Morgunblaðið - 22.11.1991, Side 5

Morgunblaðið - 22.11.1991, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1991 C 5 Bílstólar og sessur MIKILVÆGT er að bílstóll sé vel festur með þar til gerðum fest- ingum. Noti maður bílstól sem festa á með bílbelti er mikilvægt að það sé gert rétt. Við kaup á barnabílstól á að kynna sér hvernig festa eigi hann með bíl- beltinu þannig að hann geti ekki kastast til né beltin skorist inn í barnið við árekstur. Belti verða að vera örugg og falla þétt að líkamanum og stólinn á að ná yfir höfuð barnsins, þannig hllfir hann því betur. Bílsessur þarf að velja með tilliti til þess að þær séu ekki harðar. Börn vilja oft ekki sitja á þeim á lengri vegalengdum séu þær harð- ar. Bílsessan þarf ávallt að vera staðsett þannig að hæð bílbeltisins sé rétt á líkama barnsins. Foreldrar þurfa að athuga í hvert sinn sem barnið sest á sessuna, að hún hafi ekki færst til. Frá Slysavarnafélagi Islands Rjómi í súpuna eða sósuna d EF TIL er afgangur af rjóma sem ekki á QX að nota er um að gera að frysta hann í klaka 'Z) og setja í frystinn. X Rjómaklökunum má síðan skella út í súpu eða sósu þegar vantar. ■ Interni. Við hittum Þorstein að máli og spurðum hvort hann sæi fyrir sér framleiðslu á stólnum á íslandi. „Ekki í fjöldaframleiðslu, en hugs- anlega sem módelstólar,” segir hann. „Hins vegar hafði ítalskt húsgagna- fyrirtæki samband við mig vegna hugsanlegrar framleiðslu á stólnum, en ég veit ekki hvað úr því verður. Stóllinn þykir of villtur til að geta náð almenningshylli, en hins vegar mætti reyna að temja skepnuna svo hún höfði til stærri hóps.” í ítölsku blaðagreininni er stólnum hampað fyrir frumleika, formfegurð, þægindi og hagnýtt gildi. Þar er á fræðilegan hátt fjallað um uppbygg- ingu stólsins og um notagildið segir meðal annars: „Það er eðlilegt að maðurinn haldi áfram að hreyfa sig þó hann setjist. Mannslíkaminn þarf á hreyfingunni að halda til að hvíla til skiptist hina ólíku vöðva; og koma þannig í veg fyrir að blóðrásin stöð- vist. Það er því boðið upp á mögu- leika á að sitja í mörgum mismun- andi stellingum í stólnum, nánast að kanna stólinn með lfkamanum.” g Kirkjugarður fyrir hunda finnst við uppgröft FORNLEIFAFRÆÐINGAR í ísrael hafa fundið stærsta hunda-kirkjugarð sem vitað er um. Mörg þúsund beina- grindur af hundum hafa fundist við uppgröftinn og allt bendir til þess að dýrin hafi verið grafin á þessum stað á 50 ára tímabili á fimmtu öld fyrir Krist, eða fyrir um það bil 2.400 árum. Lawrence Stager prófessor í fornleifafræði við Harvard-háskóla stjórnar uppgreftrinum og í viðtali við tímaritið National Geographic sagði hann að dýraleifarnar væru í ótrúlega góðu ástandi. „Öllum dýrunum, hvort sem það voru ungviði eða fullornir hundar, ^ar haglega komið fyrir í litlum grafreitum,” sagði prófess- FORNLEIFAR. Dauðum hundum var hag- lega komið fyrir í litlum grafreitum og flest bendir til þess að fyrir 2.400 árum hafi hundar verið í miklum metum, jafn- vel dýrkaðir, af Föníkumönnum. orinn. „Þau hafa verið lögð á hliðina og kom- ið þannig fyrir að þau litu úr fyrir að sofa.” Ashkelon, þar sem fornleifarnar fundust, var á þessum tíma (fyrir u.þ.b. 2.400 árum) hafnarborg í Persaveldi. Þar hjgr fólk frá mið-. austurlöndum sem Lawrence Stager telur að hafi dýrkað hunda' í tengslum við föníska lækningatrú, og þeir hafi fengið að ráfa um * borgina óáreittir þar til þeir drápust af eðlileg- um orsökum. Lawrence Stager segir að í kjölfar fornleifa- fundarins komi stöðugt upp nýjar hugmyndir um líf í Ashkelon á þessum tíma. Hann segist sannfærður um eitt; að hundar hafi verið í miklum metum meðal Fönikíumanna, annars hefði ekki verið haft jafn mikið fyrir greftrun þeirra og raun ber vitni. HALLAND leburhúsgögnin eru framtíðar- fjárfesting sefn œtlað er að standast tímans tönn. Þau eru unnin úr óverkuðu vísundaleðri sem gefurþeim sérstœtt yfirbragð. íþeim samramist vel IKEA gœði og verð. Þér býðst ekki betri kostur. HALLAND leðurhúsgögn fást einnig t dökkbrúnum og Ijósbrúnum lit. • möbelfakta gœðastimpillinn tryggir vandaða vöru. Líttu við og kynntu þér afborgunar- skilmála IKEA. Raðgreiðslur tilallt að 18 mbmða efverslað er fyrir meira en 60.000,- KRINGLUNNI 7 SÍMI 91 -6 8 6.6 5.0 - s tz s n 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.