Morgunblaðið - 24.01.1992, Page 5

Morgunblaðið - 24.01.1992, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992 D 5 þau eru þörf áminning finnst flest- um þau vera til hinnar mestu prýði, sumir segja jafnvel að þau séu „vist- væn útlits". Stólpi er ríkisrekinn vinnustaður. Þar starfa fímmtán manns, sem eiga við mismunandi fötlun að stríða. Skiltagerðin er aðallega í höndum tveggja stafsmanna, einn pússar og málar grunnlitinn en hinn málar rósimar og stafina. Á Stólpa fer auk þessa fram margvísleg önn- ur starfsemi, þar eru framleiddar öryggislínur með áföstum flöggum, hnýtt ábót, sem notuð er til að bæta línu, og einnig er endur- vinnslumóttaka á staðnum. Sveinn segir að skiltin séu hin vönduðustu að allri gerð og hafi ekkert látið á sjá frá því þau voru sett upp á Egilsstöðum fyrir rúmum þremur ámm. ■ I Innan úr skjalaskápnum Á dögunum birtist eftirfarandi tafla í fréttabréfi félags um skjala- stjórn. Tölumar byggjst á banda- rískum upplýsingum en var snúið upp á landann með fyrirvara þó. - Áf hveiju fmmriti verða til 19 afrit. - 75-85% allra skjala sem vistuð em verður aldrei litið á aftur. - 40 af hveijum 60 krónum sem eytt er í skjalavistun fara í ónauð- synlegan kostnað, s.s. afrit. - Um 3% af skjölum sem við þurf- um að grípa til hafa verið ranglega vistuð. - Fyrir hveijar sextíu krónur sem eytt er í að prenta eyðublöð fara tólf hundruð krónur í að framleiða, fjölfalda, vista þau og eyða. ■ Ínmgiirsríkiir glmalivottiir GLUGGARNIR eru örugg- lega orðnir skítugir á mörg- um heimilum enda ekki verið veður til að standa úti í stiga og þvo glugga. Hinsvegar getur verið ' að einhveijir vilji fara að sjá al- mennilega út ef veðrið helst eins gott og undanfarið. Þetta ætti að duga á gluggana. Vi bolli edik fata með vel volgu vatni eða Vi bolli ammóníak V2 bolli hvítt edik 2 msk. maíssterkja 1 stór fata vel volgt vatn Stundum hefur alkóhól verið notað líka. Alkóhólblandan er um það bil Vi bolli alkóhól á stóra vatnsfötu og er aðallega notað í frosti. Hinsvegar þarf að gæta varúðar ef alkóhól er notað því það getur skemmt málningu og lakk. ■ Kjóll búinn til úr plastpokum PLASTPOKAR berast daglega inn á nánast öll heimili, enda notaðir sem umbúðir utan um flest að- föng. Sumir safna skrautlegum plastpokum sér til ánægju og ynd- isauka, en líklega eru fleiri sem nota þá einungis sem ruslapoka. Plastpokar eru þó til margs gagnlegir, t.d. er hægt að búa til fatnað úr þeim og er þá skemmtilegt að velja saman litríka poka. Kjóllinn á myndinni er enskur að uppruna og var sýndur á tískusýningu á dög- unum. Ekki fer sögum af eftirspurninni en áhorfend- um var bent á að kjóllinn væri mjög hentugur ef skyndilega gerði Chanel og Moschino njóta vaxandi vinsælda hjá konum í SÍÐUSTU viku sögðum við frá því hér í Daglegu lífi að mjög margir unglingar vildu helst vera í Levis 501 gallabuxum og það væri enginn maður með mönnum nema eiga nokkur pör. En það eru ekki bara unglingarnir sem sækjast eftir vissum merkjum. Fullorðnir eru engir eftirbátar og um skeið hefur mörgum konum þótt það mjög eftirsóknarvert að eignast Chanel slæður, töskur, eyrnalokka, hálsmen, úr eða belti og þær nota þá auðvitað snyrtivörur og ilmvatn frá sama merki líka. Chanel tók við af Louis Vuitton fyrir nokkrum árum en þá var það sami hópur- inn sem gjarnan vildi eignast Louis Vuitton töskur. Þar á undan var það Gucci, Dior... Og það er ekki eins og Chanel sé af ódýrari gerðinni, ein meðalstór taska kostar úr búð í Frakklandi eða Þýskalandi frá fimmtíu og upp í hundrað þúsund krónur eða sem sam- svarar sjö til átta öðrum vönduðum leðurtöskum sem ekki bera merki þekkts hönnuðar. Þá er líka hægt að verða sér úti um mjög nákvæm- ar Chanel eftirlíkingar og taska keypt af götusala í Kínahverfinu í New York kostar á þriðja þúsund krónur. Það er sem sé hægt að fá um tuttugu til fjörutíu eftirlíkingar fyrir eina ekta Chanel-tösku. Eftirlíkingamar hafa borist hing- að til lands og hafa bæði verið seld- ar í verslunum og heimahúsum. Hinsvegar hefur ekki verið hægt að kaupa ekta Chanel vömr nema snyrtivörur og ilmvötn. Um tíma fengust slæður í flugvélum Flug- leiða en búið er að taka fyrir það. Konur eða eiginmenn hafa því orð- ið að versla ekta Chanel-töskur eða fatnað i útlöndum. En skyldu það vera margir sem eiga Chanel-vörur og þá ekki eftir- líkingar? Undirrituð gerði stuttlega könnun á þessu og komst að því að það er þó nokkuð um það. Fljótt á litið vom það aðallega flugfreyjur og síðan konur á miðjum aldri sem áttu í fómm sínum ekta vömr, enda kannski helst þegar fjárhagurinn er orðinn vænn að hægt sé að veita sér þessa vöm eða ef verið er oft á ferðinni í útlöndum. Að sögn konu einnar sem nýbúin er að vera í Bandaríkjunum voru slæðumar á átta þúsund og upp í þijátíu þús- und, úrin frá áttatíu þúsundum og uppúr og skart er hægt að fá frá sex þúsundum og upp í tugi þús- unda. Frúin sem rætt var við og á orð- ið úr, töskur, skartgripi og slæður frá Chanel sagðist sjá það langan veg ef varan væri óekta. Sjálf sagð- ist hún ekki skilja í því að fólk væri að setja á sig eftirlíkingar. „Annaðhvort ertu með Chanel eða ekki,“ sagði hún. Það vom ekki allir sammála henni. Ein sagði að ekki væri vert að eyða stómm upphæðum í Morgunblaðið/ÞorkelJ merkjavöru. „Merki koma og fara úr tísku og það er ekki hægt að kaupa ekta af öllu nema eiga sand af seðlum. Og jafnvel þó það séu til nægir peningar er miklu vitur- legra að eyða þeim í eitthvað ann- að.“ Það kom fram í máli margra sem undirrituð ræddi við að tvö merki em á uppleið þessa dagana og Moschino er annað þeirra. Moschino er ítalskur hönnuður sem þykir hanna mjög fallegan og um leið fmmlegan fatnað. Hér á landi er hægt að kaupa fatnað frá honum og einnig ýmsa fylgihluti. Hermés er hitt merkið sem konunum þykir æ eftirsóknarverðara að eignast og á eflaust eftir að afla sér aukinna vinsælda á næstunni. Allar þessar vörur em ódýrari í París en annarsstaðar nema þá kannski vömr Moschino. ■ Guðbjörg R. Guðmundsdóttir Upp með slæðurnar ERTU ein af þeim sem eiga ótal slæður inni í skáp og notar þær aldrei því þér finnst þú ekki kunna að nota þær? Hinsvegar eru til ótal slæðuhnýtingar og ekki þarf mikla kunnáttu til að nota flestar af þeim aðferð- um. Hér kemur ein auðveld. ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.