Morgunblaðið - 24.01.1992, Page 2

Morgunblaðið - 24.01.1992, Page 2
2 D MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992 Ja Úttektarheimildir hjá greiðslukortahöfum eru oft miðuð við mánaðarlaun notandans HVER ER leyfileg- úttektarupphæð á greiðslukortinu? Er hún á hreinu? Kemur fyrir að neitað er um viðskipti vegna þess að búið er að fullnýta mánaðarlega heimild? Þessi vitneskja verður að vera á hreinu þegar menn nota mikið greiðslukortin. Algeng úttektar- heimild er 100 þúsund krónur en þessar upphæðir nema allt frá 60 þúsundum og upp í um 300 þúsund, segir Einar S. Einarsson forstöðumaður VISA íslands. Segir hann að oft sé miðað við mánað- arlaun þegar úttektarheimildir eru veittar. En hvemig er með raðgreiðsl- ur? Er búið að skuldbinda sig með raðgreiðslu marga mánuði fram í tímann - og kannski hjá mörgum aðilum? Úttekt á raðgreiðsl- um skerðir mánaðar- lega úttektarheimild sem upphæðinni nemur og því skyldu menn muna eftir slíkum skuldbindingum þegar þeir nota kortið til þess að láta ekki koma sér á óvart að heimildin skuli vera orðin fullnýtt. En hafa menn áhyggjur af mikilli notkun raðgreiðslukerfisins? „Við höfðum kannski vissar áhyggjur af því að fólk kynni að ganga of langt í að nota sér rað- greiðslur en langflestir þekkja þó sín takmörk," segir Einar S. Ein- arsson. „Við fylgjumst hins vegar vel með þessu og það er auðveld- ara en áður að fylgjast með úttekt- um þegar svo margir aðilar okkar eru tengdir okkur rafrænt. Þá get- ur komið fram þegar korthafí er staddur í verslun að hann sé búinn að nýta heimild sína og þá segir kerfíð hingað og ekki lengra. Þess vegna er mikilvægt að menn fylg- ist vel með.“ Marta Eiríksdóttir markaðs- stjóri hjá Kreditkortum hf. segir algenga úttektarheimild hjá þeim vera kringum 70 þúsund, þær séu á bilinu 50 til 200 þúsund og allt þar á milli. Þegar heimild er veitt í fyrsta sinn er litið á tekjur og hvemig korthafí hefur staðið sig í viðskiptum. Tekur hún undir með Einari að mikilvægt sé að menn viti hver heimildin sé og fylgist með úttektum. • „Margir korthafar nota mánað- arlega úttekt sína nokkurn veginn en aðrir minna og það sem mér finnst áberandi orðið í dag að menn eru búnir að temja sér ákveðna notkun kortanna og kunna með þau að fara,“ segir Marta. „Ég get ekki séð að menn hrúgi of miklu á sig með rað- greiðslum, en það sem er að ge- rast er að kaup á ýmsum hlutum sem áður fóru fram með skulda- bréfaviðskiptum eru að færast yfir á greiðslukortin. Og mér virðist margir helst vilja ljúka slíkum greiðslum á þrem til fjórum mán- uðum í stað þess að dreifa þeim á allt að ellefu mánuði eins og hægt er. Annars hefur umræðan um kortin lengst af verið neikvæð hér- lendis, menn tala um kortasukk eða fyllerí en ég fullyrði að flestir ’ kunna að nota þau og standa sig. Eftir stendur kannski tíundi hluti fólks sem er oft í vandræðum og það kemur þá til okkar og semur um sín mál. En sá hópur fer minnk- andi.“ Bæði VISA og Kreditkort bjóða upp á greiðsludreifíngu, þ.e. að skipta megi mánaðarúttekt þannig að greiddur sé hluti hennar en eft- irstöðvum dreift á tvo mánuði og þarf að ganga frá þessu áður en gjalddagi rennur upp. Nokkuð var um slíka samninga núna en búist er við fleirum um næstu mánaða- mót. Morgunblaðið/Aðalsteinn Hjálmarsson Meðal þess sem börnunum er kynnt eru íslensku húsdýrin og hefðbundin sveitastörf eins og að gefa dýrunum og mjólka kýrnar Húsdýragarðinn með kynningar fyrir skólabörn á bóndastarfinu YFIRLEITT hafa börn rnjög gaman af því að fara í húsdýra- garðinn og skoða og kynnast því sem fyrir augu ber. Á síð- asta ári heimsóttu rúmlega níu- tíu og eitt þúsund manns garð- inn og áttu starfsmenn fullt í fangi með að taka á móti öllum hópum sem vildu koma og fá leiðsögn um garðinn, vinna í svokölluðum „vinnumorgnum“ eða sækja námskeið í „skynjun". Þá gafst sá möguleiki að panta tiha í samræmi við viðfangsefni skóla hveiju sinni. Vinnumorgnarnir eru ætlaðir ellefu ára börnum og tilgangurinn er að kynna bömunum hvemig það er að vinna sem bóndi eða dýrahirðir í Húsdýragarðinum. Gamlar kirkjuleiðir og léttar fjallgðngur nm helgina DAGSFERÐIR Útivistar og Ferðafélags íslands um helgina einkennast af svokölluðum raðferðum, þar sem einn áfangi er genginn á einum degi, og næsti áfangi farinn að einni eða tveimur vikum liðnum. Annar áfangi í Kirkjugöngu Úti- vistar verður farinn á sunnudaginn pg eru tvær mislangar leiðir famar. í þeirri lengri verður farið um gömlu Gufunes- og Mosfellssóknimar og komið við í Lágafellskirkju. Reynt verður að fylgja gamalli þjóðleið, en síðan vikið af henni við vaðið á Varmá og farið upp að Helgafelli. Þaðan er gengið til Lágafellskirkju, þar sem séra Jón Þorsteinsson og Jón Guðmundsson á Reykjum munu kynna sö^ starf kirl< stimpluc lýkur mec ul þarí Mddkn^hii o; lunnaNpongulj kirkj^ kon safnaðar- óngulfnrín verða Kirk|Mgöngunni reng^mrour göm- iðjt á Snjóþj svæðii 2. jar\1992 | Staður rkktí m íl í skíða- -rakklandi Snjóþ. Hæsti Snjóþ. (óf? tindur (cm) Les Arcs 1.600 100 3.225 250 Chamonix 1.035 60 3.300 225 Courchevel 1.300 55 2.700 205 Meribel 1.450 58 2.910 200 Morzine 1.000 30 2.020 150 Val D’lsere 1,850 115 3,300 62 Val Thorens 2.300 140 3.300 200 spjallað við heimamenn. í frétt frá Útivist segir að göngufólkið geti notið fylgdar heimamanna, en fáir munu hafa gengið þessa leið. Lagt verður af stað kl. 10.30 frá BSÍ. Byrjendur og barnafólk Lagt verður af stað í styttri kirkju- gönguna frá BSÍ á sunnudag kl. 13. Þessi ganga er sérstaklega hugsuð fyrir þá sem eru að byija göngur og fyrir fólk með böm. Hópamir mæt- ast svo við Langatanga og ganga saman þaðan. Ferðafélagið fer annan áfanga raðgöngu sinnar upp á Kjalames á sunnudaginn. Lagt verður af stað frá BSÍ kl. 11 og í þetta sinn liggur leið- in frá Reynisvatni, fram hjá Hafra- vatni og Skyggni að Suður-Reykjum. Ef veður leyfír verður „skokkað" upp á Úlfarsfell eða Reykjaborg sem era í leiðinni og um 300 metra há. Þeir sem kjósa láglendisgöngu geta hins' vegar haldið sig við fjallsrætumar. Skíðaganga Ferðafélagsins, sem fyrirhuguð var um helgina, fellur niður af augljósum orsökum. ■ Starfsfólk SAS á nýju skrifstofunni. Morgunblaðið/Sverrir SAS flytur starfsemi sína ofar á Laugaveginn FLUGFÉLAGIÐ SAS opnaði nýja skrifstofu á Laugavegi 172 í síðustu viku. Er skrifstofan mun rúmbetri en hin gamla sem um 22 ára skeið var starfrækt neðst á Laugaveginum. „Starfsemin var búin að stofu SAS, í samtali við Ferða- sprengja utan af sér gamla hús- blaðið. Anna sagði að þegar SAS næðið, því starfsfólki hér hefur opnaði hér skrifstofu fyrir 22 fjölgað mjög mikið á síðustu árum hafi starfsmenn aðeins verið þremur árum,“ sagði Anna Al- tveir, nú væru þeir hins vegar 14. freðsdóttir, deildarstjóri söluskrif- Hin nýja skrifstofa er í sama stíl og aðrar SAS-skrifstofur hvar sem þær eru í heiminum, bæði hvað varðar húsgögn og liti. Anna sagði að undanfarið hefði flugfé- lagið unnið að auknu samstarfi við ferðaskrifstofur og að í fram- tíðinni væri stefnan að auka þjón- ustu við erlenda ferðamenn sem koma til íslands. ■ Upplýsingamiðstöð ferðamála heldur áfram starfsemi Snjfr í FnttMI Á FLESTUM skíðasvæðum Evr- ópu, utan íslands, er meira en nógur siyór. Snjóþykkt á nokkrum skíða- svæðum Frakklands var mæld í byijun janúar og getur því hafa breyst lítillega síðan þá. ■ UPPLÝSINGAMIðSTöð ferðamála mun halda áfram starfsemi í óbreyttri mynd, en til stóð að henni yrði hætt eftir að Reykjavíkurborg sagði sig úr samstarfinu. „Hingað leitar ótrúlegur fjöldi ferðamanna, allan ársins hring, þó mest sé auðvitað að gera á sumrin. Það hefði þess vegna verið mikil afturför, hefði þessi þjónusta fallið niður,“ sagði María Guðmundsdóttir forstöðumaður Upplýsingamiðstöðv- ar ferðamála er Ferðablaðið ræddi við hana. Málavextir era í grófum dráttum að sumarið 1987 opnaði Upplýsingamiðstöð ferðamála og var rekstur hennar á vegum Reykjavík- urborgar, ferðamálaráðs og ferða- málasamtaka landshlutanna. Eftir úrsögn borgarinnar var gert ráð fyr- ir að starfseminni yrði hætt í núver- andi mynd 1. júní næstkomandi, þar sem rekstrargrandvöllur væri brost- „Núverandi rekstraraðilar hafa komið sér saman um að halda rekstr- inum áfram,“ sagði María. „Sam- komulag hefur náðst um að ferða- málaráð og ferðamálasamtök lands- hlutanna greiði hlut borgarinnar seinni hluta ársins, auk þess sem tekjuleiðir hafa opnast, sem gera okkur kleift að halda óbreyttum rekstri skrifstofunnar áfram.“ Eins og nafnið gefur til kynna, er hægt að fá ýmsar upplýsingar tengdar ferðalögum innanlands hjá Upplýsingamiðstöð ferðamála, sem ennfremur gefur árlega út handbók með ítarlegum upplýsingum fyrir ferðamenn og starfsfólk í ferðaþjón- ustu. Auk þess annast miðstöðin dreifingu bæklinga, ráðgjöf og fleira.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.