Morgunblaðið - 03.12.1991, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 03.12.1991, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 1991 B 9 SKIÐI / HEIMSBIKARINN I ALPAGREINUM Vreni Schneider hefur verið í fremstu röð undanfarin ár og hún sannaði það um helgina að hún er það enn. Schneider, sem vann heimsbikarinn 1989, sigraði í fyrsta svigmóti vetrarins á laugardag og varð önnur á sunnudag. Schneider byijar vel VRENI Schneiderfrá Sviss byrjaði keppnistímabilið vel í Lech í Austurríki um helgina. Hún sigraði t svigi á laugardag og var önnur á eftir Fern- andez-Ochoa frá Spáni í sömu grein á sunnudag. Schneider, sem er 27 ára, hefur nú 36 sinnum staðið uppi sem sigur- vegari íheimsbikarmóti. Vreni Schneider náði sér vel á strik í síðari umferðinni í svig- inu á laugardag, opnunarmótinu. Hún tók áhættu og vann upp 0,80 sek. forskot Petru Kronberger frá því í fyrri umferð og var 0,08 sek. á undan henni samanlagt. Þetta var 36. sigur hennar í heimsbikarinum. Blanca Fernandez-Ochoa frá Spáni átti einnig góða síðari umferð og var aðeins einum hundraðasta hluta úr sekúndu á eftir Kronberger. „Þegar þú ert í áttunda sæti eft- ir fyrri umferð verður þú að leggja allt undir í síðari umferð. Ég held að ég hafi ekki skíðað illa í fyrri umferð, en ég náði mér verulega á strik í þeirri síðari,” sagði Vreni Schneider. Óvænt hjá Ochoa Blanca Fernandez-Ochoa frá Spáni kom verulega á óvart með því að vinna svigið á sunnudag. Hún hafði meira en sekúndu í forskot á Schneider í fyrri umferð og keyrði af öryggi í þeirri seinni. Þetta var fjórði heimsbikarsigur spænsku stúlkunnar og voru flestir búnir að afskrifa hana í vetur, en hún er 28 ára og hefur keppt í heimsbikarnum í 10 ár. „Ég held að ég hafí sannað að Blanca Fernandez-Ocha frá Spáni (t.v.) sigraði í svigi á sunnudag, en Schneider varð önnur. Hér fagna þær í Lech á sunnudag. ég er ein af fimm til sex konum sem geta unnið heimsbikarmót í vetur. Þessi sigur gefur mér aukið sjálfstraust,” sagði Fernandez- Ochoa. Kronberger, sem hefur ekki unn- ið heimsbikarmót síðan í janúar, var ánægð með árangurinn um helgina. „Það er góð byijun að vera í öðru og þriðja sæti í fyrstu mótunum. Ég bjóst ekki við meiru. Það eina sem ég er óánægð með er að hafa ekki náð að fylgja góðum fyrri umferðum eftir í síðari umferðunum báða dagana,” sagði Kronberger. Keppnin átti upphaflega að fara frarri í Piancavallo á Ítalíu, en vegna snjóleysis var ákveðið að færa keppnina til Lech í Austurríki. Að- stæður þar voru eins og best verður á kosið, sóiskin og nægur snjór. Stúlkurnar keppa næst í svigi og risasvigi í St Caterina á Ítallíu 7. og 8. desember. BLAK Það þarf kjarktil aðvinna - sagði þjálfari HK Það þarf kjark til að vinna leik,” sagði Skjöldur Vatnar Björns- son, þjálfari HK, eftir að liðs hans hafði tapað fyrir ÍS GuðmundurH. • 1 • deild karla í blaki Þorsteirtsson 3:0 í íþróttahúsi skrifar Hagaskóla á laugar- daginn. Þetta má til sanns vegar færa því HK liðið virkaði frekar mátt- laust í sóknaraðgerðum sínum til að byrja með og Stúdentar sigruðu í fyrstu hrinu 15:6 og voru þá mjög einbeittir. Nokkurt ráðleysi var ríkj- andi hjá Kópavogsliðinu og Stúd- entum tókst hvað eftir annað að bijóta sóknartilburði þeirra niður. Það sama var upp á tengingnum í annari hrinu. HK-liðið klóraði þó í bakkann undir lokin, en það var orðið of seint því Stúdentar kláruðu hrinuna 15:13. í lokahrinunni fór HK loksins af stað og virtist ætla að rífa sig upp úr meðalmenns- kunni og var yfir 8:3, en þá fóru Stúdentar í gang og sýndu karakter með því að gefast ekki upp. Þeir náðu að vinna upp forskot HK og sigruðu 15:12. Stúdentar voru í heildina betri aðilinn í leiknum og áttu þokkaleg- ar rispur inn á milli, Hio Xiao Fei skilaði miklu og Þorvarður Sigfús- son átti ágæt tilþrif og kom á óvart í lágvörninni. Skjöldur þjálfari HK sagði eftir leikinn að lið hans hefði leikið allt of hægt fyrstu tvær hrinurnar og _ leikmenn hefði skort kjark, en síð- asta hrinan verið skást. „Hávörnin okkar blokkaði of langt frá netinu og okkur var refsað fyrir yfirsjónir, en ÍS lék vel í dag og miðjan hjá þeim skilaði sér mun betur en hjá okkur.” Tvöfalt hjá Þrótti N. Þróttarar bættu fjórum stigum í ■ safnið er liðið sigraði Skeiðamenn í báðum leikjum sínum í Neskaup- stað um helgina. Á föstudagskvöld- ið lögðu þeir frekar dapra Skeiða- , menn 3:0. Á laugardaginn var held- ur meiri mótspyrna af hálfu Skeiða- manna og þeir náðu að þokkalegum köfium í leiknum en máttu játa sig sigraða 3:1. Paul Accola jafnaði metin gegn Tomba SVISSLENDINGURINN ungi, Paul Accola, sigraði bæði í stórsvigi og svigi á föstudag og laugardag í Breckenridge í Colorado og komst þar með upp að hlið Italanum Altberto Tomba í heildarstigakeppninni. Accola, sem er 22 ára, hafði aldrei áður náð að sigra í heimsbikarmóti. ccola, sem varð, að sætta sig við annað sætið á eftir Tomba í tveimur fyrstu mótum vetrarins, snéri dæminu við og sigraði í stórs- vigi á föstudag og í svigi á laugar- dag. Tomba hafði besta tímann eft- ir fyrri umferð svigsins á laugar- dag, en átti í vandræðum með skíðagleraugun í síðari umferðinni. Accola færði sér það í nyt og sirg- aði nokkuð örugglega. Tomba varð í öðru sæti á sama tíma og Tomas Fogdö frá Svíþjóð. „Þetta var frábært,” sagði Ac- cola eftir sigurinn á laugardag. „Ég get ekki útskýrt þennan góða ár- angur. Þetta er næstum eins og draumur.” Accola og Tomba hafa nú báðir 360 stig í keppninni eftir fjögur mót og eru í nokkrum sér- ilokki. Ole Christian Furuseth frá Noregi er í þriðja sæti með 142 stig. Tomba átti í vandræðum með skíðagleraugun þegar hann var rúmlega hálfnaður niður brautina í síðari umferð. „Ég sá varla nokkuð í gegnum sjö hlið, en síðan henti ég af mér gleraugunum. En það er engin afsökun fyrir að vinna ekki. Þetta er allt hluti af leikn- um,” sagði Tomba. Nú færa skíðamennirnir sig um set frá Bandaríkjunum til Evrópu. Næsta heimsbikarmót verður í Val d’lsere í Frakklandi um næstu helgi og verður þá keppt í bruni og risa- svigi. Tomba keppir ekki í þessum greinum og því tækifæri fyrir Ac- cola að ná góðu forskoti. Tomba keppir næst á heimavelli, í Sestriere á Ítalíu, 10. desember. ■ Úrslií / B11 SKIÐASTOKK Finnskur táningur stal senunni Toni Nieminen, 16 ára gamall Finni, stal senunni í heimsbikarnum i skíðastökki af 90 metra palli í Thunder Bay í Kanada á sunnudag. Hann sigraði og setti nýtt stökkmet í braulinni. Hann stökk 100,5 metra í síðari stökkinu og bætti met Steve Collins frá Kanada og Armid Kogler frá Austurríki af þessum sama pali um tvo metra. Finninn ungi hlaut samtals 253,3 stig. Landi lians, Ari Pekka Nikkola, varð annar ineð 224,5 stig og Stefan Horngachler frá Austurríki þriðji með 217,2 stig og hinn frægi Andreas Felder, sem sigraði bæði í keppni af 90 og 120 metra palli i fyrra, varð fjórði. Reuter Paul Accola frá Sviss hefur komid mjög á óvart það sem af er. Hann sigr- aði tvívegis um helgina og’er nú í efsta sæti ásamt Alberto Tomba frá Ítalíu i heildarstigakeppninni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.