Morgunblaðið - 22.11.1991, Síða 1
Loðfeldir úr selskinni
EFTIR margra ára hlé eru loðfeldir úr selskinni að koma
aftur á markað hér á landi. Sniðin eru nýtískuleg og litaúrval-
ið mikið. Eggert Jóhannsson feldskeri, sem segist hafa sel-
skinn á heilanum, er í viðtali við Daglegt líf á bls. 6 í dag.
Hraunfossar.
Þar væri áform-
að að girða og
útbúa gönguieið-
ir.
Að fossinum
koma um 15 þús-
und gestir á
sumri.
KAFFISOPI inni i Langjökli, gönguferðir um upplýsta hella Hallmundarhrauns
og stígar upp á Baulu í Norðurárdal. Þetta eru nokkrar af þeim hugmyndum
sem undirbúningsnefnd að samtökum um náttúruvernd og ferðamál í Borgar-
firði er að ræða og verður ráðist í þessar og fleiri framkvæmdir ef samkomulag
næst við eigendur landa og styrkir fást til undirbúningsvinnu. Kristleifur Þor-
steinsson, hreppstjóri á Húsafelli sagði Ferðablaðinu að Borgfirðingar teldu að
þeir ættu náttúrudjásn sem ekki stæðu öðrum að baki og skynsamleg kynning
og leiðsögn væri efst á blaði.
Kristleifur sagðist hafa hug á að
laga aðgengi að Langjökli, höggva í
sprungur í jaðrinum 5-6 metra nið-
ur, ryðja þar ísnum í og gera stofu
inn í jökulinn. Þar mætti byija á
Skrcming hafin á
verði
BIFREIÐAINNFLYTJENDUR og Bilgreina-
sambandið vinna nú að gerð verðskrár yfir
notaða bíla. Er tilgangur hennar að samræma
verðlagningu á notuðum bílum og að umboð-
in geti gefið upp svipað viðmiðunarverð sem
yrði sem næst raunverði. I þessu sambandi
er einnig verið að taka upp notkun sérstakra
eyðublaða við skoðanir og mat á notuðum
bílum.
Skráning á söluverði notaðra bíla hjá bílaum-
boðunum hófst fyrir nokkrum vikum en stærstu
umboðin selja milli 100 og 200 notaða bíla á
mánuði. Auk tegundar og árgerðar er skráður
akstur og ýmsar lágmarksupplýsingar um bílinn
og síðan hið raunverulega söluverð. Ráðgert er
að eftir nokkurra mánaða upplýsingasöfnun verði
til stofn að verðskrá sem síðan er hægt að halda
'við með tiltölulega einföldum hætti. Verðskráin
geti síðan legið frammi hjá bílaumboðum og þar
geti kaupendur nýrra bíla séð með talsverðri
nákvæmni hvað þeir fengju fyrir eldri bíla sína.
svona 50 fermetra vistarveru og
stækka síðar ef vel gengi. „Þarna
inni er hiti líklega við frostipark og
gólfið spegilslétt en við setjum dregla
á gólfið svo menn steypist ekki á
hausinn. Þarna kem
ég fyrir mótor til
ljósa og langborði
þar sem fólk getur
sest niður og drukk-
ið kaffisopann sinn.
Líka má íhuga snjó-
sleðaferðir upp á
jökul og koma fyrir
lyftum.”
Þá hafa verið
ræddar hugmyndir
um að setja öruggari
stíga í hellana í
Hallmundarhrauni
og lýsa þá upp.
Kristleifur sagði að
fólk ætti oft í erfið-
leikum með að finna
hellana eða legði
ekki í að fara um
þá. Surtshellir er
hvað þekktastur en
Víðigelmir hjá
Fljótstungu, sem mun vera annar
stærsti hraunhellir í heimi, hefur nú
verið opnaður með því að brotinn var
klakinn fyrir hellismunanum. Hellin-
um var lokað því ferðamenn höfðu
á brott með sér dropasteina og
hraunmyndanir en Kristleifur sagði
að nauðsynlegt væri að fyrirbyggja
slíkt þar sem annars staðar með því
að leiðsögumenn væru með ferða-
fólkinu, bæði til upplýsinga og ekki
síður til að sjá um að gengið væri
sómasamlega um.
Enn ein hugmyndin er að girða
Hraunfossa af, gera útskot fyrir bíla
og göngustíga og reisa þjónustuhús.
Þá hefur verið rætt um að gera að-
stöðu við Deildartunguhver þar sem
ekkert er nú og loks að merkja göng-
uleiðir upp á Baulu í Norðurárdal og
skipuleggja tjaldstæði þar í grennd.
Kristleifur ítrekaði að þetta væri
allt á umræðustigi. „Við viljum taka
þetta allt í fangið en vinna svo að
framkvæmdinni stig af stigi. Fyrir
okkur vakir þrennt: veita þeim sem
sækja héraðið heim góða þjónustu,
vernda gróður og náttúrundur og að
innanhéraðsmenn fái atvinnu við
þetta svo arðurinn haldist hér.”