Morgunblaðið - 29.12.1991, Síða 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1991
SÍÐASTA FERÐ
Hannelore Dylia
sem kom með skipi
frá Hamborg til að
finna staðinn þar
sem afi hennar varð
skipreika og fólkið
sem hlynnti að skip-
verjum.
VIÐTAL V I Ð
HANNELORE
DYLI A
ann 11. desember 1920 kl. 6 að morgni strandaði „Martha" á Méðal-
landssandi. Vindur var á suðaustan, mjög hvass með köflum. Hinn
mikli öldugangur, sem lék um skipið, hafði skorðað það á sand-
hrygg. Eftir árangurslausar neyðarsendingar var ákveðið að vera
um borð til birtingar. Strandið hafði átt sér stað í niðamyrkri, og
með köflum gerði haglhríð og vindskúrir. Þegar mesta hræðslan var liðin hjá
var gert manntal í skutnum og allir reyndust vera þar.“
Hannelore Dylia tók sér í sumar far
með Laxfossi frá heimaborg sinni Ham-
borg með dagbók afa síns í farteskinu,
til að freista þess að líta staðinn þar sem
afi hennar varð skipreika á strönd Is-
lands. Hún ætlaði að vera hér í hálfan
mánuð milli ferða. Vinkona hennar var
með í för með bílinn sinn, svo þeim voru
ailir vegir færir. Varla voru þær komnar
í hlað hjá Þórði safnverði á Skógum og
hún nefnt að skip afa hennar hefði farist
þarna á Suðurströndinni á árinu 1920,
þegar Þórður sagði: „Martha!“ Það þótti
henni vænt um. Þórður sýndi henni í safn-
inu á Skógum bréf frá skipstjóranum með
þakklæti til björgunarmanna.
Martha hafði lagt af stað frá Cuxhaven
4. desember 1920 með hálfan farm, 370
tonn af salti, og stefndi tii Reykjavíkur.
Afínn C. Silck, sem var skipstjóri, var í
þetta sinn 1. stýrimaður, en skipstjórinn
hét, Woker. Hannelore kvaðst hafa heyrt
mikið um sjóferðir afa síns. Hann hafði
verið skipstjóri í ferðum 'til Ástralíu og
ýmissa eyja þar um slóðir og póstkort frá
ýmsum hornum heims voru til á heimil-
inu. M.a. hafði hún með sér ýmis skemmti-
leg gömul póstkort frá Islandi, m.a. af
Þorvaldi lögregluþjóni á Grána, lögreglu-
mótorhjóli þeirra tíma. Dagbók afans gekk
henni í fyrstu illa að lesa, því letrið var
henni framandi. En eftir að frænka henn-
ar hafði vélritað upp handritið, fékk hún
mikinn áhuga á frásögninni frá Islandi.
Og vinkona hennar fékk íslenska stúlku
til þess að þýða það á íslensku, svo hún
gæti haft það með sér til að sýna fólki
hér. Afí hennar er látinn. Hann hafði keypt
skip 1926 og sigldi til Svíþjóðar. Þaðan
skrifaði hann konu sinni og kvaðst vera
á heimleið. Ekki spurðist til hans meir.
Skipið hvarf í hafið. Hann lét eftir sig tvö
böm, móður Hannelore og son sem féll í
stríðinu 1944.
Þegar þær vinkonurnar höfðu fengið
bílinn í land í Reykjavík óku þær rakleið-
is til Víkur í Mýrdal, þar sem þær ætiuðu
að hafa bækistöð á Höfðabrekku. Blö-
skraði vegurinn undir Eyjafjöllunum og
fóru að fá nasasjón af þessu hijúfa landi,
þar sem afí hennar hafði í hópi annarra
óhestvanra skipbrotsmanna riðið yfír fljót
og óvegi. I Vík hittu þær stúlku sem gat
talað einhverja Jiýsku og úr því voru eng-
in vandkvæði. Á elliheimilinu hitti Hanne-
lore 96 ára gamlan mann, sem mundi
eftir strandinu, og gamla konu, sem þá
hafði verið 15 ára gömul.
Hannelore Dylia var með í fórum sínum
póstkort með nöfnum Guðfinnu Bjöms-
dóttur og Lofts Guðmundssonar á Strönd
í Meðallandi, næsta bæ við strandstaðinn
þar sem hlynnt var að skipbrotsmönnunum
13 og þar sem þeir dvöldu, eins og segir
frá í dagbókinni. Þangað hélt hún og hitti
Loft og Guðlaugu Loftsdóttur móður hans,
sem 1920 var 12 ára gömul heimasæta á
bænum. „Hún tók fram mynd af afa, sem
hann hafði áletrað og gefíð heimilisfólk-
inu. Og mikið var ég glöð að sjá skipsbjöll-
una með áletruninni Martha í kirkjunni á
staðnum," sagði hún. En í dagbókinni
stendur:„Skipsklukkan var ánöfnuð nýrri
kirkju í Meðallandi og tóku innfæddir við
henni af þakklæti. Það gat maður lesið
úr svip manna. Húsfreyjan á bænum var
glöð. Þegar við sögðum að nú væru jólin
okkar og tókum upp hálfmislukkaðar jóla-
gjafir og deildum þeim með íslendingunum
fór hún út og grét. Túlkurinn sagði okkur
að hún gæti ekki tjáð með orðum tilfinn-
ingar sínar. Augljóst var að við höfðum
æignast okkar annað heimili á þessum
stað, en slíkt er sjaldgæft í heimi hér.
Jólagjöf sem jafnast á við gjöf ^rá ástvin-
um að heiman,“ skrifaði stýrimaðurinn í
dagbók sína áður en skipbrotsmenn héldu
frá þessum afskekkta hlýlega sveitabæ á
ströndinni.
Hlynnt að skipbrotsmönnum
Þýska skipið Martha var í flutningum
til Reykjavíkur í mesta skammdeginu í
desember. Þetta var skömmu eftir fyrri
heimsstyijöldina og skipveijar þurftu að
vara sig á tundurduflum bæði í flóanum
út af Cuxhaven og eins þegar þeir nálg-
uðust Hjaltlandseyjar. „Því eins og allir
reyndir sjómenn vita geta straumar ver-
ið miklir þarna norðurfrá", eins og segir
í dagbókinni. Eftir að skipið var komið
frám hjá tundurduflabeltunum töldu þeir
að hættan væri liðin hjá. „Oþægilegt var
að næturnar lengdust og dagarnir voru
orðnir afar stuttir. Lítið sást til sólar;
hún var horfín áður en maður vissi af.
Á nóttunni var alskýjað. Það var óþægi-
legt fyrir stýrimennina því þá var ekki
hægt að ákvarða staðsetningu út frá
stjörnum. Slíkt hefði og gert kleift að
átta sig á stefnu vinds og strauma. Að-
faranótt 9. desember varð léttskýjað
dálitla stund og við athuguðum stjarn-
stöðuna: Pólarstjörnuna, Arcturus, Wega
og Júpiter. Um hádegi sást til sólar og
þá gátum við áttað okkur vel á staðsetn-
ingu sem reyndist 60,5 gráður norðlæ-
grar breiddar og 8,16 gi'áður vestlægrar
iengdar. Hér eru veður óútreiknanieg,
stundum var stormasamt en síðan aftur
lygnt. Sjórinn ólgaði. Við stefndum á
Vestmannaeyjar þar sem stendur viti er
dregur 18 sjómílur. I austsuðaustur það-
an 33 sjómílur er Dyrhólaey með vita.
Ætlun okkar var að geta greint annan-
hvorn þessara vita um nóttina eða í birt-
ingu. Samkvæmt siglingabók mátti bú-
ast við sterkum vestlægum straumum á
þessu svæði. Þar eð einnig mátti reikna
með segultruflunum á áttavitanum
þurftum við að vera vel á verði og taka
mið af stjörnum ef mögulegt var. Skipið
var á 8-9 sjómílna hraða. Þar sem við
nálguðumst ströndina æ meir var höfð
vakt úr mastrinu frá því kl. 3.45 aðfara-
nótt 11. desember. Veðrið var skírt þó
skýjað væri. Kl. 6 kom brotsjór yfir skip-
ið aftan frá. Það hrikti í þvi. Þeir sem
Morgunblaðið/Bje
Silck stýrimaður á Mörthu, sem
í dagbók sinni segir frá því er
skipið strandaði við Meðallandið.
voru á frívakt voru kallaðir upp.
Nokkrum sekúndum síðar flæddi
um allt skipið og það virtist taka
niðri. Öldurnar fóru í masturshæð
og skullu á þöndum seglunum og
féllu svo af krafti. Varla heyrðist
mannsins mál. Nokkrum sekúndum
síðar rykktist skipið til og við viss-
um að nú hefði Martha siglt sína
síðustu ferð. Skipið stóð á grunni
og sjórinn flæddi yfir það. Þetta
varð allt á örfáum sekúndum. Þeg-
ar skipið hafði strandað kom í ljós,
okkur til léttis, að öli áhöfnin var
saman komin í skut. En allir hugs-
uðu með kvíða til þess sem færi í
hönd. Á örskammri stund mundu
náttúruöflin eyðileggja mannanna
verk. Öllum var ljóst að Martha
hafði sungið sitt síðasta. Þetta var
síðasta ferðin.“
Strandið varð í niðamyrkri og
með köflum gerði haglhríð og
vindskúrir. „Nú fjaraði og við það
skullu bylgjurnar ekki eins á skip-
inu, og á stjórnborða var þurrt. í
birtingu var okkur ljóst að sand-
hryggurinn hlyti að vera ofansjávar
á flóði einnig því þarna var sjóreki.
Við nánari athugun sá ég þarna
hluta úr strönduðum skipum, sem
að mestu leyti voru grafin í sandinn.
Þar sem hvergi var von um björgun
fór ég aftur um borð. Allir reyndu
að upphugsa einhveija lausn en
árangurslaust. Matarforðinn var
ónýtur og káetudekkið rifið.“
Ákveðið var að draga einn björgun-
arbátinn upp á hæsta sandhrygg
og þar sem vatnsbirgðir myndu
aðeins endast 13 mönnum tvær vik-
ur voru flöskur fylltar og reynt að
pakka einhverri fæðu inn. Klukkan
eitt sást eitthvað á hreyfingu í fjör-
unni. Þetta reyndust véra tveir ís-
lendingar, ríðandi og með hunda.
Þegar þeir komu auga á skipið
komu þeir yfir þurran sandinn á
valhoppi og veittu okkur fyrstu
hjálp. Þar sem við skildum ekki
hvorir aðra ákvað sá eldri að fara
að sækja hjálp, en sá yngri ætlaði
að verða eftir hjá okkur. Hinn eldri
fékk síðar nafnið „koníaksdrengur-
inn“ og hann gladdist alltaf þegar
hann fékk „meðal“. Eftir fjóra tíma
komu menn með söðlaða hesta og
eftir tveggja og hálfs tíma reið
náðu þeir til fyrstu íslensku bæj-
anna. Á býlinu Strönd var þeim
komið fyrir og tekið af mikilli gest-
risni.
Skipstjórinn fór við annan mann
á næstu símstöð í Vík, tveggja daga
reið. En hinir gerðu dagsferðir á
strandstað, þar sem Martha var að
síga í sandinn á bakborða og sjór
kominn í skipið. „Á þriðja degi frétt-
um við að skip hefði strandað fyrir
austan okkur og enginn mannskap-
ur væri um borð. Eg ákvað að fara
með iækni og hreppstjóra á stað-
inn. Eftir klukkutíma reið komumst
við að skipinu. Það hafði lent í því
sama og Martha. Það hét Elísabet
og var frá Saxköbing í Danmörku.