Morgunblaðið - 03.01.1992, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÓSTUDAGUR 3. JANUAR 1992
47
Hver fann fyrstur Aineríku?
*
eftir Bjarna Olafsson
Þeirri spurningu á ég erfitt með
að svara beint, en svo virðist, að
aðalmálið sé hver eigi Leif heppna,
Norðmenn eða íslendingar, þegar
minnst er á fund Vínlands hins góða.
Þegar lausn er fengin á eignar-
réttinum á Leifi er allri umræðu um
það mál hætt.
Ég átti fyrir margt löngu í hörku
rifrildi við norska sjómenn á norsku
skipi um Leif og fannst mér norskir
grunnskólar vera í vondum gæða-
flokki þar eð sjómennirnir vissu ekki
að Leifur hefði verið fæddur á ís-
landi en ekki Noregi eins og sjó-
mennirnir norsku staðhæfðu.
En vissulega áttu þeir málsbætur.
Grænlendingasaga hefur verið til
á íslandi í meira en sex hundruð ár
en Norðmenn hafa minni kost átt á
því að geta lesið hana eða engan.
Við sitjum við fræðabrunninn og
þurfum aðeins að rétta fram hendina
eftir vatninu úr honum. — En við
gerum það ekki.
Það er meiri mannsbragur að því,
að íslendingar fræði aðrar þjóðir um
elstu skrifaðar frásagnir af Vín-
landsferðunum en standa i meining-
arlausum þrætum um eignarréttinn
á Leifi heppna.-
I enskum fræðibókum er sagt að
Norðmenn hafí fundið Vínland.
Þannig er umheiminum gert kunn-
ugt hveijir fyrstir stigu fæti á meg-
inland Vesturheims. Islendingar láta
ekkert frá sér heyra um það, sem
skrifað var fyrir meira en sex hundr-
uð árum hér á landi um Vínlands-
ferðir Islendinga og Grænlendinga á
ofanverðri tíundu öld og fyrri hluta
elleftu aldar.
Kemur umheiminum það annars
nokkuð við hvað munkar óþekktir
og nunnur skrifuðu um það úti á
Fróni?
Það er trúlega misjafnlega rétt
sagt frá staðreyndum, en nær þeim
verður þó varla komist. Frásagnir
sjómanna í dag án ritaðra eldri heim-
ilda geta varla verið miklu réttari.
„Óll þekking er í molum“, er skrif-
að á gamla bók.
Það hefur t.d. lengi verið talið að
Leifur heppni hafi fundið Vínland
árið 1000, en nú er sagt að 1000
ár séu síðan og þá hefur hann kom-
ið þangað árið 991.
Fann Leifur Eiríksson fyrstur
meginiand Vesturheims?
í bókinni íslandssaga til okkar
daga segir:
„Sagnir um Leif eru ekki mjög
traustar. Öruggari virðast heimildir
um þau Þorfinn Þórðarson karlsefni
frá Höfða á Höfðaströnd og konu
hans, Guðríði Þorbjarnardóttur frá
Stokkanesi, er nú nefnist Narss-
arssuaq á Grænlandi."
í Grænlendingasögu segir frá ís-
lenskum manni, Bjarna Heijólfssyni,
er fyrstur sigldi svo langt vestur
fyrir Grænland að hann sér lönd þar
og lýsir þeim þegar hann kemur til
Noregs. Hann hafði þá siglt frá
Noregi með viðkomu stuttri á Is-
landi og ætlaði sér til Grænlands,
sem hann komst að iokum.
Landafundur Bjarna varð sama
árið og landnám íslendinga á Græn-
landi. íslendingabók Ara prests
fróða segir svo frá:
„En það var, er hann (Eiríkur
rauði) tók að byggja landið, fjórtán
vetrum eða fimmtán fyrr en kristni
kæmi hér á íslandi, að því sá taldi
fyrir Þorkeli Gellissyni á Grænlandi,
er sjálfur fylgdi Eiríki hinum rauða
út.“
Bjarni hefur því fundið meginland
vesturálfu ekki seinna en árið 986.
Eftir umræður um landafund
Bjarna ræðst Leifur Eiríksson í að
fara könnunarleiðangur og kanna
þau lönd er Bjarni fann.
í íslenskum handritum segir: „Nú
bjuggu þeir skip sitt og fundu það
land fyrst er þeir Bjarni fundu síð:
ast:“ Síðar í handritinu segir: „í
þriðja sinn finna þeir land eftir að
hafa siglt í iandnyrðing." — Þar
dvelja þeir og reisa skála. Þar fannst
vínviður vaxinn og Leifur gaf þessu
landi nafnið Vínland.
Heimförin varð happadrýgst því
þá lánaðist Leifi að bjarga mannslíf-
um. Hann finnur fólk á skeri en
skip þess hafði brotnað.
Þess vegna var nafn hans lengt
og hann kallaður Leifur heppni eftir
það. Farmaðurinn, sem Leifur
heppni bjargaði, hét Þórir austmaður
og er því Norðmaður, en hann lést
um veturinn í Brattahlíð á Græn-
landi. Kona hans hét Guðríður Þor-
bjarnardóttir og var af írskum ætt-
um. Hún kemur allra kvenna mest
við sögu Vínlandsferðanna eftir að
hún missti Þóri mann sinn.
Hún giftist síðast skagfirskum
bóndasyni Þorfinni karlsefni,
Handritin íslensku segja um frá-
sagnir af Vínlandsferðunum: „Og
hefur karlsefni gerst sagt allra
manna atburði um farar þessar all-
ar, er nú er nokkurt orð á komið.“
Um írsku konuna hans er þetta
sagt: „Guðríður var sköruleg kona
að sjá og vitur kona og kunni vel
að vera með ókunnum mönnum.“
Augljóslega lýsa handritin henni sem
meiri háttar konu. Þau hjón gera
alvarlega tilraun til þess að nema
land á Vínlandi, en verða að hverfa
þaðan eftir þrjú ár.
Þar fæðist þeim sonurinn Snorri.
Er hann fyrsta barn af hvítum kyn-
stofni sem skráður er fæddur í
Vesturheimi?
Snorri reisti kirkju á föðurleifð
sinni, Glaumbæ í Skagafirði. Landn-
ám Karlsefnis á Vínlandi var á fyrsta
tug elleftu aldar (1006)?
Hver er hlutur Norðmanna í Vín-
landsferðunum?
Norðmenn eiga heiðurinn af því
að hafa smíðað skipin, sem siglt var
á til Vínlands og að þau voru eftir
norskri fyrirmynd. íslendingar rekja
ættir sínar til Norðmanna.
Nýr Farsæll á flot
HJÁLPARSVEIT skáta í Vest-
mannaeyjum hefur tekið í notk-
un nýjan björgunarbát. Báturinn
er af gerðinni Alusafe 900 og er
smíðaður í Noregi. Nýi báturinn
hefur fengið nafnið Farsæll, en
það nafn bar eldri bátur sveitar-
innar einnig, en hann hefur nú
verið seldur.
Nýi Farsæll er 9,2 metrar að
lengd og 3,3 metrar á breidd. Hann
ristir 1,1 metra og eigin þyngd er
3.400 kg. Skrokkurinn er smíðaður
úr áli, en flotkransinn úr stífum og
frauðsvampi. Öll skilrúm eru fa-
rauðfyllt og á báturinn að fljóta
fullur af sjó. I stýrishúsinu er rými
fyrir sjúkrabörur og ssæti fyrir 5-7
manns. Vélin er Vaterpillar
3208TA, 425 hestöfl. Drifbúnaður
er Castoldi 06 wateijet og gang-
hraði er rúmlega 30 sjómílur. Elds-
neytistankur tekur 390 lítra og var-
atankur 200 lítra. Langdrægni er
280-320 sjómílur. Meðal búnaðar
er Loran- og GPS staðsetningar-
„Ég er sáttur við það
að Leifur heppni sé
sagður sonur Islands o g
sonarsonur Noregs.“
Hverrar þjóðar var Leifur heppni?
Þetta er skrifað í íslendingabók
af Ara presti fróða:
Frá Grænlendingabyggð
„Þeir fundu þar manna vistir
bæði austur og vestur á landi og
keiplabrot og steinsmíði það, er af
því má skilja að þar hafi þess konar
þjóð farið, er Vínland hefur byggt
og Grænlendingar kalla skrælingja."
Hvaða menn eru það sem Ari
prestur fróði nefnir Grænlendinga?
Islendingabók Ara er talin rituð ekki
síðar en árið 1133.
Hver er hlutur íslendinga?
Þeir skrifuðu um byggð Græn-
lands fyrir meira en sjö hundruð
árum og Vínlandsferðirnar fyrir
meira en sex hundruð árum og
handritin hafa geymst til okkar
daga.
Siglingaleiðir djörfustu sæfara
heims á ofanverðri tíundu öld og í
byijun elieftu aldar.
„Land það er kallað er Grænland
fannst og byggðist af íslandi“,
skrifar Ari. Vínlandsferðirnar voru
famar frá Grænlandi.
Siglingaleiðin
Það er kunnugt að seglabúnaður
víkingaskipanna var frumstæður
(rásegl). Nær engin leið eða alls
engin var að sigla móti vindi. Þess
vegna réð vindur því mjög hvert
skipin héldu. Skipin sjálf voru traust.
Þau voru létt á sjónum og lyftu sér
á bárunum þegar þær riðu undir
skipið.
Veðurátt fer eftir lægðum. Vind-
urinn snýst rangsælis kringum lægð-
imar. Vindurinn er miðsækinn.
Hann er austlægur norðan lægð-
armiðjunnar en vestlægur sunnan
hennar. Lægðirnar á Norður-Atlans-
hafi koma oft frá Nýfundnalandi og
halda í átt til Noregs, milli Islands
og Færeyja. Þetta virðast þeir Leifur
heppni og Þorfinnur karlsefni hafa
kunnað að nota sér.
íslensku handritin segja: — „Er
Leifur sigldi af Grænlandi um sum-
arið urðu þeir sæhafa til Suður-
eyja“. -
Þegar Karlsefni flutti burt af
Grænlandi til íslands hélt hann fyrst
til Noregs og þaðan til íslands.
„Bjarni Heijólfsson kom utan af
Grænlandi á fund Eiríks jarls (í
Noregi). Sagði Bjarni frá ferðum
sínum, er hann hafði lönd séð“.
Saga kynstofnsins er „byggði
Grænland af íslandi" er saga glæsi-
legra siglinga og sigra og mikilla
örlaga.
Mesta harmsaga íslensku
þjóðarinnar
Þegar 422 ár voru liðin frá þvi
að „Grænland byggðist af íslandi"
hverfa frásagnir íslendinga um
byggð Grænlands.
Síðasta bréf á íslensku um byggð
Grænlands segir frá því að hinn 16.
september árið 1408 voru gefin sam-
an í hjónaband á Grænlandi brúð-
lvjónin Sigríður Björnsdóttir og Þor-
steinn Ólafsson með ráði Sæmundar
Oddssonar frænda brúðarinnar.
Bréf þetta var vottfest. (ísl. forn-
bréfasafn, III. bindi, 632. bréf).
Ungu brúðhjónin komu tveim áruir
síðar til íslands og margir íslending-
ar eru taldir afkomendur þeirra.
Hins vegar hefur ei síðan spursi
til afkomenda þeirra á Grænland
er „byggðu Grænland af íslandi" svr_
óyggjandi sé.
Næsta sigling til Grænlands vai
meira en þrem öldum síðar.
Trúboðinn Hans Egede kom þé
frá Danmörku. Hann hugðist gets
séð afkomendur þeirra manna ei
„byggðu Grænland af íslandi", en
varð fyrir vonbrigðum með það.
Þeir fundust ekki.
Mig minnir að það sé eftir Hall-
dóri Laxness haft að hvarf kyn-
stofnsins er „byggði Grænland ai
íslandi", sé mesta harmsaga íslands.
Rústir mannvirkja á Grænlandi
og Nýfundnalandi sýna enn að fyrir
þúsund árum hefur fólk frá Evrópu
komið þangað.
Rúsir íbúðarhúsa, gripahúsa,
jámsmiðja, kirkna og grafreitir bera
vitni um að þar bjó fólk, sem þekkti
evrópska menningu. íslendingar ein-
ir þjóða rituðu frásagnir af þessu
fólki.
Ég er sáttur við það að Leifur
heppni sé sagður sonur íslands og
sonarsonur Noregs. Eiríkur rauði
faðir hans var höfðingi á Grænlandi
og sonur hans eftir hans daga.
Þeir lutu hvorki klerki né kóngi
frekar en íslenskir höfðingjar á þeim
tíma.
Grænlendingasaga segir: „Eiríkui
rauði bjó í Brattahlíð. Hann var þar
með mestri virðingu, og lutu allir til
hans.“
Norðmenn og íslendingar hafa nú
vakið athygli á ferðunum til Vín-
lands fyrir þúsund ámm með för
sinni á víkingaskipinu Gaia.
Ég óska þeim gæfu og gengis og
megi sigling þeirra heppnast með
ágætum og eiga farsælan endi.
Höfundur er grunnskólakennari
og ellilífeyrisþegi.
Bjarni SighvaUson.
Farsæll, liinn nýi björgunarbátur
Iljálparsveitar skáta í Vestmanna-
eyjum.
tæki, 24 mílna ratsjá, VHF- og CB
talsstöðvar, dýptarmælir, hraða-
mælir og vegmælira.
Björgunarsveitirnar í Vest-
mannaeyjum eiga nú tvo stóra
björgunarbáta. Björgunarfélag
Vestmannaeyja á annan öflugan
bát, Kristin Sigurðsson. Mikið ör-
yggi er af þessum bátum, því að
hafnarsvæðið umhverfis Vest-
mannaeyjar getur verið afara við-
sjárvert eins og dæmin sýna- segir
í frétt frá Landsbjörg.
*' ^
»>•.
■
4»V
. I
Innritun á höfuðborgarsvæöinu 3.-8. janúar í símum 20345 og 74444 kl. 13-19 dag-
lega. Skírteini aflient í Brautarholti 4 fimmtudaginn 9. janúar kl. 17-20. Kennsla hefst
föstudaginn 10. janúar.
lnnritun á Suðurnesjum í síma 92-68680 kl. 20-22, 6., 7. og 8. janúar.