Morgunblaðið - 13.12.1991, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 13.12.1991, Qupperneq 12
12 D MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1991 í HNOTSKURN BÍLL: Ford Econoline Club-Wagon 1989. EIGANDI: Ragnar Valsson. VÉL: 7,3 dísil. SKIPTING: E-4-OD. MILLIKASSI: Borg Warner 1345 og milligir. FRAMHÁSING: Dana 44-9F. AFTURHÁSING: Dana-60-fljótandi öxlar. LÆSINGAR: ARB-loftlæsingar að aftan og framan. DRIFHLUTFALL: 4,10. EIGIN ÞYNGD: 3.390 kíló. FJÖÐRUN FRAMAN: Blaðfjaðrir Anders- son, Gabriel E-demparar. FJÖÐRUN AFTAN: Blaðfjaðrir orginal, Gabriel E-demparar. SPIL: Warn 6 tonna. STÝRISBÚNAÐUR: Sérsmíðaður með hjálpartjakki. DEKK: 35 tommu BF-Goodrich. FELGUR: 10 tommu álfelgur. ELDSNEYTISMAGN: Tveir tankar, sem taka alls 170 lítra. EYÐSLA: dísil 20-25 I. FJARSKIPTABÚNAÐUR: 2 CB-tal- stöðvar. Gufunestalstöð og sími. ANNAÐ: Gasmiðstöð, loftpressa, loft- flautur, kastarar. Morgunblaðið/Ámi Sæberg GLÆSIIBUÐ Á FJÓRUM HJÓLUM ÞEIR eru ófáir jepparnir sem Ragnar Valsson hefur tekið í gegn og breytt þannig að notagildi þeirra eykst til muna. Sjálfur á hann glæsilegan Ford Econoline Club-Wagon sem hann keypti nýjan, keyrði beinustu leið inn á verkstæði hjá sér og breytti. Bíllinn er í rauninni annað heimili hans því þar eru þægindi eins og þau ger- ast best í sumarbústöðum, eldunartæki, ísskápur, leðurstólar og svefnpláss fyrir fjóra auk tengingar fyrir stjónvarp. Ég veit ekki hvað ég hef breytt mörgum bílum en þeir eru orðnir nokkrir. Engir tveir bíl- i ar eru eins. Þetta fer mikið yi eftir því hvað menn vilja, bæði hvað varðar útlit, notagildi og efni. Bíllinn sem ég á núna er nýj- asta útgáfan og þegar ég breytti honum reyndi ég að hafa allt sem léttast. Ég notaði ál í allt sem ég gat. Það er t.d. ál undir allri klæðn- ingunni, í öllum skápum og stólana smíðaði ég líka úr áli. Það er þó timbur í eldhúsinnréttingunni,“ segir Ragnar. Hann segist ekki geta sagt til um hvað svona breytingar kosti. „Ég kom með bílinn á götuna í júní 1990 og hafði þá verið að vinna í honum meira og minna frá ára- mótum, reyndar með öðru. Verðið fer mikið eftir því hvað menn vinna mikið sjálfir í bílnum og einnig eftir hvað lagt er í bílinn.“ Bíll Ragnars er allur hinn glæsi- legasti. Inni er öllu mjög haganlega fyrir komið. Hljóðeinangrunin er góð enda setti hann krossvið í gólf- ið og dúk yfir hann. Allt pláss er nýtt til hins ýtrasta. Hurðunum sem eru venjulega aftan á slíkum bílum er lokað og aftast í bílnum er U-laga bekkur, með rúmfata- geymslu undir, með borði á milli sem hægt er að taka niður og þá má leggja bekkina saman þannig að svefnaðstaða fyrir tvo kemur í ljós. Sætunum frammí má snúa og leggja niður þannig að tveir geta sofið þar. Eldunaraðstaða er góð og auðvitað er hægt að vaska upp. Ef við færum okkur út þá er sérstakur tankur undir bilnum með neysluvatni og dæla sér um að Bíllinn er glæsilegur að innan. Hægt er að leggja sætin niður og fá þannig svefnbekk. Lýsingin í loftinu gefur bílnum fallegan svip. Öllum hlut- um er hag- anlega fyrir komið í geymslum sem eru I hverju skoti. I þessum bíl er allt til alls. skila vatninu í kranana. Hólf er utaná bílnum þar sem Ragnar geymir verkfæri og hann hefur sérstakan geymi sem sér „íbúð- inni“ fyrir rafmagni. Þegar hliðar- dyrnar eru opnaðar falla niður tröppur þannig að auðvelt er að kömast uppí vagninn. Ragnar skar toppinn af í heilu lagi og not- aði síðan aftur að hluta til þegar hann hafði aukið lofthæðina. Fram- an á bílnum hefur Ragnar komið fyrir sérstökum kösturum sem hann segir gott að nota í öllum venjulegum akstri. „Eg nota bílinn ekki hvunndags en um helgar er hann mikið notað- ur. Það er mjög þægilegt að eiga svona bíl ef maður hefur áhuga á að ferðast. Það er allt með í för, svipað og ef maður ætti sumarbú- stað. Bíllinn hefur það framyfir bústaðinn að hann er ekki bundinn við eitt ákveðið svæði og það er ódýrara að eiga og reka bílinn. Ég fékk minn fyrsta „húsbíl" árið 1975 og hef alltaf notað bílana mikið. Um tveggja ára skeið átti ég ekki svona bíl og þá fór maður aldrei neitt. Með svona bíl er ég mun fijálsari en ef ég væri með tjald eða tjaldvagn svo ég tali ekki um ef ætlunin væri að gista á hótel- um. Úti á vegum er ég líka miklu öruggari á svona stórum bíl og auk þess held ég að þegar á allt er lit- ið sé ódýrara að eiga einn svona en dýran jeppa og tjaldvagn eða sumarbústað," sagði Ragnar. ■ Hvers lensk er Hondan? HONDA-verksmiðjurnar jap- önsku hafa í áraraðir sótt hart inn á bílainarkað Bandaríkjanna eins og reyndar aðrir japanskir bílaframleiðendur. Hafa þær náð einna mestum vinsældum jap- anskra bíla þar í landi. Nú orðið er stór hluti Honda-bíla sem selst í Bandaríkjunum framleiddur þar og í Kanada. Þetta hefur vakið upp spurningar um hvort Honda er japanskur eða banda- rískur bíll. Það skiptir nefnilega máli þegar tollar eru annars veg- ar, m.a. vegna fríverslunar milli Bandaríkjanna og Kanada. Framleiðsla á Honda í Bandaríkj- unum hófst árið 1982 í Ohio-fyiki. Alls hafa Bandaríkjamenn keypt um 2,4 milljónir Honda-bíla á þess- um árum. Forráðamenn Honda hafa lagt meiri áherslu en aðrir japansk- ir framleiðendur á að koma sér fyr- ir með framleiðslu sína í Bandaríkj- unum. í fyrra seldust nærri 855 þúsund bílar frá Honda í Bandaríkj- unum og voru tveir þriðju þeirra framleiddir þar í landi. Segja for- ráðamenn fyriitækisins að 75% af verði bílsins skapist fyrir vinnu og framleiðslu Bandaríkjamanna sjálfra, hitt sé frá öðrum löndum. Nú hafa hins vegar vaknað nokkrar efasemdir meðal yfirvalda um þessa staðhæfingu. Fyrstu at- huganir benda til þess að mikill hluti Honda-bíla og reyndar líka bíla frá Toyota og Nissan sé sam- settur úr hlut- um sem fluttir eru til Banda- ríkjanna eftir að Japanir hafa hannað þá og framleitt. Japanir hafa með öðrum orðum útvegað, Bandaríkja- mönnum svo til allt sem þeir þurfa til framleiðslunnar. Spurningin er því hvort vara sem samsett er í Bandaríkjunum að miklu leyti úr hlutum frá Japan er frekar innlend framleiðsla eða innflutt. Spurningin verður líka flóknari þegar þess er gætt að allmörg fyrirtæki í Banda- ríkjunum sem framleiða hluti fyrir bíla eru í eigu Japana eða sameign Japana og Bandaríkjámanna. Hvernig á þá að líta á málið? ■ Breyttur Patrol NISSAN Patrol jeppinn er væntanlegur til landsins á næstu dögum með nýrri bensinvél og sjálfskiptingu en fram til þessa hefur hann verið seldur með dísilvél. Jafnframt verður í boði íburðarmeiri inn- rétting en útlitsbreytingar eru smávægilegar. Bensínvélin er 4,2 lítra, sex strokka með fjölinnsprautun og er hún nærri 180 hestöfl. Önnur að- alnýjungin í Patrol er fjögurra þrepa sjálfskipting en dísilútgáfan hefur aðeins fengist með handskipt- ingu. Júlíus Vífill Ingvarsson fram- kvæmdastjóri hjá umboðinu, Ingv- ari Helgasyni hf., segir að þessi nýi Patrol sé sérstaklega sniðinn fyrir Evrópumarkað og segir að auk nýju vélarinnar og sjálfskiptingar- innar verði bíllinn með íbuðarmeiri innréttingu. ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.