijöldinni þannig að ógrynni af
menningararfleifð fór forgörðum í
þeim hildarleik.
Olaf Bár óx því úr grasi án þess
að hafa hugmynd um þá þróun, sem
orðið hafði í ljóðasöng í hinum stóra
heimi upp úr síðari heimsstyijöldinni
og þekkti jafnvel ekki ti! fremstu
Ijóðasöngvara í hinum vestræna
heimi eða þeirra, sem gert höfðu
garðinn frægan áður fyrr. Þeir voru
í bezta falli innantóm nöfn en engan
veginn listrænar fyrirmyndir. Olaf
Bár átti því ekki í önnur hús að
venda en að sökkva sér í nótnalestur
í von um, að leyndardómurinn bak
hinna prentuðu tákna mundi opin-
bera sig á þann hátt. Aðstæðan var
lík því, sem gerðist á 19. öldinni,
áður en hljóðritanir gerðu saman-
burð auðveldari en stefndu jafnframt
því persónulega og einstaklings-
bundna í hættu. Olaf Bár átti því
ekki annars úrkosta en að kafa sem
dýpst inn í fylgsni eigin sálar til að
komast að kjarnanum í þeirri list,
sem hann var að fást við, því að í
hinum ytra heimi var ekkert beint
leiðarljós að styðjast við. Fyrir
bragðið varð list hans djúp, sönn,
einlæg og persónuleg en í hæsta
máta óhefðbundin.
Hið óhefðbundna vekur oft gagn-
rýni engu síður en aðdáun, en flestra
manna reynsla er þó sú, að erfitt
er að standast listamann, sem miðlar
jafn örlátlega og rausnarlega af því
bezta, sem hann á til yfir áheyrenda.
En þrátt fyrir alla velgengni hefur
ferillinn engan veginn verið þyrna-
laus. Sá sem nær heimsfrægð á svo
ungum aldri verður óhjákvæmilega
margt að læra og slípa frammi fyrir
áheyrendum og gagnrýnendum. í
viðtölum í heimspressunni kemur
fram, að Olaf Bár telur sig hafa
fengið fagra söngrödd í vöggugjöf,
en engu að síður hafí hann þurft
að þjálfa hana endalaust til að bæta
jafnt umfang sem raddstyrk'og á
stundum hafði röddin ekki verið
jafnhlýðin og hann hefði kosið. Auk
þess hefur hann orðið að læra á
heim, sem er gjörólíkur heimaslóðum
hans og kynnast á fullorðinsárum
tónlistarhefðum og tónlistarsmekk
hins stóra heims, sem hann á al-
heimsvelgengni sína að þakka. Olaf
o
Bár þykir sjálfsgagnrýninn og það
fram úr öllu góðu hófí. En skoðanir
hans eru oft óhefðbundnar, langt frá
því almennt viðtekna.
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Olaf
Bár gert íjölmargar hljóðritanir fyr-
ir hljómplötufyrirtækið EMI, sem
hafa hlotið einróma lof gagnrýnenda
og selst öðrum betur. Ein þeirra er
„Vetrarferðin” eftir Schubert, sem
í flestra augum er ekkert bamameð-
færi. Olaf Bár bendir hins vegar
réttilega á, að Schubert hafí enn
verið ungur maður, þegar hann
kvaddi þennan heim og því verið
ungur maður þegar hann samdi tónl-
istina við „Vetrarferðina”. A sama
hátt hafi Wilhelm Múller verið ungt
skáld, er hann orti ljóðin. Því sé
ástæðulaust að ætla, að það sé ekki
á færi annarra en gráhærðra
öldunga, að setja sig inn í tilfínning-
ar og hugsunarhátt listaverksins.
Um sé að ræða örlög, tilfinningar
og hugsunarhátt listaverksins. Um
sé að ræða örlög, tilfínningar og
viðbrögð ungs manns, sem lent hafi
út í vegleysu. Vetrarferðin sé því
ferð hins unga fremur en hins aldna,
og því samkvæmt verkefni fyrir
unga söngvara.
I stórum dráttum telur Olaf Bár
hið þýzka ljóð mun kröfuharðara
viðfangsefni en óperuna, þar sem
svo margt komi til hjálpar. Engu
að síður hefur hann fengizt við óper-
usöng allt frá upphafí og meðal ann-
ars verið fastráðinn við ríkisóperuna
í Dresden, komið fram á Covent
Garden-óperunni í London, í Vínaró-
perunni, á la Scala í Lilano, á tónlist-
arhátíðunum í Glyndeboume og Aix-
en-Provence og víðar. Hann viður-
kennir samt fúslega að hann fari
varlega sem óperusöngvari og haldi
sig við hlutverk, sem henti jafnvið-
kvæmri en blæbrigðaríkri rödd og
náttúran hafí úthlutað honum. Og
hann er sér fullmeðvitaður um þá
stöðugu jafnvægisbaráttu á milli
efnis og anda, sem öll sönglist bygg-
ir á, og „verndar okkur söngvarana
frá því að verða yfirborðsmennsk-
unni að bráð”, eins og hann komst
eitt sinn svo vel að orði.
í mínum huga er listamaðurinn
Olaf Bár óræk sönnun þess, að
sköpunarmátturinn og ímyndunar-
aflið hið innra nær óvíða betur flug-
inu en þegar hið ytra umhverfið
þrengir að og knýr mannsandann til
að rísa yfír allar hindranir í stað
þess að verða þeim að bráð.
En Olaf Bár er ekki einn á ferð.
Með í ferðinni er ástralski undirleik-
arinn Geoffrey Parsons, sem þarf
tæplega að kynna fyrir íslenzkum
áheyrendum. Hann hefur leikið með
flestum frægustu ljóðasöngvurum
heims og gerir enn, þótt hann megi
heita fastur undirleikari Olafs Bárs
á hinum alþjóðlega vettvangi. Þegar
Olaf Bár kom fram í fyrsta skipti í
London, gjörsamlega óþekktur, var
það mikið lán fyrir hann að hafa
Geoffrey Parsons sér við hlið og síð-
an hefur samStarf þeirra orðið æ
nánara og samstilltara.
Mér er sönn ánægja að bjóða þá
félaga velkomna og vona, að íslenzk-
ir áheyrendur megi vel njóta.
Texti: Halldór Hansen
Laugardaginn 2. nóvember:
Kirkjuhvoli kl. 17.00.
•EPTA-píanótónleikar. Edda Er-
lendsdóttir.
Safnaðarheimili Akureyrar-
kirkju, kl. 17.00.
Hólmfríður Benediktsdóttir, sóþr-
an, Þuríður Baldursdóttir, alt, Ric-
hard Simm, píanó Verk e. Elísa-
betu Jónsdóttur, Dvorak, Vérdi,
Brahms, Rubinstein, Humperd-
inck.
Háskólabíó kl. 21.00.
Grænlenskt rokk. Hljómsveit Ole
Kristiansens frá Grænlandi.
Þriðjudaginn 5. nóvember:
Nýlistasafnið kl. 20.30.
Caput í samvinnu við UNM. Guðni
Franzson. klarinett, Kolbeinn
Bjamason, flauta, Bijánn Ingason,
fagott, Bryndís Halla Gylfadóttir,
selló, Einleiksverk, ýmist með eða
án segulband og/eða tölvu eftir
.Lárus H Grímsson, Ríkharður H.
Friðriksson, Elínu Gunnlaugsdótt-
ur, Báru Grímsdóttur, Ame Máll-
nes, Brian Ferneyhough, Helga
Pétursson.
Miðvikudagur 6. nóvember:
Norræna húsið, kl. 12.30.
Háskólatónleikar. Tónlistardagar
Dómkirkjunnar. Dómkirkjan kl.
20.30.
Dómkórinn. Orgelleikari og stjóm-
andi, Marteinn H. Friðriksson. Ein-
söngvari: Sigríður Ella Magnús-
dóttir. Jón Þórarinsson: Vakna þú
, sál mín (frumfl.) Einsöngslög e.
Bach, Hugo Wolf og fl. Orgeltónl-
ist e. J.S. Bach og Jón Þórarinsson.
Fimmtudaginn 7. nóvember:
Háskólabíó kl. 20.00.
Sinfóníuhljómsveit íslands (Gulir).
Stj. H.D.Wettcm. Einl. Bernharður
Wilkinson og Monika Abendroth.
Sinfónía nr. 83 e. Haydn, Konsert
f. flautu og hörpu e. Mozart, Sin-
fónía nr. 2 e. Beethoven.
Laugardaginn 9. nóvember:
Dómkirkjan kl. 17.00.
Orgeltónleikar. Ann Toril Lind-
stad. Verk e. G. Böhm, J.S. Bach,
W.A. Mozart, L. Vieme og A.E.
Sandvold.
Akraneskirkja, kl. 17.00.
Orgeltónleikar. Dr. Orthulf Prunn-
er leikur verk eftir J.S.Bach.
Þóroddsstaðarkirkja, Kölduk-
inn, 17.00.
Margrét Bóasdóttir, sópran, Þuríð-
ur Baldursdóttir, alt, Michael Jón
Clarke, Bariton, Sigurður I. Snor-
rason, KjartanÓskarsson, Óskar
Ingólfsson, klarinett. Verk e. Beet-
hoven, Bach, Graupner, Mozart.
Grenivíkurkirkja, kl. 20.30.
Margrét Bóasdóttir, sópran, Þuríð-
ur Baldursdóttir, alt, Michael Jón
Clarke, Bariton, Sigurður I. Snor-
rason, KjartanÓskarsson, Óskar
Ingólfsson, klarinett. Verk e. Beet-
hoven, Bach, Graupner, Mozart.
Sunnudaginn 10. nóvember:
Akraneskirkja kl. 14.00.
Kirkjukór Akraness, Guðrún Ell-
ertsdóttir, sópran, Timothy Knapp-
ett, orgel ásamt kammersveit. Stj.
Jón Ólafur Sigurðsson. Missa Bre-
vis í B-dúr e. Joseph Haydn.
íslenska óperan, kl. 17.00.
Kammersveit Reykjavíkur.
Reykjavíkurkvartettinn. Selma
Guðmundsdóttir, píanó. Verk e.
Mozart og Dvorak.
Landakotskirkju, kl. 17.00.
Dómkórinn. Einsöngv. Sigríður
Gröndal, Sigríður Ella Magnús-
dóttir, Þorgeir Andrésson, Tómas
Tómasson. Félagar úr Sinfóníu-
hljómsveitinni. Einleikari á orgel:
Úlrik Ólafsson. Stj. Marteinn H.
Friðriksson. W.A. Mozart: Krýn-
ingarmessa K.V.317. Kórlög e.
Hjálmar H. Ragnarsson, Jónas
Tómasson, Knut Nystedt og Si-
egfried Thiele. Orgeltónlist e. J.S.
Bach.
Akureyrarkirkja, kl. 17.00.
Tónlistarfélag Akureyrar. Margrét
Bóasdóttir, sópran, Þuríður Bald-
ursdóttir, alt, Michael Jón Clarke,
Bariton, Sigurður I. Snorrason,
KjartanÓskarsson, Óskar Ingólfs-
son, klarinett. Verk e. Beethoven,
Bach, Graupner, Mozart.
Mánudaginn 11. nóvember:
Norræna húsið kl. 20.30.
Helga Þórarinsdottir, víóla. Snorri
Sigfús Birgisson, píanó.
Þriðjudaginn 12. nóvember:
íslenska óperan kl. 20.30.
Tónlistarfélagið. Olaf Bár, bariton.
Geoffrey Parsons, píanó. Ljóða-
söngvar eftir Mozart, Beethoven,
Schubert, Mendelssohn, Schum-
ann, Brahms og Wolf. _
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
kl. 20.30.
Musica Nova. Einar Jóhannesson,
klarinett. Robyn Koh, semball og
píanó. Verk eftir Askel Másson
(frumfl.), Karólínu Eiríksdóttur,