Morgunblaðið - 29.12.1991, Qupperneq 10
10 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. DESEMBER 1991
BRIÐURNAR HENNAR
eftir Urði Gunnarsdóttur. Mynd: Árni Sæberg
í listaskólanum í Barcelona var bannað að hoppa, því flamengó-
dansararnir voru búnir að dansa svo mikið að skólahúsið var að
hruni komið. Dansararnir urðu því að þykjast stökkva og aðrir
nemendur skólans fóru sömuleiðis varlega. Meðal þeirra var Helga
Arnalds, sem var við nám í öllu því sem tengist brúðuleikhúsi.
Hún er nú útskrifuð úr skólanum, flutt heim og farin að vinna
við brúðugerð og brúðuleikhús. Hún hefur unnið að uppsetningu
sýningar Leikbrúðulands „Bannað að hlæja“ sem frumsýnd var
fyrr í mánuðinum og unnið lausavinnu af ýmsu tagi eins og títt
er með listafólk.
Hlutur Helgu í sýningunni
þótti afbragðsgóður, í leik-
dómi Morgunblaðsins
sagði að vænta mætti
margra og skemmtilegra hluta af
henni í framtíðinni. Það er freist-
andi að bæta við að hæfileikana
eigi hún ekki langt að sækja, dótt-
ir Hallveigar Thorlacius og Ragn-
ars Arnalds. Helga segist fremur
kjósa að vera metin af eigin verk-
um en ættum. „Það var til dæmis
ekki staðföst ætlun mín að læra
leikbrúðugerð, heldur hafði ég
áhuga á ýmsum listgreinum, m.a,
myndlist, og hef enn. Að loknu
stúdentsprófi fannst mér kominn
tími til að skoða mig aðeins um í
heiminum og leiðin lá til Barcel-
ona. Þar var listaskóli sem mér
leist svo vel á, að ég sótti um inn-
göngu,“ segir Helga.
„I skólanum var hægt að læra
hvaðeina er tengdist leikhúsi; þar
á meðal brúðuleikhús og brúðgerð
og ég ákvað að láta slag standa.
Við lærðum raddbeitingu, líkams-
þjálfun, m.a. Alexanderstækni,
grímugerð, teikningu, textíl, leik-
myndagerð og svo mætti lengi
telja. Það er einn ánægjulegasti
þátturinn í svona námi hversu fjöl-
breytt það er, við fáum nasasjón
af svo ótalmörgu. Ég lærði til
dæmis dálítið í járnsmíði þegar við
byggðum leikramma úr járni á
stærð við rúmgott herbergi. Þá
var okkur kennt að klæðskera-
sauma fötin á brúðurnar; sauma-
kennarinn var sonur skraddara og
taldi að sú kunnátta myndi koma
okkur að mestum notum. En það
var nú ef til vill fulllangt gengið,
þar sem brúðurnar eru alls ekki í
sömu hlutföllum og maðurinn. Svo
lærðum við látbragðsleik, sem er
óskaplega erfiður. Að baki honum
liggur flókin athugun á mannslíka-
manum, sérstaklega liðamótunum,
og til að geta eitthvað í látbragðs-
leik er nauðsynlegt að hafa góða
tilfinningu fyrir takti."
Helga var í þrjú ár í skólanum
og dvaldi í hálft ár til viðbótar í
Barcelona að því loknu. Asamt
nokkrum vinum sínum úr skólan-
Nýr lidsmaður hefur bæst í hópinn sem stendur aö
Leikbrúdulandi, Helga Arnalds. Hclga er nýkomin
heim úr námi á Spáni, þar sem hún lagði stund á
leikbrúðugerð og uppsetningu brúöuieikhúss
um ferðaðist hún milli barnaskóla
með skuggaleikhús sem var nógu
fyrirferðarlítið til að hægt væri
að komast milli staða í strætis-
vagni. Að sýningu lokinni héldu
þau svo námskeið fyrir börnin. Á
þessum árum kom Helga þó alltaf
heim á sumrin og setti upp sýn-
ingu ásamt móður sinni undir heit-
inu „Sögusvuntan". Þær hafa flutt
söguna um músina Rúsínu yfir 300
sinnum á barnaheimilum á síð-
astliðnum þremur árum. Með sýn-
ingunum kenndi Helga brúðugerð
við Þroskaþjálfaskólann og Fjöl-
brautaskólann við Ármúla og hélt
námskeið fyrir kennara Laugar-
nesskóla um hvernjg hægt væri
að tengja brúðugerð kennslu. Þá
hefur undirbúningur fyrir sýning-
una „Bannað að hlæja“ tekið
óhemju tíma.
Helga segir að það sem taki
ótrúlega mikinn tíma við brúðu-
gerðina sé efnisöflunin. „Hér er
svo lítið tii af efnum sem henta í
brúður. Áður en ég fór frá Barcel-
ona hafði ég því samband við
verslunareigendur, sem lofuðu að
senda mér efni þegar mig vant-
aði. Sá samningur hefur komið sér
vel, meirihluti
efnisins í brúðurnar
Helga með sínar brúður og ann-
arra; Ask, Emblu og son þeirra
Búa, úr sýningunni „Bannað að
hlæja" og Frelsisstyttuna og
Eifelturninn.
er frá Barcelona. Þar finnst allt
milli himins og jarðar, nema þá
helst venjulegir hlutir á borð við
heilhveiti, sem er vandfundið þar.
„Já þú ert alltaf að föndra,“
segir fólk gjarnan í hjartans ein-
lægni við Helgu. Fyrir þann sem
hefur lært brúðugerð í þijú ár og
lagt ómælda vinnu í uppsetningu
sýninga er vinnan við brúðurnar
öllu meira en föndur eitt. En skýr-
ingarinnar er sjálfsagt fyrst og
fremst að leita í því að hefð fyrir
brúðuleikhúsi er mun minni á ís-
landi en til dæmis sunnar í álf-
unni. „Brúðuleikhúsið á meðal
annars rætur sínar að rekja til
Commedia dellarte leikhússins á
Ítalíu. Þaðan er upprunin brúða
sem þekkt er undir ýmsum nöfnum
í Evrópu, við köllum hana meist-
ara Jakob. Maríonetturnar; eða
strengjabrúðurnar; eru einnig
hluti af brúðuleikhúsinu og þær
• eru upphaflega kirkjumunir. Það-
an er nafnið dregið; „litlu Maríur"
voru styttur og hluti af helgileik
sem fluttur var í kirkjum til að
laða fólk að. Til að gera þær enn-
þá meira spennandi datt kirkjunn-
ar mönnum í hug að gera stytturn-
ar hreyfanlegar.
Brúður hafa bæði ' verið
skemmtun ríkra og fátækra í
gegnum aldirnar. En þegar þær
voru fyrst kynntar fyrir íslending-
um, þótti sumum litið til koma.
Það var danskur maður sem fyrst-
\ur mun hafa sýnt brúðuleikhús
hér á‘ landi í byijun aldarinnar.