Morgunblaðið - 22.11.1991, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 22.11.1991, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991 C 3 Unglingar syngja fyrir börn og aldraða á sjúkrastofnunum UNGLINGAR sera starfandi eru í Æskulýðssamtökum kirkjunnar munu á morgun, laugardag, safnast saman í Hallgrímskirkju og ræða um vináttuna og tengsl milli fólks. Um kaffileytið fara þeir í heimsóknir á Hrafnistu, Hafnarbúðir, barnadeildina á Landakoti, Kvennadeild Landspítalans, Barnaspítala Hringsins, Borgarpsítalann, Grund og Droplaugarstaði, þar sem þeir munu syngja og flyija stutta dagskrá. Vináttusamveran er á vegum Æskulýðssambands kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum. Inga Rut Karlsdóttir, sem sæti á í undir- búningsnefndinni sagði í samtali við Morgunblaðið að Æskulýðsfé- lögin stæðu fyrir árlegri haust- samveru. „Núna vildum við nota tækifærið vegna þeirrar vináttu- umræðu, sem hefur verið undan- farið og leggja okkar af mörkum. Okkur hefur verið sýndur mikill áhugi og skilningur af starfsfólki spítalanna og öldrunarheimil- anna.” Samverustundinni lýkur með vináttumessu kl. 21, þar sem dr. Sigurbjörn Einarsson biskup préd- ikar. Unglingar munu syngja og annast ritningarlestur. Vináttu- móssan er öllum opin.1 b ú qquBI fidír fargjðld Flugleiöa til Luxemburgar ekki í boði nú 1 FRÉTT Morgunblaðsins á miðvikudag segir frá fargjaldalækkun flugfélaga frá Bandaríkjunum til Evrópu og Flugleiðir hafi verið í hópi þeirra félaga sem kom fram með tilboð; 346 dollara eða 20.241 króna frá New York til Luxemborg og til baka. Þar sem lægsta fargjald héðan til Luxemborgar og heim er 31.460 kr, þótti Ferðablaðinu ástæða til að leita skýringa. Hjá Flugleiðum fengust þau svör að þessi fargjöld væru ekki í boði nú. Einar Sigurðsson, blaða- fulltrúi sagði að nokkurt magn farmiða á þessu nefnda verði hefði verið sett á markað í ágúst og september. „Aðallega var það til að reyna að koma Flugleiðum á blað, sem sagt meira í auglýsinga- skyni,” sagði Einar. Hann sagði hugsanlegt að nokkrir væru að fljúga á þessum miðum nú og fréttin þannig til orðin. Þessa miða varð að greiða löngu fyrirfram og þeir fengust ekki endurgreiddir. Þó um lítið magn væri að tefla þótti Ferðablaði fýsilegt að reikna verðmun skv. þessari upphæð. Frá New York til Luxemborg, um Keflavík og til baka eru 12.980 flugkm. Frá Keflavík til Luxem- borg og til baka eru 4.666 flugkm. Þetta þýðir að sá sem keypti ódýru miðana til Luxemborg í New York greiddi 1,56 kr á flugkm en verð á flugkm héðan til Luxemborg er samkvæmt þessu 6.74 kr. ■ Bæklingur Sögu um vöiusýningar 1992 FERÐASKRIFSTOFAN Saga hefur gefið út bækling um vöru- sýningar í Evrópu og Banda- ríkjunum fyrir árið 1992. Þar segir í formálsorðum að mikil- vægi vörusýninga aukist jafnt og þétt og stór hluti viðskipta í heiminum nú orðið fari fram á vörusýningum. Þar komi oft fram í fyrsta skipti nýjungar á ýmsum sviðum. Ef gluggað er í bæklinginn má sjá að þar kennir ýmissa grasa. Vörusýningar um auglýsingar, bakstur og kökugerð, báta og bíla, fasteignir, heilsu og heimilishald svo nokkuð sé nefnt. ■ Til Amsterdam með Doru í FRÉTTATILKYNNINGU frá ferðamiðstöðinni Veröld er sagt frá því að Dóra Einarsdóttir hönnuður verði leiðsögumaður í fjögurra daga hópferð til Amst- erdam 5. desember. Hún mun standa fyrir ferðum á flóamarkaði, leikhús og listasöfn og sérkennilega veitingastaði og verða þeim innan handar sem vilja gera innkaup. Gist er á Scandic Crown Victoria sem er í hjarta mið- borgarinnar. Verðið er tæpar 28 þúsund krónur í tvíbýli, miðað við staðgreiðslu. Við bætist flugvall- arskattur og forfallatrygging, um 1.800 krónur. ■ Verðvilla leiörétt í SÍÐASTA Ferðablaði var frétt um verð á hótelherbergjum á ýmsum hótelum í Reykjavík og úti á landi. Þar slæddist inn villa um hvað gist- ing kostar á Hótel Borgarnesi; 2ja manna herbergi með baði kostar 5.500 og eins manns 4.100. Beðist ■er velvirðingar á mistökunum og þau i leiðréftt hér með. ■ Frá Hrísey. Myndabók og almanak nm ísland eftir Max Schmid ÞÝSKA bókaforlagið Ellert & Richter hefur sent frá sér myndabókina ISLAND eftir þekkt- an ljósmyndara og Islandsvin, Max Schmid, og almanak í stóru broti með miklum fjölda litmynda frá Islandi. Bókin ISLAND er 160 bls. í stóru broti og útgáfa mjög vönduð. í bókinni er aragrúi fágætlega fallegra mynda eftir Schmid en hann er þekktur víða um heim fyrir myndir sínar. Schmid er búsettur í Sviss en hef- ur verið mikið á faraldsfæti og einatt komið hingað til myndatöku. Texti bókarinnar er eftir Gerald Mart- in sem þekkir einnig vel til hérlendis og hefur verið ritstjóri Iceland Report í Þýskalandi mörg undanfarin ár. Martin skiptir texta í nokkra kafla, fjallað um ísland - töfraland norðursins - dýralíf og náttúru, eld og orku, veðurfar og fleira. Nokkrar tilvitnanir eru birtar í íslandsbækur frá fyrri tíð. Texti er á frönsku, ensku og þýsku. Almanakið 1992 með ljósmyndum Schmid er 47x45 sm að stærð. ■ n Ultra Hampers BLEIUR Rakadrœgur kjarni ad framan Rakadrægur kjarni í miöju Þó bleian sé vot er barnið þurrt Anægðir strákar og stelpur í Pampers-bleium Pampers bleiur eru hannaöar meö vellíöan barnsins aö markmiði. Við framleiöslu þeirra er leitast viö aö spara dýrmætar auðlindir jarðarinnar og aö spilla ekki umhverfinu meö skaðlegum úrgangi. ~ Ulti-a mmpers AUKA VELLlÐAN BARNANNA AÐ UMHVERFISVERND Isljgnslr///// Tunguhóls 11.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.