Morgunblaðið - 24.01.1992, Síða 7

Morgunblaðið - 24.01.1992, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992 D 7 Hið félagslega umhverfi er fólklifirí verður til þess að það stillir dægursveiflu sína á 24 klukkustundir þótt annað sé því eðlilegt. sér margar skýringar. Þó er líklegt að þær tengist sterkast þeim breyt- ingum sem verða í náttúrunni því þær hafa verið stöðugar í aldanna rás og hafa haft afgerandi þýðingu fyrir afkomu mannsins. Félagsleg- ar breytur eru hins vegar sífelldum breytingum undirorpnar og geta því ekki verið eins afdrifaríkar í þróun mannsins," segir hann. í rannsókn sem Andrés Magnús- son og Jón G. Stefánsson læknar gerðu fyrir nokkrum árum á árs- tíðabundnum breytingum kom í ljós að af þeim sem svöruðu töldu 11% að líðan þeirra breyttist ekki neitt eftir árstíðum en um 89% að hún breyttist að meira eða minna leyti. Fólk sefur skemur yfir há- sumarið, borðar minna, tekur þátt í félagslífi og líður vel. í mesta skammdeginu segist fólk sofa mik- ið, borða meira en yfir sumarið, ekki vera fyrir félagsskap og líða verr en með hækkandi sól. - En breytast dægursveiflur eftir árstíðum? „Það veit ég ekki en það væri gaman að rannsaka það.“ Guðbjörg R. Guðmundsdóttir Þorkell vinna sex klukkustundir á mánuði, þ.e. þijá tíma hálfsmánaðarlega. Að sögn Lilý er fátítt að ungar konur sæki um starfið. Yfirleitt eru konurnar 60-70 ára og langt fram á síðasta ár voru tvær konur, 81 og 82 ára einna ötulustu starfs- mennimir. En Guðmundur er ekki eini karl- maðurinn sem vinnur fyrir kvenna- deild RRKÍ, því tveir karlmenn hafa nú um nokkurt skeið verið í heim- sóknarþjónustu deildarinnar. Ekki var annað að heyra á þeim konum sem talað var við á skrifstofu kvennadeildarinnar en að þær væm hinar ánægðustu með aukna ásókn karla í sjálfboðaliðastarf af öllu tagi, verkefni væru mörg og öll aðstoð vel þegin. Hvernig ferðu með peninga sem þú hefur handa á milli? Það skiptir ekki máli, hvort þú ert fremur vel eða heldur illa stæð(ur); Þetta próf leiðir í ljós, hvort þú hugsar of mikið eða of lítið um peninga. Hvernig ferðu með peninga? Þú býður góðum kunningjum út að borða. Hvert ferðu þá? U. (B) A ítalska staðinn sem þú ferð oft á, af því að maturinn ^ er þar góður og á viðráðanlegu i verði. mm (A) Ég ætla frekar að elda O heima, verðið á flestum mat- sölustöðum er svo svakalega hátt. U- (C) Á flotta franska staðinn sem nýbúið er að opna. Hann er að vísu dýr, en ég vil endi- lega bjóða mínum gestum upp á eitthvað gott og fínt. Ekki að gá í budduna eða vesk- ið! Hvað ertu með mikla peninga á þér núna? Þegar þú ert búin(n) að giska á upphæðina skaltu telja peningana. Hversu nálægt sanni var ágiskunin? (A) Það munaði 200 kr., ég man svona nokkurn veginn hvað ég hef eytt miklu að undanförnu. (C) Það var ansi fjarri lagi, ég legg bara svona nokkuð ekki á minnið. (B) Það munaði 700 krónum hjá mér. Hvað ertu með mikla peninga á þér, þegar þú ferð gagngert í búðir til að kaupa eitt og annað? (C) Svona 4-5000 kr., ég borga hvort eð er oftast með greiðslukorti. (B) Þetta 500 og upp í 10.000 kr., ef nauðsyn krefur borga ég með ávísun. (A) 15.000-20.000 krónur, því að ég borga næstum því allt út í hönd og hef þannig betri yfirsýn yfir fjár- mál mín í heild. Ein af vinkonum þínum fær alloft peninga að láni hjá þér. Hún borgar lánið að vísu aftur, en hún er alveg blönk svo mánuð- um skiptir. Þegar hún er farin að biðja þig um að lána sér 10.000 kr. strax þann 11. eða 12. í mánuði, þá ertu þó farin(n) að hugsa: (C) Nú, auðvitað lána ég henni. Af hveiju ekki, ég fæ þetta borgað aftur. (A) Hún kann bara ekkert að fara með peninga, en hvernig á ég að losna við þetta kvabb í henni? (B) Ég ætla að lána henni þessa peninga, af því að hún er vin- kona mín, en ég ætti kannski líka að tala við hana um það hvernig maður fer að því að hafa stjórn á íjármálum sínum. Hvernig hefurðu yfirleitt tamið þér að bera peninga á þér? (C) Ég sting seðlunum bara í einhvern jakkavasann eða í kápuvasann. (B) í buddu. (A) í seðlaveski. Gerum ráð fyrir, að einhver bráðókunnugur maður ávarpi þig á götu og biðji þig um pen- inga. Til þess að þú látir eitthvað af hendi rakna yrði hann þó alla- vega að: (Á) Vera ósköp bágstaddur eftir útlitinu að dæma. (B) Rökstyðja það rækilega til hvers fyrir hann þurfi á þessum peningum að halda. (C) Orða beiðnina á mjög svo frum- legan hátt. Þú kynnist manni sem er mjög háttsettur hjá stóru fyrirtæki. Hann býður þér í mat á einkar látlausu veitingahúsi. Hvernig finnst þér það? (B) Bara allt í lagi. Það er miklu viðkunnanlegra að borða hér heldur en á einhveijum rosafínum matsölu- stað. (C) Þetta er nú meiri nískupúkinn! (A) Hann á örugglega alveg stórfé á banka. Þú færð alveg óvænt 70.000 króna aukagreiðslu frá vinnu- veitanda þínum sem sérstaka við- urkenningu fyrir góðan árangur í starfi. Hvað gerirðu við þá pen- inga? (A) Ég kaupi mér verðbréf mestalla peningana. (B) Ég legg þá inn á sparisjóðsbók- ina mína, af því að ég ætla að kaupa mér bíl á næsta ári. (C) Ég ætla að kaupa mér græjurn- ar, sem mig er svo lengi búið að langa í. Ég er hvort eð er búin(n) að þræla fyrir þessum peningum og á þær sannarlega skilið. Ertu oft að rífast út af pening- um við maka þinn? (C) Aldrei, við látum slíka veraldlega hluti ekki kasta skugga á sambúð okkar. (A) Oft, hann (hún) eyðir bara peningun- um strax í einhveija vitleysu, svo að við myndum aldrei eign- ast neitt almennilegt, | ef ég gripi ekki í taurn- j; ana. (B) Það kemur fyrir, ég hef þó alla vega eig- in skoðun á peningamál- um og stend líka við hana. Hugsaðu þig vel um: Myndirðu giftast manni (konu) sem á lítinn ver- aldarauð og vinnur fyr- ir ósköp rýrum laun- um? (B) Já, því að það skiptir nú ekki höfuðmáli. (A) Já, ég get líka komist af með lítið. (C) Nei, ég þekki mín takmörk. Hef enga löngun til að spara og velta fyrir mér hveijum skildingi alla ævi, ég bý ekki við það góð efni, að ég geti haldið okkur báðum uppi fjárhagslega. Á vinnustað þínum er spari- baukur látinn ganga á milli manna til að hver og einn geti lagt fram sinn skerf til að kaupa afmælisgjöf handa starfsfélaga; nafnleynd er viðhöfð. Hvað gefur þú mikið? (A) 100 krónur. Ég er ekkert sér- lega hrifin(n) af þessum starfsfé- laga og auk þess veit enginn, hve mikið ég gef. (C) 500 krónur, því að þetta verður þó að verða einhver almennileg upp- hæð. (B) 250 krónur. Hvað skiptir þig mestu máli, þegar þú ferð í sumarfrí? (C) Ég vil búa svolítið flott og borða góðan mat, veita mér einu sinni eitt- hvað meiriháttar. (A) Ég vil sjá eins mikið og unnt er. (B) Ég vil einfaldlega hvíla mig vel og hressa og líka kynnast skemmti- legu fólki. Teldu núna saman hve marga krossa við A, B eða C þú hefur sett. Lestu svo hér fyrir neðan hvað stendur við þann bókstaf, sem þú hefur krossað oftast við. Niðurstaða Manngerð A Þú heldur vel utan um peningana og forðast óþarfa útgjöld. Miðað við tekjur þínar, er sparifé þitt mun meira en flestir aðrir geta státað af. Ef til vill leggurðu peningana þína líka í verðbréf eða ríkisskulda- bréf, geymir þá sem sagt á öruggan hátt. Það er nokkuð augljóst, að þú ert ekkert fyrir spákaup- mennsku. Kannski ættirðu að velta því svolítið betur fyrir þér, hvort þú leggir ekki einfaldlega of mikið upp úr peningum og hugsir of mik- ið um þá. Ef þú leggur meiri áherslu á að safna peningum en að eyða einhveiju af þeim, þá geturðu aldr- ei raunverulega notið þeirra. En það geturðu einmitt ósköp vel: Láttu draga mánaðarlega ákveðna spariupphæð af gíró- reikningi þínum (en hafðu þá upphæð samt ekki of háa) og notaðu svo það sem eftir er á reikningnum svolítið frjálslegar. Manngerð B Þú ferð skynsamlega með pen- inga. Þú sparar til þess að geta gripið til sparifjárins, ef eitthvað óvænt kemur fyrir sem krefst nokk- ura útgjalda. Þú ættir samt að hafa nokkuð svigrúm til að geta uppfyllt skyndilegar óskir sem gera vart við sig, þótt þær kosti dálitla peninga. Ef til vill mættir þú líta svolítið nánar á, hvernig þú gætir hagnýtt peningana þína þér til gagns og ánægju. Þú hefur vafalítið einhvern tíma gælt við þá hugsun að taka nokkra tugi þúsunda úr sparibók- inni þinni og kaupa verðbréf fyrir þá peninga, en svo hefurðu bara aldrei haft þig upp í að hrinda þessu óljósa áformi í framkvæmd: „Öll þessi fyrirhöfn, bara til þess að fá nokkur hundruð í vexti,“ hefurðu afsakað þetta framtaksleysi fýrir þér í huganum. Þetta er það sem þú getur gert: Taktu þér tíma og leitaðu ráða hjá bankastarfsmanni (ráð- gjafa í peningamálum) við að gera áætlun um markvissa fjármagns- myndun til langs tíma. Það á eftir að koma þér verulega á óvart, hve miklu meira verður úr peningunum þínum á þann hátt. Manngerð C Að því er varðar fjármál þín læt- urðu hveijum degi nægja sína þján- ingu. Þegar þú átt peninga, þá eyð- ir þú þeim, og þegar engir peningar eru til, þá tekurðu það heldur ekk- ert óskaplega nærri þér. En þú ættir nú samt ekki að fara alveg svona hugsunarlítið með það sem þú vinnur þér inn. Þegar á allt er íitið, vinnurðu of mikið til þess að standa svo einn góðan veðurdag, í síðasta lagi þegar þú ert komin(n) á ’ eftirlaunaaldurinn, með tvær hendur svo til tómar. Þú ættir að reyna „skyndilækningu“. Láttu reikna út fyrir þig, hvemig eillilíf- eyririnn þinn lítur út með því fýrir- komulagi sem þú hefur hingað til haft á fjármálum þínum. Það sem þú getur gert: Jafnvel þótt þér finnist það óskaplega erf- itt, þá skaltu samt neyða þig til þess a.m.k. einhveija lágmarksupp- hæð reglulega. Ekki er þar með sagt, að þú þurfir allt í einu að fara að skera öll þín útgjöld við nögl og velta fyrir þér hverri krónu, en það er nú samt hægt að láta vera að kaupa einn og annan óþarfa. ■

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.