Morgunblaðið - 03.12.1991, Side 7

Morgunblaðið - 03.12.1991, Side 7
6 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1991 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1991 B 7 KNATTSPYRNA / ENGLAND ¥ ÞYSKALAND ■ Gudni lék mjög vel Guðni Bergsson lék vel í vörn Tott- enham á sunnudag gegn Arsenal í ensku 1. deildinni, en varð þó að sætta sig við tap, 0:2, á Highbury. Þetta var sjónvarpsleikur helgarinnar. Arsenal var mun sterkara liðið, sótti af miklum krafti og Guðni og félagar í vörninni höfðu því nóg að gera. Tott- enham saknaði enska landsliðsfyrirlið- ans, Gary Linekers, og því var lítill broddur í sóknaraðgerðum liðsins. GuðniBergsson Giggs frábær - sagði George Best um drenginn sem nú fetar ífótspor hans hjá Man. United George Best, fyrrum leikmaður Manchester United og goðsögn í lifanda lífi, hældi táningnum Ryan Giggs á hvert reipi eftir að United sigraði Crystal Palace á laugardag. „Hann var frábær í dag, enn einu sinni. Það fer kliður um áhorfendaskarann í hvert skipti sem hann fær boltann — það segir meira en mörg orð um það hversu góður hann er,” sagði Best, sem var meðal áhorfenda á Selhurst Park. Margir hafa líkt Giggs, sem varð 18 ára sl. föstudag, við Best, sem var einn besti knattspyrnumaður heims þegar hann var upp á sitt besta með United, á árunum fyrir 1970. „Ég sé enga ástæðu til ann- ars en hann verði stórstjarna,” sagði Best um strákinn. ÍÞRÓmR FOLK Tíminn nýttur til hins ýtrasta Rod Wallace gerði sigurmark Leeds gegn Everton á elleftu stundu og liðið hélttoppsætinu — United fylgirfast á eftir ■ STEVE Sedgley, varnarmaður sem ekki hefur komist í lið Totten- ham að undanfömu, hefur óskað eftir því að verða settur á sölulista. wm—m—mm H KEN Bates for- Frá Bob seti Chelsea kom í Hennessy i búningsklefann fyrir Englandi leikinn við Forest og sagði mönnum sínum ekki að hafa áhyggjur af vandræðum félagsins utan vallar. ■ BATES verður að útvega 23 milljónir punda á næstu fjórum vik- um til að tryggja það að félagið haldi velli sínum, Stamford Bridge. Fyrirtækið sem á völlinn vill kaupa Fulham, fyrir 11 miljónir punda, og láta bæði spila á Stamford Bridge frá og með næsta vetri. Fyrirtækið hyggst íbúðir á svæðinu þar sem Craven Cottage, völlur Fulham, stendur nú. Það er á einum vinsæl- asta stað Lundúnaborgar, á bökkum Thames-árinnar. ■ KERRY Dixon gerði sigurmark Chelsea gegn Nott. Forest. Hafði ekki skorað í 12 leikjum. ■ PETER Reid, stjóri Manchest- er City, leitar nú að framheija til að stilla upp við hlið Nialls Quinn. Sagan segir að hann hafi mestan áhuga á Steve Bull hjá Wolves, en Ulfarnir láta hann varla fara fyrir minna en tvær milljónir punda. ■ JIM Leighton, fyrrum lands- liðsmarkvörður Skotlands, lék á laugardag fyrir Reading gegn Stockport í 3. deild. Hann hefur veri lánaður í mánuð frá Manchest- er United. ■ LIAM Brady, stjóri Glasgow Celtic, setti landa sinn, írska lands- liðsmarkvörðinn Pat Bonner, út úr liði sínu aðra vikuna í röð. Bonner gæti verið á leiðinni burt fyrir eina milljón punda. ■ GUÐMUNDUR Torfason lék ekki með St. Mirren á laugardag i 1:1 jafnteflinu gegn Dundee Un- ited. ■ ROY Keane, hinn ungi miðju- maður Nottingham Forest, hefur verið orðaður við Liverpool að undanfömu — jafnvel í skiptum fyr- ir framheijann Dean Saunders skv. blaðafrengum. Souness, stjóri Li- verpool, hefur þó neitað að Saund- ers væri á förum, þó sá sami stjóri hafi lýst því yfir fyrir skömmu að Saunders væri til sölu. H SOUNESS virðist hugsa sér Keane sem arftaka Ronnies Whel- an á miðjunni hjá Liverpool — en vafasamt virðist að Whelan nái sér nokkurn tíma að fullu á eftir af hnjámeiðslunum sem hijá hann. Hann fer til sérfræðings á næstunni og fljótlega ætti að vera Ijóst hvert framhaldið verður hjá honum. ■ JAPANIR segjast staðráðnir í að fá fleiri góða leikmenn en Gary Linekér frá Englandi til að leika í nýju atvinnumannadeildinni í knatt- spyrnú sem hleypa á af stokkunum þar í lanai 1993. Bryan Robson fer hugsanlega þangað og nú segir sag- an að Japanir hafi einnig sýnt Bruce Grobbelaar, markverði Liverpool, áhuga. LEEDS hélt toppsæti ensku 1. deildarinnar, með því að sigra Everton 1:0 á heimavelli á laug- ardag. Það var Rodney Wallace sem gerði eina mark leiksins skömmu fyrir leikslok. Man- chester United gefur heldur ekkert eftir, liðið sigraði Cryst- al Palace 3:1 útivelli og var mjög sannfærandi. Allt stefndi í það að Manchester United næði toppsætinu á ný, liðið var með örygga forystu á Sel- mmmmmmmmm hurst Park í London Frá Bob gegn Crystal Hennessyí Palace, en lengst af Englandi var markalaust á Elland Road í Leeds. Það virtist heldur ekki bæta úr skák að leikmenn Leeds voru einum færri síðustu 21 mínútuna því Chris Fair- clough var rekinn af velli. En þeir gáfust ekki upp og Rod Wallace gerði eina markið þegar þijár mín. voru eftir. Skoraði þá af stuttu færi eftir glæsilega fyrirgjöf Gor- dons Strachans. Leikurinn var mjög harður og Fairclough var rekinn út af eftir að hafa lent í útistöðum við Mark Ward. Sá síðarnefndi braut reyndar gróflega á Fairclough, sem stóð upp og ýtti við honum. Fékk að líta rautt fyrir en Ward var sýnt gula spjaldið. Og Howard Wilkinson, stjóri Leeds, var ekki hress með ákvörðun dómarans. „Þessi dómari er alltaf eins. Það er ótrúlegt að annar leikmaðurinn skyldi fá gult en hinn rautt!” sagði Wilkinson. Everton fékk bestu færi leiksins, bæði Tony Cottee og Peter Beards- ley fengu ákjósanleg færi en náðu ekki að koma knettinum í netið. Giggs frábær Ryan Giggs, sem varð 18 ára á föstudaginn, var frábær í liði Man-, chester United gegn Crystal Palace. Paul Mortimer náði að vísu foryst- unni fyrir Palace á 17. mín. en Neil Webb jafnaði fljótlega. Markið var algjörlega Giggs að þakka — hann komst í gegnum flata vörn Palace og þrumaði í þverslá, en Webb fylgdi vel á eftir og þurfti ekki að gera annað en ýta knettin- um yfir línuna með höfðinu. Webb og Giggs voru eftir á ferðinni fljót- lega eftir hlé. Webb átti þá glæsi- lega sendingu á Giggs út á vinstri kantinn, útheijinn sendi fyrir mark- ið þar sem Brian McClair tók knött- inn á bijóstið og afgreiddi hann síðan með fallegu skoti í markið. Aðeins einni mín. síðari nýtti svo sovéski landsliðsmaðurinn Andrej Kantsjelskís sér varnarmistök Palace og skoraði auðveldlega. Gordon Strachan hinn síungi leik- maður Leeds, lagði upp sigurmarkið gegn Everton. Þetta var fimmti útisigur United á tímabilinu. „Þetta var öruggur sigur þegar upp var staðið. Verk- efnið var erfitt en við stóðumst prófið. Leikmenn mínir eru orðnir ákveðnari og þolinmóðari en áður,” sagði Alex Ferguson, stjóri United á eftir. Coppell hrifinn Steve Coppell, stjóri Palace og fyrrum leikmaður United sagðist ekki hafa neinar afsakanir fyrir tapainu. „Ég ber mikla virðingu fyrir United um þessar mundir. Lið- ið er mjög sterkt, leikmenn þess fljótir að hugsa, og hópurinn er mjög sterkur.” Og hann hældi Pet- er Schmeichel, danska markverðin- um hjá United. „Ég vil ekki tala illa um fyrrum markmenn á Old Trafford, en menn vissu að þeir áttu alltaf vissa möguleika gegn þeim. En þessi náungi er mjög góð- ur. Það var eins og hann væri að plokka epli af tré þegar hann varði frábæran skalla Geoffs Thomas.” Mölby í ham Daninn Jan Mölby lék sérlega vel með Liverpool er liðið sigraði Norwich 2:1 á heimavelli. Hann byijaði á því að skora með glæsi- legu bogaskoti af 25 m færi eftir aðeins þrjár mín. og írski landsliðs- maðurinn Ray Houghton gerði seinna markið eftir hálftíma leik. Potaði í netið eftir að Bryan Gunn, markvörður Norwich, hafði varið mjög vel glæsilegt skot Mölbys. „Maður gerir ekki nema eitt eða tvö svona mörk á ferlinum,” sagði Dan- inn eftir leikinn um mark sitt. Og anstæðingarnir urðu að hæla hon- um: „Þetta er eitt besta mark sem ég hef séð,” sagði Robert Fleck, framheiji Norwich. Darren Beck- ford skallaði í mark Liverpool skömmu fyrir hlé, og þar við sat. Sheffield Wednesday komst í ljórða sæti deildarinnar með 2:1 sigri gegn West Ham í London. Arsenal komst reyndar upp fyrir Sheffield-liðið á sunnudag með sigr- inum á Tottenham, liðin eru jöfn að stigum en Arsenal hefur lokið einum leik færra. Nigel Jemson gerði sigurmark Wednesday fimm mín. fyrir leikslok eftir að bandaríski landsliðsmaðurin John Harkes hafði komið liðinu yfir á 24. mín. West Ham jafnaði tíu mín. fyrir leikslok en Jemson tryggði sigurinn. Leikurinn á Upton Park var vel spilaður og skemmtilegur. Ljótt at- vik í upphafi seinni hálfleiks setti þó slæman blett á hann. John Sheridan og Carlton Palmer, miðju- menn Wednesday, höfðu ráðið ferð- inni í fyrri hálfleik. Martin Allen kom inn á sem varamaður í hléinu hjá West Ham, og eftir aðeins 22 sek. í seinni hálfleik hafði hann brotið svo gróflega á Palmer að hann var borinn af velli. Lengi vel var óttast að hann hefði fótbrotnað en svo var ekki. Billy Bonds, stjóri West Ham, var í öngum sínum vegna framkomu Allens. „Við gerum ekki svona hjá West Ham — ég get ekki liðið svona framkomu,” sagði hann, og greindi blaðamönnum frá því eftir leikinn að hann hefði íhugað að taka vara- manninn út af. Ekkert varð þó úr því, en eftir leikinn baðst Allen af- sökunar á framferði sínu. Sharp með tvö Aston Villa náði tvívegis foryst- unni í Oldham, en nýliðarnir neituðu að gefast upp og sigruðu. Gamla kempan Graeme Sharp jafnaði í fyrra skiptið á 34. mín. úr víta- spyrnu og það var einmitt hann sem gerði sigurmarkið átta mín. fyrir leikslok. Leikmenn Man. City urðu að gera sér markalaust jafntefli að góðu gegn Wimbledon á heimavelli. Þetta var sannariega ekki dagur írska landsliðsmiðheijans Nialls Quinn, því hann fékk þijú dauða- færi en náði ekki að skora. Sanngjarnt á Highbury Arsenal komst í fjórða sætið sem fyrr segir, með 2:0 sigri á Totten- ham á heimavelli sínum á sunnu- dag. Það voru þeir Ian Wright og Kevin Campbell sem gerðu mörkin í síðari hálfleik. Arsenal var mun betri aðilinn í leiknum, sótti af miklum krafti og sigurinn mjög svo sanngjarn. Eyjólfur Sverrisson lék mjög vel með Stuttgart á laugardaginn og gerði glæsilegt mark með skalla. Gaman þegar velgengur - segir Eyjólfur Sverrisson sem gerði glæsilegt skallamark EYJÓLFUR Sverrisson gerði glæsilegt mark með skalla er Stuttgart sigraði Duisburg 2:0 á heimavelli i'þýsku úrvaldeild- inni á laugardaginn. Stuttgart er í efsta sæti ásamt Frankfurt og Dortmund þegar 20 umferð- um er lokið. Eyjólfur skoraði fyrra mark Stuttgart á 8. mínútu. „Við fengum aukaspyrnu á miðjum vall- arhelmingi þeirra. Boltinn var send- ur út á vinstri kantinn og síðan kom há fyrirgjöf frá Frontzek á ijær- stöngina. Ég kom á fullri ferð og skallaði efst í markhornið Ijær af tíu metra færi,” sagði Eyjólfur um markið. „Það hefur gengið mjög vel hjá okkur að undanförnu og það er gaman þegar svona vel gengur. Ég hef fundið mig vel og er í góðri æfingu,” sagði Eyjólfur, sem fékk góða dóma í þýsku blöðunum fyrir leik sinn. Gaudino var sagður best- ur en síðan hafi Eyjólfur, Buchwald og Immel átt góðan Ieik. Eyjólfur hefur leikið á miðjunni vinstra meg- in í síðustu leikjum, en þeir Fritz Walter og Gudino, sem gerði síðara mark liðsins á 75. mínútu, frammi. Frí verður gefíð í þýsku úrvals- deildinni yfir jólin. Eyjólfur sagðist koma heim í frí 17. desember og færi síðan út aftur 2. janúar. „Við eigum að leika gegn Karlsruher á útivelli um næstu helgi og það verð- ur erfiður leikur því þeir eni mjög erfiðir heim að sækja. En við erum ákveðnir í að standa okkur og halda okkur í toppbaráttunni,” sagði Ey- jólfur, sem hefur gert tvö mörk í síðustu þremur deildarleikjum liðs- ins. Mikil spenna - á toppnum í Þýskalandi. Enn tapar Bayern Munchen ÞÝSKA knattspyrnan hefur sjaldan verið eins spennandi og nú. Þrjú lið, Frankfurt, Stuttgart og Dortmund, eru efst og jöf n með 26 stig eftir 20 umferðir. Ekkert gengur enn hjá stórliðinu Bayern Munchen og um helgina tapaði liðið fyrir Werder Bremen í fyrsta sinn á heimavelli í 23 ár. Frankfurt virðist vera að gefa eftir, en liðið byijaði mjög vel á þessu keppnistímabili. Liðið mátti teljast heppið að sleppa með jafntefli gegn Diisseldorf, sem er í næst neðsta sæti. Sven Demandt Frá Jóni Halldóri Garöarssyni i Þýskalandi gerði mark Dússeldorf með skoti af 14 metra færi á 74. mínútu, en Ralf Weber bjargaði öðru stiginu fyrir Frankfurt 8 mín. fyrir leikslok. Leikmenn Kaiserslautern sýndu að þeir eiga góða möguleika á að veija titilinn. Liðið hefur verið á mikilli siglingu og er aðeins stigi á eftir efstu liðum. Stefan Kuntz, fyrirliði, fór á kostum auk þess sem hann gerði tvö mörk í 4:1 sigri gegn Dynamo Dresden. Bayern Múnchen er í hinu mesta basli. Liðið tapaði fimmta heima- leiknum, nú gegn Werder Bremen, og er í 12. sæti deildarinnar. Þrátt fyrir að búið sé að skipta um þjálf- ara, markvörð og tveir kunnustu leikmenn þýskalands fyrr á árum, Franz Beckenbauer og Karl-Heinz Rummenigge hafi komið til aðstoð- ar, virðist ekkert ganga. Liðið lék einn lélegasta leik sinn í manna minnum gegn Werder Bremen á laugardaginn. Bremen vann 4:3 og komst í 3:0 áður en Bayern náði að svara fyrir sig á Ólympíuleik- vanginum. Þetta var fyrsti sigur Bremen í Múnchen í 23 ár. Willi Lemke, stjórnarformaður Werder Bremen, sagðist aldrei hafa séð eins lélegt lið hjá Bayern. Lykil- mennirnir hjá Bayern, Effenberg og Olaf Thon, fengu lægstu ein- kunn, 6, hjá þýsku blöðunum og segir það kannski meira en nokkuð annað um ástandið hjá þessu forn- fræga félagi. FOLK ■ DARKO Pancev, framheijinn frábæri hjá Evrópumeisturunum í knattspyrnu, Rauðu Stjörmmni frá Júgóslavíu, tilkynnti fyrir helgi að hann myndi leika með AC Milan á ítalíu næsta vetur. Hann er 26 ára og segist þegar hafa skrifað undir bráðahirgðasamning við ítalska félagið. ■ PANCEV sagði einnig að félagi hans hjá Rauðu Stjömunni, Dejan Savicevic, væri og á förum til AC Milan. Hann hefur áður verið orð- aður við ítölsku féiögin Juventus og. Roma. I ITÖLSK félög mega einungis nota þijá erlenda leikmenn hveiju sinni og fyrir hjá AC Milan eru Hol- lendingarnir Marco van Basten, Ruud GuIIit og Frank Rijkaard. ■ LINFORD Christie, breski Evr- ópumeistarinn í 100 m hlaupi, hefur hætt við að hætta og segist ætla að keppa á Ólympíuleikunum í Barcel- oria á næsta ári. Og í fyrsta skipti æt\ar hann að sleppa Evrópumeistar- amotinu innanhúss, þar sem hann á titil að veija, til að undirbúa sig sem best undir Ólympíuleikana. Christie er 31 árs. ■ JUAN Jose Borrelli knatt- spyrnumaður hjá argentínska félag- inu River Plate er að öllum líkindum á leiðinni til Panathinaikos í Grikk- landi. Hann er 22 ára framheiji. Kaupverðið verður 2,5 miljónir doll- ara — tæpar 147, milljónir ÍSK. ■ BERNARD Gallacher, sem ver- ið hefur liðfestjóri evrópska liðsins í Ryder bikarkeppninni í golfi, hefur samþykkt að gegna embættinu í næstu baráttu við Bandaríkjamenn, 1993. Tom Watson tók nýverið við liðsstjórninni hjá Bandaríkjamönn- um. förnu. M FRANCKjSauzee, landsliðsmað- ur Frakklands, var með Marseille að nýju um helgina er liðið gerði markalaust jafntefli við Lyon á heimavelli. Hann hafði verið frá vegna meiðsla í tvo mánuði. ■ RUI Aguas, framherjinn kunnþi hjá Benfica meiddist í hné Evrópu- - leiknum gegn Dynamo Kiev í vik- unni og var skorinn upp fyrir helgi. Hann verður varla með á ný fyrr en eftir nokkra mánuði. FRAKKLAND_____ Arnór og fé- lagar standa vel að vígi Amór Guðjohnsen og samheijar í Bordeaux standa vel að vígi f B- riðli frönsku 2. deildarinnar eftir marka- laust jafntefli gegn Strasbourg á heima- velli á laugardagskvöld. 40.000 áhorfend- ur fylgdust með viðureign liðanna. „Leikurinn var í járnum allan tímann og mjög lítið um að vera. Ekta toppslagur þar sem bæði lið voru mjög varkár og fengu nánast engin tækifæri,” sagði Arn- ór við Morgunblaðið. „Við vorum betri í fyrri hálfleik en þeir sóttu sig mikið í seinni hálfleik án þess þó að fá nein markverð færi,” sagði Arnór. Bordeaux hefur nú þriggja stiga forskot á Strasbourg. Tveir leikir eru eftir fyrir jólafrí: Borde- aux mætir fyrst Istres á útivelli um næstu helgi og fær síðan Nice í heimsókn. „Þetta verða hvort tveggja erfiðir leikir. Lið Is- tres er mjög gott og gerði til dæmis jafn- tefli í Strasbourg um síðustu helgi. Við verðum að halda vel á spöðunum fram að jólum — verðum að koma vel út úr þessum tveimur leikjum. Þá förum við í góðri stöðu í fríið.” Marseille er enn efst í 1. deild og Món- akó í öðru sæti. ITALIA Juventus dró á Milan AC MILAIM hélt toppsætinu í ít- ölsku 1. deildinni í knattspyrnu, er liðið gerði jafntefli, 1:1, við nágranna sína í Internazionale á sunnudag. Juventus dró á Mílanóliðið — er nú aðeins einu stigi á eftir, eftir 2:1 sigur AS á Roma. að var mikið fjör á San Siro leik- vanginum í Mílanó þegar borg- arliðin mættust. Leikmenn AC höfðu mikla yfirburði í fyrri hálfleik og Hollendingurinn Marco Van Basten gerði eina mark hálfleiksins eftir glæsilega sókn, og sendingu Massa- .ros. Ruud Gullitt, sem Iék mjög vel, var nálægt því að bæta marki við fljótlega eftir að landi hans skoraði. Átti þá hörkuskalla í þverslá. Seinni hálfleikurinn var jafnari, en ekki eins skemmtilegur. Og þau fleygu orð, Loksins, loksins hafa eflaust hrokkið af vörum einhverra stuðningsmanna Inter þegar tíu mfn. voru liðnar af hálfleiknum. Þá jafn- aði nefnilega Þjóðverjinn Júrgen Klinsmann, og var þetta fyrsta mark hans í deildinni í vetur. Enda var fögnuður Klinsmanns og félaga hans mikill. Og stigið sem hann tryggði Inter dýrmætt, þó það sé varla nóg til að Iiðið blandi sér í toppbarátt- una. Liðið hefði þurft að vinna á sunnudag. Leikmenn AC voru einum færri í tæpan hálftíma því fyrirliða liðsins, Franco Baresi, var vikið af velli á 66. mín. Felldi þá varamanninn Stefano Desideri og fékk gult spjald fyrir, en hafði áður fengið gult í leiknum. Það var einmitt Desideri sem lagði upp jöfnunarmarkið fyrir Klinsmann aðeins mínútu eftir að hann kom inn á. Fabio Capello, þjálfari AC Milan, var ánægður með úrslitin. „Þetta var kröftugur leikur fyrir karla, ekki drengi. Við fengum færi til að ganga frá þessu með því að komast í 2:0 en nýttum okkur það ekki,” sagði hann. „Síðan, eftir að Baresi var rekinn út af gátum við einfaldlega ekki tekið áhættu með því að sækja.” Juventus er aðeins einu stigi á eftir AC Milan eftir 2:1 sigur á AS Roma. Það var sjálfsmark varnar- mannsins Antonio De Marchi, tveim- ur mín. fyrir leikslok, sem gerði út um leikinn. Það var Salvatore Schillaci sem kom Juventus yfir, með öðru marki sínu í vetur, en Giuseppe Giannini jafnaði með glæsilegu lang- skoti. Markið í lokin var svo hroða- lega klaufalegt. Markvörðurinn missti af fyrirgjöf, knötturinn hrökk Marco Van Basten í De Marchi og í netið. Napolí er í þriðja sæti. Liðið var 1:3 undir gegn Lazio í Róm en náði að jafna. Sardiníubúinn litli, Gianfranco Zola, var enn einu sinni hetja liðsins — jafnaði 3:3 á síðustu mínútunni og hafði áður lagt upp annað mark liðsins fyrir franska varnarmanninn Laurent Blanc. Þjóð- veijinn Karlheinz Riedle gerði tvö mörk fyrir Lazio og Ruben Sosa frá Uruguay eitt úr víti. Enski landsliðsmaðurinn David Platt gerði fjórða mark sitt í vetur fyrir Bari, en liðið tapaði níunda leiknum af 12 í deildinni og hefur ekki enn unnið leik. Valeriano Fiorin og Tékkinn Tomas Skuhravy gerðu mörk Genoa gegn Bari. ■ Úrslit / B10 ■ Staðan / B10 SPANN Real óstöðvandi REAL Madrid er besta lið Spán- ar í dag, það sönnuðu leikmenn þess eftirminnilega á sunnu- dag er þeirtóku Espanol í kennslustund á útivelli. Sigr- uðu 5:1 og settu þar með tvö met í spænskri knattspyrnu. Liðið hefur sigrað í sex fyrstu útileikjum sínum ívetur — nokkuð sem engu liði hefur áður tekist, og hefur fengið 23 stig úr 12fyrstu leikjunum. Það er besta byrjun liðs í deildar- keppninni til þessa. Fernando Hierro gerði þrennu fyrir Real og þeir Michel Gonz- alez Luis Enrique sitt markið hvor á Sarria-vellinum í Barcelona. Það var einmitt á þessum sama velli sem Real tapaði síðast deildarleik, í apríl sl. Síðan hefur stórliðið leikið 21 leik í deildinni án taps. SVISS Grasshoppervann Grasshopper, sem Sigurður Grétarsson leikur með, sigraði Wettingen 3:0 á útivelli í svissnesku 1. deildinni í knattspyrnu á sunnudag og er í öðru sæti — þremur stigum á eftir Lausanne. Lokaumferð fyrri hluta deildarkeppninnar er um næstu helgi og Grashopper fær þá Lausanne í heimsókn. „Ef við vinnum þann leik verða liðin jöfn að stigum þegar úrslitakeppnin hefst í mars,” sagði Sigurður við Morgunblaðið. Stigin, sem liðin ná í deildarkeppninni, eru helminguð fyrir úrslitakeppnina — Lausanne hefur 30 og með sigri um næstu helgi kæmist Grasshopper upp í 29. Manolo Sanchez hjá Atletico Madrid gerði einnig .þrennu, er/lið hans vann Real Valladolid 5:1 á heimavelli. Þjóðveijinn frábæri Bernd Schuster gerði hin mörkin tvö. Meistarar Barcelona eiga í erfið- leikum í deildinni um þessar mund- ir. Liðið hefur aðeins unnið einn af sex leikjum á útivelli og er í fimmta sæti, sjö stigum á eftir Real. Barcel- ona gerði aðeins jafntefli, 1:1, á útivelli gegn nýliðunum í Álbacete. Hollendingurinn Ronald Koeman var rekinn af velli í síðari hálfleik fyrir ljótt brot á Delfín Geli. Leikmenn Barcelona virkuðu þreyttir eftir Evrópuleikinn gegn Sparta Prag í síðustu viku. Francis- co Catali kom nýliðunum yfír á 26. mín. en Búlgarinn Hristo Stoichkov jafnaði skömmu fyrir hlé.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.