Morgunblaðið - 29.12.1991, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ MEiMNINGARSTRAUMAR SUNNUPAGU1U29, DPSEMBUR. 1991
B 5
MYNDLIST /Hvar á áhugafólkiö heima?
Listvinafélög
Gilfélagið á Akureyri — gæti orðið grundvöllur öflugs listvinafélags í framtiðinni.
íslendingar hreykja sér af
hugsanlegum heinismetuni af
ýmsum sviðum, einkum með
tilvísun til íbúatölu landsins.
Hvort sem þetta á við rök að
styðjast eða ekki, er víst að
félagastarfsemi hér á landi
stendur með miklum blóma.
Landsmann geta státað af því
að hér starfa félög um fjöl-
breyttustu málefni, hagsmuna-
mál jafnt sem áhugasvið, og
ef skoðanirnar eru ólíkar, eru
félögin einfaldlega fleiri. I ljósi
þessa kemur ef til vill á óvart,
að hér á landi er erfitt að finna
vettvang fyrir áhugafólk uin
myndlist til að starfa á; lista-
menn hafa sín hagsmunasam-
tök, en þess utan er félaga-
starfsemi á myndlistasviðinu
afar fátækleg.
Erlendis er víða mikil gróska
í starfsemi áhugafélaga um
myndlist. Slík félög tengjast
ýmist einstökum stofnunum (og
þá eru félagar „meðlimir viðkom-
andi safna eða sýningarstaða, og
hafa einhver
áhrif á stjórnun
þeirra og
sýningarhald)
eða einstökum
landsvæðum eða
héruðum, og
vinna að því í
samvinnu við yf-
irvöld að efla myndlistarstarf-
semi á svæðinu, bæði með
sýningarhaldi og á annan hátt.
Það er ljóst að áhugastarfsemi
af þessu tagi á fullt erindi hér á
landi, og má marka það af ár-
angri félaga af þessu tagi á öðr-
um sviðum. Hér starfa öflug fé-
lög áhugafólks víða um land á
sviði tónlistar og leiklistar; þessi
tónlistarfélög og leikfélög hafa
gegnt lykilhlutverki í að efla
menningarstarfsemi í sinni
heimabyggð, hafa veitt fólki tæk-
ifæri til að nýta eigin hæfíleika
um leið og aðrir fá notið þeirra,
og hafa ekki síst eflt vitund
manna um gildi menntunar á list-
asviðinu fyrir börn og unglinga.
Hið síðastnefnda er ef til - vill
mikilvægasta framlag þessa
áhugastarfs til menningarlífs í
landinu í nútíð og framtíð.
Einhverra hluta vegna hafa
samsvarandi áhugafélög til
stuðnings myndlistinni í landinu
ekki þrifist. 1919 var þó stofnað
virðulegt félag í Reykjavík, sem
bar nafnið Listvinafélag íslands,
og stóð m.a. um árabil fyrir list-
sýningum. Þetta félag lognaðist
síðan út af eftir vorsýningu 1927,
sem olli nokkrum deilum. Sýning-
in var höfð „frjáls og opin þ.e.
listamenn gátu sent inn þau verk
sem þeir vildu, en voru ekki háð-
ir dómnefnd félagsins um hvaða
verk yrðu sýnd; þetta var meira
fijálslyndi en samtíminn þoldi,
og félagið galt þess. Síðan virð-
ast almenn félög á þessu sviði
ekki hafa náð sér á strik.
Nokkur listvinafélög eru samt
sem áður til hér á landi, en þau
eru seinna til komin, og tengjast
flest einstökum kirkjustofnunum;
þeim ætlað að stuðla að betri
tengslum listanna almennt og
þess starfs, sem fer fram innan
kirkjunnar, fremur en að efla veg
myndlistanna einna saman. Það
má helst benda til tveggja átta
til að finna dæmi um á hvern
hátt félög áhugafólks um mynd-
list hér innan lands starfa gætu
starfað nú á tímum.
Við Listasafn Sigurjóns Ólafs-
sonar starfar fulltrúaráð, sem er
í raun hópur áhugafólks um list
Sigurjóns. Þessi hópur vinnur að
því að efla hag safnsins eftir
bestu getu, standa vörð um
hagsmuni þess og vinna að því
að koma list Siguijóns sem best
á framfæri, innan lands og utan.
Þetta er skýrt og afmarkað hlut-
verk, og kjörinn starfsvettvangur
fyrir áhugafólk á þessu sviði.
Hitt dæmið er af svonefndu
Gilfélagi á Akureyri. Þarna er
samankominn hópur listafólks og
annars áhugafólks um listirnar
til að vinna að uppbyggingu lista-
starfsemi í Grófargili, þar sem
hugmyndin er að rísi eins konar
menningar- og listamiðstöð
þeirra Akureyringa. Þarna er
unnið að því að skapa listinni
starfsgrundvöll, innrétta hús-
næði og bæta hinar ytri aðstæð-
ur, sem eru grundvöllur þess sem
á eftir kemur. Þarna er starfið
rétt að hefjast, og því mikil þörf
fyrir öflugt félaga af þessu tagi;
Akureyringar eru nú greinilega
á réttri leið í þessum málum.
Listvinafélög gætu gegnt
miklu hlutverki hér á landi sem
annafs staðar. Félög geta t.d.
starfað í nánum tengslum við
söfn eða sýningarstaði og þannig
haft mikil og jákvæð áhrif á upp-
byggingu, sýnigarhald, aðstoðað
við fjármögnun innkaupa á lista-
verkum, verið grundvöllur öflugs
fræðslustarfs og jafnvel útgáfu-
starfsemi um myndlist, auk þess
að vera sjálfsagður og eðlilegur
vettvangur umræðu og deilna um
myndlist, sem er nauðsynlegur
þáttur í slíku starfi, eigi myndlist-
in að vera lifandi þáttur í menn-
ingunni.
Þau félög sem eru nefnd hér
að ofan geta verið vísirinn að
öflugu starfi á þessu sviði.
Áhugafólk hefur fyrst og fremst
vantað vettvang til að starfa að
þessu áhugamáli sínu. Það væri
vel athugandi á komandi ári fyr-
ir Listasafn íslands og Listasafn
Reykjavikur að gera könnun
meðal boðsgesta sinna hvort
áhugi er fyrir stofnun listvina-
félaga við söfnin; slíkt starf gæti
orðið myndlistinni í landinu til
mikillar eflingar á komandi
árum.
eftír Eirík
Þorlóksson
BLÚS/Hver skaut Muddy reffyrir rass?
Úlfuirinn
Á MEKTARÁRtJM Chess-útgáfunnar í Chicago voru á mála hjá fyrir-
tækinu flestir fremstu blústónlistarmenn Chicago, ekki síður en
merkir rokkarar. Frægastur var líklega Muddy Waters, en sá eftir-
minnilegasti er Howling Wolf. MCA-útgáfan hefur verið að endurút-
gefa Chess-upptökur síðustu ár og fyrir stuttu kom út þriggja diska
kassi þar sem endanlega sannast að Howling Wolf bar höfuð og
herðar yfir flesta samtíðarmenn sína í túlkun og tilfinningu.
eftir Árna
Motthíasson
Muddy Waters og Howling Wolf
voru vinsælustu blústónlist-
armenn Chess-útgáfunnar, en þeg-
ar komið var á svið skaut Wolf þó
Muddy ref fyrir rass, líkt og öllum
öðrum, því hann
var hamslaus á
sviði, fór um sviðið
í rykkjum og
stökkum, fékk flog
og vældi, öskraði
og æpti með
ógleymanlegri
„úlfsrödd" sinni.
Sam Phillips, sá
sem frægur varð fyrir að uppgötva
EIvis Presley, Roy Orbison,1 Johnny
Cash, Carl Perkins og fleiri, hefur
sagt að sá eini sem hann hefði ekki
viljað missa af væri Howling Wolf,
sem Phillips tók upp í Memphis
fyrir Chess í upphafi sjötta áratug-
arins.
Howling Wolf fæddist í Miss-
issippi 1910 og var gefið nafnið
Chester Arthur Burnett. Hann var
nokkuð eldri en Muddy, en seinn
til að taka til við tónlistina, því
hann var á nítjánda árinu þegar
hann fékk fyrsta gítarinn. Um það
leyti kynntist hann Charley Patton,
sem bjó skammt frá, og Patton
kenndi honum á gítar, en Wolf lærði
líka af Patton villta sviðsframkomu
og drjúgan hluta söngstílsins. Fleiri
áttu eftir að leggja þar orð í belg,
því Sonny Boy Williamson 2 kenndi
Wolf á munnhörpu og hann lærði
líka sitthvað af þeim Son House og
Willie Brown, aukinheldur sem
hann lærði ýmis lög af vinum sínum
í Mississippi Sheiks. Uni tíma ferð-
aðist Wolf um með Sonny Boy og
Robert Johnson, en hætti því þar
sem Sonny hirti alla peninga sem
þeir öfluðu. Hann sneri sér því að
búskapnum aftur og sagði ekki
skilið við þau störf fyrr en 1948,
"þegar hann hafði gegnt herþjónústu
og rekið eigið bú um tíma. Þá tók
hann sig upp og fluttist til Memph-
is, þar sem hann stofnaði hljóm-
sveit með þeim Matt Murphy, Pat
Hare, Willie Steele, Junior Parker
og píanóleikara. Matt og Junior
hættu til að leggja fyrir sig rytmabl-
ús, en í þeirra stað kom Willie John-
son. Með þannig skipaða sveit hélt
Wolf í tónleikaferðir um Suðurríkin
og fullmótaði stílinn, sem var sér-
kennileg blanda af frumstæðum og
hráum Mississippiblús og fægðum
Memphisblús, þar sem drífandi gít-
arleikur og þéttur taktgrunnur báru
uppi villimannslegan söng Wolfs.
Hápunkturinn í þeim stíl náðist síð-
ar ( Chicago, þegar í sveit Wolfs
var hinn geysisnjalli gítarleikari
Hubert Sumlin. Wolf fékk fastan
þátt á útvarpSstöð í Memphis og
fljótlega fengu útgefendur áhuga á
að taka upp þennan sérstaka söngv-
ara. Tvö fyrirtæki bitust um hann,
Modern-útgáfa Bihari-bræðra og
Chess, en það var einmitt Sam
Phillips sém tók Wolf upp fyrir
Chess-bræður. Togstreitan var
Wolf til góðs, því fyrirtækin keppt-
ust um að borga honum vel fyrir
upptökur, ólíkt því sem þær tíðkuðu
almennt, og hann gat nýtt sama
lagið tvisvar, með því að taka það
upp aftur fyrir hinn aðilann með
lítið breyttum textum.
Fyrir nokkru keypti MCA-útgáf-
an bandaríska útgáfuréttinn á
Chess-upptökunum og hóf að end-
urútgefa með miklum sóma allt sem
þar var til. I útgáfuröðinni eru safn-
kassar þar sem sett er á þrjá geisla-
diska eða svo dijúgt safn laga með
einum blúsara og að auki bæklingur
með löngu máli um viðkomandi.
Fyrst kassinn var með Muddy Wat-
ers og var einkar vel heppnaður,
en fyrir stuttu kom svo út kassi
með Howling Wolf, eins og áður
75 laga safn
Chester Arthur
„Howling Wolf“
Burnett og Hubert
Sumlin, gítarleikari
hans til fjölda ára.
var greint frá. Þeir sem dá Howling
Wolf eru ekki ánægðir með að fá
„bara“ 75 lög, en inn á milli eru
tvær merkilega upptökur, þar sem
Wolf er einn á ferð með kassagítar
og sýna betur en flest annað hve
hann stóð föstum fótum í Miss-
issippihefðinni. Til að fylla í göt
má svo benda mönnum á útgáfu
Bear-útgáfunnar þýsku, sem gefið
hefur út allt sem Wolf tók upp fyr-
ir Bihari-bræður, en breska fyrir-
tækið Ace hefur líka gengið í þann
sjóð.
Allar þessar upptökur sanna að
Howling Wolf var líklega sér-
stakasti blússöngvari sem náð al-
mannahylli á sjötta og sjöunda ára-
tugnum, og um leið sá eftirminni-
legasti.