Morgunblaðið - 03.01.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.01.1992, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992 VIÐHALD? Hriktir enn í stoðunum? Breskir fjöliniðlar hafa verið fullir af efni um stormasamt hjónaband bresku krúnuerfingj- anna, Karls og Díönu. Hin seinni misseri hafa sérstakir sérfræðing- ar blaðanna talið sig hafa séð ýmis merki þess að hjónabandið hafi skánað hjá þeim skötuhjúum. Þau fóru til að mynda saman í sólarfrí í haust, að vísu með bæði bömin og nokkur hundruð lífverði og embættismenn með sér, en samt. Þá hafa þau nokkrum sinn- um farið saman á uppákomur þar sem venjan hefur verið að aðeins annað hafi sýnt sig. En það er eins og við manninn mælt, að loks þegar almenningar er farinn að halda að allt sé eins og blómstrið eina á ný, þá nær einhver ljós- myndari/leyniskytta mynd af prinsinum á rölti með annari konu! Myndin sem hér fylgir var tek- in á fashanaskytteríi á landareign Windsorkastala í Norfolk og sýnir Karl á rölti með byssu um öxl og huggulega konu sér við hlið og ekki er það Díana, enda hefur hún marglýst yfir viðbjóð sínum á veiðimennsku Karls, en hann er ákafur stanga- og skotveiðimað- ur. Konan við hlið Karls á mynd- inni er hertogaynjan af Roxburg- he, eða lafði Jane Grosvenor. Hún er 38 ára þriggja barna móðir og hefur verið náin vinkona Karls allt frá barnæsku. Hún er nýlega skilin við karl sinn, hertogann af Roxburghe og er hann einnig stórvinur Karls. Hermt er að sam- band Karls og lafði Jane sé mun nánara eftir að hún skildi við bónda sin. Þau eiga mörg sam- eiginleg áhugamál, til dæmis úti- vistar- og veiðiáhugann. Þau eru einnig nær í aldri heldur en Karl og Díana. Breskir fjölmiðlar gera mikið úr því þessa daganna hvað lafði Jane sé spengilegur kven- maður og einkum séu blá augu hennar fögur. Sögusagnir um fall- valt hjónaband Karls og Díönu hafa sem sagt fengið byr undir báða vængi á ný. Karl og lafði Jane Grosvenor. Félagar í SVFR svfr takið vel eftir! Þið hafið forgang að öllum okkar stórkostlegu vatnasvæðum og þið getið greitt með Visa/Euro raðgreiðslum í allt að 18 mánuði. Meðal annars er í boði: NORÐURA - „Fegurst allra áa“ GISIASTAÐIR - náttúrufegurð og kyrrð Netin taka ekki þó stóru í sumar. Varlega óætlað 2000- 3000 fleiri laxar í óna. Spúnveiði leyfð í júní og ógúst — öll óin nema fró Laxfossi niður að Myrkhyl. Verð í júlí (útlendinga- tími) fró kr. 39.900- 49.600 ó stöng ó dag. Verð í júní og ógúst fró kr. 11.900-34.800 ó stöng ó dag. Miklar endurbætur ó hús- næði og aðstöðu við óna. Netin fara ekki niður í næstu Lax og silungur. Mjög gott, nýtt veiðihús fylgir ón I aukakostnaðar. Vinsælt fjölskyldusvæði. Stórlækkað verð, kr. 7.700-9.7001 um helgor. LAXA í LEIRÁRSVEITI • Rómuð fluguveiðió. • Laxveiðió hinna vondlótu. þrjú sumur 9 Verðlækkun milli óra. • Fyrsta flokks aðstoða í veiðihúsi. • Framboð okkar takmarkað. GLJIJFLRA - laxveidiá í einu fegurstaj héradi landsins • Stóraukin laxavon vegna upptöku neta. • Ósinn við Norðuró dýpkaður. • Verð fró kr. 8.600-18.700 ó stöng ó dog. • 50% aukning síðastliðið sumar. Eyrarvatn - Þórisstada vatn - Geitabergsvatn Vötn í fjallasal - stutt frá höfuðborginni Lax og silungur. Afnot af veiðihúsi í maí og júní. Verð fró kr. 800-1.700. Sumarkort fró kr. 6.000-11.000. LANGA - fjallid - rómud fegurð • Lox og silungur. • Nýtt, glæsilegt veiðihús fylgir frítt. Staðsett ó sérlega fallegum stað. • Mikið og fjölbreytt veiðisvæði. • Húsið fylgir þótt aðeins ein stöng sé í boði. • Stórkostlegt berjoland. • Miklir möguleikar fyrir fjölskyldur. • Verð fró kr. 5.500-21.600 ó stöng ó dag. Adrar ár í boði: Elliðaór, Brynjudalsó, Stóra Laxó í Hreppum, Flóðatangil Miðó I Dölum, Flekkudolsó, Laugabokkar, Snæfoksstaðirl Sogið - 3 svæði, Selós og Þveró í Svínadal, Tungufljótl og Hvító i Borgarfirði. Nýir meðlimir geta gengið í félagið til 6. janúar og sótt um veiðileyfi sumarið1992. Inntökugjald kr. 17.500. Skilafrestur er til kl. 18.00 6. janúar. Nýtid forgang ykkar. Ath. ad eftir úthlutun 20. janúar verða veiðileyfi sett á almennan markað. Morgunblaðið/Bára Kristinsdóttir Jólasveinninn hallar sér makindalega aftur í bátnum sínum á tjörn- inni í garði Pignato-fjölskyldunnar. JÓLAHALD J ólaskreytingar Pignato-fj ölskyldunnar Fyrir íslendinga er fátt í sólskins- ríkinu Flórída sem minnir á jólin heima. Þó gera Flórídabúar allt sem í þeirra valdi stendur til að gera jólalegt hjá sér. Sumir eru iðnari við það en aðrir og þar er Pignato-fjölskyldan besta dæmið. Fjölskyldan býr í bænum Jupeter í Suður-Flórída. Fyrir átta árum byrjaði hún að skreyta garðinn sinn, eins og algengt er hér um slóðir fyrir jólin. Þetta hefur síðan hlaðið utan á sig og er nú helsti viðburður ársins hjá fjölskyldunnk í ár unnu tíu manns úr Pignato- fjölskyldunni við skreytingarnar í heilar tvær vikur. Skreytingamar eru aldrei eins á hverju ári og alitaf eykst ljósadýrðin. Þessi jól voru 40 þúsund perur notaðar. Pignato-fjölskyldan er þó ekki ein um að njóta dýrðarinnar. Garð- urinn er opinn öllum, sem áhuga hafa og þeir eru ekki fáir. Á hveiju kvöldi liggur straumur fólks um garðinn. Um síðustu jól komu 47 þúsund manns og skráðu sig í gestabók fjölskyldunnar, þar á með- al allnokkrir íslendingar. Núna býst hr. Pignato við yfir 60 þúsund gest- um. Fjölskyldan tekur engan að- gangseyri, enda segir hún að laun erfiðisins séu að miðla ánægju og upplifa hrifningu og aðdáun barn- anna. Fjölskyldufaðirinn, hr. Pignato, stoltur í einu horni garðsins síns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.