Morgunblaðið - 13.12.1991, Page 6

Morgunblaðið - 13.12.1991, Page 6
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1991 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1991 Fyrir þá sem vilja búa til sitt eigið stjörnukort UNDANFARIN ár hefur áhugi fólks á stjörnuspeki farið vaxandi og margir eiga í fórum sínum stjörnu- kort sem þeir hafa látið búa til fyrir sig. Hins vegar er nú kominn á markaðinn pakki frá Emi og Örlygi undir nafninu Spáð í stjörnurnar. Hann er ætlað- ur þeim er sjálfir vilja búa til sitt stjörnukort. í pakkanum er að finna bók með inngangsköflum og plánetutöflum yfir árin 1900-1999 og skrifblokk til að skrá afstöðu plán- eta og aðalgreinar fyrir sérhvern tiltekinn einstakling. Að lokum er að finna spjald með dýrahringnum, sérstakan blýant og bók til að lesa úr niðurstöðunum. Það tekur ekki mjög langan tíma að finna út stjörnu- kort fyrir fólk, það er bara að setja sig í stellingar, fylgja leiðbeiningum skref fyrir skref og reikna út og lesa síðan úr niðurstöðunum. ■ Listin að kyssa! „KENNDU mér að kyssa rétt og hvernig á að faðma nett.“ Þetta eru upphafslínur á gömlu vinsælu dægurlagi sem ungmeyjar og sveinar sungu hástöfum hér um árið. Eflaust hefur um árin vafist fyrir mörgum hvernig bera á sig að við að kyssa, sérstaklega á táningsárum. Ut er komin bók frá Skjaldborg sem heitir Listin að kyssa og þár er að fínna allt mögulegt um kossa. Þar kemur í ljós að kossa- tegundirnar eru margar. Til dæmis er hægt að kyssa bitkossi, sælgætiskossi, raf- mögnuðum kossi, köfunar- kossi, lofttæmikossi og tón- listarkossi. I einum kafla bókarinnar er ijallað um ráð við feimni. „Slakaðu á og njóttu kossins. Það er ekki til nein rétt aðferð til að kyssa og þessvegna þarftu ekki að vera hræddur um að gera einhveija vitleysu." „Gerðu það bara. Maður lærir af reynslunni.“ „Losaðu um hömlur og hafðu engar áhyggjur af því hvernig þú lítur út í nær- mynd:, oftast er sá sem þú kyssir með lokuð augun.“ „Skelltu þér bara í það.“ „Farðu þér hægt, vertu blíður, gefðu gaum að svör- un þeirrar sem þú ert að kyssa og svaraðu henni á sama hátt.“ „Ekki gera það nema þú sért tilbúin." „Byijaðu hægt og slepptu smátt og smátt fram af þér beislinu; losaðu um höml- urnar.“ „Hafðu kossinn hægan og blíðan og taktu vel eftir öllu.“ „Vertu ófeimin; það er ekki til neitt frábærara." „Settu bara stút á varirn- ar og smelltu einum á hana.“ „Ekki hugsa um það. Láttu það bara gerast.“ „Slakaðu á og vertu ekki uppspenntur. Þetta gengur sinn gang. Ef þú hugsar of mikið um það gætirðu klúðrað öllu.“... ■ BÆKUR Nudd getur verið mótvægi við vinnuálag NUDD getur verið mót- vægi við sífellt vinnuálag auk þess að geta leitt til „sjálfsþekkingar". I þús- undir ára hefur nuddi eða yfirlagningu handa verið beitt til að græða og líkna hinum sjúku, stendur meðal annars í inngangi bókarinnar Allt um nudd sem nýlega kom út. Bókin er í bókaflokknum „Lykill að lífshamingju" og kenn- ir vestrænar og austræn- ar nuddaðferðir. í bókinni er í stuttu máli rakin saga nudds, áhrifa sem það er talið hafa á lík- amsstarfsemina, auk þess sem hin ýmsu nuddafbrigði eru kynnt. Fjöldinn allur af Ijósmyndum og teiknuðum skýringarmyndum er í bók- Fóturinn strekktur A) Takið annarri hendi um ökklann og þrýstið á meðan með hinni neðan á tær og táberg þannig að tær teygist uppávið. B) Þrýstið þar næst ofan á ristina með annarri hendi meðan hinni er haldið þétt um hælinn. inni, þar sem hreyfingar og strokur eru útskýrðar. Með- al þess sem fjallað er um, er í hvaða röð ber að nudda líkamshlutana, svæðanudd, Shiatsu, ungbarnanudd, nudd á efri árum, og áhrif og mikilvægi snertingar. Lítillega er komið inn á líf- færafræði og einnig er í stuttu máli fjallað um árur og orkustöðvar. ■ Þegar börnin eru komin í heiminn þarf að útskýra fyrir þeim hvernig það gerðist y SÍGILT vandamál hjá for- eldrum er: Hvernig á ég að upplýsa barnið mitt um hvernig það varð til, eða á ég yfirhöfuð að gera það? Er kannski best að barnið komist að því hjá skólafélögunum? Misjafnar stefnur og straumar í uppeldi ráða því hvernig foreldrar ákveða að leysa þetta mál. Flestir nú- tímaforeldrar eru þó sam- mála um að rétt sé að út- skýra fyrir börnunum hvernig líf verður til, það er að segja að því marki sem við getum. Við getum rakið lífssög- una aftur á bak og áfram, en endum samt alltaf á því að vita ekki grundvallar- svarið: Hvernig varð lífið upphaflega til? Þegar að þeirri spurningu er komið* • leita flestir í trúna, þar sem sumir finna svörin sem þeir leituðu að. Storkurinn og býflugan Kannski eru ennþá til foreldrar sem segja börnun- um frá storkinum, eða bý- flugunum, en að öllum lík- indum eru þeir agnarsmár minnihluti. Reglulega koma út bækur, sem foreldrar geta stuðst við er þeir upp- lýsa börn sín um það hvern- ig stendur á því að þau eru til. Nýlega kom út bókin Hver bjó mig til? þar sem reynt er í myndum og máli að höfða til foreldra og barna við að svara spurn- ingunni. Við grípum niður í bók- inni þar sem búið er að út- skýra líkamlegan mun kynj- anna, virkni og tilgang sæð- isfruma og eggja, og sam- farir: „Þúsundir sáðfruma safnast að egginu og sú sem er fyrst að komast alla leið að egginu vinnur! Þegar sáðfruman og egg- ið hittast gerist dálítið stór- kostlegt. Þau sameinast og verða eitt. Á sama andar- taki vérður til nýtt líf, sem á eftir að verða að barni. Þetta er kallað getnaður. Þegar ástarleiknum er lokið eru pabbinn og mam- man oft dálítið þreytt. Þessi fullorðinsleikur er lýjandi eins og allir aðrir leikir.“ Miðstýring í sænska skólakerfinu fellur fyrir auknu frelsi og dreifðu valdi „HELSTU ástæður þess að horfið er frá miðstýringu í sænska skóla- kerfinu eru þær að við teljum að betri árangur náist með valddreif- ingu, að skólarnir njóti sín betur með auknu fijálsræði. Foreldrar geta með því móti gert meiri kröfur og veitt skólunum meira að- hald. Síðast en ekki síst sjá menn fram á að sænskar auðlindir duga ekki til eilífðar og því verður þjóðfélagið að byggja enn meira en áður á þekkingu og hugviti í samkeppni sinni við aðrar þjóðir. Þetta segir prófessor Ulf Lundgren frá Svíþjóð sem til skamms tíma var starfandi við Kennaraháskólann í Stokkhólmi. Ulf Lundgren er yfirmaður stofnunarinnar Skolvárket, sem fer með yfirstjóm ■■ sænskra skólamála. Þessi BS stofnun kemur í staðinn fyrir Sþá deild í sænska mennta- málaráðuneytinu sem áður annaðist skólamál. Ulf Lund- gren flutti fyrirlestur á ráð- stefnu í Reykjavík í síðustu viku um breytingarnar í sænska skólakerfinu og ræddi m.a. um gæðamat á skólastarfi. Hann hefur ritað mikið um skólamál og haldið fyrirlestra víða um lönd. Umræður og deilur Áður en Ulf Lundgren lýsir þessu gæðamati er hann beðinn að greina í nokkrum orðum frá því hvernig þessi breyting í skólakerfinu hefur gengið fyrir sig: „Hún hefur náttúrlega ekki gengið hljóðalaust fyrir sig og mikl- ar umræður og deilur hafa orðið um þessi mál. Menn eru þó sam- mála um að hvérfa frá miðstýringu. Hins vegar hefur verið deilt um ýmsar afleiðingar þessarar breyt- ingar og útfærslu hennar. Það er mjög ólíkt Svíum að breyta á þenn- an hátt þar sem allt samfélag okk- ar hefur byggst mjög á miðstýringu. Það var til dæmis fljótlega ákveð- ið að leggja niður þá deild í mennta- málaráðuneytinu sem annaðist skólamál og fela nýrri stofn- un verkefni hennar. í deild- inni í ráðuneytinu störfuðu 750 manns og þeim var öllum sagt upp. Hluti þeirra var ráðinn til Skolvár- ket sem hefur aðeins 230 manns í þjónustu sinni. Þetta eitt vakti deil- ur en það var frá upphafi ljóst að einn tilgangur breytingarinnar var að ná fram hagræðingu og spam- aði. Slíkar uppsagnir hafa hins veg- ar átt sér stað víðar í sænska ríki- skerfinu, til dæmis hjá Símanum, þar sem um tvö þúsund manns var sagt upp. Kjör kennara, sem nú eru allir settir undir sama hatt, hafa einnig vakið deilur. Háskólakennurum hef- ur þótt örla á að kennarar á lægri skólastigum hafi fengið meiri kjara- bætur en þeir. Það sem uppúr stendur er að meirihluti skólamanna er fylgjandi því að hvérfa frá miðstýr- ingu að valddreifingu og að fela sveitarfélögum og skólunum sjálfum aukna ábyrgð í öllu skólakerfinu.“ Aukið frelsi og aukin ábyrgð Ulf Lundgren segir að þessi ábyrgð felist m.a. í því að sveitarfé- lögin fái nú ákveðið fjármagn til ráðstöfunar í skólamálum. Upp- hæðin fari eftir nemendaijölda og sveitarfélögin ráðstafi þeim eins og henta þykir, auk þess að geta bætt við upphæðina sé vilji fyrir hendi. Breytingarnar fela til dæmis í sér ■■■■■■■ að gerð námskrár og mótun stefnu er í höndum hvers skóla fyrir sig. Hluti af sparnaði ríkisins felst þar af leiðandi í því að sveitarfélögin taki að sér aukinn kostnað. Einstakir skólar njóta í senn ■■■■■■■■ aukins frelsis og aukinnar ábyrgðar. Skólakerfíð starfar eftir heildarnámskrá þar sem markmiðin verða fá og skýr og mjög hefur verið dregið úr hvers konar reglugerðum og tilskipunum. fara fram stöðugt gæðamat." Skólornir f ó ákveöió ráð- stöfunarf é frá ríkinu. Síðan sjá sveitarf élögin um að ráðstafa peningunum og geta bætt við upphæðina, sé áhugi á því. Sænska miðstýringin hefur nú sungið sitt síðasta i skálamál- um. „Þetta leggur bæði skólastjórn- endum og kennurum nýjar skyldur á herðar og þýðir aukna vinnu fyr- ir kennara. Jafnframt því sem ákveðið var að hverfa frá miðstýr- ingu var ljóst að finna þurfti leið til að samræma og meta skólastarf- ið. Á það við um kennsluefni en þó aðallega um aðferðir og árangur. Heildarúttekt og gæðamat á að fara fram á þriggja ára fresti en fyrsta úttektin verður gerð árið 1993. Gæðamat í skólum er vanda- samt og flókið og spurningin snýst um það hvað á að meta og fyrir hvern. Skolvárket hefur aðsetur í Stokk- hólmi og þar starfa 120 manns. Aðrir 110 starfsmenn eru á skrif- stofum þess út um landið og ann- ast bein tengsl við skólana, eftirlit og ráðgjöf. Eins og fyrr segir kom hluti starfsmanna úr menntamála- ráðuneytinu en aðrir, t.d. viðskipta- fræðingar, endurskoðendur og aðrir sem annast fjármál komu úr atvinnulífinu.“ Ulf Lundgren ■■■■■■■ undirstrikar að lokum -að allt skólakerfíð verði einfaldara. „Færri reglugerðir draga úr skriffinnsku. Við teljum að þessi endurskoðun hafi verið nauð- synleg. Við þurf- um í framtíðinni ■■■■■■■ að byggja enn meira á hugviti og tækniþekkingu þegar auðlindir fara þverrandi og það verður ekki gert nema skólakerfið skili árangursríku starfi. Þess vegna þarf einnig að Snyrtivörur framleiddar án þess að tilraunadýr séu notuð DYRAVERNDUNARSINNAR hafa látið prenta bækling þar sem upplýsingar er að finna um snyrti- og hreinlætisvörur sem framleiddar eru án dýratil- rauna. Það var starfshópur Sambands dýraverndarfélaga íslands sem lét prenta fyrir sig bæklinginn, en þar eru nöfn 225 fyrirtækja sem framleiða snyrti- og hreinlætis- vörur án þess að nota tilraunadýr við framleiðslu sína. Upplýs- ingarnar eru byggðar á könnun sem Norræn samtök gegn dýratil- raunum gerðu á árunum 1987- 1991. í frétt frá Sambandi dýravernd- arfélaga segir meðal annars: „Ár- lega þola mörg dýr óbærilegar þjáningar og loks dauða við próf- anir á ýmsum vorurn." Þar segir ennfremur að á næsta ári verði sams konar bæklingur éndur- prentaður og muni sambandið afla upplýsinga um aðra íslenska framleiðendur eða innflutningsað- ila, sem telja að nafn þeirra eigi heima í bæklingnum. ■ VIÐ HJALPUM - HJALPAÐU OKKUR! Munið heimsendan gíróseðil. HJÁLPARSTOFNUN KIRKJUNNAR Þeir sem þjást bíða hjálpar þinnar. Framlag þitt getur ráðið úrslitum. I.ítil upphæð kemur lika að gagni. ■ - mm Kryddaðu tilveruna. Hejur jní kynnt þér liiii jjölbreytta úrval kryddjurta sem Hdlsuhúsib býbur uppá og selur í grammavís beint úr sekkjunum? Kiyddiii kemurferskþunkab og ilmandi beina leib frá helst.u kiyddframleibendum heims. Safran og salíva, kanilstangir, rósapipar. fafnt f ramandi sem kunnugle.gar kiyddblöndur. Komdti ogfinndu ilminn. Vid adstoðum góðfúslega við valið og gefum góð ráð um notkun. Éh eilsuhúsið Kringlan s: 689266. Skólavörðustíg s: 22966 Vinnan má bíða meðan þú sýnir barni þínu regnbogann. En regnboginn bíður ekki eftir því að þú Ijúkir verkinu Undurfalleg dagbók eftir Ragnheiði Gestsdóttur fyrir nýbakaða foreldra sem geta skráð í hana minningar um barnið, fyllt út ættartréð og límt inn myndir. Prýdd myndum höfundar og spakmælum frá ýmsum tímum og löndum. Mál IMI og menning Laugavegi 18, sími: 24240. Síðumúla 7-9, sími: 688577

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.